Nýja dagblaðið - 08.01.1938, Síða 1
Kosningashrifstofa
Framsóhnarfl.
er í Hafnarstr. 16
Sími 2323
rvrJA
ID/^QilBIL^OHC
6. ár. Reykjavík, laugardaginn 8. janúar 1938. 5. blað
ANNÁLL
8. dagur ársins.
Sólarupprás kl. 10,14. Sólarlag kl.
2,53. — Árdegisháflæður i Reykjavík
kl. 9,20.
Ljósatími bifreiða
er frá kl. 3,20 síðdegis til kl. 9,50
árdegis.
Næturlæknir
er í nótt Jón Norland, Bankastræti
11, sími 4348.. — Næturvörður er í
Ingólfsapóteki og Reykjavíkurapóteki.
Dagskrá útvarpsins:
Kl. 8,30 Dönskukennsla. 10,00 Veður-
fregnir. 12,00 Hádegisútvarp. 15,00
Veðurfregnir. 18,45 Þýzkukennsla. 19,10
Veðurfregnir. 19,20 Þingfréttir. 19,40
Auglýsingar. 19,50 Fréttir. 20,15 Af-
mæliskvöld útvarpsins (dagskrá frá 20.
des. 1937) : a) Útvarpshljómsveitin. b)
Erindi (útvarpsstjórinn). c) Gaman-
leikur. d) Syrpa úr plötusafni útvarps-
ins o. fl. Danslög. 24,00 Dagskrárlok.
Trúlofun.
Nýiega liafa opinberað trúlofun sína
ungfrú Gunnþórunn Víglundsdóttir frá
Höfða og Þorsteinn Gíslason, vélstjóri,
Hafnarfirði.
Málverkasýning
Finns Jónssonar í Kirkjutorgi 4
verður enn opin í dag og á morgun.
Verður það síðasta tækifæri til þess
að sjá málverk hans að sinni.
Aílasala.
Reykjaborg seldi í Englandi í fyrra-
dag 1577 vættir ísfiskjar á 780 ster-
lingspund og 1200 smálestir saltfiskjar
á 162 sterlingspund.
Framsóknarmenn,
sem náð hafa kosningaraldri síðan
að kjörskráin var samin í vor eða
féllu niður af kjörskránni þá, eru
áminntir um að grípa síðasta tæki-
færið til þess að fá leiðréttingu mála
sinna.
Barnaguðsþjónusta
í Laugarnesskóla kl. 10,30 á sunnu-
dagsmorgun.
Ármenningar
fara í skíðaferð í kvöld kl. 8 og í
fyrramálið kl. 9. Farmiðar verða seldir
í verzluninni Brynju og á skrifstofu
félagsins.
K.R.-ingar
efna til skíðaferðar á morgun kl. 9
f. h. Þeir, sem ætla að dvelja í skálan-
um í nótt, fara í kvöld kl. 8. Farið
verður frá K.R.-húsinu. Upplýsingar í
síma 2130 kl. 5—6.
Skíðafélag Reykjavíkur
ráðgerir að fara skíðaför upp á
Hellisheiði á sunnudagsmorgun kl. 9,
ef veður og færi leyfir. Skíðasnjór er
fremur lítill, en útlit er fyrir meiri
snjókomu. Fólki er ráðlagt að fara
varlega. — Farmiðar seldir hjá L. H.
Múller til kl. 6 í kvöld.
Þjófnaður
upplýstur
Lögreglunni tókst í gærkvöldi að
upplýsa það, hver valdur væri að pen-
ingahvarfinu á Bergstaðastræti 8 og
reyndist það vera annar eigandinn
Kristvin Guðbrandsson. Hafði hann
tekið peningana með sér, er hann fór
til vinnu. Faldi hann þá á milli hlera
í svonefndu Flosaporti við Sölvhóls-
götu. Voru þeir í þremur umslögum.
Hefir lögreglan fundið tvö umslögin,
en í þeim voru um 3150 krónur. Hið
þriðja, með um 300 krónum í, hefir
enn ekki komið í leitirnar. Hafði í
gær verið tekið úr portinu spýtnarusl
til álfabrennunnar og þá eitthvað ver-
ið rótað við felustaðnum.
