Nýja dagblaðið - 14.10.1937, Blaðsíða 3
N Y J A
DAGBLAÐIÐ
3
NÝJA DAGBLAÐH)
Útgefandi: BlaOaútgáfan h.f.
Ritstjóri:
pórarinn þörarinsson.
Ritstj ómarskrif stofurnar:
Hafnarstr. 10. Sími 2823.
Aígr. og auglýsingaskriístofa
Hafnarstr. 16. Simi 2353.
Áskriftargjald kr. 2,00 á mán.
f lausasölu 10 aura eönt
Prentsm. Edda h-f.
Sími 3818.
Eru þíngmenn komm
únísta í andstöðu víð
ilokk sinn?
Eins og kunnugt er, strönduðu
samningar milli Alþýðuflokksins
og kommúnista á því, að fulltrú-
ar kommúnista vildu ekki skuld-
binda sig til að hlýða lögum og
þingræði. Þeir sögðust vera til
með að viðurkenna rétt „þjóðar-
meirihlutans" til að ráða í land-
inu. En þeir vildu geyma sér rétt
til að rísa upp á móti þingmeiri-
hlutanum og þeim lögum, sem
hann setti, því að þingmeirihlut-
inn væri ekki alltaf í samræmi
við þjóðarmeirihlutann.
Það myndi nú hinsvegar vera
nokkuð erfitt að tryggja það til
fullnustu, að þjóðarmeirihlutinn
væri æfinlega við stjórn. Nú á
tímum greinast þjóðirnar yfir-
leitt í marga flokka. Og það er
ekki alltaf trygging fyrir því að
nein sú flokkasamvinna fáist,
sem hefir þjóðarmeirihlutann á
bak við sig. Þá verður auðvitað
að taka þá regluna, sem gildir
t. d. í kjördæmi, þar sem þrír
menn eru í kjöri. Þar verður sá
að hljóta kosninguna, sem flest
hefir atkvæöin, enda þótt hann
hafi ekki hreinan meirihluta.
Þingræðisskipulagið er trygging
þess, að þjóðarmeirihlutinn njóti
sín eftir því sem frekast er unnt.
En þjóðarmeirihluti, sem ekki er
til, getur ekki ráðið málum þjó-
arinnar. Það verður þá hinn
stærsti samstæði hópur þjóðar-
fulltrúa að gera á hverjum tíma.
En nú hefir á Alþingi gerzt
eftirtektarverður atburður í
sambandi við afstöðu kommún-
ista til laga og þingræðis. —
Kommúnistar eiga nú, eins og
kunnugt er, þrjá þingmenn, og
enginn þeirra hefir átt sæti á
þingi fyrr. Það fyrsta, sem nýir
þingmenn verða að gera, eftir að
kjörbréf þeirra hafa verið sam-
þykkt, er að vinna eið (dreng-
skaparheit) að stjórnarskrá rík-
isins. Og kommúnistaþingmenn-
irnir þrír unnu möglunarlaust
og mótstöðulaust eið að stjórn-
arskránni.
Það getur hinsvegar ekki ork-
að tvímælis, að hver sá maður,
sem hefir unnið eið að stjórnar-
skránni, hefir svo greinilega sem
unnt er, lýst yfir fylgi sínu við
hið þingræðislega stjórnskipulag
á íslandi. í stjórnarskránni er á-
kveðið um hið þrískipta vald,
löggjafarvaldið, framkvæmdar-
valdið og dómsvaldið. Þar er á-
kveðið, hversu lög skuli sett. Þar
er ákveðið valdsvið Alþingis. Og
þar er meira að segja kjördæma-
skipunin sjálf ákveðin í einstök-
um atriðum, kjördæmin talin
upp með nöfnum og tilgreint hve
marga þingmenn hvert kjör-
dæmi skuli kjósa.
Drengskaparheitið, sem allir
þingmenn landsins, þar á meðal
kommúnistaþingmennirnir þrír,
hafa unnið, hljóðar á þessa leið:
„Eg undirskrifaður, sem koý-
inn er þingmaður til Alþingis ís-
lendinga, heiti því, að viðlögðum
drengskap mlnum og mannorði,
að ég skal halda stjórnarskrá
landsins.“
Verklýðsfélögín
og fasísmínn
NIÐURLAG.
VII.
