Nýja dagblaðið - 21.07.1937, Síða 4

Nýja dagblaðið - 21.07.1937, Síða 4
REYKJAVlK, 21. JÚLÍ 1937. 5. ÁRGANGUR — 166. BLAÐ NYIA DAGBLAÐID |Gamla Bió| sýnir í kvöld »Rose Maríe« Gullfalleg og hrífandi söng- mynd í 11 þáttum, gerð eftir samnefndum söngleik. Myndin er tekin í fögru og stórfenglegu fjallalands- lagi í Kanada. Aðalhlutverkið leika: Jeanette Mac Donald og Nelson Eddy. Síðasti dagur ostavíkunnar er á íöstudagínn PöntunarSélagið Skdlavörðuatlg 12 Vesturgötu 16 Grettisgötu 46 Vesturgötu 33 / I Hafnarfirði: Strandgötu 28 Anná.11 Veðurútlit i Roykjavík og ná- grenni: Stinningskaldi á norðan. Urkomulaust. Léttir til. Næturlæknir er í nótt Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sími £234. Næturvörður er í Ingólfs apóteki og Laugavegs apóteki. Dagskrá útvarpsins: Kl. 10,00 Veöurfr. 12,00 Hádegisútvarp. 15,00 Veðurfr. 19,10 Veðurfr. 19,20 Hljóm- plötur: Norðurlandalög. 19,55 Augl. 20,00 Fréttir. 20,30 Erindi: Heim- sókn í ferðamannaskip (Ragnar E. Kvaran). 20,55 Hljómplötur: a) Celló-sónata í a-moll, eftir Grieg; 1j) Lög leikin á ýms hljóðfæri (til ki. 22). Miðstjómarfundur verður í Sam- handshúsinu í dag kl. 5 síðd. Skipafréttir. Gullfoss er í Kaup- mannahöfn. Goðafoss var á Isa- firði í gær. Brúarfoss er í Reykja- vik. Dettifoss fór frá Hull í gær- kvöldi áleiðis til Vestmannaeyja. Lagarfoss var á Skagaströnd í gærmorgun. Selfoss kom til Ant- werpen í gærmorgun og fór þaðan i gærkvöldi. Happdrætti „Sumargjafar". Kl. 3 i fyrradag var dregið á skrifstofu lögmanns í Reykjavík og féllu vinningar á eftirtöld númer: 3705 (Einkabíll frá Steindóri að Gull- fossi og Geysi). 100 (Málverk eftir Kjarval). 1225 (Ferð frá Reykja- vík til Akureyrar og til baka). 72 (Sumardvöl í vikutíma að Laugarvatni). 2403 (100 kr. í pen- ingum). 169 (Gólfteppi frá Mar- teini Einarssyni). 3225 (Kvenreið- hjól frá Sigurþóri). 1625 (Karl- reiðiijói frá Fálkanum). 4274 (Mál- '•erk eftir Ólaf Túbals). 1175 (Eik- arborð frá Jóni Halldórssyni & Co.). 1489 (Málverk eftir Jón Stef- ánsson). 4795 (100 kr. í peningum). 3371 (Málverk eftir Ásgrim Jóns- son). 1986 (Saumað veggteppi). — Vinninganna sé vitjað til Am- gríms Kristjánssonar, skólastjóra, Egilsgötu 24. Vélbáturinn Sindri kom í gœr til | Keflavíkur með smáhval, sem skot- inn var um 40 mílur vestur af Míðstjórn FramsóknarSlokksins heldur fund í Sambandshúsinu í dag kl. 5 síðd. Jónas Jónsson. Eysteínn Jónsson. Tíl Akureyrar alla daga nema mánudaga. VIyZmVÍ&VíÍÍv alla ^iðvikudaga> föstudaga. lirauicruir laugardaga og sunnudaga 2ja daga ferðír Þriðjudaga og fimmtudaga, Afgreiðsla í Reykjavík: Bifreiðasíöð Islands, sími 1540. Bífreiðastöð Akureyrar. | Vísindamenn á leíð tíl Islands. EINKASKEYTI FRÁ KHÖFN. Dronning Alexandrine iagði af stað frá Kaupmannahöfn í gær- morgun áleiðis til íslands, með 150 farþega, þar á meðal visindaleið- angur dr. Lauge Kochs og taka þátt í honum vísindamenn frá átta löndum. þá er einnig með skipinu deildarstjóri hinnai' ís- ienzku