Nýja dagblaðið - 27.01.1938, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 27.01.1938, Blaðsíða 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ 3 Á KROSSGÖTUM NÝJA IÍAIÍBIAÐID Útgefandl: Blaðaútgáfan h.f. Ritstjóri: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. Ritst J órnarskrif stof umar: Lindargötu 1,1. Símar 4373 og 2353 Afgr. og auglýslngaskrifstofa: Hafnarstræti 16. Sími 2323. &skriftargjald kr. 2.00 á mánuði. í lausasölu 10 aura eintakið. Prentsmiðjan Edda h.f. Simi 3948. Hítaveíta Reykjavíkur Aðstaða Framsóknarflokksins til hagnýtingar jarðhitans er alkunn. Framsóknarflokkurinn hefir um mörg ár átt í harðri baráttu um það mál við mikinn hluta af þekktustu mönnum Mbl. flokksins. Þeir höfðu „ekki trú á“ heitum stöðum. Þegar liauga- skóli var byggður 1924, var hörð deila um hvort skólinn ætti að vera á fallegum köldum stað í Aðaldal, eða minna fögrum stað með jarðhita. Stefna mín í mál- inu sigraði að lokum. Síðan kom Kristneshæli, Laugarvatn, Reykholt, Reykir í Hrútafirði og jarðakaup ríkisins í Ölfusi fyrir 100 þús. kr., er mjög voru gagn- rýnd í Mbl. Nú er þar sjúkrahús hið ódýrasta á landinu í dag- legum rekstri. Þar kemur í vor garðyrkjuskóli landsins, og sveitaheimili Menntaskólans. Ráðgerð eru austur þar, stór- felld mannvirki einkum í sam- bandi við heilsuvernd og lækn- ingar. Eftir margra ára þráláta bar- áttu hafði Framsóknarílokknum tekizt að sanna svo að ekki verður á móti mælt, að jarðhit- inn var ein hin dýrmætasta auðlind, sem íslenzka þjóðin 'átti, því að auk þeirra stóru mannvirkja, sem hér hafa verið nefnd, höfðu verið gerðar um 30 sundlaugar á heitum stöðum undir forustu Framsóknar- manna. Eftir að brautin var rudd kom svo sem að sjálfsögðu til orða, að freista að hita Rvík eins og Laugarvatn, sem mestur styr hafði staðið um. Meirihluti bæj arstjórnar keypti heita vatnið á Reykjum í Mosfellssveit fyrir 150 þús. kr., og deildi enginn á þá sem fyrir því máli stóðu, þó að þau kaup virtust minna bú- mannleg heldur en hin umtöl- uðu kaup á 5 jörðum í Ölfusi með geisimiklum hita fyrir þriðjungi minna verð. En þá var líka verið að innleiða sjálfa hugmyndina um að beizla jarð- hitann. Afstaða Framsóknarmanna til hitaveitumálsins í Rvík er þess- vegna ótvíræð. Við gleðjumst yfir því að andstæðingar okkar í þessu máli eru nú orðnir læri- sveinar. Og með okkar meiri reynslu og þekkingu, sem fengin er með langri baráttu, höfum við alla aðstöðu til að geta veitt lærisveinunum stuðning yfir fyrstu og erfiðustu sporin. Þeir, sem farið hafa með þetta hitaveitumál, hafa því miður að ýmsu leyti farið við- vaningslega að. Þeir hafa ein- göngu haft viðvaninga við bor- anir á Reykjum og við áætlanir um verkið. Þeir hafa vanrækt að fá erlenda sérfræðinga frá þeim löndum þar sem reynsla er fengin með boranir og lang- ar leiðslur. Þeir hafa ákveðið að byrja á verkinu, þó að ekki væri af forgöngumönnum máls- ins gert ráð íyrir að hitinn nægði nema handa hálfum bænum. Litlu síðar komast aðr- ir kunnáttumenn bæjarins að þeirri niðurstöðu að hitinn nægi máske handa öllum bænum. Þriðji sérfræðingurinn slær því fram á verkfræðingafundi, að líklega sé bezt að bora 600 metra í Vatnsmýrinni og fá þar nægan