Um áramótin falla úr gildi
samningar um kaupráðningu
sjómanna á togurum. Það eru
sjómennirnir, sem hafa sagt upp
samningunum, og sennilega mun
það vera kauphækkun, sem fyrir
þeim vakir. Miðað við afkomu
togaranna á seinustu síldarver-
tíð, geta slíkar kröfur talizt eðli-
legar, hvað þá útgerð snertir, en
allir, sem nokkuð þekkja til
þorskveiðanna, vita, að þar eru
engir réttlætanlegir möguleikar
fyrir kauphækkun eins og sakir
standa nú.
Því er spáð af ýmsum, aö þessi
samningsslit milli togarasjó-
manna og útgerðarmanna muni
kosta langvarandi verkfall. En
slíkt verkfall mundi lenda til-
tölulega minnst á útgerðar-
mönnum. Harðast kæmi hún
niður á þjóðfélaginu í heild,
bæði vegna útflutningsins og at-
vinnunnar. í þessum átökum
koma því verklýðssamtökin til
með að ganga undir próf um það,
hvort þau taka velviljað tillit til
þjóðfélagsins eða ekki, þegar
þau stofna til verkfalla. Þá verð-
ur endanlega úr því skorið, hvort
þau fylgja í þeim efnum itölsku
reglunni, eða semja sig að hátt-
um Norðurlandafélaganna.
Því miður virðist það þegar
hafa komið fram hjá stjórn Sjó-
mannafélags Reykjavíkur við
undirbúning þessa máls, að hún
beri ekki skilning á það, hver sé
hagkvæmust og réttlátust lausn
þess. Hér í blaðinu var
nokkrum sinnum í haust bent á
hlutaskipti sem hina réttlátustu
úrlausn. Þessu var svarað af
miklu þjósti og skilningsskorti í
blaði Sjóm.fél.stjórnarinnar, Al-
þýðublaðinu, og síðan virðist
hafa verið haldinn fundur í Sjó-
mannafélaginu til þess fyrst og
fremst að ófrægja hlutaskiptin.
Skynsamlegar ástæður virðast
ekki finnanlegar fyrir þessu
framferði. Hlutaskiptin eru eina
aðferðin, sem tryggir sjómönn-
um réttláta hlutdeild af fram-
leiðslunni. Ef hlutaskipti hefðu
t. d. verið á togurum í sumar,
myndi hlutur sjómanna hafa
orðið miklu meiri en hann varð
samkvæmt ráðningarfyrirkomu-
lagi Sjómannafélagsstjórnar-
innar. Með hlutaskiptum ætti
líka langvarandi vinnufriður að
vera tryggður á skipunum, en
meðan núverandi fyrirkomulag
helzt, verður hann alltaf óstöð-
ugur og sífelldar erjur milli út-
gerðarmanna og sjómanna til
tjóns fyrir alla aðila. Með hluta-
skiptum væri líka áhugi sjó-
manna fyrir velgengni útgerðar-
innar aukinn, þar sem þeir væru
þá orðnir beinir þátttakendur í
Það er alveg augljóst eftir
þessu, að þingmennirnir Brynj-
ólfur Bjarnason, Einar Olgeirs-
son og ísleifur Högnason, eru við
undirritun þessa skjals búnir að
skuldbinda sig persónulega til
þess aö sætta sig við þingræðið
og reyna ekki að breyta þjóð-
skipulaginu öðru vísi en á þing-
ræðislegan hátt.
En hafa þeir skrifað undir fyr-
ir flokkinn, eða aðeins fyrir
sjálfa sig?
Og ef þeir hafa aðeins skrifað
undir fyrir sjálfa sig, hafa þeir
þá fengið til þess leyfi flokksins?
En hvað sem því líður, þá er
það bersýnilegt, að eitthvað ó-
samræmi er á milli andstöðunn-
ar gegn „lögum og þingræöi“
annarsvegar og undirskrifta
þingmannanna hinsvegar.
afkomu framleiðslunnar.
Þannig mætti lengi telja, án
þess að finna hin minnstu rök
fyrir baráttunni gegn hluta-
skiptum, önnur en hagsmuni
þeirra manna, sem hafa það fyr-
ir atvinnu að gangast fyrir verk-
föllum.