og dönsku deildar Rotary- klúbbsins og hefir hann meðferðis hinn danska Rotary fána, er rann ætlar að færa íslenzka klúbbnum að gjöf. — FÚ. Garðskaga. Kjötið verður fryst til útflutnings. Hvaíurinn var 10—12 metra langur. — FÚ. Vega- og brúagerðir. Framh. af 1. síðu. I yggingu brúar ó Fróðá á Snæ- fellsnesi rétt lijá Ólafsvík og senn lokið við brú ó Hollsá undir Eyja- fjöllum og er þá ekkert vatnsfall óbrúað undir Eyjafjöllum nema Skógá. Holtsá hefir oft verið erf- iðru þröskuldur í vegi bifrejðaum- ferðar þarna austur fró. Bráðlega verður hafin brúargerð yfir Víkurá í Strandasýslu, Bæjará i Geiradal og Hólselskíl á Fjöllum. Hhaali 3 íbúðir, 1, 2ja og’ 3ja her- bergja óskast 1. okt. Fyrir- framgreiðsla. Sími 1318. Nýja Bló Dr.Socrates (lnknir meðai Btórglæpamanna) Óvenju spennandi og vel gerð sakamálakvikmynd, er sýnir hvernig sérkennilegur sveitalæknir einsamall réði niðurlögum illræmdrar saka- mannaklíku. Aðalhlutverkið, iæknirinn, leikur: Paul Muni. Aðrir leikendur eru: Ann Dovrak, Barton Mac Lane o.fl. Aukamynd: Hvílíkt Þjónnstnfólk Amerísk skopmynd Börn fá ekki aðgang. Hlutverk kafbátanna. Framh. af 2. síðu. Vér eygjum þegar gagnsemi slíkra „friðar kafbáta“ við at- huganir og viðgerðir á sæsíma, við að bjarga sltipum og öðrum verðmætum, sem tapazt í haf- ið, engu síður en til uppgötv- ana og hagnýtinga á þeim verðmætum hafsins, sem mann- kynið hefir ekki haft hugmynd um áður. Það hefir tekið mennina margar aldir að komast að því sem við nú vitum um þurlendi jarðarinnar. Hvað snertir þá 3 4/s hluta hnattarins, sem huldir eru af hafinu, þá höfum við aðeins fundið þann lykil, sem í fram- tíðinni á að opna heim sjávar- íeyndardómanna, skýra landa- fræði hans, dýra- og jurtaríki hans og jarðfræði hans, þar sem við munum áreiðanlega gera uppgötvanir, sem skara fram úr því sem við þekkjum á yfirborði þurlendisins." ÖRLAGAFJÖTRAR. 6 ljóst hve litlar líkur væru til þess að þeir næðu til byggða, og hefði félagi hans verið einhver annar en Kit, þá hefði hann verið vonlaus. Að vera skipreika norður við Norton sund á þessum tíma árs, var ann- að en spaug. Þótt sólbráð væri á daginn, þá var heiftarkuldi á næturnar. Þess var enn langt að bíða að snjóinn tæki upp og farfugla væri von á þessar slóðir. Klæði hans voru þegar s'tokkfrosin, og hung- ur var farið að gera vart við sig. — Hvað getum við gert, Ki't? — Þetta er allur okkar vistaforði, mælti Kit. Hann dró frosna kexköku upp úr vasa sínum og virti hana fyrir sér. Gyp horfði girndaraugum á kök- una, enda var hún raunverulega eign hans. —Við verðum víst að skipta þessu bróðurlega á milli okkar, tautaði Kit um leið og hann skipti henni í þrjá parta. Síðan neyttu þeir þessarar fábrotnu mál'tíðar, sem ef til vill átti að verða þeirra síðasta máltíð. Kit reyndi skammbyssu sína, en án árangurs. — Kannske get ég þurkað skothylkin á morgun, mælti hann. Það er eina von okkar til þess að afla fæðu. Við skulum reyna að sofa ofurlitla stund, áður