Nýja dagblaðið - 14.10.1937, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 14.10.1937, Blaðsíða 1
^Íd/VÍIBII/’MÐIIIÐ 5. ár. Reykjavík, fimmtudaginn 14. október 1937. 238. blað Tíðindi úr Austur-Húnavatnssvslu Viðtal við Hannes Pálsson bónda á UndírSellí ANN ÁLL 287. dagur ársins. Sólaruppkoma kl. 7,16. Sólarlag kl. 5,10. Háflæði er í Reykjavík kl. 12,00 á miðnætti. Næturlæknir er í nótt Bergsveinn Ólafsson, Há- vallagötu 47, sími 4985. — Nætur- vörður er í Ingólfs apóteki og Lauga- vegs apóteki. Ljósatími bifreiða er frá kl. 5,40 að kvöldi til kl. 6,50 að morgni. Útvarpið. 19.30 Þingfréttir. 19.50 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.30 Frá útlöndum. 20.55 Einleikur á fiðlu (Þórarinn Guðmunds- son). 21.20 Útvarpshljómsveitin leikur. 21.45 Hljómplötur: Danslög. 22.00 Dag- skrárlok. Skipafréttir. Gullfoss fór frá Leith í gærkvöldi. Goðafoss fór vestur og norður í gær- kvöldi. Brúarfoss er á Reyðarfirði. Dettifoss kom til Hamborgar í gær- morgun. Lagarfoss kom til Akureyrar í gær. Selfoss. fór frá Antwerpen í fyrrakvöld. — Súðin var á Skaga- strönd í gærkvöldi. Esja er í Reykja- vík. — Nova var á Dýrafirði í gær. Lyra er í Bergen. — Drottningin fór frá Kaupmannahöfn í gærmorgun. Septíma heldur fyrsta fundinn á þessu hausti kl. 8,30 annað kvöld. Grétar Fells fiytur erindi. Eldur. Snemma í gærmorgun varð elds vart í verzluninni Gullfoss, sem var nýlega flutt í Austurstræti 1. Var slökkviliðið kvatt á vettvang og vann það bráðlega bug á eldinum. Skemmd- ir urðu talsverðar á ýmsum varningi af völdum reyks og vatns. — Eldur kviknaði, að því er talið er, út frá miðstöð, sem komið er fyrir í litlum klefa bak við búðina. Togararnir Arinbjörn hersir og Hávarður ís- firðingur fóru út í gær. f grein í blaðinu í gær var frá því skýrt, að tekizt hefði að búa til mjöl til manneldis úr fiski og jafnvel fisk- hryggjum eingöngu, en átti að vera fiskhryggjum og hausum eingöngu. Ferðir bifreiða út um landið hafa enn sem komið er lítið sem ekkert truflast. Vegirnir eru óvenjulega greiðfærir um þetta leyti árs, enda hefir ekki gert neinar stórrigningar síðustu dagana og hvorki snjóað til fjalla svo neinu nemi, né gert frost. Ferðir til Austur- lands eru þó hættar, en á þeirri leið eru Hólsfjöllin örðugust yfirferðar. Áætlunarferðir til Hólmavíkur og í Skaftafellssýslu eru hættar eða um það bil að hætta vegna þess, að fólks- flutningar eru teknar að tregðast. Telja má víst, að unnt verði að halda uppi föstum ferðum til Akureyrar til muna lengur vegna hinna miklu vegabóta á Holtavörðuheiði. Miðillinn frú Jóhanna Sigurðsson hélt síðastliðið föstudagskvöld fyr- irlestur í Varðarhúsinu fyrir húsfylli. Var það fyrsta erindi af þremur, sem hún ætlar að halda um dulræn efni. Á eftir fyrirlestrinum gaf frúin skygnislýsingar. Freyr, 9,—10. hefti þessa árgangs er ný- komið út. Fyrsta greinin er skrifuð i tilefni af 30 ára afmæli Sláturfélags Suðurlands 28. janúar síðastliðinn. Ingólfur Davíðsson grasafræðingur skrifar um plöntusjúkdóma og varnir gegn .