Nýja dagblaðið - 08.01.1938, Blaðsíða 4
REYKJAVÍK, 8. JANÚAR 1938.
NYIA DAGBLAÐIÐ
6. ARGANGUR
5. BLAÐ
ívwOKGamla BíóCCvOw
:* Drotníng
:• írumskóganna í
% Bráðskemmtileg og afar
í spennandi æfintýramynd. I;
I
Aðalhlutverkið leikur
hin fagra söngkona
DOROTHY LAMOUR.
Myndin j afnast á við beztu ;■
Tarzanmyndir og dýra- ;■
í myndir er hér hafa verið í;
;■ sýndar. /
V.V.V.V.WmV.WmVmVJ'mWnV
UKNELU UTUITÍKII
99
66
LILJUR
VALLARINS
Söngleikur í 3 þáttum
eftir John Hastings Turner.
Sýning á morgun kl. 8.
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til
7 í dag og eftir kl. 1 á morgun.
Vestmannaeyjaferð
(Pramh. af 3. síðu.)
inn. Gætu nemendur steypt
svo einfalda veggi í hjáverkum
framan af vetri, og síðan unnið
að húsinu, þegar það væri komið
undir þak. Bærinn og landið
legðu til efnivið eftir lögunum
um gagnfræðaskóla. Eftir svo
sem aldarfjórðung yrði timbur-
húsið rifið og í þess stað risi
fram að götunni sú veglega
bygging, sem Vestmanneyingar
óska að sé bæjarprýði, jafn-
framt því, að hún rúmi allar
þær núverandi deildir, sem
kaupstaðurinn telur sér fært og
heppilegt að hafa til að búa
borgara framtíðarinnar undir
hin daglegu störf og félagslíf
samtíðarinnar. Frh.
J. J.
M.s. Dronning
Alexandríne
fer mánudaginn 10. þ. m. kl.
6 síðd. til ísafjarðar, Siglufjarð-
ar, Akureyrar; þaðan sömu leið
til baka.
Farþegar sæki farseðla fyrir
kl. 3 e. h. í dag,
Fylgibréf yfir vörur komi
fyrir kl. 3 í dag.
Skipaafgreiðsla
JES ZIMSEN.
Tryggvagötu. Sími 3025.
Framboð
Framsóknar-
ílokksíns
Framhald a/ 1. síðu.
sýndu hefir Framsóknarflokkur-
inn stóraukið fylgi sitt á Akur-
eyri síðan 1934.
Á Siglufirði voru tveir Fram-
sóknarmenn kosnir í bæjar-
stjórnina 1934,þrír íhaldsmenn,
tveir socialistar og tveir komm-
únistar. Mun Framsóknarflokk-
urinn fá þar verulega meira
fylgi nú en þá og verður það
vonandi svo mikið, að hann bæti
við sig þriðja manninum.
Á Seyðisfirði var haft sameig-
inlegt framboð með socialistum
1934 var Karl Finnbogason þá í
vissu sæti.
í Neskaupstað fékk Fram-
sóknarflokkurinn einn mann
kosinn, en sosialistar fengu ein-
ir meirihluta 1 bæjarstjórninni.
Á báðum þessum stöðum mun
það koma í ljós, að fylgi and-
stæðinganna er i rénun, en
Framsóknarflokkurinn vex að
sama skapi.
Umsóknir
um námsstyrk samkvæmt ákvörð-
un Menntamálaráðs (kr. ÍO.OOO),
sem velttur er á fjárlögum árs-
ins 1938, sendlst ritara Mennta-
málaráðsins, Ásvallagötu 64,
Reykjavík, fyrir 10. febr. 1938.
Styrkinn iná veita konum, sem
körlum, til hvers þess náms, er
Menntamálaráð telur nauðsyn að
styrkja.
Umsóknir
um styrk til skálda og' listamanna
sem veittur er á fjárlögum árs-
ins 1938 (kr. 5000,00), sendist
ritara Menntamálaráðs Ásvalla-
götu 64, Reykjavík, fyrir 10.
febrúar 1938.
Megn andúð
Framhald af 1. síðu.
Ennfremur skýrir blaðið frá því, að
Héðinn Valdimarsson, Þorlákur Otte-
sen og kommúnistarnir, sem eru i
efstu sætunum, hafi verið kosnir með
nær helmingi færri atkvæðum en
hinir raunverulegu socialistar.
Bendir frásögn blaðsins mjög til
þess að mikil óánægja muni vera í
Alþýðuflokknum út af „sambræðsl-
unni“ við socialista og er það vel
skiljanlegt.
tiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiii>iiiiiMiiiiiiiiiiiii*iiiii*ii*iiin
ÚTBREIÐIÐ
NÝJA DAGBLAÐIÐ.
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiin
KAI/PI0
aðeins Loftur.
Xýy.v: Nýja bíó
|: Töfravald :■
tónanna í
:: í
Mikilfengleg og fögur þýzk
V tal- og tónlistarmynd frá í;
í Ufa. í;
í :;
■; Aðalhlutverkin leika \
/ Lil Dagover, Willy Birgel V
\ og fleiri. í
í ■:
w.\w.mwáwftv.\\w
Súðin
fei* í strandferð vestur
og norður (í stað e s.
»Esja«) míðvikudag 12.
þ. m. kl. 9 síðd.
Tekið á móti flutn-
íngi á mánudag.
