Nýja dagblaðið - 04.01.1938, Blaðsíða 2
2
NÝJA DAGBLAÐIÐ
•Jarðarför móður minnar
Susle Brlem £. Tayior
er andaðíst 29» fi. m., fier firam fiöstudag-
inn 7. p. m., firá Krists konungs kirkju í
Landakoti kl. 10 fi. h.
Sigurður H. Briem.
Hefii filutt lækninga-
stofiu ntína á Skóla-
vörðustíg 21 A.
Viðíalstími kl. 2—3,30.
Sími 2907.
Ofeígur J. Ofeigsson
læknir.
Rafsuða
Nokkrar leiðbeiningar um notkun rafimagns-
eldavéla, svo og uppiýsíngar um verð á rafi-
magni til almennrar heimiiisnotkunar, fiást ó-
keypis á skrifistofiu Rafimagnsveitunnar.
Rafmagnsveíta Reykjavíkur.
VIRGtNIÁ
20 sik
Pákkínn
í^ostcir
Fást i óllum verzlurtum.
[Isa Stitúss
Nýjustu plöturs |
Deu gauilc Sang orn En- |
hrer. Paryel og paa Gen- «
ayn. Spil en Harmonika- |
tango. Tag en lille Rejse. |
En Gang. Yi er Yeuner. |
Seztu hérna hjá mér. Bí bí |
og blaka. Ein sit ég úti á |
steini. Rósin. Hyar eru |
fugíar. Heiðbláa fjólan a
mín fríða, með orkester- |
undirloik og fiygel; við |
hljóðfærið Axel Arníjörð, |
Einnig Greta Iíeller plötur |
og fleiri vinsælar nýjungar. |
Hljóðfærahúsið.
K A U P I Ð
Garnir
Kaupum saltaðar, vel verkaðar garnir og
ianga úr kindum, kálfum, nautum og
svínum.
Gamastöðán, Reykjavík,
Sími 4241.
ÚTBREIÐIÐ NÝJA DAGBLAÐIÐ.
Sýning Menntamálaráðs
(Framhald.)
Jón Þorleifsson kemur næstur
Kjarval á miðjum norðurvegg.
Eftir hann eru nokkrar góðar
landlagsmyndir, skemmtileg
glíma við fegurð Þingvalla og
Hornafjarðarós. Er sú mynd sér-
staklega þróttmikil og sönn.
Blöndal er næstur í röðinni með
sinn franska stíl. Yfir myndum
haps er suði-æn birta og léttleiki,
og er blær hans frumlegur og
sérkennilegur svo að myndir
hans eru auðþekktar við fyrstu
sýn frá verkum annara lista-
manna. Myndin af Sigvalda
Kaldalóns er að öllu hin prýði-
legasta, og ein hin bezta and-
litsmynd, sem íslendingur hefir
hefir málað af íslendingi. Tón-
skáldið minnir á réttan og eðli-
legan hátt á ítalskan kardinála,
bæöi vegna andlegra og líkam-
legra eiginleika. Enn á Gunn-
laugur eina mynd af Ijóshærðri
Normandi-stúlku, sem jafnan
hefir vakið mikla eftirtekt. Var
sú mynd eitt sinn í þinghúsinu
og síðar í kennarastofu háskól-
ans. Risu þar út af henni meiri
háttar deilur milli guðfræðinga
og lækna. Geta þeir sem koma á
sýninguna dæmt um hver hafi
beztan málstað.
Þá er komin hringferö í saln-
um. En á milliveggjum, sem sett-
ir eru til bráðabirgða eru mörg
ágæt verk eftir hina yngri mál-
ara. Kristín Jónsdóttir á þar
stóra mynd af þvottakonum við
Laugarnar. Eftir Brynjólf Þórð-
arson eru fáeinar myndir, en
gefa ekki rétta hugmynd um
list hans, því að hann er að
sumu leyti í röð fremstu að mála
andlitsmyndir, og, er vonandi að
á næstu sýningu sjáist þess
merki. Gunnlaugur Scheving
gerði meðan hann var ungur
stóra og að mjög mörgu leyti
álitlega mynd af tveim sj ómönn-
um í róðrarbát. Vakti meðferð
hans við að mála hafiö strax
eftirtekt, en andlit og útlit sjó-
mannanna eru ekki í samræmi
við myndarskap og greind ís-
lenzkra sjómanna. Eftir Pinn
Jónsson er stór nýfengin mynd
úr þeim ómgarði sem honum
lætur bezt að yrkja, en það er
hafið, með austfirzkum bátum.
Hafið á myndum Jóns Stefáns-
sonar er úr Sundum Danmerkur,
milt, létt og brosandi, en haf
Pinns er hinn gretti, síkviki og
úfni íslenzki sær. Og sjómaður-
inn, sem Finnur sýnir koma er
nokkurskonar Stjáni blái, lík-
Iegur til að sigla beggja
skauta byr, beint inn í himininn.