þeim. Fjallar þessi grein eink- um um ýms sníkjudýr, sem leggjast á plöntur og valda oft miklu tjóni, sér- staklega grasmaðkurinn, birkifiðrildi, kálflugur, snígla og blaðlýs. Þrjár greinar eru um loðdýraræktina og felast í þeim margar þýðingarmikl- ar bendingar. Þá skýrsla um starf- semi Sambands íslenzkra samvinnu- félaga á síðasta ári. Aðrar greinar ritsins eru um kjötsöluna, búreikn- ingafærslu, borgfirzku veikina, Græn- metisskálann, útigöngufé og fram- kvæmd mjólkurlaganna á Akureyri. Bretar og Frakkar ætla að láta til skarar skríða Frakkar ráðgcra að kveðja saman herlið til þess að vera við «11« luiu- ir. LONDON: Breska stjórnin sat lengi á fundi í gær, og er það álitió, aö hún hafi ákveöið aö ganga að þeirri tillögu Frakka að gera enn eina tilraun til þess að leysa vandamálið um brott- flutning útlendinga sem berjast á Spáni, innan vébanda hlut- leysisnefndarinnar. Það er á- litið, að Bretum og Frökkum komi saman um, að málið verði að fá skjóta afgreiðslu og að þeir muni ákveða fyrirfram hvaða frestur skuli veittur til umræðu um málið í hlutleysis- nefnd. Ef samkomulag næst ekki í hlutleysisnefnd innan ákveðins tíma, telja bæði frönsk og ensk blöð líklegast, að franska stjórn- in muni þá opna landamæri Frakklands og Spánar til eðli- legra viðskipta og koma því til leiðar, að Baleareyjarnar verði áhrifalaust svæði í ófriði. Þar hafa nú ítalir komið sér fyrir á eyjunni Majorca og óttast Frakkar að þeir muni ekki láta þar staðar numið heldur haldi áfram að leggja undir sig eyj- arnar og skapa sér þar með ná- lega ósigrandi aðstöðu í Mið- jarðarhafi einmitt á þeirri leið, sem Frökkum ríður mest á að halda greiðu sambandi við ný- lendur sínar, ef til ófriðar kæmi. FÚ. OSLO: Eitt aðalblað Parísarborgar, sem stendur mjög nærri ríkis- stjórninni; heldur því fram, að þar sem Italir hafi tekið -Maj- orca, liggi ekki annað nær, en að Frakkar taki Minorca (eina af Baleareyjum) og búizt þar um á sama hátt. Orðrómur gengur meira að segja um það, að franska stjórnin hafi heimild spönsku stjórnarinar til þess að gera slíkar ráðstafanir, ef þörf krefur. Ýms blöð í Frakklandi gera ráð fyrir því í gær, að svo kunni að fara, að franska stjórnin láti bjóða út einum eða fleiri ár- göngum af varaliði landsins vegna þess hve útlitið er ískyggilegt í alþjóðamálum. FÚ. Japanir reyna að múta kínverskum hermönnnm Hafa boðið þeim millj. dollara, ef þeir gefast upp. OSLO: Japanir gerðu loftárásir á Shang- hai í gær, og í þeim loftárásum bar það við, að japönsku flugvélarnar köstuðu flugritum niður þar sem skorað var á Kfnverja að gefast upp, og lofaði japnaska herstjórnin hverj- um kínverskum manni nokkurri fjár- upphæð sem gæfizt upp þegar í stað. Hefir slíkum flugritum verið kastað niður víðar á herstöðvum Kínverja, og er talið að japanska herstjórnin hafii þegar lofað kínverskum her- mönnum nokkrum milljónum dollara, til þess að gefast upp þegar í stað eða flýja. FÚ. LEOPOLD Belgíukonungur Belgíukonungur hefir unnið að því undanfarið að Belgía reyndi að skaya sér þá aðstöðu að geta verið hlutlaus í nœsta ófriði. Verður það að teljast þýðingarmikill sigur fyrir þessa stefnu hans að þjóðverjar hafa nú gefið svipaða yfirlýsingu og Bretar og Frakkar um afstöðu sína til friðhelgi Belgíu. Fréttin um það er á öðrum stað í hlað- inu. Hert á eftírlítí með g j aldeyrí manna, sem ferðast míllí landa Möirnum liaimað að fara ineð meira eu 350 krónur í ís- leuzkum pcningum til útlanda. Fjármálaráðuneytið hefir nýlega gefið út breytingar á reglugerð um gjaldeyrisverzlun, sem fela það í sér að strangari hömlur verða settar við óleyfilegum gjaldeyrisflutningi milli landa Höfuðbreytingin er sú, að allir, sem koma hingað frá útlöndum, verða á fyrstu höfn að afhenda toll- eftirlitsmanni