Nýja dagblaðið - 08.01.1938, Page 2

Nýja dagblaðið - 08.01.1938, Page 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ Nv sildarverksmiðja i Norðurlandi í júnímánuði 1935 sat ég til borðs með nokkrum mönnum í Rvík og barst talið að hinni miklu síldarveiði, sem þá var byrjuð fyrir Norðurlandi, ó- venju snemma. Létu menn orð falla um það að síldin mundi bjarga landinu það árið. „Aldrei hefir hún bjargað, það er þá nýtt fyrirbrigði ef hún bjargar nú“, sagði gamall og gætinn al- þingismaður, sem sat við borðið. Nú er það á allra manna vör- um að síldin hafi bjargað land- inu tvö ár í röð, og flestir eða allir sem við útgerð fást, byggja framtíðarvonir sínar á síldinni, svo gjörbreytt er álitið á þess- um atvinnuvegi. En þótt svo vel hafi gengið með síldveiðina undanfarnar tvær vertíðir, þá eru menn talsvert óánægðir yfir því að ekki hafi verið hægt að taka á móti því sem náttúran vildi gefa, vegna þess að sildarbræðslurnar höfðu ekki undan að bræða það sem á land barst, og veiðiskipin biðu dögum saman fullfermd eftir því að geta losað veiði sína. f 255. tbl. Nýja dagblaðsins skrifar hr. Hólmsteinn Helgason á Raufarhöfn, um þörf á nýrri síldarverksmiðju á Raufarhöfn, telur hann, sem rétt er, að við Langanes og allt vestur að Rauðunúpum séu einhver allra beztu sildarmið landsins, og að það sé allt of mikil eyðsla á tíma og fé fyrir veiðiskipin, að sigla með veiði til Siglufjarðar og Eyjafjarðar, auk þeirrar hættu, sem því sé samfara, þeg- ar ekki er gætt hófs með hleðslu skipanna. Telur hann að á Raufarhöfn séu hin glæsileg- ustu hafnarskilyrði, og nauð- synlegt sé einnig að snúast að hafnarbótum þar, jafnframt auknum iðnaði. Þá talar Hólm steinn um Raufarhöfn sem nauðleitarhöfn, fyrir verzlunar- og veiðiskip, þar sem engin slík höfn sé á svæðinu frá Seyðis- firði til Eyjafjarðar. Það munu sjálfsagt flestir sem til þekkja sammála Hólm- steini um síldarmiðin hér við Norðurland og þörfina á nýrri síldarbræðslustöð á því svæði. Þótt íslenzki flotinn hafi tiltölu- lega lítið stundað veiðar á þessu svæði fyr en síðustu árin, þá er það ekki vegna þess, að síldin hafi ekki verið til staðar, held- ur af því að síldarverksmiðjurn- ar og söltunar-„plön“ voru á Siglufirði og við Eyjafjörð, og skipin sóttust eðlilega eftir að veiða síldina sem næst þeim. Norðmenn hafa hinsvegar lengi stundað þessi mið.Þeir hófu síld- arsöltun á Raufarhöfn skömmu eftir aldamót og reistu þar síðar bræðslustöð, og alltaf síðan hafa norsk síldveiðiskip mjög haldið sig á Þistilfjarðarflóa. Hitt er einkennilegt fyrirbrigði, að stjórnmálamenn okkar hafa beitt sér fyrir því að reistar hafa verið síldarverksmiðjur 'á Austfjörðum og Húsavík, með það fyrir augum, að bræða í þeim síld frá Langanesi, en engum hefir dottið í hug að byggja slíka verksmiðju við Langanes, fyr en hr. Gísli Guð- mundsson hreyfði því máli í „Nýja dagblaðinu“ í sumar eftir ósk manna hér. Við Hólmsteinn erum sam- mála um þörfina á nýrri síld- arverksmiðju hér á Norðaustur- landi, en hinsvegar verðum við ekki sammála um að Raufar- höfn sé hinn útvaldi staður fyr- ir hana. Það mun rétt, að hafn- arskilyrði séu að ýmsu leyti góð á Raufarhöfn fyrir smærri skip. Höfnin er að mestu leyti lokuð, en innsiglingin er slæm, þröngt og krókótt sund, sem liggur móti opnu hafi, og brýtur í því í stórviðrum, svo að þar mun tæplega að ræða um nauðleitar- höfn, vegna þess að skip komast ekki inn þangað, þegar þeim er mest þörf að leita hafnar, hafa skip, sem beint erindi áttu þangað, mörgum sinnum snúið þar frá, og leitað hafnar á Þórshöfn, og beðið þar svo dög- um skipti, eftir því að fært yrði á Raufarhöfn. Þá vantar Raufarhöfn skil- yrði á landi til þess að heppi- legt sé að þar myndist stórt verksmiðjuþorp, ræktunarland vantar þar algerlega. í ná- grenni við Raufarhöfn eru að- eins örfáir strjálir sveitabæir, og þvi engin teljandi sveita- verzlun þar, og útgerð til þorsk- veiða er þar að mestu lögð nið- ur. Þar er því ekkert að gera