Nýja dagblaðið - 15.12.1937, Page 1

Nýja dagblaðið - 15.12.1937, Page 1
Skrifstofur IVýja dagblaðslns Lindargötu 1 D. Símar: 2353 og 4373. Afgreiðslan Hafnarstræti 16. Sfmi 2323. ^D/^QplBIL^iÐIHÐ 5. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 15. desemb. 1937. 291. blaS Styrkur tíl bænda á fjár- pestarsvæðinu 150 þús. kr. vaxtahjálp, 110 þús. til vega- gerðar, þrefaldur jarðabótastyrkur til fram- ræslu og túnasléttunar, og styrkur til rjómabúa og gróðurhúsa. ANNÁLL 349. dagur ársins. Sólaruppkoma kl. 10.21. Sólarlag kl. 2.24. Árdegisháflæður í Reykjavík kl. 3.05. Ljósatími bifreiða er frá kl. 3.00 síðdegis til kl. 9.10 f. h. Næturlæknir er í nótt Halldór Stefánsson, Ránar- götu 12, sími 2234. Næturvörður er í Lyfjab. Iðunn og Reykjavikur Apoteki. Dagskrá útvarpsins: 8.30 Enskukennsla. 10.00 Veðurfr. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfr. 18.45 íslenzkukennsla. 19.10 Veðurfr. 19.20 Þingfr. 19.40 Auglýsingar. 19.50 Préttir. 20.15 Kvöldvaka: a) Jón Bald- vinsson alþ.fors.: Prá Orkneyjum, II. b) Jóhannes úr Kötlum les upp úr hinni nýju kvæðabók sinni „Hrímhvíta móðir". Landsfundur bænda stóð yfir hér í Reykjavík fyrir nokkru síðan. Aðalmálin, sem fundur- inn hafði til meðferðar, voru raflýsing- ar í sveitum og baráttan gegn borg- firzku sauðfjárpestinni. Lagði fundur- inn áherzlu á, að ekki yrði kvikað frá þeirri stefnu, sem upp hefir verið tek- in, að hamla útbreiðslu hennar svo sem auðið verður, og reyna jafnframt að finna meðöl til lækningar við henni. Jafnframt voru tillögur gerðar um það, á hvern hátt bezt væri að draga úr þvl tjóni, sem af henni leiðir í þeim landshlutum, sem útbreiðsla hennar verður ekki lengur torvelduð. — t raf- magnsmálunum samþykkti fundurinn áskorun þess efnis að rannsaka þyrfti skilyrði til rafvirkjunar í sem flestum byggðum landsins og útvega fjármagn tU framkvæmda, þar sem slík rann- sókn sýndi álitlega möguleika. Kosið var í stjórn Landsambandsins og var öll stjórnin endurkosin, en í henni eiga sæti Ólafur Bjarnason, Brautarholti, formaður, Gestur Andrésson, Hálsi, Jón Hannesson, Deildartungu, Sigur- grímur Jónsson, Holti, og Hafsteinn Pétursson, Gunnsteinsstöðum. Lögreglan gerði fyrir nokkrum dögum síðan tUraun til þess að koma á hljóðlátari umferð heldur en verið hefir. Hið stöðuga bifreiðaorg, oft jafnt á nótt sem degi, olli óþörfum og óþolandi há- vaða. Nú hefir bifreiðastjórum verið bannað að þeyta horn sitt I því skyni að gefa viðskiptavinum til kynna komu sína og yfirleitt alltaf, nema um- ferðin gefi sérstakt tilefni. Umferðin hefir líka strax tekið á sig annan blæ og bifreiðastjórar virðast t. a. m. aka gætUegar heldur en oft átti sér áður stað. Svo virðist lika, sem þögla um- ferðin sé betur fallin til að þroska eft- irtekt bifreiðarstjórans, í stað þess, að áður fannst ýmsum nægUeg varúð, ef hljóðmerki var gefið til viðvörunar öðrum vegfarendum. tsfiskssala. HvassafeU og Max Pemberton hafa selt ísfisk í Grimsby, Hvassafell 1079 vættir bátafískjar á 805 pund ster- ling og Max Pemberton 968 vættir fyrir 1199 pund sterling. „Leynisamningur.“ Alþýðublaðið er alltaf að tala um einhverja „leynisamninga1 í sambandi við sUdarverksmiðjumar. Hvað á blað- lð við? Voru kannske gerðir einhverj- ir leynilegir samningar milli sósíalista, kommúnista og íhaldsmanna um að halda áfram þeirri stefnu, að verk- smiðjurnar geti haft aðstöðu tU að fé- fletta sjómenn? En þessir þrir flokkar hafa hjálpazt til að koma slikum á- kvæðum inn í lögin. Þorlákur þreytti verður leikinn á morgun með lækk- uðu verði og er þetta næst síðasta sýn- lng. Skipafréttir. Esja var á Þórshöfn í gærkvöldi. Súðin er á leið til Englands. — Gull- foss kom frá útlöndum í nótt. Goða- foss er í Reykjavík. Brúarfoss er á Siglufirði. Dettifoss fór frá Vestm.