skýrslu um það, hversu mikinn erlendan gjaldeyri þeir hafa meðferðis Jafnframt verða þeir að undirrita skuldbindingu um það að afhenda hann einungis bönkunum. Farþegum á skemmtiferðaskipum má þó veita undanþágu frá þessu. í 3. gr. reglugerðarinnar er enn hert á þeim ákvæðum, að banna mönnum að flytja út íslenzka pen- inga, ávísanir, víxla, skuldabréf eða aðrar skuldbindingar, sem eiga að greiðast í íslenzkum peningum. Heim- ilt er þó farþegum til útlanda að hafa með sér 350 kr. í íslenzkum pening- um til að greiða með farseðla, fæði og þjónustugjald. Þeir verða þó að gera grein fyrir, þegar þeir koma aftur, hvernig þeir hafa varið þeim íslenzk- um peningum, sem þeir höfðu með sér. Skipstjóra ber að afhenda tolleftir- Nýja Dagblaðið hefir átt tal við Hannes Pálsson bónda á Undirfelli og spurt hann fregna úr Húnaþingi. — Menn tala nú mest um mæðiveik- ina og afleiðingar hennar, segir Hann- es. í Austur-Húnavatnssýslu hefir hún gert vart við sig á a. m. k. 35 býlum og eru 2 þeirra austan Blöndu. Einn bóndi hefir þegar misst helminginn af fé sínu og í haust mun hann verða að slátra mörgu af því sem enn er lifandi. Má telja víst, að ekki geti hann sett á vet- ur nema ca. 25% af því fé, er hann setti á sl. vetur. Sama hlutskipti virðist bíða allmargra eða jafnvel flestra heimila þar sem sýkin grípur um sig, ef dæma á eftir útkomunni í Vestur-Húnavatns- sýslu, en þar hefir mæðiveikin geisað einu ári lengur og munu nú allmargir bændur þar ekki geta hugsað sér að setja á meira en ca. 20—30% af sauð- fjárstofninum. . Flestallt íé, sem sjúkdómseinkenni sáust á í vor um rúningu, var dautt um réttir. Af fjalli kom allmargt fé sýkt t. d. rúmlega 100 fjár af Víðidalstungu- heiði um 40 af Grímstunguheiði og eitthvað um 20 af Auðkúluheiði. Þó mun enn fleira fé hafa verið rek- ið úr réttum sýkt, án þess eigendur tækju eftir því. Almennt munu menn ekki taka eftir sjúkdómnum fyr en hann er kominn á allhátt stig. í allri Austur-Húnavatnssýslu vestan Blöndu mun varla verða sett á vetur nokkurt lamb, og þar sem sýkin gerir vart við sig í haust munu menn hafa hugsað sér að slátra öllum geldum ám og veturgömlu fé. Verð á kjöti af veturgömlu fé er þó óheppilega lágt eða svipað og á ærkjöti. Engan hefi ég heyrt tala um að hann muni slátra öllu sinu fé. Menn horfa með allmiklum kvíða til framtíðarinnar og þykir súrt í broti, að einmitt nú þegar afkomumöguleikar okkar bænda voru að verða sæmilegir, eftir þeim kröfum, er bændur yfirleitt gera til lífsafkomu, þá skyldi einmitt þessi pest koma til að draga kjark úr mönnum. Það er fyrirsjáanlegt að nú þegar þarf að fara að undirbúa viðreisnar- starf á þeim svæðum er mæðiveikin hefir herjarð á og er að herja. Mun ég ef til vill síðar biðja þig fyrir greinarkorn þar sem stiklað .verði á nokkrum þeim atriðum, er við Húnvetningar margir hverjir get- um helzt eygt til bjargar. — Hvað um veðurfarið í sumar? — Tíðarfar í héraðinu má telja frekar slæmt þetta sumar. Gróður kom reyndar snemma, en sökum mik- illa vorkulda varð spretta mjög treg og heyskap má telja víðasthvar allt að þriðjungi minni en í meðalári. í minni sveit, Vatnsdal, telja margir miðaldra bændur sig aldrei hafa séð jafn lítið hey á haustnóttum og nú. Fóðurbætir mun þó ekki verða keyptur í mjög stórum stíl sökum JAPANIR IIALIIA Afram SÚMIMI I NORÐlJR-KtNA. LONDON: Japanski herinn sækir fram í Norður-Kína, suður