Nýja dagblaðið - 09.11.1937, Blaðsíða 4
REYKJAVÍK, 9. NÓV. 1937.
5. ÁRGANGUR — 260. BLAÐ
NYIA DAGBLAÐIÐ
I dag ern allra síðustu forvöð að ná í happdrættismiða
HAPPDRÆTTIÐ.
IGamla Bíófl
Hermanna-
gflettur
(„65 - 66 og ég“)
Bráðskemmtileg og fjörug
sænsk gamanmynd, full af
spaugi og kátlegum atvik-
um.
Aðalhlutverkin leika
skemmtilegustu gaman-
leikarar Svía,
THOR MODÉEN,
ELOF AHRLE,
KATHIE ROLFSEN
HB9H
uuruuc utuitIui
„ÞORLÁKCR
ÞREYTT I!“
Skopleikur í 3 þáttum
Aðalhlutverkið leikið af
hr. Haraldi Á. Sigurðssyni.
Sýning í kvöld kl. 8.
Aðgöngumiðar
seldir eftir kl. 1 í dag.
Sími 3191.
Vmnudeilan
Framh. af 3. síðu.
verksmiðjuiðnaðinum sérstak-
lega fyrstu árin. Hér er
ekki því til að dreifa, að
hægt sé að ná í æft verk-
smiðjufólk. Það verður að læra
störf sín í verksmiðjunum, og
yfirleitt hefir orðið að sækja
kunnáttumenn til útlanda til að
hafa á hendi verkstjórn og
kennslu.
Fyrir tveimur árum fékk
Gefjun norskan ullariðnaðar-
mann til umsjónar og eftirlits
með vefnaði í verksmiðjunni.
Hann réði sig hingað fyrir sömu
kjör og hann hafði í Noregi, en
það voru ísl. kr. 261,08 á mán-
uði án nokkurra annara fríð-
inda.
Vestanfjalls í Noregi eru tima-
laun byrjenda í ullariðnaði, sem
hér segir fyrir karlmenn (norsk-
ar krónur):
Undir 16 árum 0,30
— 17 — 0,35
— 18 — 0,50
— 19 — 0,60
— 20 — 0,75
Tímakaup fyrir karlmenn yf-
ir 20 ára n. kr. 0,96.
Fyrir konur er tímakaupið:
Undir 16 árum 0,30
— 17 — 0,35
— 17 — 0,47
Tímakaup fyrir konur yfir 18
ára aldur er n. kr. 0,54.
Er nokkuð undarlegt þó ódýr-
ara sé að senda ull héðan í norsk
Aðalfundur
Framsóknaríél. Reykjavíkur
verður haldínn í Kauppíngssalnum míd-
vikudaginn 10. nóvember kl. 8,30 síðd.
I. Venjuleg aðalfundarstörS
II. Umræður um stjórnmálaástandið og
bæjarstjórnarkosningarnar.
Fjolmenníð og mætið stundvíslega.
Garnir
Kaupum saltaðar, vel verkaðar garnir og
langa úr kindum, feálfum, nautum og
svínum.
Garnastöðín, Reykjavík,
Sími 4241.
Átlkugið!
; „Nýja Þvottahúsið“, — sími 4898,
hefir fullkomnustu þvottavélar, hitaðar með gufu —
| (ekki með gasi) — þvotturinn gulnar því ekki við
að liggja og lyktar sem útiþurkaður.
Þið, sem þvoið heima, látið okkur þurka og rulla
þvottinn. — Spyrjist fyrir um verð.
„IVýja 1»votlahúsið“, Grettisgötn 46.
ar verksmiðjur, heldur en láta
vinna hana í verksmiðjum hér?
Ef borin eru saman þau kjör,
sem hinum unga íslenzka verk-
smiðjuiðnaði eru boðin, við kjör
handiðnamanna, þá kemur ber-
lega í ljós hvílík heimska er hér
á ferðinni.
