Nýja dagblaðið - 14.10.1937, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 14.10.1937, Blaðsíða 2
2 N Y J A DAGBLAÐIÐ Vegna jarðarfarar verdur skrífstoium og verksmiðjum lokað frá kl. 12 á hádegi í dag. H.F* SVANUR. Til Kefiavíkur, Gards og Sandgerdís daglega tvisvar á dag. Steindór, sími 1580. Félag ungra F ramsóknarmanna heldur fund í Samhandshúsinu annað kvöld kl. 8,30. Eysteinn Jónsson fjármálaráðherra hefur umr. um stjórnmálahorfur Félagar! Fjölmennið og hafið með ykk- ” ”ýia *é,aga' STJÓRNIN. Bökunardropar Á. ¥. R. Romdropar, Vanillndropar, Citrondropar, Möndludropar, Cardemommndropar. Smásöluverð er tilgreint á hverju glasi. Öll glös eru með áskriif aðri liettu. Afengisverzlun ríkisins. Æf intýr aleg veturseta á rekís norður víð heímskaut í hálfan fimmta mánuð hafa fjórir rússnesk- ir vísindamenn hafzt viö á ísjaka, sem þeir œtla að láta berast með frá heimskautinu á suðlœgari slóðir. Viðfangsefni þeirra er að rannsaka sjávarstrauma og veðurfar með til- liti til ráðgerðra flugferða milli Rússlands og Ameríku. Allt er mjög í óvissu um afdrif þeirra, en um allan heim er þessu fáheyrða og fífl- djarfa uppátœki gefinn hinn mesti gaumur. Hið síðasta skipa þeirra, er í sumar héldu til vísindarann- sókna lengst norður í höf, er komið heim. Eftir miklar hættur er „Gustav Holm“ laus úr haf- ísnum og sigldur suður á bóginn óhindraður um úfinn sjó. Þeir einir, sem komizt hafa í náin kynni við hafísinn, þegar hann læsir köldum og hvítum faðmi um skipið og ætlar allt að nísta sundur, geta skilið tilfinningar mannanna, er að nýju höfðu vald á farkosti sínum og gátu siglt til þeirrar áttar, sem þá sjálfa fýsti. Hinna, sem eftir hafa oröið í hinum nyrztu lönd- um jarðarinnar, veiðimanna og vísindamanna í Grænlandi, Sí- beríu og Kanada, bíður heim- skautsveturinn, margra mánaða óslitin nótt. Þessa dagana njóta þeir bjarmans af síðustu geislum sumarsins, sem er á förum. Á komandi vetri munu nokkrir Rússar búa lengst mót norðri allra mannlegra vera. Það eru þekktur veðurfræðingur, Pa- panini og þrír félagar hans, sem í sumar flugu til norðurheim- skautsins, og nú hafa ísbreiðu á reki að bústað sínum. Margir eru þeir, sem lent hafa í lífshættu og fáheyrilegum mannraunum í rekísnum. Menn skulu aðeins minnast þess, er „Hansa“ og „Teddy“ bárust með ísnum meðfram endilangri aust- urströnd Grænlands, eða leið- angurs Nansens á „Fram“, sem varaði í þrjú ár. Nú er þessu síð- asta fífldjarfa æfintýri, sem ekk- ert fordæmi á sérí fylgt með ó- skertri athygli um gervallan hinn siðmenntaða heim. Nansen tengdi allar sínar vonir við skip- ið, sem hann af ráðnum huga lét frjósa inni í ísnum, svo sjáv- arstraumar gætu flutt það um hið ókunna haf, en Rússarn- ir treystu á flugvélina, og flugu í sumar á örfáum klukkustund- um til heimskautsins, takmarks- ins, sem Nansen aldrei náði. En þegar til heimskautsins kom, gáfu Papanini og félagar hans- sig á vald óvissunni og örlögun- um, sem þeirra kunna að bíða þarna á ísnum. Þessir fjórir menn hafa nú þegar gist norðurheimskautið í marga mánuði. Daglega hefir umheimurinn fengið útvarps- skeyti um tilveruna í hinu yzta norðri. Enn hefir allt gengið svipað til og gert hafði verið ráð fyrir, en hitt veit enginn, hvar þessir menn kunna aö vera niðurkomnir að nokkrum mán- uðum liðnum, né hvort þeir muni nokkru sinni ná til hfan- ar eða líta heimaland sitt aug- um framar. Papanini og félagar hans voru skildir eftir í litlu hreysi á ís- breiðunni ýfir sjálfu