Nýja dagblaðið - 11.01.1938, Side 3
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
3
■*
iVÝJA DAtfBLAÐIÐ
Útgefandi: Blaðaútgáfan h.f.
Ritstjóri:
ÞÓRARXNN ÞÓRARINSSON.
Ritstj ómarskrif stof umar:
Lindargötu li). Símar 4373 og 2353
Afgr. og augiýsingaskrifstofa:
Hafnarstræti 16. Sími 2323.
áskriftargjald kr. 2.00 á mánuði.
í lausasölu 10 aura eintakið.
Prentsmiðjan Edda h.f.
Siml 3948.
Dýrtíðin
í Reykjavík
Hvernig á fólk aö lifa í höfuð-
stað íslands? Menn flytja þang-
að hundruðum saman á hverju
ári, úr sveitum og kauptúnum
landsins. Menn flytja með sér
andvirði jarða, bústofns, húsa og
báta. Menn koma með innieign-
ir í bönkum og sparisjóðum. Fyr-
ir aðdráttarafl, sem sýnist vera
ótrúlega sterkt, dregur Reykja-
vík til sín meginþáttinn af sam-
anspöruðum þjóðarauði lands-
manna. Að sumu leyti gæti þetta
sýnzt álitlegt fyrir höfuðstaðinn.
En ef allt fjárhagslíf bæjarins
er byggt á sandkviku, þá verður
ánægjan minni. Þá verður
Reykjavík, meðan svo háttar,
einskonar sogskál fyrir fjár-
0 magn landsins, en öll megin
framleiðsla rekin með tekju-
halla.
Og hve lengi blessast það á-
stand?
Tökum dœmi um afkomu-
möguleika stærstu stéttanna,
verkamanna og sjómanna. Ég
þekki fjölda af bændum í sveit,
sem búa á sæmilegum jörðum,
með viðundandi húsakosti, en
geta ekki borgað nerna 150—200
kr. í leigu eftir jörð og hús. Af-
rakstur búanna ber ekki meira
hjá einyrkjahjónum, þó að búið
sé að gera hinar ítrustu ráðstaf-
anir sem föng eru á, til að hækka
verð á kjöti, mjójk, og öllum
þeim framleiðsluvörum, er sam-
vinnufélögin verzla með fyrir
bændur landsins. En ef slíkur
einyrki er skuldlítill og þarf ekki
að greiða hærri fjárhæð í jarð-
leigu, þá er hann allvel settur
með afkomu heimilisins, vegna
þess hve fjölskyldan lifir mikið
á heimafenginni framleiðslu.
Tökum aftur verkamanninn
og sjómanninn í Rvík. Húsaleiga
fyrir þolanlega íbúð er tæplega
hugsanleg fyrir minna en 1000
kr. árlega og margir hafa verri
kjör. Verkamaðurinn eða sjó-
maðurinn hefir nálega aldrei
nokkra heimaframleiðslu. Hann
kaupið alla útlenda vöru með
síhækkandi verði. Kol og raf-
magn til hitunar og ljósa eru
dýrir útgjaldaliðir. Fataefni öll
aðkeypt og hin innlendu fata-
efni síhækkandi í verði, fyrir að-
gerðir allskonar stéttafélaga.
Tollarnir hækka á erlendu vör-
unni og útsvarsbyrðin hækkar
stórlega með hverju ári. Það
kostar 8 kr. að sóla karlmanns-
skó og sjálfur fiskurinn, ein höf-
uðframleiðsluvara bæjarins, er
rándýr til bæjarbúa, þó að þessi
ágæta vara seljist ekki nema
Fyrirspurnum Einars
Olgeirssonar svarað
Hann og bandamenn lians hafa iiimlr-
að það, að vcrkalýðurlnn fengl aðgang
að lánsfé bankanna.
Einar Olgeirsson hefir nylega
beint til Framsóknarflokksins
þrem fyrirspurnum viðkomandi
bankamálum.