með Peking- Hankow járnbrautinni, og er nú kom- inn 250 mílur suður fyrir Peking. Þá segja Japanir, að japanskur og mongólskur her nálgist nú óðum höf- uöborg Suiyuan-fylkis, og annar her Japana sé í þann veginn að taka höfuðborg Shansi-fylkis. FÚ. litsmanni yfirlýsingu sína og skip- verja sinna um ,að þeir flytji ekki íslenzkan gjaldeyri til útlanda. Tolleftirlitsmönnum ber að fram- kvæma eftirlit um það, að íslenzkur gjaldeyrir sé ekki fluttur héðan til útlanda eða frá útlöndum hingað. Einnig ber póstafgreiðslumönnum að framkvæma eftirlit með bréfa- og bögglasendingum til þess að fyrir- byggja það, að íslenzkur gjaldeyrir sé fluttur til eða frá útlöndum í pósti. Breytingar þessar á reglugerðinni eru þegar gengnar í gildi. þess, að flestir verða að fækka af völdum sauðfjárveikinnar. Þó mun þar e. t. v. vera nokkru öðru máli að gegna austan Blöndu, því þar eru menn að mestu laustir við pestina, eins og við orðum það. Verzlunin er góð bæði s. 1. ár og það sem maður veit um af yfirgtand- andi ár. Hún hnígur nú meir og meir til samvinnufélaganna. Slátur- félag Austur-Húnvetninga hefir nú meginið af kjötverzluninni. Hæsta verð á dilkakjöti hjá Sláturfélaginu s. 1. haust kr. 0,92 pr. kg. Meðalverð alls dilkakjöts mun alltaf hafa náð 85—86 aurum pr. kg. Fiskafli hefir verið nokkur frá Blönduósi s. 1. daga, en eigi hefir ver- ið hægt að stunda róðra neitt að ráði, sökum þess að um þennan tíma árs eru menn bundnir við sauðfjárslátr- un. Opinberar framkvæmdir hafa verið litlar í héraðinu, nema það sem unnið hefir verið að hafnargerðinni á Skagaströnd og er vonandi að því verki miði sem fyrst áfram, þvi eitt< hið nauðsynlegasta til þess, að hin ágætu landbúnaðarskilyrði njóti sín er að á Skagaströnd risi upp útgerð- ar- og hafnarbær. Lika gæti iðnaður komið til greina með hina frægu Blönduóss-rafstöð sem aflgjafa. Þjóðverjar víður- kenna hluileysí Belgíu Belyía telur sig þó hafa sömu shyldur við I»jóðabanda- layið oy áður. LONDON: í gær var birt yfirlýsing frá þýzku stjórninni, þar sem hún lýsir því yfir að hún muni ekki rjúfa friðhelgi Belgíu, nema því aðeins, að Belgía hafi áður gerzt sek um hernaðarleg- ar aðgerðir gegn Þýzkalandi, vegna styrjaldar sem Þýzkaland kynni að eiga í. Ennfremur lýsir þýzka stjórn- in því yfir, að hún sé, eins og stjórn- ir Frakklands og Bretlands, við því búin, að veita Belgíu hernaðarlega aðstoð, ef á hana verður ráðizt. OSLO: í opinberri yfirlýsingu belgisku stjórnarinnar er sagt, að hún telji að þýzka stjórnin hafi með yfirlýs- ingu sinni lagt mikilsverðan skerf til friðarmála Evrópu. Hún bætir því við, að liún telji, að með yfirlýsing- um þessum sé ekki neitt brotið í bág við þær skuldbindingar, sem hún hafi tekið á sig sem meðlimur Þjóða- bandalagsins. Dr. Spaack, utam'íkisráðherra Belgíu, lagði einnig áherzlu á það í ræðu sem hann hélt í Brússel í gær, að Belgía teldi sig hafa sömu skuld- bindingar gagnvart Þjóðabandalag- inu og áður. FÚ. Ungir Framsóknar- menn halda fund Félag ungra Framsóknar- manna heldur fyrsta fund sinn á þessum vetri næstkomandi föstudagskvöld í Sambandshús- inu. Á fundinum verður rætt um þá atburði, sem nú eru að gerast og eru framundan í stjórnmál- unum. Framsögumaður verður Eysteinn Jónsson fjármálaráð- herra. Þess er vænst að félagsmenn fjölmenni á fundinn og taki með sér nýja félaga.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.