Nýja dagblaðið - 04.01.1938, Síða 3

Nýja dagblaðið - 04.01.1938, Síða 3
NÝJA DAGBLAÐIÐ 3 \ÝJA ©AWSSI.A0I1I Útgefandi: Blaðaútgáfan h.f. Ritstjóri: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. Ritst j órnarskrif stof urnar: Lindargötu 1,1. Símar 4373 og 2353 Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Ilafnarstræti Í6. Sími 2323. kskriftargjald kr. 2.00 á mánuði. í lausasölu 10 aura eintakið. Prentsmiðjan Edda h.f. Sími 3948. Vsnslrí samvínna í áramótahugleiðingu sinni segir Alþýðublaðið að þáð velti allt á Framsóknarflokknum, hvort samvinna helzt milli hans og Alþýðuflokksins. Hér, eins og endranær, er hlut- unum snúið öfugt í því blaði. Framsóknarflokkurinn hefir verið og er reiðubúinn til sam- vinnu við Alþýðuflokkinn á þeim grundvelli, sem starfað hefir verið á undanfarin ár og með svipuðu móti og samstarfi sósíalista og frjálslyndra mið- flokka annarsstaðar á Noröur- löndum hefir verið háttað. Það var Alþýðuflokkurinn, sem á fyrra þinginu á síðastl. ári sveik þessa reglu og gerði þjóðnýt- ingarkröfur, er sósíalistum ann- arsstaðar á Norðurlöndum kem- ur ekki til hugar að heimta af sínum samstarfsflokkum. Vegna þessarar óskammfeilni og frekju Alþýðuflokksins var samvinnu flokkanna því slitið í bili. Á haustþinginu var Framsóknar- flokkurinn strax reiðubúinn til samstarfs við Alþýðuflokkinn, sem yrði með svipuðum hætti og áður. En Alþýðuflokkurinn var ófáanlegur fyr en eftir nær sex vikur af þingtímanum til að taka ákvarðanir um þetta, vegna þess að mikil átök voru um það í flokknum, hvort hann ætti að hverfa frá fortíð sinni og stefnu alþýðuflokkanna á Norðurlöndum, taka upp marx- istiskari starfsskrá og skrifa hólgreinar um rússneska blóð- veldið í blöð sín. Þessi stefna laut í lægra haldi í Alþýðu- flokknum að sinni og þess vegna var gerður málefnasamningur við Framsóknarflokkinn fram til næsta þings. Um framtíðina er því allt í ó- vissu. En það er ekki vegna þess að Framsóknarflokkurinn hafi að nokkru leyti breytt við- horfi sínu til Álþýðuflokksins eða vinstri samvinnu, ef Al- þýðuflokkurinn heldur áfram að starfa á sama grundvelli og áður. En því miður virðist allt benda til þess, að þau öfl, sem gera langtum róttækari kröfur til vinstri samvinnu en sósía- listar annarsstaðar á Norður- löndum, séu alltaf að vinna meiri og meiri ítök í Alþýðu- flokknum. Það sýna hin sam- eiginlegu framboð með kom- múnistum í kaupstöðunum og þó fyrst og fremst hin svæsnu árásarskrif Alþýðublaðsins á ýmsa mætustu foringja Fram- sóknarflokksins. Þau skrif eru eingöngu til þess gexð að spilla Stærsta mál (Pramhald.) IX. Sakir þær, sem Alþfl.menn báru á Þormóð Eyjólfsson, voru raunar ekki nema tvær. Fyrst að í bráðabirgðaákvæði í frv. því, sem hann gerði um síldarbræðsl- urnar, var talað um, að enn væru eftir tvær afborganir af verksmiðju dr. Pauls, en Finnur sagði, að ekki væri nema ein af- borgun eftir. Hélt Finnur marg- ar ræður um þetta og vildi láta hrekja frv. milli deilda með því málþófi, sem hann og kommún- istar gátu veitt, og það allra síð- ustu nótt þingsins, til að lag- færa þessa villu, sem hann taldi mjög hættulega. Hin sökin var, að dómi Finns, sú, að Þormóður hefði, meðan hann var í stjórn verksmiðjanna, vanrækt