Nýja dagblaðið - 15.12.1937, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 15.12.1937, Blaðsíða 4
REYKJAVÍK, 15. DES. 1937. 5. ÁRGANGCR — 291. BLAÐ NYJA DAGBLAÐIÐ f:V:Y:Y(íamla Bió viív.v \ Falska \ | prínsessan \ í Afar fyndin og spennandi amerísk leynilögreglumynd Aðalhlutverkin leika CAROLE LOMBARD og FRED McMURRAY. Aukamynd: Nkipper Skræk á hafsbotni. Böm fá ekki aðgang. i v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v Vélbátur í naudum staddur Vélbáturinn Svava, 17 smálestir að stærð, er var á leið frá Seyðisfirði norður um land til Reykjavíkur, varð fyrir vélbilun út af Siglunesi um kl, 1 í fyrradag. Logn var en norðaustan sjór, og rak bátinn að Helluboða. Þeg- ar skyggja tók, kyntu bátverjar eld á þilfari. Sáu Siglfirðingar til bátsins og símuðu tii formanns Slysavarnadeildar Siglufjarðar. Pór vélbáturinn Jón Magnússon til hjálpar og fann bátinn skammt undan Helluboða á 20 metra dýpi og dró hann til hafnar. Báturinn bíður nú viðgerðar í Siglufirði. Sjópróf stóðu yflr i gær. — FÚ. Jóla* og nýárs- samtöl til útlanda íyrír hálít gjald. Alla daga 21. desembcr til 6. Jamíar lækka samtalagjöld milli íslands og IVorðurlanda, Þýzkalands og Danzig ofan í hálft gjaltl. Þannig verðnr 1 viðtalsbil til Norðurlanda kr. 13.20, til Hamborgar kr. 17.55, til Berlínar kr. 18.00, til Danzig kr. 18.90 o. s. frv. Frá 23. desember lil 4. janúar lækka sam- talagjöldin til Bretlands ofan í % gjalds eða kr. 19.80. Jólatré stór og smá verða seld hér eltirtiljólaáLauga veg 7 og Austurstr. 6 (portinu). Amatörverzlun ÞorL Þorleíissonar Kan» og *aJ» j (| Kaupum flöskur, glös og bón- dósir í búðinni Bergstaðastræti 10, kl. 2—5. Sækjum heim. Tllkjraiiiikfar StfS „Þ ORLÁKVR Þ B E Y T T I!“ Aðalhlutverkið leikið af hr. Haraldi Á. Sigurðssyni. LÆKKAÐ VEBÐ! Sýning á morgun kl. 8. Níæst síðasta sinn. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag og eftir kl. 1 á morgun. Síml 3191. Sporöskjnrammar, Rúnnir rammar, Veggmyndir, Málverk, i f jölbreyttu úrvali. Myndir innrammaðar. Mtynda- og rammav. Sími 2105. Freyjugötu 11. Vélbáturinn Birkir frá Eskifirði hefir í síðustu viku flutt um 2200 pakka af verkuðum fiski frá Hornafirði til Páskrúðsfjarðar, í veg fyrir fisktökuskipið Eddu. Alls var verkað í Homafirði síðastliðið sumar um 11 hundruð skippund, mestur hluti þess hjá Kaupfélagi Austur-Skaftfell- inga. — FÚ. Fiskifélagsdeild var stofnuð fyrir nokkru siðan í Keflavík. Félagsmenn eru nú 101, og sendir deildin nú 4 fulltrúa á fjórð- ungsþing Fiskifélagsins, sem háð er i Reykjavík þessa daga. — FÚ. Kirkjusmíði á Hólmavík. Á safnaðarfundi í Staðarsókn við Steingrímsfjörð, höndnum í Hólmavik í gær, var samþykkt að gera grafreit hjá Hólmavík og hefja undirbúning að kirkjusmíði þar. Kosin var 7 marma nefnd til þess að hrinda málinu í framkvæmd. — FÚ. Námsskeiði fyrir væntanlega matsveina á bát- um, er Gagnfræðaskólinn í Vest- mannaeyjum gekkst fyrir, lauk á sunnudaginn. Hafði það staðið í sex vikur. Nemendur voru 10. Sigurbjörn Ásbjörnsson úr Reykjavík kenndi mat- reiðslu, Þorsteinn Víglundsson skóla- stjóri íslenzku, reikning og bókfærslu og Friðrik Jessen leikfimiskennari kenndl sund. Útgerðarmenn hafa ekki undanfarið getað fengið lærða mat- sveina i báta sína og þykir þetta góð byrjun til þess að bæta úr því. — FÚ. í Austur-Skaftafellssýslu hefir tíð verið mjög óstöðug síðan í byrjun þessa mánaðar og víðast er bú- ið að taka fénað í hús. — FÚ. Ekkert viðbit Brynjólfur Þorláksson stilllr og gerir við píanó. Hringið I síma 4633, helzt kl. 8í/2—10 f. m. aðeins Loftur. jafnast á við þverhandarþykkar síður af Hólsfj allahangikjöti. Tíl tækifærisgjaia: Schramberger heímsfræga Keramik, Handsk. kristall. — Fyrsta fl. postulín Hvergi meira úrval. Hvergi lægra verð K. Eínarsson & Björnsson, Bankastræti 11. Gróður eftir frú Elínborgu Lárusdóttur. Jakob J. Smári segir i ritdómi um þess^ bók: „Hér er brugðið upp ýmsum myndum úr lífinu með þeirri list, sem er örugg og markviss, þótt hún láti lítið yfir sér.