Nýja dagblaðið - 04.01.1938, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 04.01.1938, Blaðsíða 1
Gleðilegt nýjár! rvrj/\ S»ökk fyrir gamlu árið. | IVt/jíf Dagblaðið. ID/^GflBIL^IÐIHÐ 6. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 4. janúar 1938. 1. blað strætísvagnanna Bíireiðastjórar hafa gert verkiall vegna vangreíðslna félagsins Ný stjórn í Dagsbrún Héðinn verður ANN ÁLL 4. dagur ársins. Sólarupprás kl. 10,22. Sólarlag kl. 2,44. — Ardegisháflæður í Reykjavík kl. 6,50. Ljósatími bifreiða er frá kl. 3 síðdegis til kl. 10 að morgni. Næturlæknir er í nótt Jón Nikulásson, Freyjugötu 42, sími 3003. — Næturvörður er þessa viku í Ingólfsapóteki og Laugavegs- apóteki. Innbrot. Á sunnudagskvöldið var brotist inn í búð Þórðar Péturssonar í Bankastræti. Var tekin úr rúða í glugga á bakhlið hússins og farið inn í geymsluherbergi bak við búðina og stolið þaðan nokkr- um pörum af skóm, en óvíst hve miklu. Lögreglan hefir málið til rannsóknar. Trúlofun. Á gamlársdag opinberuðu trúlofun sína ungfrú Kristrún V. Jónsdóttir, Ljósvallagötu 14 og Ásbjörn Jónsson frá Deildará, Suðurgötu 18, Reykja- vík. Jes Zimsen konsúll andaðist í gær. Banameinið var lungnabólga. Fundur í Vestmannaeyjum. Jónas Jónsson, formaður Framsókn- arflokksins, og Eysteinn Jónsson fjár- málaráðherra fóru í gærkvöldi til Vest- mannaeyja. Munu þeir halda þar stjórnmálafund i kvöld. Dagskrá útvarpsins: Kl. 8,30 Dönskukennsla. 10,00 Veður- fregnir. 12,00 Hádegisútvarp. 15,00 Veð- urfregnir. 18,45 Þýzkukennsla. 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Þingfréttir. 19,40 Auglýsingar. 19,50 Fréttir. 20,15 Erindi: „Þekktu sjálfan sig“, IV (Jóhann Sæ- mundsson læknir). 20,40 Hljómplötur: Létt lög. 20,45 Húsmæðratími: Skamm- degiskvöld í fámenni, II (ungfrú Sigur- borg Kristjánsdóttir). 21,05 Kantötu- kór Akureyrar syngur (frá Akureyri). Söngstjóri: Björgvin Guðmundsson. 21,50 Hljómplötur: Kvartett í F-dúr, eftir Dvorák. 22,15 Dagskrárlok. Kappglíma í Vestmannaeyjum. Hin árlega skjaldarglíma Knatt- spyrnufélagsins Týs í Vestmannaeyj- um fór fram á annan dag jóla. Fyrstu verðlaun hlaut Óskar Einarsson, önn- ur verðlaun Sigurður Guðjónsson og þriðju verðlaun Bernódus Þorkels- son. Meðal farþega til útlanda með Gullfossi I gærkvöldi voru Hermann Jónasson forsætisráð- herra, Sigurður Jónasson forstjóri og Guðmundur Hlíðdal póst- og síma- málastjóri. Fer forsætisráðherra utan með lög seinasta Alþingis til undir- skriftar, Sigurður í erindum Tóbaks- einkasölunnar og Hlíðdal á alþjóðlega símamálaráðstefnu, sem haldin verður í Cairo. Kennsla hefst að nýju í íþróttaskólanum í dag. Bæjarbrut&i íbúðarhúsið á Ásvelli í Fljótshlíð brann til kaldra kola á sunnudags- kvöld. Eldurinn kviknaði út frá olíu- gasvél, sem verið var að kveikja á. Bóndinn á Ásvelli, Þorvaldur Kjart- ansson, brenndist mikið á andliti og höndum við tilraunir, sem hann gerði til þess að slökkva eldinn. Var hann fluttur í sjúkrahúsiö á Stórólfshvoli og líður honum ekki mjög illa. Nokkru af innanstokksmunum var bjargað. Húsið var vátryggt hjá Bruna- bótafélagi íslands, en lnnanstokks- munir óvátryggð'ir. FÚ. Boðskapur Roosevelts ,,Á vegi lýðræðís- ins mun heimurínn ganga inn í ríki friðarins“ LONDON: Roosevelt forseti flutti hinn árlega boðskap sinn til þingsins þegar þing kom saman i gær, og var ræðu hans endurvarpað um allar brezkar stöðvar kl. 6,30 eftir Lundúnatíma. Forsetinn vék fyrst að ófriðarástandi því sem ríkti í heiminum ,og sagði meðal annars að vegna gætni stjórn- arinnar og sjálfstjórnar þjóðarinnar