Nýja dagblaðið - 16.10.1937, Blaðsíða 2
2
N Y J A
DAGBLAÐIÐ
Ffárlagarædan í gær
Framh. af 1. síðu.
felling vörutolls af hráefnum til
iðnaðar (t. d. hampur, tunnu-
efni o. fl. Lög frá 1935.). 3)
Lækkaðan vörutoll á vélum (sbr.
lög frá 1935).
Enn meir áberandi er þó þessi
lækkun eldri tollanna, ef litið er
til verðtollsins:
Árið 1925 nam verðtollurinn
kr. 2.085 þús.
Árið 1930: kr. 2.337 þús.
Árið 1934: — 1.694 —
Árið 1936: — 1.084 —
Síðastliðið ár hefir þvi verð-
tollurinn numið aðeins réttum
helmingi af því, sem hann var
árið 1925, og 600 þús. kr. minna
en hann nam síðasta árið fyrir
seinustu stjórnarskipti, árið
1934. Þó hefir verðtollurinn á
þessu tímabili verið hækkaður á
mörgum vörutegundum. Þessi
gífurlega lækkun verðtollsins á
sér svipaðar ástæður og lækkun
vörutollsins: 1) Gífurlega lækk-
un á innflutningi verðtolls-
skyldra vara, sem ýmist er tekið
að framleiða í landinu sjálfu eða
orðið hefir að loka úti af mark-
aðinum, vegna gjaldeyrisörðug-
leika. 2) Lækkun eða burtfelling
verðtolls af hráefnum til iönað-
arins hin allra síðustu ár. 3) Af-
nám verðtolls af vélum til iðn-
fyrirtækja, er lögfest var árið
1935.
Iimflutiimgur verð-
tollsskyldra vara hef-
fr miankað miklu
meira en aimar iim-
flufningur.
Eg hygg að það hafi fáir gert
sér grein fyril því, hve hraðstíg
breytingin á innflutningi verð-
tollsvaranna hefir verið og
hversu alvarlegar afleiðingar
hún hefir haft í för með sér fyrir
ríkissjóðinn. Eg ætla að nefna
hér nokkur dæmi um innflutning
þessara vara, sem sýna mjög
glögglega þá breytingu, sem orð-
ið hefir. Eg hefi ekki yngri dæmi
en frá árinu 1935. Nýrri sundur-
liðaðar verzlunarskýrslur eru
ekki til. Eg ætla að bera saman
árin 1925 og 1935:
Ár 1925 Ár 1935
kr. kr.
Vefnaðarvara 6.341.000 3.182.000
Fatnaður 3.880.000 1.739.000
Skófatnaður 1.472.000 858.000
Húsgögn 297.000 37.000
Hljóðfæri 386.000 25.000
Þetta eru aðeins nokkur
dæmi, sem sýna hina gífurlegu
breytingu á innflutningi toll-
varnings, en enn þá meiri hef-
ir þessi breyting þó orðið árin
1936 og 1937. Hert hefir verið
á innflutningshöftunum og
iðnaðurinn þróast í landinu
sjálfu. Er komið svo langt árið
1936. að af 41,6 millj. kr. inn-
flutningi samkvæmt bráða-
birgðaskýrslu fyrir það ár,
nema verðtollsvörur aðeins 7,5
millj. kr., en vefnaðarvörur og
skófatnaður einn saman nam
árið 1925 yfir 10 millj. krónum.
í raun og veru má orða þetta
svo, að verðtollurinn sé smátt
og smátt að hverfa úr sögunni
miðað við það sem áður var.
Eitt dæmi, sem sýnir greinilega
hvernig innlendi iðnaðurinn
hefir áhrif á tolltekjur ríkis-
sjóðs, er framleiðsla sú á skó-
fatnaði, sem nú er rekin hér á
landi. Það má gera ráð fyrir
því, að skófatnaður verði fram-
leiddur hér á næsta ári fyrir 6
—700 þús. kr. Aðflutnings-
gjaldið af þessari vöru er sem
næst 25%, og tolltap ríkissjóðs
því um 150—170 þús. kr. við það
að þessi framleiðsla flytzt inn í
landið. Það er þessi gífurlega
breyting á innflutningi og við-
skiptum landsmanna, sem or-
sakar að menn hafa orðið fyrir
vonbrigðum um heildartekjur
ríkissjóðs á síðustu árum. Þessi
þróun hefir orðið örari en
menn óraði íyrir, og það er
fyrst og fremst þessi breyting,
þetta hrap gömlu tollteknanna,
sem gert hefir það nauðsynlegt
að leggja á nýja skatta og nýja
tolla, þó að hitt sé rétt, að
nokkur hækkun heildar-
greiðslna hefir einnig átt sér
stað.