Námstími í verksmiðjum er í
raun og veru enginn. Fyrirskip-
anir um launagreiðslur byrj-
endanna eru gefnar af einhverj-
um angurgapa í verkamanna-
stétt, sem komizt hefir til met-
orða hjá Alþýðusambandinu, og
engin trygging er fyrir því að
sá hinn sami hafi nokkra þekk-
ingu á iðngrein þeirri, sem hann
á í samningum við, enda lítur
helzt út fyrir, að Alþýðusam-
bandið, eða handlangarar þess,
líti á iðnaðinn eins og vegabóta-
vinnu eða hverja aðra einfalda
erfiðisvinnu, sem lítinn eða
engan undirbúning útheimti.
Þannig á skófatnaðarverk-
smiðja að borga, — ef fyrirmæl-
um Jóns Sigurðssonar er hlýtt,
— kr. 300,00 á mán. eftir eins
árs vinnu. Skósmiður, sem tekur
ur lærling hér í Reykjavík fær
að hafa hann við nám í 4 ár.
Fyrsta árið fær lærlingurinn kr.
80,00 á mánuði, annað árið kr.
100,00, þriðja árið kr. 110,00 og
fjórða árið kr. 120,00 á mán.
Nú er hér ólíku saman að jafna.
Handverksmaður, sem stundar
skóiðn nú, gerir lítið annað en
sóla skó og bæta. Enginn læt-
ur handverksmann smíða skó.
í verksmiðju verða skógerðar-
menn, sem ætla sér að verða
fullnuma, að læra hvert hand-
tak við að fullgera skó. En hon-
um er ekki ætlaður neinn náms-
tími að heitið geti, heldur á
eigandi verksmiðjunnar að
greiða honum há laun strax frá
byrjun, og full laun þegar ár er
liðið, ef hann hefir náð 18 ára
aldri, þegar hann kemur í verk-
smiðjuna.
Alveg sama verður uppi á
teningnum, ef aðrar greinar
handverks eru athugaðar.
Námstími rafvirkja í Reykja-
vík er 4 ár. Algengustu kjörin
eru: Fyrsta árið kr. 80,00 á
mánuði, sem svo hækkar næstu
3 ár um 25—30 kr. á mánuði ár-
lega. Eru þá launin 4. og síðasta
árið kr. 155—160,00 á mánuði.
Trésmíðanám er 4 ár. Algeng-
ustu kjörin eru: Fyrsta náms-
ár fá nemendur 40 aura i kaup
á klukkutíma, annað námsár 50
aura, þriðja námsár 60 aura og
fjórða námsár 70 aura á klukku-
stund. Engin skuldbinding hvíl-
ir á meisturum um. stöðuga
vinnu, eða stöðuga launa-
greiðslu.
Prentaranám er 4 y2 ár. Fyrsta
árið er vikukaupið kr. 24,60,
annað árið kr. 32,10, þriðja árið
39,60, fjórða árið kr. 47,00 og
fimmta árið (hálft) er viku-
kaupið kr. 64,20. — Fimmta
námsárið er mánaðarkaupið
þannig kr. 278,00, en í samning-
unum er heimilt að borga 20%
lægra kaup utan Reykjavíkur.
Jafnvel rakararnir eru 4 ár
að læra sitt handverk. Algengast
er að þeir fái 75 kr. á mánuði
fyrsta árið, og að launin hækki
árlega úr því um 25 kr. á mán-
uði.
Ég þykist hafa sýnt fram á
það hér að framan, að allt geip
þeirra „verkfállsmanna“ um
sultarkjör þau, sem S. f. S. hafi
boðið verkafólki sínu, sé rógur
einn og ósannindi. Launakjör
þessa fólks eru miklu tryggari
og betri heldur en kjör flestra
þeirra manna, sem vinna fyrir
tímakaupi, — oftast miklu erf-
iðari vinnu og jafnaðarlegast
við mikið verri aðbúnað, þar
sem slílc vinna fer oftast fram
undir beru lofti, hverju sem
viðrar.