hefði tekizt að halda þjóðinni utan við stríð, enda þótt þau skilyrði hefðu verið fyrir hendi, sem óhjákvæmilega hefðu leitt til styrjaldar samkvæmt hugsunum og venjum fyrri tíma. Þó taldi hann að of langt mœtti ganga i því að halda sér utan við þau mál sem snertu aðrar þjóðir og ef Bandaríkin œttu að geta haldið áfram að vera öndvegisþjóð, þá þyrftu þau að hafa nœgilegt liervald til þess að tillit vœri tekið til réttar þeirra á al- þjóðlegum vettvangi. Á yfirborðinu væri stefnan í dag í burtu frá lýðræði til einveldis, sagði forsetinn, en Bandaríkin ætluðu sér hér eftir sem hingað til að fylgja lýðræðisstefnunni. Hann taldi það hafa sýnt sig, að friðinum væri mest hætta búin af þeim þjóðum, sem annað hvort hefðu kastað frá sér lýðræðinu eða aldrei eflt það hjá sér. Hann kvaðst hafa notað orðin „á yfirborðinu" vegna þess að hann tryði því ekki að þær þjóðir, sem byggju við einræði lytu því nema að nokkru leyti í hjarta sínu, en myndu fyr eða síðar slíta af sér höftin. „Vér trúum því“, sagði for- setinn, „að á vegi lýðræðisins muni heimurinn í framtíðinni ganga inn í hið fyrirheitna ríki friðarins." FÚ. 1000 krónum stolið Innbrot var framið milli kl. 6—8 síðdegis í gær í íbúðarhús Runólfs Eiríkissonar rakara á Njálsgötu 54. Var enginn heima og hafði þjófurinn komizt inn í kjallarann og þaðan upp á loft. Hafði hann tekið peningaskassa úr ólæstum stofuskáp og auk þess sparisjóðsbækur með tals- verðri upphæð. í kassanum voru um 1000 kr. í peningum. Lögreglan mun enn ekki hafa orðið neins vísari um þjófinn. Bátstrand Árla á sunnudagsmorgun strandaði vélbáturinn Þorsteinn úr Reykjavík framundan Búðum á Snæfellsnesi innan við Kálfárvallasker. Var bát- urinn á leið vestur að Arnarstapa að sækja vikur. Var mjög dimmt er strandið vildi til, en veður ekki vont. Skipverjar gengu í land þegar fjara tók út og hlaut enginn meiðsli. Bát- urinn er óbrotinn og ekki í mikilli Stöðvun F ertugfur PÁLMl HANNESSON Pálmi Hannesson rektor átti fertugs- afmæli í ,gær. Hann var fæddur 3. jan. 1898 að Skíðastöðum í Skagafjarðarsýslu. Varð stúdent 1918 og lauk meistaraprófi í náttúrufræði við Kaupmannahafn- arháskóla 1926. Á námsárum sínum varð hann formaður bæði í dönskum og íslenzkum stúdentafélögum. Haust- ið 1926 var hann settur kennari við gagnfræðaskólann á Akureyri og haustið 1929 skipaður rektor Mennta- skólans í Reykjavík. Um nokkur und- anfarin ár hefir hann átt sæti í út- varpsráði og Menntaskólaráði. Auk sinna föstu starfa hefir hann unnið mikið að ýmiskonar náttúrufræðileg- um rannsóknum. Af stjórnmálaum hefir Pálmi haft lítil afskipti þangað til á síðastliðnu ári að liann var í kjöri fyrir Fram- sóknarflokkinn í Skagafirði og hlaut kosningu sem fyrsti þingmaður kjör- dæmisins. Þegar Pálmi Hannesson, liðlega þrí- tugur, var skipaður rektor Mennta- skólans, vakti það mikla andstöðu. En nú munu flestir á eitt sáttir um, að sú stjórnarráðstöfun hafi verið vitur- leg. Svipaðan dóm hefir hann hlotið fyrir önnur störf, sem hann hefir tekið sér fyrir hendur. Landhelgisbrot Varðskipið Þór tók á gamlaárskvöld einn Kveldúlfstogaranna, Gulltopp, að landhelgisveiðum í ísafjaröardjúpi. Hélt Þór með togarann til ísafjarðar og játaði skipstjórinn, Halldór Gísla- son, þegar sekt sína. Var togarinn á nýársdag dæmdur í 20200 króna sekt og afli og veiðarfæri gerð upptælc. Afli togarans var um 200 körfur fiskjar. Skipstjóri hefir áfrýjað dómnum til hæstaréttar. Gulltoppur fór á veiðar að nýju strax og dómur var fallinn. hættu, þar eð hann liggur á sandin- um í hléi við skerið. Er