Pantaðir farseðlar
óskast sóttir degi fyr-
ir burtferð.
Ódýrar
vornr:
Matardiskar dj. og; gr. 0,50
Bollapör, postulín 0,65
Matskeiðar og gafflar 0,75
Sykursett, postulín 1,50
Kaffistell, 6 manna 15,00
Kaffistell, 12 manna 23,50
Matarstell, 6 manna 19,50
Ávaxtastell, 6 manna 4,50
Vínstell, 6 manna 6,50
Ölsett, 6 manna 8,50
Vínglös 0,50
o. m. fleira ódýrt.
K. Einarsson &
Björnsson.
Bankastræti 11.
FESTARMEY FORSTJÓRANS 4
Ef þér leitið fyrir yður þar sem mannleg vera ræður
yfir----■“
„Og ef það verður skammt frá, þá getur hún komið
og borðað með okkur, eins og ekkert hefði í skorizt,“
mælti ungfrú Holt.
„Hún er nú ekki farin ennþá,“ sagði ungfrú Robin-
son hughreystandi. „Hvernig lízt yður á þessar kökur,
ungfrú Trant? Takið þá, sem er skárst og ég borga, og
verði yður að góðu!“
#
Þegar klukkuna vantaði stundarfjórðung í tvö, sner-
um við aftur til skrifstofunnar.
Ég fór og þvoði mér í búningsherberginu. Ég leysti
hár mitt. Hárið er það, sem ég er hreykin af. Það er
þétt, silkimjúkt og sítt. „Það er hrafnsvart við hun-
angshvítan hörundslitinn," eins og Sidney Vandeleur
sagði einu sinni. Hann getur verið svo skáldlegur. (Æ,
hvers vegna var ég ekki að búa mig undir að hitta
hann, í stað þessa einstrengingslega forstjóra?) Ég
set hárið vel upp aftur, næli það vandlega og athuga
að allt fari vel að aftan. Þetta var gert án alls tillits
til „steingerfingsins", sem myndi tæplega hafa tekið
eftir því, þótt allar vélritunarstúlkurnar hefðu verið
sköllóttar, svo lengi sem þær voru duglegar, heldur
vegna þess, að það gerði mig lítið eitt styrkari, ef ég
liti ólastanlega út.
Samtímis og klukkan sló tvö, barði ég varlega að
dyrum á einkaskrifstofu hr. Waters.
„Kom inn!“ kallaði röddin, sem allir óttuðust. Það
var rödd forstjórans.
Og með áköfum hjartslætti fór ég inn.
2. KAPITULI.
Einkennileg uppástunga.
Það virtust vera margar milur frá dyrunum í þessu
bjarta, stóra og þægilega búna herbergi, að skrifborð-
inu með græna leðurdúknum, þar sem hr. Waters sat
og rýndi ofan í bréf. Venjulega var ekkert á borðinu
nema minnismappa, sem sýndi hvað fyrir lá að gera
á hverri klukkustund, og svo dagatal.
Mér virtist óraleið yfir þykka, fagurrauða gólfteppið.
Þá varð mér litið á minnisblaðið og sá þar: Klukkan
tvö og stórt X fyrir framan, sem átti að undirstrika
þetta viðtal, sem nú var í vændum. Ég staðnæmdist
auðmjúk við hlið hans.
Hann leit hvatlega upp. Hann var vel rakaður, hárið
mjúkt og gljáandi eins og silkið í hattinum hans.
Munnurinn var eins fast lokaður og pyngja hans.
Hann var sönn ímynd hins unga, duglega Lundúna-
búa, sem einungis hugsar um fyrirtæki sitt.
„Ó, það eruð þér, ungfrú Trant?“ sagði hann í
hinum snögga, ákveðna viðskiptatón, sem ungfrú
Robinson getur hermt svo vel eftir.
Hann sneri sér í stólnum og leit framan í mig.
„Gerið svo vel að fá yður sæti.“
Ég var þakklát fyrir að fá að setjast. Ég held að vísu,
að andlitið á mér hafi ekki ljóstrað neinu upp, en hnén
voru blátt áfram farin að skjálfa. Hr. Waters benti
mér á gríðar stóran, grænan leðurhægindastól. Ég
settist á blábrúnina. Ég beit saman tönnunum og beið
þess að heyra, hvað harðstjórinn hefði að segja.
En hvað það var skrítið, að hann skyldi vera karl-
viaður, alveg eins og Sidney Vandeleur.
Bara að hann héldi mér ekki lengi; bara að hann
segði mér að fara; svo var það búið------
En ég varð alveg undrandi, er ég heyrði, á hverju
hann byrjaði.
„Jæja, ungfrú Trant. Ef yður er sama, þá ætla ég
að spyrja yður nokkurra spurninga. Þér megið ekki
álíta þær ósvífnar, því að það er ekki ætlunin, en þær
eru nauðsynlegar, eins og málum er háttað. Og þér
megið ekki misskilja þær.“ m
Er hér var komið, varð hvatlegi svipurinn enn líkari
því, sem nú ætti að ræða viðskiptamál. Hann leit
augnablik gráu augunum sínum rólega í undrandi
btúnu augun mín. Því næst bætti hann við með á-
herzlu:
„Það er ekkert í þessum spurningum, sem faðir yðar
eða skyldmenni gætu á nokkurn hátt styggzt af. Skilj-
ið þér?“