Nýja dagblaðið - 04.01.1938, Qupperneq 4
REYKJAVÍK, 4. JANÚAR 1938.
6. ÁRGANGUR
1. BLAÐ
NYJA DAGBLAÐIÐ
‘.v.v.ViGamla Bíó (v.v.v
Drotning
:■ frumskóganna í
Bráðskemmtileg og afar
í spennandi æfintýramynd.
Aðalhlutverkið leikur \
hin fagra söngkona ;!
DOROTHY LAMOUR. |l
Myndin jafnast á við beztu í
Tarzanmyndir og dýra- I;
myndir er hér hafa verið I;
sýndar. ■;
.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v
Gleðilegs nýjárs
óskar öllum lesendum
sínum og velunnurum
Tímaritið Lífið.
aðeins Loftur.
T rúarbar áttan
(Framh. af 3. síðu.)
andi valdi sínu til að uppræta
kristindóminn og það með því-
líkum hætti að sérhver mótstaða
mætir harðri refsingu".
„Vér vottum yður innilega
hluttekningu“, ávarpa austur-
risku biskuparnir ennfremur
hina þýzku trúbræður sína,
„ekki sízt af þeirri ástæðu að
margir munu reyna að skapa
samskonar stjórnarfar hérlend-
is. Vér treystum því að slíkar til-
raunir muni ekki heppnast og
vér getum því áfram verið yður
til hjálpar".
— y-
Stærsta mál síðasta Alþíngís
(Framh. af 3. síðu.)
sinn fyrri trúnað í stjórn síldar-
verksmiðjanna.
Aðstaða mín til málsins er
skýrð með því, sem að framan
segir. Undir eins og Jón Sigurðs-
son og Páll Þorbjarnarson byrj-
uðu að halda leynifundi í stjórn
verksmiöjanna á bak við for-
manninn, og ákváðu þar að
flæma burtu forstöðumann, af
því, að hann var reglusamur,
duglegur og hugsaði fyrst og
fremst um hag verksmiðjanna,
þá sá ég, að hér var á ferðinni
nýtt „kollumál", að socialistar
ætluðu að hefja tvöfalda sókn:
Annarsvegar á verksmiðjuna,
sem öruggt og vel rekið fyrirr
tæki, hinsvegar á einstakan
flokksmann, til þess að lama
hann fyrst persónulega og síðan
landsflokkinn í heild sinni.
Ef ég hefði hugsað um það sér
í lagi, að koma mér vel við for-
ráðamenn socialista, þá var ekk-
ert auðveldara en að þegja og
láta ranglætið gerast. Það var
hægt fyrir mig að segja, að þetta
kæmi 1 hæsta lagi við þingmönn-
um Eyfiröinga, og ef til vill hin-
um fastráðnu starfsmönnum við
blöð flokksins. En ég sá enga á-
stæðu til að láta þetta ranglæti
gerast án mótmæla. Ég hafði í 20
ár átt þátt í að verja aðra
flokksmenn, sem að ósekju
höfðu verið ofsóttir af öfundar-
mönnum og andstæðingum. Ég
hafði á þann hátt orðið í augum
andstæðinganna einskonar eld-
ingavari fyrir flokkinn. Auk
þeirra ásakana sem andstæðing-
ar beindu að mér sérstaklega,
fékk ég venjulega bróðurpartinn
af gremju andstæöinganna út af
misheppnuðum árásum á mik-
inn fjölda af samherjum mínum,
oft marga úr hverju kjördæmi.
Óvild þeirra manna, sem standa
að Alþfl. og nokkurra af for-
ráðamönnum Alþfl. til mín er
þess vegna auðsæ, því að þrátt
fyrir það, að ég hefi oftar en
nokkur Alþýðuflokksmaður,
greitt götu góðra mála, sem
verða máttu til gagns verka-
mönnum og sjómönnum, þá hefi
ég ekki hikað við, undir neinum
kringumstæðum, að verja sam-
herja mína fyrir óréttmætum á-
rásum, líka frá socialistum. Þess
vegna hefir síldarbræðslumálið,
vegna ofstopa Finns Jónssonar
og Alþbl. snúizt frá því að vera
almennt útgerðarmál, upp í að
vera frá hálfu þessara manna,
einskonar almenn hernaðar-
áskorun á mig persónulega. En
þetta er algerlega rangt. Það er
Framsóknarflokkurinn allur, er
hefir barizt og unnið þennan
sigur, bæði út af málefnum og
mönnum. Og sjálft málefnið er
eins stórt og sigurinn. f staö
glannalegrar óforsjállar flokks-
stjórnar á þjóðnýtingargrund-
velli, kemur nú föst, óháð og
sterk stjórn á grundvelli sjálfs-
bjargar einstaklingsins, sem
styðst við lögbundið og þroskað
ríkisvald. (Niðurl. næst.)