Alvarlegur
atburdur
í Shanghaí
Tveir enskír log-
regluþjónar barð
ir af japönskum
Framboð Framsóknarflokksins
í kaupstöðum
Hann býður ekki
LILJUR VALLARINS
Leikfélagið sýnir um þessar mundir leikritið Liljur vall-
arins eftir Hastings-Turner. — Á þessari mynd sést Kitty (Alda
Möller) og vinstúlkur hennar.
Megn andúð
hermönnum
LONDON:
í Shanghai bar það við í gær, að
tveir brezkir lögregluhermenn voru
barðir af japönskum hermönnum.
Hefir atburður þessi vakið stórkost-
lega gremju meðal Breta í Shanghai.
Sjálfur yfirforingi brezka liðsins,
Smollet, fór á fund hermálaráðunauts
japönsku stjórnarinnar þar í borginni
og tilkynnti honum að ef slíkir at-
burðir endurtækju sig oftar, en þetta
er í annað sinn sem slíkt hefir skeð,
þá mundi það hafa hinir alvarlegustu
afleiðingar sem hugsast gæti fyrir sam-
búð þessara tveggja ríkja.
Hinir brezku lögregluhermenn voru
inni á brezku varnarsvæði, þegar þeir
voru barðir og var orsökin til árekst-
ursins sú, að þeir höfðu fundið að þvi
við japanska hermenn hvernig þeir
léku Kínverja, sem þeir voru að hand-
taka. FÚ.
Ítalía eykur
flota sinn
Kafbátafloti Itaia
verður sá stærsti
í heimi
LONDON:
ítalska stjórnin tilkynnir í gær, að
hún hafi í hyggju að' láta smíða 2
stór orustuskip, 35 þúsund smálestir
hvort. Auk þess 12 stóra tundurspilla
og allmarga kafbáta og er hér sam-
tals um stórkostlega flotaaukningu að
ræða.
Segir Lundúnaútvarpið í þessu sam-
bandi, að síðan 1934 hafi Mussolini
látlaust verið að kenna ítölsku þjóð-
inni að flotastyrk hvers ríkis ætti und-
antekningarlaust að miða við hvað
mikið það hefði á takteinum af or-
ustuskipum. Þegar hinir nýju kafbátar
hafa verið smíðaðir, en tala þeirra er
ekki látin uppi, má gera ráð fyrir, að
kafbátafloti ítala sé orðinn hinn
stærsti í heimi.
Þá hefir ítalska stjórnin ennfrem-
ur ákveðið að þegar Hitler fer til
Ítalíu í maí í vor til að endurgjalda
heimsókn Mussolinis frá því í haust,
þá fari fram stórkostlegar hersýningar
og flotaæfingar. FÚ.
Vínnufríðurínn
í Frakklandi
LONDON:
Chautemps forsætisráðherra Frakka
ætlar enn á ný að gera tilraun til þess
að koma á friði í verklýðsmálum
landsins. Hefir hann kvatt fulltrúa
verkamaima og atvinnurekenda á fund
sinn á miðvikudaginn kemur, og ætlar
þá að eiga viðræður við þá með þaö
fyrir augum að finna grundvöll er
byggja mætti á varanlegar sættir í
þessum málum. FÚ.
Kaupmenn mófmæla
rógí Morgunblaðsíns
Engin verðhækkun
vegna nýju tollanna
Morgunblaðið hefir undanfarnar
vikur birt margar greinar um það,
að seinasta Alþingi hafi lagt gífur-
legar tollaliækkanir á matvörur og
aðrar nauðsynjar almennings og
myndu þær þvi stórhækka í verði.
í auglýsingu, sem birtist í Morgunbl.
í fyrradag, er þessum ósannindum
þess mótmælt mjög eindregiö af fé-
lagi matvörukaupmanna í bænum. Þar
er skýrt frá því að engin verðhækkun
veröi vegna tollahækkana þeirra, sem
samþykktar hefð.u verið á þinginu.
Stafar þetta vitanlega af því, hvað
tollahækkunin er lítilfjörleg, og að
kaupmenn treysta sér ekki til þess að
nota slíkt tækifæri til verðhækkunar
nú, vegna samkeppninnar við kaup-
félagið.
Ætti Morgunblaðið að láta sér þessa
auglýsingu kaupmannanna verða hæfi-
lega ráðningu og vera gætilegra í
árásum sínum á ríkisstjórnina fram-
vegis.