Ég hefi ennfremur bent á,
hvílik hætta hinum unga iðnaði
íslendinga er búin, ef honum
eru sett þau skilyrði, sem hér
hefir verið frá skýrt. Og al-
veg sérstaklega er ábyrgðar-
leysið gagnvart verksmiðjurekstr
nium áberandi, þegar launa-
kjör byrjenda í verksmiðjum,
eru borin saman við launakjör
handiðnanema.
Samvinnumenn landsins hafa
lagt á sig erfiði og fjárhættu
til að koma upp talsvert álit-
legum iðnaði, sem byggist ein-
göngu á innlendum framleiðslu-
vörum. Það er ömurlegt að
hugsa til þess að þurfa að draga
saman seglin einmitt þegar út-
lit var fyrir, að þjóðin væri að |
læra að meta vörur, sem unnar j
eru úr hennar eigin hráefnum. ;
Framundan bíður fjöldi óleystra !
verkefna á sama sviði, en ef |
í þjösnaháttur og skilningsleysi j
i þeirra manna fær að ráða, sem j
nú virðast vera hæstráðandi til
sjós og lands hjá Alþýðusam- J
bandi íslands, þá fellur í rústir i
allur sá iðnaður, sem samvinnu-
menn hafa byggt upp á síðustu
misserum, því þeir eru um það
alveg sammála, að reka ekki
iðnaðarfyrirtæki, sem ekki bera
sig fjárhagslega.
Jón Árnason.
Nýj» Bló
Leiksýnínga-
skipsd
(SHOW BOAT)
og
Hrífandi amerísk tal
söngvamynd.
Aðalhlutverkin leika:
IRENE DUNN,
ALLAN JONES
og einn af frægustu bassa-
söngvurum heimsins,
negrinn PAUL ROBESON.
aðeins Loftur.
ÚTBREIÐIÐ
NÝJA DAGBLAÐIÐ
amœmswasmmmmammmaam
Um bæfiefni
Framh. af 2. síðu.
matartegunda, sem ríkar eru af
A-, B- og C-bætiefnum. Má þar
til nefna gulrætur, spinat, tóm-
ata o. s. frv.
Bœtefnin heima. Það vill svo
vel til, að í lýsinu eigum við þann
bezta A- og Dbætiefnagjafa, sem
til er. Vegna aukinnar notkunar
þess og vaxandi sól- og ljósbaða
á síðari árum, er líklegt, að
skortur á þeim bætiefnum sé
ekki mjög tilfinnanlegur. Senni-
legt, er þó, að eitthvað af kvef-
sækninni okkar stafi af of litlum
A-bætiefnum og minni háttar
lýti vegna D-bætiefnaskorts eru
ekki óalgeng, en vonandi finnast
ekki krypplingar af völdum D-
bætiefnaskorts, meðal uppvax-
andi fólks.
Páll Kolka hefir lýst faraldri
af beriberi í Vestmannaeyjum.
Helgi Tómasson og ef til vill
fleiri læknar hafa einnig skýrt
frá beriberisjúklíngum, sem þeir
hafa haft til meðferðar. Sjálfur
hefi ég séð allþungt tilfelli af
þeim sjúkdómi hjá manni, sem
aldrei borðaði annan brauðmat
en kleinur.
í nágrannalöndunum þekkist
þessi sjúkdómur tæplega, Þáð
lítur því út fyrir, að skortur á
B-bætiefnum sé miklu tiðari hjá
okkur en víðast annars staðar,
Er því ekki ólíklegt, að lystar-
leysi í börnum og unglingum og
taugagigt í fullorðnu fólki heima
stafi oftar en varir af ónógu B-
bætieíni. Jónas Kristjánsson
hefir mjög lagt áherzlu á, að
mala þurfi allt korn heima og
aulca þurfi neyzlu á rúgbrauði
og kjarnabrauði en nota minna
venjulegt hveitibrauð og sykur
en nú er gert. Enginn efi er á, að
ef þeim ráðum væri fylgt, þá
þyrfti ekki að óttast B-bætíefna-
skort.