að láta Sjóvátryggingarfélag íslands greiða 10% afslátt af trygging- argjöldum, með því að gera fast- an samning við félagið, um allar byggingar. Hnigu dylgjur Finns, bæði í blöðum og á þingi, að því að Þormóður myndi hafa hagn- azt á þessu hjá Sjóvátryggingar- félaginu. Um fyrri sökina er það að segja, að hún var beinlínis vís- vitandi uppspuni. Finnur vissi í þinginu, að hann sagði ósatt um afborganirnar, og fölnaði upp, er hið sanna kom fram. Hann hafði, undanfarna daga, grát- beðið Landsbankann dag eftir dag, að greiða erlendis næstsíð- ustu afborgunina. En það var ekki gert, og hann hafði ekki einu sinni lagt fram íslenzku peningana upp í skuldina. Var samvinnu stjórnarflokkanna. Þau eru runnin undan rótum þeirra manna í Alþýðuflokkn- um, sem hugsa sér að nota hið uppspunna innihald þessara skrifa, sem tylliástæðu til þess að slíta samvinnu við Fram- sóknarflokkinn, þegar þeir eru orðnir hæstráðendur í Alþýðu- flokknum. Það má fullyrða að megin- hlutinn af kjósendum Alþýðu- flokksins óskar eftir samvinnu við Framsóknarflokkinn. En þessir Alþýðuflokksmenn verða að gera sér ljóst, að þessi sam- vinna getur ekki haldizt, nema unnið sé á sama grundvelli hér og annarsstaðar á Norðurlönd- um, þar sem bændur og verka- menn hafa stjórnarsamvinnu. Enda þótt Framsóknarflokkur- inn telji samvinnu bænda og verkamanna eðlilegasta, mun hann aldrei kaupa hana svo dýru verði að svíkja stefnu sína og stofna til þeirrar óáranar í þjóðfélaginu, er leiða myndi af fullnægingu þeirra krafa, sem gerðar eru af vinstra armi sósialista. Samvinna til vinstri getur ekki orðið með. öðrum hætti hér en annarsstaðar á Norðurlöndum. Það verða sósía- listar að gera sér Ijóst, ef þeim er nokkur einlægni í því að óska eftir vinstri samvinnu. Alþingís það einn af fyrstu ósigrum Finns í þessu máli, er hann var á Al- þingi staðinn að vísvitandi ó- sannindum, í því skyni að ó- frægja fjarstaddan mann, og reyna með ósannindum að hafa áhrif á úrslit þýðingarmikils þingmáls. Ekki gekk betur með höfuð- sökina, því að það hefir sannazt, að Þormóður vildi gera þennan samning við Sjóvátryggingarfé- lagið, en fékk því ekki fram komið fyrir andstæðingum í stjórn verksmiðjanna, og fyrir framkvæmdastjórum hennar, sem ekki vildu gera bindandi samninga við Sjóvátryggingar- félagið, heldur tryggja hjá er- lendum félögum. Enda fóru þeir Finnur og Gísli Halldórsson þá leið, er þeir höfðu ráöin og tryggðu hjá útlendingum, en ekki hjá Sjóvátryggingarfélag- inu. Óskammfeilni Finns í þessu máii kom fram í því, að til að reyna að ná til Þormóðs, varð hann að tortryggja stjórn og skrifstofufólk Sjóvátryggingar- félagsins, því að til þess að nokk- ur sviksemi gæti átt sér stað í þessu efni, heföi forstjórinn og skrifstofufólk hans orðið að vera meðsekt. Þetta sá forstjór- inn og gekk snögglega fram gegn dylgjum Finns í þessu efni. Fór þá svo, að Finnur sá sitt óvænna og auglýsti í útvarpinu, að hann hefði aldrei dróttað óheiðarleik að Þormóði. En til hvers voru þá allar greinar hans um Þormöð, og árásarræður í þinginu, sem snerust um það eitt, að tor- tryggja þennan framangreinda mann, og af þessum tveim fram- angreindu ástæðum, og að vilja með því sanna að hann væri ó- hæfur til að