Nýja dagblaðið - 06.01.1938, Side 2

Nýja dagblaðið - 06.01.1938, Side 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ „ - - - VEIT EG ÞAÐ, cn þad er þó að minnsta kosti eitt sem má reyna til að bæta og blíðka skapið með og pað er REGLULEGA GOTT KAFFI En e! pú vilt búa til óað- iinnanlegt kaffi pá verðurðu blessuð góða að nota FREYJU-KAFFIBÆTI Hítar, ilmar, heillar drótt, hressir, styrkir, kætir. Fegrar, yngir, Íærir þrótt Freyju kafiibætir. Bridge-keppni. Stúdentafélag Reykjavíkur efnir til bridge-keppni fyrir félaga sína um 20. jan. n. k. Öllum meðlimum fé- lagsins og öðrum háskólaborgurum, sem gerast vilja fé- lagar, er heimil þátttaka. Verðlaun verða veitt. Væntanlegir þátttakendur geta fengið allar upplýs- ingar viðvíkjandi keppninni hjá Lárusi Fjeldsted, stud. jur., Tjarnargötu 33, sími 4595 og Árna Snœvarr, verk- fræðingi, Laufásvegi 46, sími 4344. Reykjavík. 3. jan. 1938. STJÓRNIN. Kjötverzlanir Seljum hreínsaðar kíndagarnir. Garnastöðin, Reykjavík. Sími 4241. Jólatrésskemmtnn Vélstjóraíélags Islands verður miðvikudaginn 12. janúar kl. 5 síðdegis að Hótel Borg. « Aðgöngumiðar fást hjá skrifstofunni í íngólfs- hvoli, Vélaverzlunin G. J. Fossberg, Erlendi Helgasyni Bergþórugötu 61 og Elínu Guðmunds son Klapparstíg 18. N e f n d i n. í dag á sextugs-afmæli einn af merkustu og nafnkunnugstu ís- lendingum, sem nú eru uppi, prófessor Halldór Hermannsson í íþöku. Halldór Hermannsson varð stúdent frá lærða skólanum í Reykjavík vorið 1898 og sigldi um haustið til Kaupmannahafn- ar til þess að lesa lögfræði. En árið eftir komst hann í kynni við prófessor Willard Fiske og fór með honum til Flórens, til þess að gera skrá um hið mikla, ís- lenzka bókasafn hans. Fiske á- nafnaði, svo sem kunnugt er, Cornell-háskólanum í íþöku, í New York fylki í Bandaríkjun- um, þetta stóra bókasafn eftir sinn dag og gerði um leið þá ráðstöfun, að við það skyldi allt af vera íslenzkur bókavörður. Var Halldór sjálfkjörinn til þess að hljóta þá stöðu eftir lát Will- SIGURÐUR NORDALs HenuDssoi semgnr ards Fiske, 1904, og fluttist árið eftir vestur um haf. Hefir hann annazt um þetta bókasafn alla stund síðan og aukið það og haldið því við með frábærum dugnaði og hagsýni. En jafn- framt hefir hann gegnt kenn- arastarfi í Cornell háskóla í nor- rænum málum og varð prófessor í þeim fræðum 1920. Árið 1930 kjöri Háskóli íslands hann heið- ursdoktor. Veturinn 1925—1926 var hann bókavöröur við Árna Magnússonar safnið í Kaup- mannahöfn, og hafði honum verið boðin þar framtíðarstaða. En hann vildi ekki yfirgefa Fiske-safnið og Cornell-háskól- ann, þegar á átti að herða, og hvarf aftur vestur eftir ársdvöl í Danmörku. Fyrir utan bókavaröarstarf sitt og háskólakennslu, hefir dr. Halldór Hermannsson verið stór- virkur rithöfundur. Er ekki kost- ur á að gera hér þá grein fyrir ritum hans, sem æskilegt væri. Aðalverk hans er ársritið Islan- dica, sem hann hefir ritað einn og nú er orðið 25 bindi, og hin mikla bókaskrá Fiske-safns, sem nær til 1926. í Islandica kennir margra grasa. Þar er m. a. ágæt útgáfa íslendingabókar Ara fróða, útgáfur áður óprentaðra