Þykir rétt að gera þeim nokk-
ur skil.
Fyrsta fyrirspurnin er um það,
hversvegna atvinnumálaráð-
herra hafi breytt lögunum um
fiskimálanefnd með bráða-
birgöalögum vegna kröfu Lands-
bankastjórnarinnar. Nýja dag-
blaðinu er alveg ókunnugt um
að umrædd bráðabirgðalög eigi
þessa forsögu og vísar fyrir-
spurninni því áfram til þess
manns, sem er málinu kunnug-
astur, en það er Haraldur Guð-
mundsson, sem er 8. maður á
samfylkingarlistanum.
í annarri fyrirspurninni kem-
ur fram mesti misskilningur, því
Landsbankastjórnin hefir ein-
mitt tekið upp sömu stefnu og
meirihluti Alþingis samþykkti
að skyldi vera aðalreglan um
rekstrarfyrirkomulag síldarverk-
smiðjanna. Umrædd ráðstöfun
bankaráðsins er líka óhj ákvæmi-
leg, því hvorki Landsbankinn
eða ríkið hafa efni á því að só-
lunda miklu fé í ógætilega rekin
braskfyrirtæki. Það hefir þegar
tapazt nóg á Kveldúlfi og slíkum
fyrirtækjum. Ef ekki er girt
framvegis fyrir slíkan taprekst-
með hörmungum á erlendum
markaði.
Undirstaða alls sjálfstæðs at-
vinnulífs í bænum, útgerðin, er
rekin með tapi ár eftir ár. Eng-
inn maður leggur í að kaupa ný
skip. Auður sá, sem til er í bæn-
um, er lagður í ný hús og í iðn-
fyrirtæki, sem selja vöru sína 30
—50% hærra en hægt er að fá
sömu hluti fyrir frá næstu lönd-
um. Venjulegur fiskibátur á
Akranesi, þarf að sögn kunnugra
manna 1200 kr. meira fyrir veið-
arfæri sín til einnar vertíðar, ef
hann kaupir íslenzka en ekki
norska framleiðslu. Það má
nærri geta, hvort slík kaup
hjálpa framleiðslunni við Faxa-
flóa, fiskiveiðunum sjálfum.
Ofan á allt þetta bætist svo
hinn stóri hópur atvinnulausra
manna, og styrkþegar á bænum.
Báðar þær sveitir stækka óð-
fluga. Dýrtíðin dregur úr atvinn-
unni og að sama skapi þyngir á
þeim sem atvinnuna hafa, því
að þeir verða að bera allar byrð-
arnar, bæði fyrir sjálfa sig og
aðra.
Myndin af Reykjavík er því
þessi: Fólkinu hraðfjölgar, at-
vinnan minnkar og öll undir-
stöðuatvinna rekin með vaxandi
tapi. Skattar og útsvör hækka.
Dýrtíðin þrýstir með meiri
og meiri þunga á fjölmennustu
stéttirnar. Sj álfstæðisflokkurinn
reynir að loka augunum fyrir að-
steðjandi hruni og segir eins og
Lúðvík 15. Frakkakonungur:
„Syndaflóðið kemur eftir minn
ur hjá stærstu fyrirtækjum
landsins, er ekkert annað en
fjárhagslegt hrun framundan og
þjóðin hefir þá afhent frelsi sitt
í hendur erlendra fjárafla-
manna. Framangreind ákvörðun
Landsbankastjórnarinnar er því
mikilvægur liður í þeirri baráttu
að lýðræði og frelsi þjóðarinnar
verði ekki skert af erlendum á-
hrifum. En þetta skilja vitan-
lega ekki þeir menn, sem lúta
yfirráðum erlends flokks.