Það er að vísu sagt, að hluta-
skipti séu óaðgengileg fyrir sjó-
menn, vegna þess, að hlutur
þeirra verði þá lítill þegar illa
árar. En það er lögmál, sem allir
framleiðendur verða að sætta
sig við. Bóndinn fær lítið fyrir
afurðir sínar, þegar verðið er
lágt; heybrestur, skepnudauði
og fleiri ástæður geta einnig or-.
sakað að tekjur hans verði mjög
rýrar. Hann heldur samt uppi
framleiðslustarfinu, án þess að
hafa nokkra tryggingu um á-
kveðnar tekjur fyrirfram. Sjó-
menn og aðrar framleiðslustéttir
verða að beygja sig fyrir sömu
lögum. Þeir eiga enga heimtingu
á því að ríkið eða bankarnir
haldi upp óhæfilegum kaup-
greiðslum við atvinnufyrirtækin,
ef þau bera sig ekki. Og hvar
myndi það líka lenda, ef þeirri
reglu yrði fylgt við allan at-
vinnurekstur og allir framleið-
endur gerðu kröfur um ákveðn-
ar tekjur, án tillits til afkomu
atvinnuveganna? Hvað lengi
myndi sú þjóð halda sjálfstæöi
sínu, sem fylgdi þeim reglum í
rekstri atvinnuveganna?
Það eru þessar endanlegu af-
leiðingar, sem stjórn Sjómanna-
félagsinS og aðrir verkfallsleið-
togar þurfa að gera sér vel ljós-
ar, áður en þeir gera kaupkröfur,
sem hljóta að orsaka tekjuhalla-
rekstur atvinnuveganna, svo
framarlega sem þeir fylgja ekki
fordæmi ítölsku verklýðsfélag-
anna og láta sig heill og hags-
muni þjóðfélagsins engu skipta.
VIII.
Hér hefir aðeins verið bent á
örfá atriði, í þeirri von að verk-
lýðsleiðtogarnir athuguðu betur
hvar þeir væru staddir og veittu
meiri athygli þeirri reynslu, sem
fengin er í þessum efnum meðal
erlendra þjóða. í höndum verk-
lýðsfélaganna er mikið vald, sem
getur orðið til mikils gagns, en
einnig til stórrar bölvunar, ef
því er óskynsamlega beitt. Eink-
um gildir þetta á erfiðum tím-
um, þegar þjóðfélagið er veikast
fyrir og andstæðingar þess hafa
bezta aðstöðu til sóknar.
Reynsla Norðurlandaþjóðanna
og fordæmi Frakka annarsvegar
og hin hrundu verklýðssamtök í
fasistaríkjunum hinsvegar ættu
að vera svo augljós dæmi, að ís-
lenzkir verklýðsleiðtogar ættu
ekki að þurfa að vera í neinum
vafa um, hvora leiðina þeir ættu
heldur að velja. Allir vinir verk-
lýðssamtakanna og lýðræðisins
munu af heilum hug óska þess
að verklýðsleiðtogarnir hér láti
ekki vonir fasismans rætast,
hverfi af þeim vegum, sem skap-
ar honum skilyrði til vaxtar, og
byggi samtök sín á þeim grund-
velli, sem gert hefir þau sterk, á-
hrifamikil og farsæl í öðrum
löndum.
Þ. Þ.
Kanpið
t T L Ö JV D :
Styttíng vínnutímans
í Frakklandí
Nánari fregnir hafa nú komið
í útlendum blöðum um yfirlýs-
ingu þá, sem franska stjórnin
gaf út um mánaðamótin og vakti
þá mikla athygli.
Yfirlýsing þessi er yfirleitt tal-
in mikill sigur fyrir Chautemps
og flokksbræður hans í stjórn-
inni, þar sem hún þykir benda
til þess að sósíalistar kjósi held-
ur að slaka til á kröfum sínum,
en að slíta stjórnarsamvinnunni
og stofna með því til pólitískrar
óvissu í landinu.
Aðalsönnunin fyrir þessu er
talin það atriðið í yfirlýsingu
stjórnarinnar, sem fjallar um 40
stunda vinnuvikuna. Hún var
knúð fram af verklýðsfélögunum
í fyrrasumar. Reynslan þykir nú
hafa fullsannað, að iðnaðurinn
hafi ekki þolað svo mikla stytt-
ingu vinnutímans, framleiðslan
hefir á mörgum sviðum minnkað
stórkostlega og fullkomin stöðv-
un vofir yfir ýmsum iðngreinum.
í yfirlýsingu stjórnarinnar er
sagt frá því, að stjórnin telji sitt
aðalhlutverk að vinna að því að
auka framleiðsluna, og þess-
vegna hafi hún m. a. falið hlut-
aðeigandi ráðherrum að endur-
skoða lögin um 40 klst. vinnu-
vikuna og gera tillögur um leng-
ingu vinnutímans að nýju. Er m.
a. taliö sennilegt, að ýmsir frí-
tímar, sem nú eru, verði lagðir
niður.