heimskaut- inu. Þetta skýli er ellefu fet að lengd og sjö fet aö breidd og sex að hæð. Veggirnir eru þaktir gúmmíbelgjum, fylltum lofti, en yfir þá er lagður pappi, hrein- dýrafeldir, silkisvæflar fylltir æðardúni og loks pappi yzt. Þetta er heimjji þeirra og vinnustofa, svefnherbergi og eldhús. Mat sinn tilreiða þeir á olíuvélum. Tilgangurinn með þessu er að- allega sá, að kanna til hlýtar sjávarstraumana á þessum slóð- um og kynnast veðurfari á nyrzta hjara veraldarinnar. Eins og kunnugt er, hafa Rússar á prjónunum stórfelldar ráðagerð- ir um reglubundnar flugferðir yfir íshafið, milli Rússlands og Ameríku. Þrír flugleiðangrar Rússa á þessum leiðum í sumar, tókust giftusamlega, en hinum fjórða og síðasta lyktaði á sorg- legan hátt. Hinn frægi flugmað- ur Levanevsky, hvarf eftir að hafa flogið yfir heimskautið og hefir ekkert til hans spurzt né hans orðið vart, þrátt fyrir mikla leit. Þareð flugmennirnir höfðu ekki vistir nema til fimm vikna, er nú með öllu örvænt um líf þeirra. Auk allra þessara flug- leiðangra, eru athuganir á skil- yrðum til fastra flugsamgangna gerðar af ýmsum sérfræðingum, sem hafast við á ísbrjótum á hinum nyrztu sjóleiðum. í þjónustu þessa málefnis hef- ir Papanini lagt sig í hættu. Þeir félagarnir hafa tekið það hlut- verk að sér, að rannsaka haf- straumana og veðurfarið að vetrarlagi, og á alveg einstæðan hátt gefið sig á vald þeim örlög- um, sem kunna að bíða fjögurra manna á ísjaka mörg þúsund kilómetra frá mannabyggðum. í tímaritinu „Polar Record“ hafa þegar birzt fyrstu niður- stöðurnar af þessum rannsókn- um. Fyrstu dagana, sem menn- irnir höfðust við á ísnum, var rekið nokkuð jafnt. Á þeim tíma bárust þeir um 45 sjómílur til suöausturs, frá heimskautinu. En síðan hefir ísinn ýmist rekið til austurs eða vesturs og eftir að þeir höfðu hafzt þarna við fjóra mánuði, voru þeir staddir í 230 sjómílna fjarlægð frá heim- skautinu eða álíka norðarlega og „Fram“ komst lengst árið 1893. En hvað mun nú í skerast, þegar harðnar að og hin vetrar- langa heimskautsnótt leggst yf- ir? Nú er helzt útlit fyrir, að þeir muni losna út úr sjálfri ísbreið- unni norðaustur af Grænlandi. Hingað til hafa þeir borizt um þrjár sjómílur á sólarhring og eru því líkindi til, að það verði eftir tvo eða þrjá mánuði, eða á myrkasta tíma ársins. Það er mesta vafamál, að hinum rúss- nesku hj álparskipum, sem send verða á vettvang, lánist, þrátt fyrir öll nýtízku tæki, að finna ísjakann, sem þeir hafa bæki- stöð sína á, áður en hann hefir mulizt upp við árekstra og í sjó- gangi. — Leiðangursmennirnir sjálfir eru við öllu hinu versta búnir og hafa þegar skipt vistum og farangri á milli sín, ef þeir skyldu skyndilega neyðast til að skiljast að. En hitt má líka vel vera, að ísinn taki að reka hæg- ar og berast lengra til austurs, þegar fjær dregur heimskautinu. Þá ætti allt að geta farið eins og gert var ráð fyrir og ísbrjóturinn Krassin að verða sendur til móts við æfintýramennina um það leyti, sem vorsólin byrjar að sýna sig á þeim slóðum. Enn sem komið er, hefir ísinn rekið með nokkru meiri hraða en búizt var við. Prófessor Otto Schmidt, yfirmaður hinna rúss- nesku heimskautarannsókna, og aðstoðarmenn hans, fylgjast með þessum atburðum öllum af mestu eftirvæntingu og hugleiða og bollaleggja á hvern hátt þeir geti farsællega bjargað þessum hugdjörfu mönnum frá voveif- legum dauða. M U N I Ð f und Félags ungra Framsóknarmanna á föstudagskvöldið.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.