Aitökur í Berlín
í gær er tilkynnt í Berlín, að þrír
menn hafi verið líflátnir fyrir land-
ráð. Einn var handtekinn í nánd við
pólsku landamærin og var honum gef-
ið að sök að hafa látiö öðru ríki í
té hernaðarleg leyndarmál; var hann
dæmdur til dauða fyrir borgaralegum
rétti. Hinir tveir voru dæmdir til
dauða af herrétti. FÚ.
gegn samSylkíngunni
meðal Alþýðuílokks-
manna
Foríngjarnir höfðu
ekki airáðið í gær,
sagði Aípýðublað-
ið, hvort peir yrðu
á lista með komm-
únistum
Alþýðublaðið skýrir frá því, að
samþykkt hafi verið í fulítrúaráði
verklýðsfélaganna, með litlum at-
kvæðamun að hafa sameiginlega lista
með kommúnistum.
Jafnframt segir blaðið að samþykkt
hafi verið að hafa þann lista þannig
skipaðan:
Stefán Jóh. Stefánsson (A).
Ársæll Sigurðsson (K).
Soffía Ingvarsdóttir (A).
Jón Axel Pétursson (A).
Björn Bjarnason (K).
Héðinn Valdimarsson (A).
Einar Olgeirsson (K).
Haraldur Guðmundsson (A). •
Þorlákur Ottesen (A).
Katrín Pálsdóttir (K).
Alls eru nöfn 18 socialista og 12
kommúnista á listanum.
Blaðið segir að það sé ekki víst
hvort Alþýðuflokksmennirnir, sem séu
tilnefndir, muni taka sæti á listanum.
(Framhald á 4. síðu.)
íram í Haínaríírðí
né á Isaiírði
Framboðsfrestur til bæjar-
stjórnarkosninga rennur út í
dag. Af hálfu Framsóknar-
flokksins er boðin fram sérstak-
ur listi í sex kaupstöðum. í
Hafnarfirði og á ísafirði hefir
flokkurinn engan lista, þar sem
lítil von er um að koma þar að
manni, en meirihluti socialista
mjög veikur.
Listi flokksins i Reykjavík
hefir áður verið birtur hér í
blaðinu.
Á Akureyri er efstu sæti list-
ans þannig skipuð: Vilhjálmur
Þór framkvæmdarstjóri, Jóhann
Frímann skólastjóri, Árni Jó-
hannsson gjaldkeri, Þorsteinn
Stefánsson lögfræðingur, Jó-
hannes Jónasson fiskimatsmað-
ur, Ólafur Magnússon sund-
kennari, Snorri Sigfússon skóla-
stjóri, Bogi Ágústsson ökumað-
ur, Haraldur Þorvaldsson sjó-
maður, Guðmundur Ólafsson
trésmiður.
Á Siglufirði skipa efstu sætin
á listann: Þormóður Eyjólfsson
konsúll, Sigurður Tómasson
kaupfélagsstjóri, Hannes Jónas-
son kaupmaður, Ragnar Jó-
hannesson framkvæmdastjóri,
Andrés Hafliðason kaupm., Frið-
leifur Jóhannsson útgerðarmað-
ur, Snorri Arnfinnsson bústjóri,
Páll S. Dalmar fulltrúi.
í Neskaupstað eru efstir á
listanum Niels Ingvarsson út-
gerðarmaður og Guðráður Jóns-
son kaupfélagsstjóri.
Á Seyðisfirði eru efstir á list-
anum Karl Finnbogason skóla-
stjóri og Vilhjálmur Jónsson.
í Vestmannaeyjum eru efstir
á listanum Halldór Guðjónsson
kennari, Sveinn Guðmundsson
kaupmaður og Guðlaugur Bryn-
jólfsson útgerðarmaður. Er þetta
í fyrsta sinn, sem Framsóknar-
flokkurinn býður fram við bæj-
arstjórnarkosningar þar.
trslitin seinast.
í seinustu bæjarstjórnarkosn-
ingum fékk Framsóknarflokk-
urinn tvo menn kosna á Akur-
eyri, og auk þess var Jóhann
Frímann þá kosinn af sérstök-
um lista iðnaðarmanna. Alls
eru 11 menn þar í bæjarstjórn-
inni, 5 ihaldsmenn, 2 kommún-
istar og 1 socialisti. Eins og
Alþingiskosningarnar í vor
Framh. á 4. siðu.