Áður en ráðherrar sósíalista
gengu frá yfirlýsingunni, áttu
þeir langa ráðstefnu meö Leon
Jouhaux, forseta verklýðsfélag-
anna. Á ráðstefnunni náðist
samkomulag við hann um það,
að verklýðsfélögin legðu niður
mótstöðu gegn breytingunum á
lögunum um 40 klst. vinnuviku,
en Jouhaux gerði þá kröfu, í þess
stað, að atvinnurekendur reyndu
að auka tæknina sem mest, svo
hægt yrði að framleiða meira
magn en áður, án verulegrar
aukningar á vinnutímanum.
Þess er vænzt, að þær breyting-
ar, sem kunna að vera geröar á
vinnutímanum, muni verða
látnar ganga í gildi mjög bráð-
lega.
Vorboði?
Óvenjugóð ræða var haldin
hér í dómkirkjunni síðastliðinn
sunnudag. Flutti hana séra Ei-
ríkur J. Eiríkisson, er sama dag
var vígður prestur að Núpi í
Dýrafirði. Ræðan bar vott um ó-
venjumikið frjálslyndi, víðsýni
og andagift, auk þess sem hún
var vel flutt og smekklega, öid-
ungis tilgerðarlaust, en þó
skörulega. Þessi ungi maður tal-
aði að vissu leyti eins og sá, sem
valdið hafði, þ. e. a. s.: Hann
hefir að mínum dómi náð í þaö,
sem að mínum dómi er kjarni
kristindómsins og annarra trú-
arbragða um leið, en það er eins
konar lífsdýrkun, tilfinning fyrir
mikilleika og helgi tilverunnar,
tilfinning, sem í raun og veru er
orðlaus, og er í eðli sínu hrein
tilbeiðsla. Eg vildi óska, að kirkj -
unni íslenzku bættust fleiri
kennimenn, er prédikuðu í þess-
um anda, því á þessu sviði liggur
framtíð hennar, ef hún er nokk-
f
JúlíusKolbeins
yiirbakari
í dag vei’ður Júlíus Kolbeins
borinn til hinnstu hvildar.
Hann var fæddur að Staðar-
bakka í Miðfirði 11. desember
1898.
Foreldrar hans voru séra Eyj-
ólfur Kolbeins prestur að Stað-
arbakka og seinna að Melstað
og kona hans frú Þórey Bjarna-
dóttir Þórðarsonar bónda að
Reykhólum.
Séra Eyjólfur Kolbeins dó frá
konu sinni og stórum barna-
hóp árið 1912. Fluttist ekkjan
þá með 10 börn, sex innan
fermingar, að Lambastöðum á
Seltj arnarnesi og reisti þar bú
með aðstoð næstelsta sonar síns,
Eyjólfs Kolbeins. Ungur fór
Júlíus til brauðgerðarnáms í
Björnsbakarí í Reykjavík og
tók þaðan sveinspróf um tví-
tugsaldur. Fór hann þá strax til
Kaupmannahafnar til fram-
haldsnáms og dvaldist þar um
þriggja ára skeið. Ferðaðist síð-
an um Þýzkaland, Norðurlönd og
víðar, hvarf síðan heim til ís-
lands og tók við stöðu sem yfir-
bakari í Björnsbakaríi. Hann
var mjög vel menntur maður,
bæði í iðn sinni og á öðrum
sviðum.
Júlíus Kolbeins andaðist 3.
október 1937. Banamein hans
var blóðeitrun.
Hið sviplega fráfall hans
kom öllum vinum hans og vanda
mönnum mjög á óvart. Sterkur,
frjálslegur og glaður gekk hann
á meðal vor fyrir nokkrum dög-
um, og engum datt þá í hug að
dagar hans væru þegar taldir.
Júlíus Kolbeins var með af-
brigðum góður drengur, frjór í
hugsun, frjálslyndur og raun-
sær. Hann var sérstakur vinur
vina sinna, trygglyndur og fast-
ur fyrir, glaðlyndur i vinahóp og
hrókur alls fagnaðar. Okkur
vinum hans er kveðinn sár
harmur, þar sem hann er nú
horfinn úr hópnum, en það skal
vera bót, að á minningu hans
fellur hvergi blettur.
H. J. H.
ur. Eg hygg, að það eigi fyrir séra
Eiríki að liggja, að flytja inn í
kirkjuna eitthvað af fjallalofti
frjálsrar hugsunar, og ég óska
Dýrfirðingum til hamingju með
hinn nýja prest.
Grétar Fells.
Urvals dilkakjot
úr
Gnúpverjahreppi
Sláturiélag Suðurlands. Símí 1249.