talið líklegt, að hann náist út, þegar stækka tekur straum. Skipverjarnir fimm dveljast enn vestra. Á nýársdag hófst verkfall bif- reiðastjóra hjá Strætisvögnum Reykjavíkur h.f. og stendur það enn yfir. Fyrir tilstuðlan skipu- lagsnefndar fólksflutninga með bifreiða er þó ferðum strætis- vagna haldið upp á þeim leiðum um, sem sérleyfisbundnar voru, suður í Skerjafjörð, út á Sel- tjarnarnes, inn í Sogamýri og að Kleppi. Lánar Steindór Ein- arsson vagna til þessara ferða, en þeim er ekið af sömu bif- reiðastjórum og áður óku bif- reiðum Strætisvagnafélagsins á þessum leiðum. Samningar stóðu yfir í gær og í fyrradag milli aðila, stjórnar Strætisvagnafélagsins annars- vegar og bifreiðastj órafélagsins Hreyfils hinsvegar. Enginn árangur mun þó hafa orðið af þeim samningaumleit- unum. Þetta verkfall mun eiga all- langa forsögu. Um skeið hefir starfsfólk félagsins átt við að búa vanefndir um greiðslu kaups síns og kom þar að bif- reiðastjórafélagið Hreyfill skarst í málið fyrir hönd bifreiðastjór- anna að beiðni þeirra. Skipti þá skuldin við þá mörgum þúsund- um króna. Var þá ákveðið að setja félaginu þá kosti, að það skyldi greiða bifreiðastjórum sínum þúsund krónur á hverjum föstudegi upp í skuldina og höfðu tvær greiðslur farið fram fyrir áramótin. Auk þess skyldi félagið greiða kaupið vikulega, þremur bílstjórum á dag fimm daga vikunnar, en sjö á mánu- dögum. Síðar fékk félagið, að sögn, einhverja tilhliðrun hjá formanni Hreyfils um að þurfa ekki að borga þúsund krónurn- ar fyr en á mánudögum. En sú greiðsla, sem fara skyldi fram í gær mun ekki hafa verið innt af höndum. Á gamlaársdag fór ekki fram greiðsla á kaupi þeirra þriggja bifreiðastjóra, sem þá áttu að fá útborgað. Leiddi það með tilliti til fyrri dráttar á kaupgreiðslu til vinnustöðvunar. Jafnframt kref j ast bifreiðastj órarnir, að undirritaðir verði nýir samning- ar, því að hinir gömlu giltu ekki nema til áramóta og ennfremur telja þeir ásigkomulag sumra strætisvagnanna óviðunandi, enda tók bifreiðaeftirlitsmaður ríkisins nokkra þeirra úr notkun (Framhald á 4. síðu.) formaður Trúnaðarmannaráð Dagsbrún- ar mun hafa lokið tillögum sín- um um skipun manna í stjórn félagsins á næsta ári og mun kosning því hefjast næstu daga. Eftir því, sem blaðið hefir frétt, munu tillögurnar vera á þessa leið: Héðinn Valdimarsson formað- ur. Guðjón B. Baldvinsson vara- formaður. Þorsteinn Pétursson fjármála- ritari. Kristínius Arndal ritari. Sigurbjörn Björnsson gjald- keri. í fráfarandi stjórn voru tveir þeirra siðastnefndu og Guðm. Ó. Guðmundsson formaður, Sig- urður Guðmundsson fjármála- ritari og Þorlákur Ottesen vara- formaður. Eins og þessi listi ber með sér er hér um fullkomna samfylk- ingu að ræða milli kommúnista og vinstra arms socialista og hægfara j afnaðarmönnum eins og Sigurði og Þorláki er því sparkað úr stjórninni og menn eins og Þorsteinn Pétursson og Framh. á 4. siðu. Nýja neðamnálssagan Berta Ruck er einn vin- sælasti skáldsagnarithöf- undur Englendinga. Bækur hennar hafa verið prent- aðar í stærri upplögum, en flestra annara höfunda, sem skrifa léttar skáld- sögur. Upphaflega var Berta Ruck málari, en brátt snerist hugur hennar að smásagnagerð. Síðar fór hún að skrifa skáldsögur og náði þegar feikna vin- sældum. í sögum hennar er minna um morð og glæpi en hjá flestum öðrum hlið- stæðum rithöfundum. Festarmey forstjórans, hin nýja neðanmálssaga Nýja dagblaðsins, sem heitir á frummálinu: „His official fiancée" er talin hennar bezta saga.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.