vera í stjórn verk- smiðjanna? X. Af því, sem að framan er sagt, leggur ljóst fyrir öllum almenn- ingi, að hin órólega deild Alþfl. hafði tvennan tilgang með bylt- ingarbrölti sínu viðvíkjandi verksmiðjunum. í fyrsta lagi að gera þær að flokksvirki til fram- dráttar Alþfl. í öðru lagi að eyði- leggja álit og mannorð Þormóðs Eyjólfssonar, í því skyni að brjóta á þann hátt niður flokks- starfsemi Framsóknarmanna á Siglufirði. Hin ótrúlega lævísi Alþýðufl. gagnvart Bernharði Stefánssyni og Einari á Eyrar- landi, var miðuö við fyrra atrið- ið. Ef socialistum hefði tekizt að fella Bernharð og Einar í vor sem leið, gerðu þeir ráð fyrir að Framsóknarmenn yrðu svo lam- aðir í Eyjafjarðarsýslu, að þeir reyndu ekki að rísa gegn einræöi socialista í verkamannamálun- um, og þeir sætu fastir í virkinu. Hótanir Héðins Valdemarssonar og Einars Olgeirssonar á þingi nú fyrir jólin, um að flokkar þeirra skyldu meö ofbeldi hindra vinnu í verksmiðjunum, ef ekki væri allt látið að þeirra vilja, sýna, hvert stefnt var. Þá er komið að síðara atriðinu, hversvegna árásin á Þorm. Eyj- ólfsson hefir verið svarað svo harðlega, sem raun ber vitni um. Enginn flokkur getur lifað nema skamma stund, ef hann reynir ekki að standa með sam- herjum sínum sem eru ofsóttir vegna pólitískra skoðana. Um leið og einhver flokkur er svo linur og kærulaus, að hann líður andstæðingum að traðka á sam- herjum, án þess að reyna að koma við vörn, þá eru dagar hans taldir. Það hefir verið ein af meginstoðum Framsóknar- flokksins alla tíð, að flokksmenn hafa fundið í blööum og opin- berum ráðstöfunum flokksins ít- arlegar tiiraunir til verndar ein- staklingum, er beittir eru órétti. Ég hefi sjálfur þegiö slíka hjálp frá samherjum og alltaf veitt slíka vernd sjálfur. Þegar ó- menntaður glæpalýöur í svokall- aðri yfirstétt landsins, hafði myndað samsæri móti lífi mínu og stjórnmálaheiðri, risu sam- herjar mínir og góðir drengir í öðrum flokkum upp þúsundum saman og fordæmdu illvirkjana, svo að slík fordæming almenn- ings hefir aldrei þekkzt áöur hér á landi. Þegar ráðizt var á Her- mann Jónasson í kollumálinu, á Guðbrand Magnússon, fyrir að hann legði ágóða áfengisverzl- unar í flokkssjóð Framsóknar- manna, eða þegar andstæðingar báru á Pálma Loftsson að hann hlyti að hafa dregið sér sjálfum eitthvaö af Þórsfiskinum, ef ekki kæmu fram 500 fiskar úr hverj- um drætti, og af þeirri stærð, að 100 nægðu í skippundið, þá var málið variö, ekki einungis af þeim mönnum sjálfum, sem hér voru bornir upplognum sökum, heldur af samflokksmönnum þeirra yfirleitt. Og Framsóknar- menn létu sér ekki nægja, aö andstæðingarnir yrðu sér til al- gerðrar minnkunnar um öll at- riði í lygasögunum um kolluna, áfengisgróða í flokkssjóð og Þórsfiskinn, heldur beitti flokk- urinn sér fyrir því, að þeir menn allir, sem vegna drengilegrar baráttu um málefni lands og þjóðar, höfð'u orðið fyrir þessum tilefnislausu árásum, skyldu hækka að mannvirðingum, til eftirminnilegrar ráðningar þeim sem ætlað höfðu að ryðja þeim úr vegi í félagsmálabaráttunni. Upp úr þessum tilefnislausu á- rásum varð Hermann Jónasson forsætigráðherra, Guðbrandur Magnússon endurskoöandi þjóð- bankans og Pálmi Loftsson yfir- maður lögreglunnar