Þriðja fyrirspurnin er á þá leið
hvort Framsóknarflokkurinn
vilji brjóta niður „harðstjórn
bankanna“. Það er sannarlega
ekki gott að vita, hvað fyrir fyr-
irspyrjandanum vakir með þessu
orðalagi, en sennilega mun það
vera það, að veltufénu verði
meira veitt til almennings, en
lendi ekki i stórum stil i höndum
fárra fjáraflamanna. Sannar-
lega er Framsóknarflokkurinn,
og hefir alltaf verið, reiðubú-
inn til að gera slikar ráðstafanir,
enda beindust hans fyrstu verk
að slíkum framkvæmdum. Bænd-
ur höfðu engan aðgang að veltu-
fé, þegar Framsóknarflokkurinn
hóf baráttu sína, en fyrir at-
beina hans hafa þeir nú fengið
ýmsar lánsstofnanir, er tryggja
þeim eins greiðan aðgang að
lánsfé og framast er mögulegt.
dag.“ Á hinn bóginn koma post-
ular rússnesku byltingarinnar.
Þeir gleðjast yfir að „syndaflóð-
ið“ muni koma. Hrunið sé að-
steðjandi og þá byrji þeirra dag-
ur. —
í augum okkar Framsóknar-
manna er aðalatriðið að byrja
strax baráttuna við dýrtíðina.
Reykjavík þarf að verða sam-
keppnisfær um framleiðslu,
hvort heldur sem miðað er við
innlenda eða erlenda kaupendur.
Við Framsóknarmenn sjáum
enga ástæðu til að bíða eftir
hruninu. Við vitum að síðan 1921
og fram til síðustu missira, hefir
tekjuhallarekstur útvegsins ver-
ið falinn með stöðugum nýjum
erlendum lántökum. Hið fyrsta
var lánið handa íslandsbanka
1921. Hið síðasta var Sogslánið,
og það allra næsta á að vera í
hitaveituna. Fjárhagseymdin er
á svo háu stigi að menn láta sér
ekki nægja að taka lán fyrir að-
fluttu efni. Það á líka að taka
lán erlendis til að borga verka-
mönnunum hér í bænum þeirra
vinnu.
Menn geta gizkað á, hver
framtíð biður hins hraðvaxandi
höfuðstaðar, ef haldið er áfram
með tekjuhallarekstri á megin-
atvinnu borgarinnar. Menn hafa
sjálfsagt veitt því eftirtekt, að
það er ráðgert að veðsetja tekjur
bæjarins sérstaklega ensku fé-
lagi, sem lánar fé í hitaveituna.
Og sú veðsetning á að gilda í
35 ár.
Framsóknarflokkurinn hefir
líka alltaf viljað veita verka-
mönnum og sjómönnum svipað-
an aðgang að starfsfé, en það
hefir alltaf strandað á öðrum.
Til þess að sjómenn og verka-
menn geti fengið starfsfé til
rekstrar stærri atvinnufyrir-
tækja, verða þeir að hafa félags-
skap um reksturinn. Það kemur
ekki að neinu gagni, þó þeim séu
lánaðar smáupphæðir hverjum
fyrir sig, ef stofna á til atvinnu-
rekstrar í stórum stil. Þess vegna
er þeim nauðsynlegt að hafa fé-
lagsskap um reksturinn, ef þeir
eiga að geta fengið starfsfé.
En verkamenn og sjómenn
hafa enn ekki skapað sér sér-
stakan aðgang að lánsfé bank-
anna, vegna þess að foringjar
kommúnista og socialista hafa
barizt gegn því með hnúum og
hnefum að efnt yrði til slíks fé-
lagsrekstrar. Bönkunum hefir
því verið nauðugur einn kostur,
að veita lánsfé sínu til fárra
stóratvinnurekenda, eða láta það
liggja ónotað.
Foringjar socialista og komm-
únista eiga því fyrst og fremst
sök á því, hvernig lánsfé bank-
anna hefir verið varið á síðustu
árum, vegna þess að þeir hafa
hindrað það með fjandskap sín-
um gegn samvinnuútgerð og
samvinnurekstri, að lánsféð gæti
runnið beint til verkamanna og
sjómanna.
