Nýja dagblaðið - 14.10.1937, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 14.10.1937, Blaðsíða 4
REYKJAVÍK, 14. OKT. 1937. 5. ÁRGANGUR — 238. BLAÐ. NYJA DAGBLAÐIÐ Gatnla Bíö „Pú ert mér allft” Du bist mein Glúch Stórfengleg og fögur söngmynd frá Bavaria Film, Miinchen. Aðalhlutverkið leikur frægasti söngvari heims- ins Benjamino GIGLI BHljómsveit og söngkór ríkisóperunnar í Miinchen aðstoðuðu við gerð mynd- g m arinnar. inumu tnuníui „þorlAeur ÞREYTT I!“ Skopleikur í 3 þáttum Aðalhlutverkið leikið af hr. Haraldi Á. Sigurðssyni. Sýning á morgun (föstudag) kl. 8. Aðgöngumiðar seldir í dag frá kl. 4 til 7 og eftir kl. 1 á morgun. Sími 3191. Tapað-Fundið KVEN-ARMBANDS-ÚR tap- aðist í fyrrad. á Kringlumýrar- afleggj aranum suður í garða. Finnandi vinsamlega beðinn að skila því á Njálsgötu 23 (uppi). ÚTBREIÐIÐ NÝJA DAGELADID. I pessu glæsilega og vandaða húsí veifta menn pví sérsftaka afthygli hve málning er vönduð og áierðariögur. Með pvi að hyggja á reynslu annara pjóða, heiir okkur ftekisft að iramieiða málningu, sem jaínasft fyllílega á við bezftu erlenda málningu. Menn ftryggja pví bezt sinn eiginn hag með pví að verzla við okkur. Nýja Bló Víð prjú Stó rmerkileg amerísk kvikmynd frá United Art- ists, er hvarvetna hefir vakið mikla athygli og umtal, og verið talin í fremstu röð amerískra kvikmynda á þessu ári. Aðalhlutverkin leika: MERLE OBERON, MIRIAM HOPKINS og JOEL McCREA. I Það sem bærinn ftalar um er hið lága verð okkar a sykri og hveifti r 1 sftærri kaupum Kenni í vetur íslenzku, dönsku, ensku og þýzku. — Garðar Svavarsson. Upplýsingar í síma 3726, kl. 12—2 og 8—9. Orgelkensla. Kristinn Ing- varsson, Skólavörðustíg 28. — Sími 4395. ÖRLAGAFJÖTRAR 59 niður í hægindastól og kveikti í sigarettu. Margaret gekk til hans. — Herra Springville------ — Carew, Kit Carew. — Jæja, herra Carew, viltu vera svo góður og út- skýra hvað þú átt við með öllum þessum ásökunum? — Ég hélt satt að segja, að það væri öllum Ijóst. Ég er að minnsta kosti orðinn þreyttur á útskýring- um. En þarna kemur sá sem getur bezt útskýrt þetta alltsaman. Hann hneigði höfuðið í áttina til Lukes, er var að koma inn í herbergið. Luke staðnæmdist, er hann sá Kit. Svo gekk hann í áttina til hans, og svipur hans var reiðilegur. — Farðu út. Heyrirðu það, — undir eins. Annars skal ég svo sannarlega------- — Heyrðu Luke, sagði Margaret í bænarrómi. Hafðu gát á þér. Ég skil þetta ekki. Hversvegna hefir hann hringt á lögregluna? — Hvernig heldur þú að ég geti gefið þér útskýr- ingar á athæfi þessa vitfirrings. Jafnvel þó að eitt- hvað hefði verið til í þessu, sem hann var að segja, þá er það ekki neitt sem lögreglunni við kemur. En mér þykir gott að hún kemur, því þeir geta þá losað okkur við þennan dóna og ribbalda. — Það er hreinn og beinn misskilningur hjá þér. Lögreglan losar þig ekki við mig. En hún getur máske losað þig við einn af fjölskyldunni, — sem virðist vera gefinn fyrir að búa til nýjar tölur á peninga- ávísanir. Blanche rak upp hræðsluóp. Hún leit á Cyril og sá titringinn er fór um andlit hans. Svo leit hún á Kit, er tók upp úr vasa sínum gult blað, er auðsjáan- lega var blað úr ávísanabók. — Ef til vill getur þessi ungi maður útskýrt hvern- ig stendur á því, að hann hefir framvísað og fengið útborgaða ávísun með minni undirskrift, sem er yfir fimm þúsund pund að upphæð? Cyril stóð á fætur og reyndi að tala, en honum vafðist tunga um tönn. — Cyril, mælti Blanche í bænarrómi. Hvernig á að skilja þetta? — Ég------ég ætlaði — — hann gat ekki sagt meira. Luke þreif í axlir hans og snéri honum harka- lega við, en hinn kippti sér af honum. — Það er allt saman þér að kenna, hrópaði Cyril æstur. Þú vildir ekki hjálpa mér þegar ég bað þig, — og mér lá á, — og nú færð þú að gjalda þess líka. Ég var búinn að hafa þessa ávísun lengi, og var alltaf að vonast eftir að ég fengi peninga þá, sem ég þurfti með, en í gær breytti ég tölunum og fékk ávísunina útborgaða. — Að þ ú skyldir reynast svona, Cyril, sagði Mar- garet örvæntingarfullri röddu. — Það reynast flestir svona í þessu húsi, svaraði Kit þurrlega. Það leið nokkur stund áður en eini lögregluþjónn- inn, er var í þorpinu, kom til Bluehayes. Að lokum opnuðust dyrnar og þjónn tilkynnti: — Lögregluþjónninn er hér, herra. — Segðu honum að bíða, skipaði Kit. Margaret kreisti hendurnar í vandræðum sínum og leit bænaraugum til Kits. — Vilt þú ekki vera miskunnsamur, herra Carew. Hann er ungur og óreyndur, og hann hefir ekki gert sér grein fyrir því hvað það var sem hann gerði. Ef að þú sendir hann í fangelsi, hvað á þá að verða um hann eftirá? Ég skal borga þér peningana til baka og svo lofar þú------- — Svo lofa ég honum að halda áfram að falsa á- vísanir og leika sér með vandaðar og saklausar stúlk- ur. — Leika sér með stúlkur? — Hann veit áreiðanlega hvað ég á við. Og ég held að hann sé bezt geymdur bak við loku og lás. Cyril rétti úr sér og leit hvatlega á Kit. — Jæja þá, — ég er reiðubúinn. Kit ætlaði að fara að hringja bjöllunni, þegar Blanche greip í handlegg hans. — Bíddu, hrópaði hún. Hugsaðu um það hvað þú ætlar að gera. Það er fúlmannlegt. — Að senda mann í fangelsi fyrir ávísanafölsun? — Nei, ekki það. Einmitt, að ætla að hefna sín á honum vegna þess að þú vilt særa mig, og veizt að það er auðvelt á þennan hátt, af því mér þykir svo vænt um hann. — Þykir þér vænt um hann? Nei. Það er ekki satt. Þér hefir aldrei þótt vænt um neitt. Þú veizt ekki hvað það er að elska. En þú veizt að slúðrið og blaðaumtalið muni særa hégómagirnd þína. Ef það

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.