- eyjum í gær. Lagarfoss er á leið tU Kaupmannahafnar frá Hamborg. Sel- foss fór frá HuU I gærkvöldi áleiðis tU Reykjavíkur. — Lyra kom i gær. Kröíur Bandaríkja- stjórnar Keisariim verðnr að biðjast í'yrir- gefningar og Jap- anir að greiða fullar skaðabæt- ur. KALUNDBORG: í mótmælaskjali því, sem Banda- ríkjastjóm hefir sent japönsku stjórn- inni í tilefni af því að fjórum amerísk- Franklin D. Roosevelt um skipum hefir verið sökkt, fer Bandaríkjastjórn fram á það, að Ja- panskeisari biðjist sjálfur afsökunar á þessum atburði og lýsi yfir þvi, að slikt skuii ekki koma fyrir aftur. Er þetta mótmælaskjal hið harðorðasta sem Bandaríkjastjórn hefir nokkra sinni látið frá sér fara, og þessi krafa á hendur keisaranum eins dæmi. Jafnframt ki'efst Bandaríkjastjórn að greiddar verði fullar skaðabætur og Japanir gerði ráðstafanir til að vernda líf og eignir amerískra borgara í Kína. Blöð í Bandaríkjunum ræða 1 gær mikið um þetta mál og eru afar gröm í garð Japana. T. d. segir New York Times" að mikil ástæða sé til að efast um að japanska stjórnin geti gefið neina tryggingu fyrir því að slíkir at- burðir komi ekki fyrir aftur, og yfir- leitt séu yfirlýsingar Japana ekki meira virði en pappirinn sem þær eru ritaðar á. Loforð þeirra um að ráðast ekki á skip og þegna annarra þjóða, séu viölíka eins og þegar að ræningjar lofa því að skjóta ekki. Önnur blöð í Bandaríkjunum minna á það, að síð- ustu dagana hafi japanska stjórnin mátt biðja Bretland og Bandaríkin ellefu sinnum afsökunar fyrir móðg- anir sem hafðar hafa verið i frammi við skip eða þegna þessara ríkja. PÚ. Hríðarveður af norðaustri var norðanlands í gær og lá Brúarfoss veðurtepptur á Siglu- firði. — FÚ. Kaupfélag ísfirðinga hefir keypt svonefnda Edinborgar- eign i ísafirði og ætlar að reka þar kolaverzlun, fiskverkun og slátran. PÚ. í dag verður lagt fram í neðri deild frv. til laga um styrk til bænda, sem orðið hafa fyrir tjóni af völdum mæðiveikinnar. Frv. er flutt af landbúnaðar- nefnd neðri deildar, en það er undirbúið af landbúnaðarnefnd- um beggja deildanna og er fullt samkomulag um afgreiðslu þess. Aðalefni frv. er á þessa leið: Rikissjóður leggur fram 150 þús. kr. á næsta ári til að greiða vexti af veðlánum þeirra bænda, sem komizt hafa í greiðsluþrot vegna fjárpestarinnar. Atvinna sé aukin á fjárpestar- svæðinu með auknu framlag til sýslu- og hreppavega. Upphæð þessi er ákveðin 110 þús. kr. NýttKínaveldi undír yfírstjórn Japana Mótþrói gegu Jap- önum í Norður- Kína. LONDON: Konoye prins, forsætisráðherra Jap- ana, tilkynnti í ræðu í gær, að bráða- birgðastjórn nýs kínversks lýðveldis hafi verið sett á stofn í Peiping undir yfirstjórn Japana. Hann sagði, að erlendar stjórnir hlytu að gera sér ljóst, að Japanir gætu ekki hætt stríðinu fyrr en Kínverjar legðu niður vopn. Ýmsar fréttir frá Norður-Kína benda til að Japanir séu langt frá því einvaldir á því svæði, sem þeir telja sig hafa tekið. Bæði kínverskir þjóð- ernissinnar og kommúnistar virðast hafa þar stór landsvæði á valdi sínu. — PÚ. Stúka stofnuð Síðastliðinn laugardag var stofnuð í Biskupstungum stúkan Bláfell nr. 239 og átti stúkan Framtíðin hér í Reykja- vík mestan þátt í þvi. Stofnendur voru 30 og var æðsti templar hinnar nýju stúku kosinn Einar Sígurfinnsson bóndi bóndi að Iðu og varatemplar frú Sigurlaug Erlendsdóttir að Torfastöð- um. Hafa því menn í Biskupstungum, þar sem um langan aldur var eitt