Þar hafa mætzt, í einskonar
„samfylkingu“ gegn Framsókn-
arflokknum, hinn neikvæði sam-
vinnufjandskapur socialista og
kommúnista og hagsmunir stór-
atvinnurekenda í íhaldsflokkn-
um. En strax og socialistar og
kommúnistar vitrast í þessum
málum og leiðbeina verkamönn-
um og sjómönnum um stofnun
samvinnufélaga, er annist at-
vinnurekstur, hefir verið sköpuð
aðstaða til þess að veita láns-
fénu til verkamanna og sjó-
manna, en fyrr ekki.
Það stendur því á socialistum
og kommúnistum að hjálpa til
að brjóta niður þessa „harð-
stjórn bankanna“, sem þeir hafa
sjálfir átt verulegan þátt í að
skapa, og þar með hjálpa til að
framkvæma þá samþykkt sein-
asta flokksþings Framsóknar-
manna, að „fé lánsstofnananna
verði í útlánastarfseminni eftir
því sem verða má, veitt til þeirra,
sem framleiðslustörfin vinna,
bænda, sjómanna og iðnaðar-
manna og félaga þeirra, en forð-
ast sé eftir megni að veita láns-
fénu til almennings um hendur
stórra fyrirtækja".
i „AIM er betra
| en íhaldið"
| í Alþýðublaðinu 17. œprll
! 1931 birtist eftirfarandi
! bréf, sem blaðið sagði að
! konungi hefði verið sent
I daginn áður:
| „TIL KONUNGS.
Vér undirritaðir fimm
I alþingismenn, sem erum í
Alþýðuflokknum, skorum á
konung, sem samkvœmt
stjórnarskránni er œðsta
| framkvœmdavald íslenzka
ríkisins, að veita ráðuneyti
Tr. Þ. lausn þegar í stað og
skipa nýtt ráðuneyti i sam-
ráði við meirihluta Al-
þingis ... Oss er kunnugt
um, að meiri hluti þing-
f manna, sem kjörnir voru
I af miklum meirihluta kjós-
| enda í landinu, eru í full-
| kominni andstöðu við nú-
verandi stjórn OG ER
ÞINGMEIRIHLUTINN VIÐ
ÞVÍ BÚINN, AÐ BENDA
NÚ ÞEGAR í STAÐ Á
ÞINGRÆÐILEGA LEIÐ
TIL MYNDUNAR NÝS
RÁÐUNEYTIS.
Jón Baldvinson.
Héðinn Valdimarsson.
Haraldur Guðmundsson.
Sigurjón Á. Ólafsson.
Erlingur Friðjónsson“.
Fískverðið lækkað?
Fiskimálanefnd hefir tekið
upp þá nýbreytni, að selja bæj-
arbúum ýmsar tegundir af
frystum fiski. Var auglýsing um
þetta birt í blöðum bæjarins nú
fyrir áramótin. Ekki hafa þó
nein dagblaðanna vakið frekari
athygli á þessari sölu, enda þótt
hér sé um allmerkilegt atriði að
ræða.
Venjulega hefði það þótt tíð-
indum sæta, ef verð á einhverri
vöru hefði skyndilega lækkað
um allt að helmingi og varan
jafnframt framboðin með
meira hreinlæti og vinnusparn-
aði fyrir neytandann. Það er
þetta sem hér hefir átt sér stað
með aðal neyzluvöru bæjarbúa.
Allir þeir, sem kynnzt hafa
þessum fiskkaupum, munu
vafalaust óska eftir að njóta
þeirra framvegis. En í sambandi
við söluna og verðlagið á þess-
Frh. á 4. síðu.
Vegna jarðarfarar verður
skríí stoíum vorum lokað í dag
írá kl. 12-4.
Olíuverzlun íslands h. f.
H.f. Shell á Íslandí.
ÚTBREIÐIÐ NÝJA DAGBLAÐIÐ.