J.J.
Stöðvun. strætisvagua
Framhald af 1. síðu.
fyrir fáum dögum síðan og kærði
til lögreglunnar yfir ásigkomu-
lagi þeirra.
Loks setja þeir það skilyrði
fyrir því að vinna hefjist
að nýju, að framvegis fari út-
borganir vinnulauna fram viku-
lega og vangoldin vinnulaun
verði tryggð þeim með veði.
í stjórn h.f. Strætisvagnar
Reykjavíkur eru Ólafur Þor-
grímsson lögfræðingur, sem jafn
framt er framkvæmdarstjóri,
Ólafur H. Jónsson forstjóri h.f.
Alliance og Helgi Jónatansson
bifreiðarstjóri.
Ný Dagsbrúnarstjórn
Framhald af 1. síðu.
Guðjón Baldvinsson teknir í
staðinn. Er nú af sú tíð, sem
var fyrir ári síðan, þegar Héð-
inn lét breyta lögum Dagsbrún-
ar til að útiloka áhrif kommún-
ista, og kommúnistar fullyrtu að
verið væri „að afsala stærsta
verklýðsfélagi landsins í hendur
ófyrirleitnum æfintýramönnum
undir forystu eins stærsta gróða-
brallsmanns landsins". (Þjóð-
viljinn 14. jan. 1937).
Snæfellingamótið
verður haldið að Hótel Borg, laugard. 8. ýan.
og hefst með borðhaldi kl. 7 e. m.
Listar til áskrifta liggja frammi í Skóbúð
Reykjavíkur, Aðalstræti 8, og Tóbaksverzlun-
inni London, Austurstræti 14. Aðgöngumiðar
seldir á sömu stöðum.
íwXw Nýja Bíó X.v.v’.v
■: TöSravald :j
tónanna |j
í Mikilfengleg og fögur þýzk í;
I; tal- og tónlistarmynd frá '\
jj ufa. j:
j: Aðalhlutverkin leika ;!
\ Lil Dagover, Willy Birgel ;«
og fleiri. :■
v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v'
OIE?yC3~ h lHi
óskast keypt, má vera notað.
Tilboð meö tilgreindu verði og
tegund leggisr inn á afgreiðslu
Nýja dagblaðsins merkt „Orgelu
Spoi'öskjurammar,
Rúnnir rammar,
Veggmyndir, Málverk,
í f jölbreyttu úrvali.
Myndir innrammaðar.
Mynda- og rammav.
Sími 2105. Freyjugötu 11.
ÚTBREIÐIÐ
NÝJA DAGBLAÐIÐ.
TERUEL
LONDON:
Miklar orustur hafa staðið við
Teruel undanfama daga. Virðist eins
og uppreisnarmönnum hafi veitt öllu
betur, en þó viðurkennir stjórn þeirra,
að þeir hafi ekki enn náð Teruel á
vald sitt.
Mikið mannfall hefir orðið í liði
beggja. Miklar snjókomur og hörku-
frost hafa verið á þessum slóðum.
FÚ.
BERTA RUCKs
Festarmey
forstjórans
I. KAPITULI.
Skilaboðin.
„Stúlka, sem á engan unnusta — stúlkur, ég var að
lesa um það einmitt í morgun á leiðinni með neðan-
jarðarbrautinni,“ sagði ungfrú Holt yfir vinnu sinni —
„stúlka, sem á engan unnusta, er eins og skip út í
rúmsjó, sem ekki veit hvar það á að leita hafnar —“
„Já, og flestar virðast velja sér unnusta eftir regl-
unni: „Að halda í fyrstu höfn, þegar stormur er!“
sagði ungfrú Roþinson og saug lítið eitt upp í nefið
að vanda.
„Jæja þá! Mér finnst nú vera töluvert vit í því, að
lakur eiginmaður sé betri en enginn,“ sagði ungfrú
Holt heimspekilega. Hún sat bogin eins og banan yfir
ritvélarborðið og brúna hárið var klesst eins og súkku-
laði undir hárnetinu. „Þegar öllu er á botninn hvolft,
góða mín, þá eruð þér gift, ef þér náið í mann og þá
getur enginn sagt annað. En takið þér ekki þeim, sem
býðst, þá eruð þér ekki gift!“
„En sá sannleikur!“ sagði ungfrú Robinson, eins og
í draumi. „Skilið þér þetta, ungfrú Trant?“
Og hún leit hæðnislega yfir til mín, til þess að sjá,
hvort ég skildi þetta algerlega. Ég lézt ekki gera það.