að- almenningarsetur landsins, riðið á vaðið og stofnað hina fyrstu undir- stúku í Árnessýslu. Bændur, sem orðið hafa fyrir tjóni af völdum veikinnar, fá þrefaldan j arðabótastyrk til framræslu og túnasléttunar. Veittur sé styrkur til stofnun- ar eins eða tveggja rjómabúa, sem fyrirhuguð eru I Húna- vatnssýslu. Styrkurinn verði helmingur stofnkostnaðar, eða 10—20 þús. kr. Veittur sé styrkur til gróður- húsa, sem félagsskapur bænda i Reykholtsdal hefir í hyggju að reisa. Styrkurinn sé þriöjungur stofnkostnaðar, eða 5 þús. kr. Landbúnaðarráðherra skipi þriggj a manna nefnd samkvæmt tillögum landbúnaðarnefnda þingsins, til að hafa þessar framkvæmdir og úthlutun fjár- ins með höndum. Nefndin skal ennfremur reyna að semja fyrir bændur um afborgunarfrest á lánum. Fall Nankíng Mikíð mannfall LONDON: í gær bárust engar fréttir frá Nan- king. En Japanir segjast hafa náð borginni á vald sitt 1 fyrradag og siglt nokkrum af herskipum sínum þangað. Þegar úrslitaorrustunni lauk, segja Ja- panir að ekki hafi verið nema 3000 manns eftir af hinu kínverska setuliði, sem upphaflega var 20 þús. manns. Japanir segjast ennfremur hafa skotið um þúsund manns, sem reyndu að flýja yfir fljótið. Kínverjar óttast að eitthvað af liði þeirra sé enn imiilukt í Nanking. í gær var falis Nankingborgar minnzt hátíðlega í Tokio, m. a. með stórri skrúðgöngu skólabarna. Kínverjar viðurkenna að Japanir hafi tekið Pu-kow. — PÚ. Hervarnír Breta LONDON: í lávarðadeildinni ensku var til ann- arar umræðu frumvarpið um varnir gegn loftárásum. í því sambandi var meðal annars skýrt frá því að búið væri að framleiða 20 milljón gasgrím- ur til afnota fyrir brezka borgara, ef til styrjaldar kæmi og að 10 þús. lækn- ar og jafnmargar hjúkrunarkonur hefðu fengið sérstakan undirbúning undir það að gegna störfum í hernaði. — FÚ. á þessu kjörtímabili Vaxtabyrðin hefír aukizt um þriðjuug Samkv. reikningum Reykj a- víkut, fyrir árið 1936, hafa skuldir bæjarsjóðs hækkað um næstum 400 þús. kr. á þvi ári. í árslok 1933 voru skuldir bæj- arsjóðs 3.366 þús. kr. Síðan hafa þær verið sem hér segir: 1934 3.909 þús. kr. 1935 4.802 — — 1936 5.174 — — SkuldiT bæjarsjóðs hafa því verið 1.808 þús. kr. hærri í árs- lok 1936 en þær voru í byrjun yf- irstandandi kjörtímabils, um áramótin 1933—34. Á þessu ári er sízt ástæða til þess að búast við minni skuldahækkun en undanfarin ár, og sést þá, að skuldir bæjarins hafa alltaf hækkað um meira en tvær mill- jónir króna á yfirstandandi kjörtímabili. í þessu sambandi er vert að athuga vaxtagreiðslur bæjar- sjóðs. Þær hafa numið síðastl. fjögur ár eins og hér segir: 1933 218 þús. kr. 1934 235 —- — 1935 251 — — 1936 326 — — Vaxtagreiðslurnar hafa því numið um 108 þús. kr. meira ár- ið 1936 en 1933, og verða þó án efa mun hærri á þessu áTi, vegna aukinnar skuldabyrði. Athyglisvert er það einnig í þessu sambandi, að bæjarsjóður greiddi 60 þús. kr. minna í af- borgun lána síðastl. ár en gert var 1933. Þessar tölur sýna það Ijóslega, hversu allt hefir stefnt niður á við hjá bæjarstjórnarmeirihlut- anum á yfirstandandi kjörtíma- bili. ískyggilegastar verða þessar staðreyndir, þegar þær eru séð- ar í því ljósi, að ekki einum eyri af þessari stórfelldu skuldasöfn- un hefir verið varið til eflingar gagnlegu atvinnulífi i bænum. Allt þetta fé hefir orðið að eyðslueyri, vegna aukins skrif- stofukostnaðaT bæjarins, aukins fátækraframfæris og atvinnu- bótavinnu. Þeir kjósendur, sem af ein- hverri alvöru og skilningi hugsa um framtíð bæjarins, geta ekkl falið sömu mönnum stjórn hans áfram.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.