Jón Engilberts og Þorvaldur
Skúlason eru báðir búsettir er-
lendis. Þeir þykja báðir efnilegir
menn og hafa fylgt ráði Goethes
að fylla hug og hjarta með hug-
sjónum samtíðar sinnar og láta
verkin síðan fylgja. En þau sýn-
ishorn sem til eru af list þeirra
eru ekki nægileg til að af þeim
verði spáð um framtíð þeirra.
Sveinn Þórarinsson hefir gert
handa safninu tröllaukna mynd
af Herðubreið, með þungum og
sterkum þýzkum blæ. Hann á
aðra mynd minni, vorleysing í
Ásbyrgi. Eftir Eggert Laxdal
eru nokkrar myndir, sumar frá
Frakklandi, en aörar frá Þing-
völlum og Mývatni. Stærsta og
yngsta myndin er af Bláfelli og
Mývatnsvogum. Munu verða um
hana skiptar skoðanir meðal
áhorfenda. Eggert Laxdal hefir
sinn einkennilega stíl, suðrænan
að vísu, án þess að minna á
Gunnlaug Blöndal. Ólafur Tú-
bals bóndi í Fljótshlíð tók sér
ungur til fyrirmyndar þann sem
vel mátti læra af, en það var
Ásgrímur. Heldur hann áfram
stefnu meistarans, en fer þó sín-
ar eigin leiðir um margt sem
skiptir máli í meðferðinni.
Túbals sýnir á þessari mynd
hinn fagra garð móður sinnar,
og nokkuð af fegurð ættbyggð-
arinnar.
Landið á engar höggmyndir
til að sýna nema tvær brjóst-
myndir eftir Ríkarð Jónsson af
skáldunum Stephani G. Step-
hanssyni og Einari Kvaran og
nokkrar lágmyndir af fáeinum
öðrum þekktum mönnum eftir
sama listamann. Myndu menn
vilja eiga margar fleiri af and-
litsmyndum Ríkarðar. Þær eru
nú yfir 300 og dreifðar um land
allt. — Sýning þessi mun verða
til að vekja eftirtekt manna á
því hve mikil nauðsyn er á því
að listamenn landsins, bæði
myndhöggvarar og málarar snúi
sér að því að gera myndir af
samtíðarmönnum sínum. Hefir
Ríkarður riðið þar á vaðið og
bjargað frá gleymsku miklu
meira af svipmóti landa sinna,
heldur en nokkur annar íslend-
ing fyr eða síðar.
Andspænis hinni miklu Herðu-
breiðarmynd er mikið danskt
málverk, ný gjöf til landsins frá
auömanni í Árósum. Sést þar
þokkasælt,danskt landslag,slétt-
ur, ósar, sund og gulnaðir stakk-
ar á akrinum. Myndin er eðlileg,
vel byggð og vel máluð. En vel
myndi íslenzkum málurum hafa
þótt gert til þeirra, ef 20 þús.
kr. hefðu verið greiddar fyrir
eina mynd af bleikum ökrum.
Næstu daga munu koma á
sýninguna allmargar nýjar
myndir úr þinghúsinu, ráðherra-
bústaðnum, skólum og öðrum
opinberum byggingum. Þar mun
koma Skógarhöll Kjarvals, Sól-
setur í Reykj avík eftir Ásgrím og
hinir frægu lómar eftir Jón
Stefánsson og vetrarmynd eftir
Kristján Magnússon, Gullfoss
eftir Kristínu Jónsdóttur, gulli
roðin sólsetursmynd eftir Finn
Jónsson. Síðustu daga sýning-
arinnar verður hægt að sjá í
sýningarskálanum sanna en
ekki tæmandi mynd af íslenzkri
málaralist frá síðustu 40 árum.
Allir munu verða að viðurkenna
að það sé gleðilegur vottur um
vöxt og eflingu íslenzkrar menn-
ingar að svo miklu skuli hafa
verið áorkað í þessari grein, þar
sem byrjað var á berum grunni
og erfiðleikarnir meiri en nokk-
ursstaðar verður með orðum lýst.
í gær barst mér sem formanni
menntamálaráös tilkynning um
nýja og óvænta gjöf til handa
málverkasafni landsins. En það
var málverk af stofnanda safns-
ins, Birni Björnssyni sýslumanni
Dalamanna, gefin af börnum
hans. Fer vel á því að hið fá-
tæka safn, sem enn á ekki þak
yfir höfuð sitt, eigi þó frá byrjun
mynd þess manns, sem ruddi
veginn og byrjaði að safna mál-
verkum handa íslandi, áður en
nokkur málari var til í landinu.
Mun þessi hin nýja gjöf vænt-
anlega skipa hertogasess í ís-
lenzku listasafni, þegar sú bygg-
ing verður reist.
J. J.