I»egar tollvöruinn-
flutningnr niiimknr,
verður að setja ný
ákvæði til tekjuöflun-
ar í staðinn.
Þegar þessi staðreynd, sem
hér hefir verið bent á, er at-
huguð, þá kemur það greini-
legar í ljós en nokkru sinni
fyrr, hversu fjarstætt það er,
að liggja mönnum á hálsi fyrir
þær skatta- og tollahækkanir,
sem gerðar hafa verið til að
vega upp á móti hinni gífur-
legu lækkun á aðaltekjuliðun-
um. Það er gei'samlega óhugs-
andi, að ríkissjóður geti sinnt
þeim kröfum, sem til hans eru
gerðar frá atvinnuvegunum og
öðrum aðilum nema þetta
teknatap sé vegið upp, og að
tekjur ríkissjóðs fari fremur
vaxandi en minnkandi með
aukinni fólksfjölgun í landinu
og auknum greiðslum til al-
mennra þarfa. Það er stað-
reynd, að ef tekjur ríkissjóðs af
tollum út af fyrir sig eiga að
haldast, þá verður að gera eitt
af tvennu í náinni framtiö eða
hvorttveggja, að færa gjöld yf-
ir á þær vörutegundir, sem áð-
ur hafa verið innfluttar, en nú
eru framleiddar í landinu
sjálfu, eðaað færa aðflutnings-
gjöldin yfir á þær vörur, sem
enn eru fluttar til landsins og
það enda þótt þær þyki nauð-
synlegri en sumar þeirra, sem
útilokaðar eru, en áður gáfu
tekjurnar að mestu.
ttgjöld ríkisins fara
hækkandf.
Það er ekki óalgengt, að heyra
hér á Alþingi og utan þings talað
um hin sívaxandi útgjöld ríkis-
ins, einkum hin 3 síðustu ár, og
er þá venjulega talað um þessi
gjöld eins og einhvern almenn-
ingi fjandsamlegan hlut, og er
helzt í skyn gefið, að mest séu
þau bein og bitlingar. Nú er það
að vísu ekki rétt, að heildar-
greiðslur ríkissjóðs árin 1935 og
1936 hafi verið hærri en stundum
áður, t. d. árin 1930 og 1934, þó
þær væru hinsvegar hærri en árin
1932 og 1933. Og þótt heildar-
greiðslur ársins 1937 og 1938 séu
hærri samkvæmt fjárlögum en
árin 1935 og 1936, þá getur sú
hækkun ekki talizt mjög veruleg.
Hitt er rétt, að á síðasta 10 ára
tímabili, hafa heildarútgjöld
ríkissjóðs vaxið mjög verulega.
£n hvaöa útgjöld eru
það, sein aðallega hafa
hækkað?
En þá er ekki ófróðlegt að
gera sér grein fyrir, í hverju
þessi hækkun liggur, og hver af-
staða þingflokkanna yfirleitt
hefir verið til hennar. Þá er það
eigi síður fróðlegt að athuga,
hvort það er fremur styrkur til
atvinnuveganna og framkvæmd-
ir, eða kostnaður við rekstur
þjóðarbúsins sjálfs, sem hækk-
uninni veldur. Eg hefi gert sam-
anburð á þessu og er annarsveg-
ar tekið árið 1926 og hinsvegar
árið 1936. Eru þá samræmdir
landsreikningarnir fyrir bæði ár-
in, en formið var annað árið
1926. Þótt þessi samanburður sé
ekki hárnákvæmur, þá er hann
réttur það sem hann nær, og gef-
ur mjög góða hugmynd um í
hverju hækkunin liggur. Heild-
arútgjöld ríkissjóðs á rekstrar-
reikningi árið 1936 voru 15.480
þús. kr., en heildargreiðslur skv.
rekstrarreikningi 1926 kr. 9.758
þús., og hefir hann þá verið
færður eftir sömu reglum og árið
1936. Heildarhækkun útgjald-
anna á þessu 10 ára skeiði er því
um 5.720 þús. kr. — Þá ætla ég að
geta um þær greinar fjárlag-
anna, sem hafa hækkað, en síðar
að skýra með örfáum orðum í
hverju hækkunin liggur.