rita frá 17. og 18. öld, tvö bindi um uppdrætti íslands, frá ýms- um tímum, æfisaga Eggerts Ól- afssonar, rit um Vínlandsferð- irnar o. s. frv. En nær helmingur bindanna fjallar beinlínis um bókfræðileg efni, og eru þessi rit, ásamt skránni um Fiske-safn, ó- missandi handbækur fyrir hvern mann, sem við íslenzkar bók- menntir fæst, í hverri grein sem er. Verður það seint metið að verðleikum, hvílíkt brautryðj - andastarf Halldór Hermannsson hefir innt af höndum í íslenzkri bókfræði. Auk þeirra verka, sem nú hafa verið nefnd, hefir hann ritað allmikið af greinum í ís- lenzk blöð og tímarit, vestan hafs og austan, rit á dönsku um íslendinga í Vesturheimi, for- mála að Guðspjallabók Ólafs Hjaltasonar (Monumenta typo- graphica Islandica II.) og for- mála tveggja bindanna í Corpus codicum Islandicorum, annan þeirra fyrir hinu víðfræga mynda-bindi (Icelandic Illum- inature Manuscripts), sem hann viðaði og valdi efni í. Allt, sem hann hefir látið frá sér fara, er leyst af höndum með vandvirkni og smekk, og hann er jafnvígur rithöfundur á enska tungu og ís- lenzku. Við bókfræðileg rit reyn- ir, eins og liggur í hlutarins eðli, mest á fróðleik og nákvæmni. En Halldór Hermannsson hefir sýnt það í ýmsum öðrum ritum sínum, að hann er bæði hug- kvæmur maður og skarpskyggn. Og hann hefir auk þess, bæði í ritum og ritgeröum sett fram ýmsar aðfinnslur og umbótatil- lögur um skipulag starfseminnar í íslenzkum fræðum, sem hafa vakið mikla athygli og væntan- lega eiga eftir að leiða til nýrra framkvæmda. Þó að Halldór Hermannsson hafi verið mikill eljumaður í fræðum sínum og alið mikið af aldri sínum innan um bækur, er hann allt annað en grúskaraleg- ur að sjá hann og kynnast hon- um. Hann er glæsimenni í útliti og öllu fasi, víðsýnn og fjöl- menntaður, og hrókur alls fagnaðar í vinahópi. Mér finnst hann líka ekkert hafa elzt þessi 25 ár, sem ég hefi þekkt hann. Ég býst við, að þeir menn séu orðnir nokkuð margir, sem hafa orðið að endurskoða fyrri hug- myndir sínar um íslendinga og fornfræðinga við að hitta hann. Hann hefir nú dvalið erlendis tvo þriðjunga æfinnar, siðan hann fór að heiman tvítugur stúdent. En þó að hann hafi orðið heimsborgari, er hann engu að síður rammíslenzkur. Mér er nær að halda, að hann lesi hvert blað og hverja bók, sem kemur í Fiske-safn, og hann veit ekki einungis náin deili á öllu, sem gerist á íslandi, heldur fylgist með því af lifandi áhuga, gleðst yfir hverju því, sem honum þyk- ir horfa til betri vegar, og hrygg- ist yfir hinu. Margir mundu hafa óskað þess að Halldór Hermannsson hefði verið staddur hér í höfuðstaðn- um á sextugsafmæli sínu, svo að þeir hefðu getað vottað honum þakkir sínar og aðdáun fyrir ágætt starf og óskað honum langra og góðra lífdaga. Að þessu sinni verða kveðjurnar að heim- an að berast honum á slitringi um símann. En Háskólinn hefir boðið honum að flytja hér fyrir- lestra í haust og hann hefir lof- að að koma, svo að vonandi líður þetta ár ekki til enda án þess, að Reykvíkingar geti fagnað honum sem gesti sínum. S. N.

x

Nýja dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.