en við leggjum af stað. — Ef við sofnum hér, þá vöknum við ekki aftur. — Jú, jú. Ég ætla að ná í eitthvað til að hafa of- an á okkur. Litlu síðar kom Kit með fullt fangið af trjágrein- um. Síðan rótaði hann burtu snjónum af dálitlum bletti, gróf tvær holur í jörðina með vasahnífnum sínum, stakk svo stærstu greinunum þar niður. Eft- ir það lagði hann trjágrein á milli hinna tveggja og hallaði svo hinum smærri greinum upp að þessurn. Á þann hátt myndaðst ris. Að því búnu þéttu þeir þetta með snjó, og skriðu svo inn í hið lítilfjörlega skýli. Kit virtist ánægður, en Farfax var svo úr- vinda, að hann gat ekki látið í ljósi álit sitt á þessari byggingarlist. Kit lagðist út af með báða lófana undir öðrurrí vanganum, og sofnaði þegar. Gyp þok- aði sér inn í fang hans og stakk trýninu inn í hand- arkrika Kits. Það var auðséð, að þessir tveir félagar áttu saman og tilheyrðu hver öðrum. — Það er auðséð, að Gyp þykist standa Kit næst, hugsaði Farfax, — enda mun það vera svo. Hann fór að hugsa um hinn þróttmikla og trygglynda ferða- félaga sinn. Þrek hans og úrræði virtust ótæmandi. Geðprýði og jafnlyndi Kits var hið sama, hvort vel gekk eða illa, og Farfax virtist að hann ekki grafa gull eða vinna að öðru, með það fyrir augum að verða auðugur, heldur vegna þeirrar nautnar er erf- iðið og hætturnar við starfið leiddu af sér. Farfax hafði ekki orðið þess var að Kit ætti neina vini, og aldrei hafði hann minnst á kvenfólk við Farfax, hvað þá meira. Hann var dulur og virtist fremur kaldur. En þrátt fyrir það hafði Farfax orðið var hinnar stökustu umhyggju hjá Kit, bæði gagnvart hinum trygga Gyp, og svo þegar því var að skipta að rétta þeim hjálparhönd, er bágt áttu, eða þegar um það var að ræða á einhvem hátt að rétta hlut lítilmagnans. Farfax ga't ekki sofnað fyr en undir dögun. Þá rann á hann mók, og hann 'dreymdi um skipbrot og drukknandi fólk. Hann varð því feginn, er Kit vakti hann. — Hvernig svafst þú? spurði Kit. — Ágætlega, skrökvaði Farfax. — Það var fyrirtak. Við verðum að fara að leggja af stað. Það er indælt veður, en það er ofsnemmt ennþá að fara að syngja Halleluja, guði til dýrðar, því þetta verður erfiður dagur. III. KAFLI. Á heimleið. Það var steikjandi sólskin. Veturinn var skyndi- lega á förum. Hlíðar og brekkur er vissu mót sól voru orðnar alauðar, en enn var nokkur snjór í for- sælu. Þeir félagar, ásamt Gyp, komu staulandi út úr þröngu fjallaskarði er allt var í forsælu, og út í sól- skinið. Á andlitum þeirra mátti sjá glögg merki þjáninga þeirra, er þeir höfðu liðið. Kit var allvel stöðugur á fótunum, en Farfax reikaði eins og drukkinn maður. Kit sá, að það var mjög tæpt með það, að þeir kæmust af. Með öllum hugsanlegum ráð- um hafði hann reynt að afla þeim fæðis, en án árangurs. Einu sinni höfðu þeir séð tóu, en þar eð skammbyssa hans var honum ónýt, hafði það ekki hjálpað þeim neitt. Að síðustu hafði hann grafið

x

Nýja dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.