7. gr., vaxtaútgjöld, hefir
hækkað um 487 þús. kr. 9. gr., al-
þingiskostnaður, hefir hækkað
um 25 þús. kr., 10. gr., kostnaður
við stjórnarráðið, hagstofu og
utanríkismál, hefir hækkað um
154 þús. kr. 11. gr. A, dómsgæzla
og lögreglustjórn, hefir hækkað
um 620 þús. kr. 11. gr. B, sameig-
inlegur kostnaður við embættis-
rekstur, hefir hækkað um 160
þús. kr. 13. gr. A, vegamál, hafa
hækkað um 820 þús. kr. 13. gr. B,
samgöngur á sjó, hefir hækkað
um 238 þús. kr. 13. gr. C, vitamál,
um 133 þús. kr. 14. gr. B,
kennslumál, hefir hækkað um
472 þús. kr. 16. gr., verklegar
framkvæmdir, hefir hækkað um
1.966 þús., 17. gr., til almennrar
styrktarstarfsemi, um 788 þús.
kr. og 18. gr., eftirlaun, um 132
þús. kr. Aftur á móti hafa út-
gjöld á eftirtöldum liðum lækk-
að: 12. gr., heilbrigðismál, hefir
lækkað um 174 þús., 14. gr. A,
kirkjumál, hefir lækkað um 16
þús. kr. og 15. gr., til vísinda,
bókmennta og lista, hefir lækkað
um 61 þús. kr.
Þá mun ég skýra nokkuð í
hverju hækkanirnar liggja.
489 [nis. kr. hæklcun
vaxÉaiitgjalda, þar af
300 þúsiind vcgna
íslandshanka.
Vaxtaútgjöld ríkissjóðs hafa
samkvæmt þessu yfirliti hækkað
um 489 þús. kr. 300 þús. kr. af
þeirri upphæð er hægt að rekja
til þeirrar skuldabyrðar, sem rík-
issjóður tók á sig vegna íslands-
banka, þannig, að hækkun
vaxtaútgjaldanna á þessum ár-
um, sem stafar af öllum fram-
kvæmdum ríkissjóðs, er kr. 187
þús. Er þetta mjög eftirtektar-
verð tala og kemur illa heim við
hið stöðuga tal og skrif stjórnar-
andstæðinga undanfarin ár um
skuldasöfnun ríkissjóðs.
S t j órnarkostnaður,
dómsmál og löggæzla,
o. s. frv.
Af hækkun á 10. gr. stafa 85
þús. kr. af kostnaði við utanrík-
ismál, aðallega samninga við er-
lend ríki, en 69 þús. kr. er hækk-
un á kostnaði við stjórnarráðið,
hagstofu og ríkisfjárhirzlu, og er
það furðulega lítil hækkun á 10
ára tímabili, þegar tekið er tillit
til hinnar gífurlegu starfsaukn-
ingar, sem orðið hefir hjá þess-
um stofnunum. Á 11. gr. A, er
250 þús. kr. hækkun vegna land-
helgisgæzlunnar, 69 þús. kr.
vegna stofnunar vinnuhælisins á
Litla-Hrauni, 179 þús. kr. vegna
toll- og löggæzlu, og má það
heita nýr liður, þar sem sú gæzla
var naumast til áður, miðað við
það sem nú er orðið og nauðsyn
ber til. Afgangurinn, eða um 88
þús. kr., er hækkun á skrifstofu-
kostnaði hjá lögmanni, lögreglu-
stjórum öllum og sýslumönnum.
Á 11. gr. B, stafa hækkanirnar af
auknu burðargjaldi, símakostn-
aði og eyðublaðanotkun og
hækkuðum kostnaði hjá skatta-
nefndum og skattayfirvöldum.