nema þá þrjá mánuði ársins, sem síldveiðin stendur yfir; hina mánuði ársins verður fólk- ið að ganga iðjulaust, og þá að gera það, sem betur væri látið ógert, eins og Hólmsteinn kemst að orði um sjómennina. Verði um stóriðnrekstur að ræða á Raufarhöfn, verður það líkur staður og Siglufjörður, með óeðlilegri dýrtíð, yfir- spenntum kaupkröfum og í si- felldri hættu af verkföllum. Er fyrirhyggjulaust að hópa fólki saman á slíkum stöðum. Á Þórshöfn eru aftur á móti hin beztu skilyrði fyrir síldar- verksmiðju. Þar er nú byrjað á hafnargerð, skjólgarður þegar langt kominn, og ráðgert að byggja hafskipabryggju á kom- andi sumri með þriggja metra dýpi við bryggjuhaus. Verður þar þá hin bezta aðstaða fyrir síldar-„slipp“ að losa veiði sína, því ágætt „pláss“ er fyrir síld- arþrær og verksmiðju rétt við bryggjuna, og svo nærri bryggjuhaus, aö auðvelt er að koma fyrir sjálfvirkum lönd- unartækjum. Ætti að mega byrja það snemma á bryggjunni, að hún yrði nothæf snemma á síldveiðatímanum. Þórshöfn hefir af skipstjórum sem til þekkja, verið talin bezta höfn- in milli Seyðisfjarðar og Eyja- fjarðar, enda hefir það varla komið fyrir, að afgreiðsla skipa hafi tafizt þar. Á Þórshöfn leita skip iðulega skjóls í of- viðrum. Umhverfi Þórshafnar er víðáttumikið land, og vel fallið til ræktunar, enda tún- rækt þar þegar mikil, og jarð- eplarækt lánast þar mjög vel. Að Þórshöfn liggja víðáttumikl- ar sveitir og allfjölmennar, sem skapa mikla verzlun, og geta framleitt nógar landbúnaðaraf- urðir handa stórum kaupstað. Þá eru fiskimiðin við Langanes ein hin beztu norðanlands, og fjörðurinn óvenju auðugur af kola, enda er ráðgert að setja þar upp hraðfrystitæki næsta vor í sambandi við frystihús kaupfélagsins. Á Þórshöfn get- ur því verksmiðjufólk stundað landbúnað, fiskiveiðar og at- vinnu, sem verzlanir veita, þeg- ar það ekki vinnur í verksmiðj- unni; virðist þar því vera líf- vænleg atvinnuskilyrði fyrir fólkið og verkefni nóg. Ég vona, að allir verði mér sammála um að iðnfyrirtæki, eins og síldar- verksmiðjur, sé sjálfsagt að setja niður sem næst síldarmið- unum, og þar sem lífvænlegast er fyrir fólkið. Á Þórshöfn á síldarverksmiðjan því að byggj- ast. Það eru nú komnir bílvegir frá Þórshöfn á báða vegu út í sveitirnar, og ef Axarfjarðar- heiði verður gerð bílfær, kemst hún í samband við þjóðveginn norðanlands, og þar með höfuð- staðinn sjálfan. Loks vil ég vekja athygli á því að varnargarður og hafskipa- bryggja á Þórshöfn kosta aðeins um hundrað þúsund krónur, én í ýmsar aðrar hafnir norðan- lands eru lögð fleiri hundruð þúsund og allt upp í milljón króna. Vona ég því að hið háa Alþingi leggi nú þegar ríflega fé til hafnargerðarinnar á Þórs- höfn. Guðm. Vilhjálmsson. Vcgna ijölda áskorana verður Málverkasýning Fínns Jónssonar Kírkjutorgi 4, opin í dag og á morgun, sunnudagínn þann 9. janúar, Irá kl. 10—10, og er pað í síðasfta sinn! Innilegar pakkir fyrir auðsýnda hluft- tekningu víð andláft og jarðarför móður minnar Susíe Bríem L Taylor. Sigurður H. Briem. í heílftunnum kr. 1,27 hverft kg - hálfftunnum — 1,30 — — - kvarftftunnum — 1,40 — — Verðið er miðað við ÚRVALS DÍLKAKJÖT og er pví auðsæftft, að peftfta eru bezftu kjöft- k&upin, sem unnft er að gera. Vegna góðrar geymslu er kjöftið — og verð- ur lengi ennpá — eins goftft og nýsláftrað. Sendum heim samdægurs og panftað er. Samband tsi. samvínnufélaga Sími 1080. Skagfirðíngamót verður lialtlið að Hótel Borg föstud. 14. jan., og hefst með borðhaldi kl. 7Vz» Til skemmtunar verður: ræðuhöld, söngur, upplestur og dans. Nokkru af skemmtiatriðunum verður út- varpað. Þar sem þetta er í fyrsta sinn, er Skag- firðingum hcr í bænum gefst kostur á að koma saman, er þess vænst að þeir noti nú tækifærið til þess að gleðjast með góðum vin- um og styðja gott mál. Aðgöngumiðar verða seldir hjá Eymunds- son, Katrínu Viðar og á Hótel Borg eftir n. k. mánudag. SKAGFIRÐINGAFÉLÆGIÐ „VARMAHLÍГ.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.