Suðan utan úr borginni, sem sífellt heyrðist allan
daginn í skuggalega skrifstofuherberginu okkar, var
farin að fara í taugarnar á mér, næstum eins og fyrstu
vikuna, sem ég vann á skipamiðlunarskrifstofum Vest-
ur-Asíufélagsins. Ég leit ekki upp, en þá heyrðist sagt,
hvellri röddu, sem yfirgnæfði suðuna úti og inni:
„Ungfrú Trant, vlijið þér gera svo vel og finna mig?“
Fingurnir á mér duttu ofan af ritvélinni og ég leit
hissa framan í skarplega andlitið á minnsta vika-
drengnum, sem við höfðum.
„Já, hvað er það, Harold?“
„Ungfrú Trant, herra Waters óskar eftir, að þér
komið inn á einkastofu sína klukkan tvö.“
„Ég?“ Ég spurði í mesta fáti; vonaði, að þetta gæti
ekki verið satt, að heyrnin hefði til allrar hamingju
brugðizt mér. En svo var ekki.
„Já, á slaginu tvö, ungfrú."
i.Jæja, Harold,“ heyrði ég sjálfa mig segja ótta-
blandinni röddu.
Þá heyrði ég að dyrnar lokuðust á eftir drengnum.
Er ég sneri mér við, mætti ég augnaráði ungfrú Ro-
binson. Hún horfði á mig skarplegum, brúnum augum
yfir ritvélina sína.
„Sendi forstjórinn eftir yður?“
Ég kinnkaði kolli óttaslegin.
„Hafið þér nokkra hugmynd um, hvers vegna?“
„O — það gæti verið út af hverju sem er nú í vik-
unni,“ andvarpaði ég. „Það gæti verið vegna þess, að
ég gleymdi að setja fylgiskjölin í bréfin, sem ég sendi
verzlunarsambandinu. Eða vegna þess, að ég sleppti
Snúið við! neðst á bréfinu til Budapest. Eða að ég
ritaði Belgaí fyrir Belgía, og svo margt annað. Ég vissi,
að hr. Dundonald ætlaði að kvarta undan mér. Ég hefi
átt það yfir höfði mér síðustu þrjá dagana. Ég býst
við að heyra hið versta í dag.“
„Hann gefur yður ef til vill tækifæri, vina mín,“
sagði ungfrú Holt.
„Það er ólíklegt,“ mælti ég. „Hann er sjálfur eins og
óskeikul vél, að hann líður engan á þessari skrifstofu,
mann eða konu, sem ekki er eins og vél líka.“
„Ég býst varla við, að forstjórinn viti einu sinni
hvort við erum karlar eða konur,“ skaut ungfrú Ro-
binson inn í. „Ég skal veðja að hann----“
„Ekki samtal!“ heyrðist hr. Dundonald segja með
sínum óþægilega, skozka hreim, um leið og hann kom
inn og gekk inn á skrifstofu forstjórans. Ó, þangað
átti ég, Monica Trant, bráðum að fara.
Nú varð dauðakyrrð í stofunni, sem aðeins var rofin
af tifinu í ritvélunum.
En ég er alveg viss um, að það sem ég vann fram á
hádegisverðinn, var harla litils virði.
Þetta skuggalega vélritunarherbergi, sem sneri út að
stórbyggingunum í Leadenhallstræti, — þetta her-
bergi, sem var svo dimmt, að við urðum að láta loga
á rafmagnslömpum allan daginn yfir ritvélunum,
hvarf sjónum mínum. Ég heyrði ekki lengur suð
borgarlífsins fyrir utan og hið kveljandi „klikk—klikk
—a—klikk—pring—pring —“ í ritvélunum. Ég fann
ekki lengur til drungans og ryksins, því ég sökkti mér
niður í hugsanir mínar.
Kvíðin athugaði ég kringumstæðurnar.
Ég var einmana í London. Allir mínir litlu pen-
ingar voru farnir í leit að stöðu, sem ég vongóð hélt,
að gæti veitt mér að minnsta kosti tveggja punda
tekjur á viku. Það myndi verða nóg fyrir mig. Hjá
Skipamiðlunarfélagi William Waters & Co., fékk ég
stöðu, eftir margra vikna leit, þar sem launin voru
É