Eru þetta afleiðingar af aukinni
starfsemi ríkisins og íhlutun um
allan gang mála, sem orðið hefir
mjög veruleg á þessu tímabili.
Hækkun vegaf jár um
830 þúsund, strand-
ferðir, bafnargeröir,
fræðslumál.
Á 13.gr.A, liggur hækkunin í 365
þús. kr. auknu vegaviðhaldi og
ca. 455 þús. kr. hækkuðum fram-
lögum til nýrra vega og sýslu-
vega. Á 13. gr. B, stafar hækkun-
in af 170 þús. kr. auknu framlagi
til strandferða og 60 þús. kr.
styrkhækkun til Eimskipafélags
íslands. Á 13. gr. C, stafar hækk-
unin nærri öll af auknu framlagi
til nýrra hafnargerða. Á 14. gr.
B, er 208 þús. kr. af hækkuninni
aukið framlag til barnafræðsl-
unnar, bæði aukin kennaralaun
ekki sízt vegna miklu fleiri
kennara nú en áður, og enn-
fremur framlög til barnaskóla-
bygginga. 183 þús. stafa aftur á
móti af auknum tillögum til hér-
aðs- og gagnfræðaskóla.
16. greinin (verklegar
framkvæmdir) hefir
hækkað um nærri
3 milljónir króna.
Þá kem ég að 16. grein-
inni, en þar hefir aðal-
hækkunin orðið, eins og kom
fram áðan, þar sem greiðslur
hafa hækkað um nálega 2 mill-
jónir króna, og yrði of langt upp
að telja allar þær hækkanir og
þá nýju liði, sem þar eru.
Aðalliðina vil ég þó benda á,
ýmist alveg nýja eða hækkaða
frá 1936 (allir nýir nema jarð-
ræktarstyrkur, þar hækkun):
Nýbýlasjóður kr. 180.000
Atvinnubætur — 520.000
Jarðræktarstyrkur — 525.000
Verkfærakaupasjóður— 60.000
Búfjárrækt — 42.000
Bygg. og landnámssj. — 250.000
Verkamannabústaðir — 142.000
Kartöfluverðlaun — 30.000
Kreppulánasjóður — 250.000
Mjólkurbúastyrkir — 60.000
Vextir af fasteigna-
veðslánum — 85.000
Veðurstofan — 66.000
Iðnlánasjóður — 25.000
Ennfremur margar aðrar
hækkanir minni til nauðsynlegra
framkvæmda. Aftur á móti voru
framlög í fjárlögunum fyrir árið
1926 sem ekki voru 1936, svo sem
til kæliskips 350 þús. og Flóa-
áveitu 225 þús. kr., en heildar-
hækkunin, eins og áður er um
getið, samt nálega 2 millj. kr.
Fátækraframfæri,
sjúkrakostnaður og
fryggingar.
Á 17. gr. stafar hækkunin af
auknu framlagi vegna berkla-
sjúkra, 300 þús. kr., aukinni
þátttöku ríkissjóðs í fátækra-
framfæri kr. 160 þús., og aukn-
um framlögum til tryggingar-
mála, kr. 300 þús.
Um lækkunina, sem orðið hefir
á 12. gr., er það að segja, að hún
er vegna þess, að árið 1926 var
varið 330 þús. kr. til bygginga á
nýjum sjúkrahúsum, þannig að
raunverulega hefir árlegur
kostnaður við heilbrigðismál
vaxið allverulega á tímabilinu,
eins og eðlilegt er, þar sem bæði
Nýi Kleppur og Landsspítalinn
hafa bætzt við á þessum árum,
og töluverður rekstrarhalli er á
báðum þeim sjúkrahúsum.
AÖalhækkanirnar eru
á útgjöldum til al-
inannaþarfa, en á
kostnaöi viíí ríkis-
reksturinn hverfandi
litlar.