“ Gróður er ágæt jólagjöf. K AU P i Ð ÖRLAGAFJÖTRAR 105 hvað af umbótum þeim, er hann hafði í hyggju, skyldi gerast strax á næsta ári. En norður í Dawson voru Blanche og Kit. Og þeirra hamingja var svo mikil að skiptin komu henni ekki í huga. — Hann er óviðj afnanlegur, skrifaði hún í bréfi til Rose. — Ég er alveg hætt að hugsa um að fara með hann til Englands. Honum er það mjög viðkvæmt, að menn veiti blindu hans athygli. Nú orðið þekkir hann hvern krók og kima í húsinu, og getur fundið hvað sem er, nær sem vera skai. Ég fæ mig ekki til þess að taka hann frá þessu öllu og setja hann niður í ókunn- ugt hús meðal ókunnugra hluta. Gyp er yndislega góður, og hann er svo greindur, að ég hefði alls ekki trúað þvi að „skynlaus skepnan" ætti þvílíka greind til. Og ég er afbrýðissöm, því hann tekur frá mér sumt það sem ég hefi fullan rétt til að gera, svo sem að færa Kit inniskóna sína, og fleira þessháttar. — Nú er ég byrjuð að læra ensku. Þú getur ekki hugsað hér hvað ég skammast mín mikið, að verða að afmynda móðurmálið mitt, til þess að láta það líta líklega út, að ég sé að læra það. Kit hælir mér mikið fyrir hvað ég sé næm. Ég er nefnilega búin að læra að tala sæmi- lega ensku á nokkrum mánuðum. Ég óttaðist, að þeg- ar ég færi að tala ensku, þá myndi það minna hann á Blanche, en ég hef ekki orðið þess vör, að svo væri. Allt mitt líf er byggt á falsi, en ég elska hann svo mik- ið, að ég vona, að guð fyrrigefi mér það, — en annars hefi ég engan tíma til að iðrast þess, né löngun I þá átt. — Og nokkrum vikum síðar skrifar hún aftur: — Tíminn líður, og ég verð þess aldrei vör að hann sé of lengi að líða. Nú er ég farin að tala ensku fullum fetum, og þess verður ekki vart að hann hafi nokkurs orðið áskynja. En hann er alltaf jafn innilega hugsunarsamur og elskulegur. Hér um daginn gaf hann mér indíánabát úr birki, sem hann hafði sjálfur telgt. Og ég hafði meira að segja ekki hugmynd um að hann hafði bát- inn í smíðum. Hann kom með bátinn á öxlinni neðan úr skálanum, þar sem hann hefir verið að vinna. Við komumst bæði í bátinn, og þegar heitt er, þá skrepp- um við niður á ána, og skemmtum okkur þar í litla eintrjáningnum. Hann vill fara að smíða báta til að selja. Og þó ég segi honum, að við þurfum þess ekki með, þá svíður honum það svo mikið, að vera að öllu leyti upp á mig kominn. En ég er góð með að segja honum frá því að Blanche Cavandish ætlí að afhenda honum hluta af fyrri eignum hans. — Eftir þetta var löng þögn frá Blanche. Svo kom langþráð bréf til Rose: Kæra Rose! Ég er áhyggjufull og óákveðin. Ég las í blaðinu i gær að sir James Gray væri nýkominn til Dawson. Hann er líklega á skemmtiferðalagi á lystisnekkju, sem amerískur milljónamæringur á, og sem kom hingað í fyrradag. Hann heimsótti okkur á Bluehayes eins og þú hlýtur að muna, fyrri fjórum árum siðan. Ég gat ekki séð nafn hans, án þess að detta Kit i hug. Hver veit nema að hann kunni að geta gert eitthvað til þess að útvega Kit sjónina á ný. En það er margs að gæta. Ef að kraftaverkið gætl skeð, og Kit fengi sjónina aftur, — hvar mundi það lenda. Kannske missti hann við það hana sem hann elskar. Ég reyni að horfa aðeins á þetta frá hans sjónarmiði, — og innan tveggja daga verð ég að taka ákvörðun. Fyrir utan hættuna, sem kynni að vera samfara uppskurði, — er það, að þegar hann opnar augun — þá sjái hann --------Ég get ekki hugsað þessa hugsun til enda. En ef svo færi að ég missti Kit, þá hefir líf mitt tapað öllu sínu gildi. Ég bið þig þess að leiðbeina mér ekki i þessu efni. Ég verð að taka mína ákvörðun ein. Rose starði á bréfið, er hún hafði lesið það upp fyr- ir bræðrum sínum. — Hún ætti að segja honum það fyrirfram, mælti Luke. — Nei, nei. Ef til vill verður uppskurðurinn gagns- laus, og þá hefir hann verið rændur draumum sínum og veruleika til einkis. Veslings Blanche, mælti Cyril. — Já, en ef hann elskar hana, mælti Rose. — Hann elskar Marie? — Já, en hún er Marie. — Og einnig Blanche, — sem svifti hann sjóninni. Þau vissu hvorki upp né niður, og þeim kom hreint ekki saman um hvað væri bezt fyrir hana, eða hann, — eða þau bæði sameiginlega. XXIX. KAFLI. Sögulok. Blanche sat á svölunum á húsi þeirra 1 sumarhit- anum og horfði yfir til Dawson. Neðan úr garðinum komu köll og gelt, og svo birtust þeir Kit og Gyp á harða hlaupum heim að húsinu — eftir gangstígnum.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.