á sjónum. Á þennan hátt hafa Framsókn- armenn vanið Mbl.menn á hæfi- lega umgengni við trúnaðar- menn Framsóknarmanna. En socialistar þurftu að læra sömu lexiuna. Árás Jóns Sig- urðssonar, Páls Þorbjarnarsonar og Finns Jónssonar á Þormóð Eyjólfsson var að öllu innræti, aðferð og tilgangi, hliðstæð hin- um fyrri árásum á Hermann Jónasson, Guðbrand Magnússon og Pálma Lofsson. Árásin var að vísu gerð á einstakan mann, en raunar á heiður og sjálfstæði flokksins. Þess vegna var ekki fullt skarð í vör Skíða, fyrr en Þormóður hafði aftur fengið (Framhald á 4. síðu.) ÚTLÖND: Tráarbaráttan í Þýzkalandi Sá munur hefir oft verið gerö- ur á stefnu Mussolinis og Hitlers ‘ aö sá fyrnefndi hefði það fyrir markmið að skapa heimsveldi, en sá síðarnefndi bæði heims- veldi og nýja trú. Þessi nýja trú er grundvölluð á for- ingj adýrkun og yf irburðum hins norræna kynþáttar, sem sökum þeirra sé hæfastur til þess að stjórna heiminum. Til þess aö ná þessu markmiði þarf að ala æskulýðinn upp í þessari trú og láta hann leggja rækt við þá eiginleika, sem reynast sigur- sælastir, þegar barizt er til þrautar um yfirráð. Þessi nýja trú hefir af for- svarsmönnum kristninnar verið stimpluð sem hreinn heiðindóm- ur. Og víst er það, að milli allra helztu kirkjudeilda Þýzkalands og nazistanna ríkir hið full- komnasta ósamkomulag. Nazist- arnir vilja láta kirkjuna verða boðbera hinna nýju trúarbragða, en prestarnir segja, að þau séu andvíg kristindómnum og neita því að hlýða. í hirðisbréfi, sem katólski biskupinn í Berlín hefir nýlega gefið út, er dregin upp nokkur mynd af ofsóknunum gegn ka- tólsku kirkjunni. „Trúaður katólskur maður“, segir þar, „nýtur ekki fullrar lagaverndar. Hann veröur að þola háð, ófrelsi og kúgun, án þess að geta rétt hlut sinn“. Síð- an tilgreinir biskupinn nokkur dæmi um ófrelsið: Tólf prent- smiðjum katólsku kirkjunnar hefir verið lokað. í fjórum fylkj- um hafa katólsk æskulýðsfélög verið leyst upp. Flest katólsk blöð og tímarit hafa verið bönn- uð, ennfremur fjölmörg hiröis- bréf og bækur trúarlegs efnis. Svo langt hefir verið gengið að banna hiröisbréf frá páfanum, þar sem aðallega var varað við hinum alþjóðlega kommúnisma! Blaðsölubúðir eru skreyttar með skrípamyndum og flugrit- um, sem eiga að eyðileggja virð- ingu fólksins fyrir kristindómn- um. „Það er kennt að kristin- dómurinn sé sundrungaraflið í þýzku þjóðlífi, kirkjusagan óslit- in röð af glæpum og páfarnir hafi jafnan reynt að hindra sameiningu og framfarir þýzku þjóðarinnar. Hinn sanni Kristur getur aldrei samþykkt kúgun samvizkunnar. Við óskum einsk- is frekar en að friður geti hald- izt í þjóðfélaginu, en við viljum samt ekki kaupa hann hvaða verði, sem er. Við værum ótrúir stríðsmenn, ef við keyptum okk- ur frið með þvi að svikja guð- dóminn“. Ofsókn nazistanna gegn kirkj - unni hefir haft djúptæk ahrif utan Þýzkalands, ekki sízt í Aust urríkl, þar sem katólskan stend- ur enn föstum fótum. Þing ka- tólskra biskupa, sem nýlega var haldið í Vín, ræddi þessi mál ýtarlega og samþykkt „að lýsa hryggð sinni yfir þeim atburð- um, sem gerast í Þýzkalandi, þar sem ríkið einbeitir hinu sívax- (Framhald á 4. síðu.)

x

Nýja dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.