Hvaða ályktun er þá hægt að
draga af þeim samanburði, sem
hér hefir verið gerður á greiðsl-
um úr ríkissjóði árin 1926 og
1936? í fyrsta lagi að mínum
dómi sá, að beinn kostnaður við
rekstur þjóðarbúsins hafi vaxið
furðulega lítið þessi ár, eins og
bezt sést á því, að hækkanirnar
á 10. gr. og að nokkru leyti á 11.
gr. eru smávægilegar samanbor-
ið við aðrar hækkanir, og í fram-
haldi af því, að svo að segja öll
þessi hækkun, sem orðið hefir, er
vegna stuðnings við atvinnuveg-
ina (16. gr.), aukinna sam-
gangna (13. gr), aukinna fram-
laga til hjálpar sjúkum mönn-
um, til tryggingarmála og fá-
tækraframfæris (17. gr.) og auk-
ið framlag til fræðslumála (14.
gr.). Þessi samanburður sannar
þá einnig glögglega það sem ég
hefi stöðugt haldið fram, að hin-
ar margendurteknu deilur milli
flokkanna hér, innan þings og
utan, um upphæð ríkisútgjald-
anna, eru ekki deilur um bein og
bitlinga, heldur deilur um það,
hversu miklu rétt sé að verja af
sameiginlegu fé landsmanna til
styrktar atvinnuvegunum og al-
menningi, um hendur Alþingis
og ríkisstjórnarinnar.
Ihaldið Iiýsnasl út af
„eyðslunni“, en vill
eiga heiðurinn af
framkvæmdunum!
Það er eftirtektarvert, að
fjöldi þeirra þingmanna, sem átt
hefir sæti hér á Alþingi þessi
umræddu 10 ár, og allir þing-
flokkar, telja sér það til gildis,
að hafa verið meðmæltir yfir-
gnæfandi meirihluta þeirra mála
sem ég hefi nú gert grein fyrir
og hafa haft kostnað í för með
sér, þótt hinu sé ekki að leyna,
aö sumir flokkanna hafa lítið að
því unnið að hrinda málunum
fram. Og það er ekki síður eftir-
tektarvert, að þeir flokkar, sem
mest gera að því að deila á aðra,
fyrir há ríkisútgjöld, gera síður
en svo minna að því en aðrir, að
eigna sér vinsældirnar af fram-
lögum þeim til nauðsynjamála,
sem valda yfirgnæfandi meiri-
hluta útgjaldanna. Hver myndi
ekki hrósa sér af því, að hafa
verið með því að fjölga sjúkra-
húsum, að auka framlög til vega
og auka og bæta strandferðirn-
ar? Að leggja fram fé til hafnar-
gerða, eða efla unglingafræðsl-
una, að auka jarðræktarstyrk-
inn, að leggja fram fé til bygg-
ingar- og landnámssjóðs, að
veita fé til kreppulánasjóðs,
hækka styrk til berklavarna og
auka framlag til fátækramála
og sjúkra- og ellitrygginga? —
Svona mætti lengi telja. Um það
þarf ekki að deila, að yfirgnæf-
andi meirihluti þessara greiðslna
gengur til nauðsynlegra mála.
Um hitt getur verið ágreiningur,
hversu mikilli heildarfjárhæð er
hægt að verja í þessu skyni og á
hvern hátt eigi að afla hennar.
Af þessu á einnig að geta orðið
ljósara en áður, að ef verulega á
að færa niður greiðslur ríkis-
sjóðs, þá verður slíkt ekki gert á
annan hátt en þann, að skerða
framlög til framkvæmda, sem
taldar eru nauðsynlegar. Þetta
verður þó vafalaust að gera að
einhverju leyti, og kem ég inn á
það síðar. Vegna þeirrar tiltölu-
lega litlu hækkunar, sem orðið
hefir á beinum útgjöldum, vegna
rekstrar þjóðarbúsins síðastliðin
10 ár, og sparnaðar, sem fram-
kvæmdur var í byrjun síðasta
kjörtímabils, er ekki hægt að bú-
ast við neinum verulegum sparn-
aði á þeim lið, þótt sjálfsagt sé
að gera ítrustu tilraunir til að
færa þau gjöld niður og ekkert
nema gott um það að segja, að
skynsamleg gagnrýni frá stjórn-
arandstæðingum á hverjum tíma
veiti aðhald um allan þessháttar
kostnað.
Fjárlagafrumvarpið.
Þá mun ég minnast á fjár-
Framh. á 3. síðu.