hita handa öllum bænum. Þann- ig er enn allt á reiki með sjálft undirstöðuatriði málsins. Sig- urður Jónasson undirbjó lán- töku til Sogsvirkjunarinnar á 4 árum og Jón Þorláksson starf- aði auk þess með Sigurði í þessu efni meir en heilt ár síðast. Að lokum fékk stjórnin Jóni borgar- stjóra til ráðuneytis Sigurð Jón- asson og Jón Krabbe við sjálfa lántökuna. Sú lántaka var góð og undirbúin með framsýni og fullri gætni. Sama var um enska lánið 1930. Það hafði verið und- irbúið af ríkisstjórninni og stjórninni og stjórn Landsbank- ans í meir en tvö ár. Pétri Halldórssyni fer á annan hátt. Hann fer utan nokkru fyrir jól til London, með mikilli leynd. Nálega helmingur bæjarráðs og bæjarstjórnar vissi ekki um er- indið. En það var hvorki meira eða minna en viðleitni að fá ná- lega 5 milljónir kr. að láni handa bænum. Borgarstj. lét hvorki þjóðbankann né ríkisstjórnina vita um för sína, þó að hann vissi og hafi nú játað í útvarpsræöu, að hann verði að fá leyfi beggja aðila til lántökunnar. Eftir stutta dvöl í London kemur Pét- ur Halldórsson heim og segir að nú sé lánið fengið, aðeins ósam- ið um ýms smáatriði. Hann og vinir hans bjuggust við að þessi smáatriði myndu lagast næstu daga. En síðan eru liðnar 6 vik- ur og ekkert hefir greiðzt úr málinu. Blöð íhaldsmanna segja að annríki í fjármálaráðuneyt- inu brezka valdi því, að ekki sé fengið leyfið. Kjör þau, sem getið hefir verið um á láninu, eru ekki glæsileg. Borgarstjóri virðist hvorki vita um vexti né útboðsgengi. Kaupskylda á efni er Bretum til handa, og það sem verra er: íslendingar verða að vera undir eftirliti lánveitanda um fram- kvæmd verksins og borga fyrir það 5% af efnisverðinu, sem er mikil upphæð. Síðan ísland varð fullvalda ríki, hefir það aldrei á þann hátt verið sett undir eftir- lit. Til viðbótar virðist svo til- ætlunin að veðsetja eignir og tekjur bæjarins í þriðjung aldar. Upp úr þessu á svo að koma hitaveita í hálfan bæinn og verð jarðhitans í þessum húsum að miðast við kolaverðið sem hinir borga á sama tíma. Aldrei hefir slíkt gáleysi komið fram í undirbúningi nokkurrar hitaveitu hér á landi. Og allar hinar eldri hitaveitur utan Rvík- „Samfylkingin“ og lýðrœðið. „Samfylkingin" segist vilja vernda og efla lýðræðið. En það þarf ekki að nefna mörg dæmi til að afsanna þann fagurgala. Á seinasta hausti vildu kom- múnistar ekki sameinast Al- þýðuflokknum af því nýi flokk- urinn átti að vera lýðræðis- flokkur og enn standa þeir und- ir yfixráðum byltingarmið- stjórnarinnar í Moskva. — Á Al- þýðusambandsþinginu í fyrra- haust höfnuðu kjósendur Al- þýðuflokksins „samvinnu“ við kommúnista í eitt skipti fyrir öll. Nokkrum mánuðum seinna lætur Héðinn stjórn Alþýðu- flokksins fara að semja við kom- múnista og fótumtroða þannig lýðræðið í Alþýðuflokknum. Á seinasta þingi Alþýðusambands- ins var samþykkt að bjóða kom- múnistum „sameiningu" en hafna allri „samfylkingu“, hvort heldur væri í bæjarstjórnar- kosningum eða á öðrum vett- vangi (sbr. bréf J. Bald. og Stef. Jóh. Stef. til kommúnista). Tveim mánuðum seinna ein- skisvirðir Héðinn og nokkrir félagar hans þennan vilja Al- þýðusambandsþingsins og býð- ux fram sameiginlega lista með kommúnistum. Héðinn hefir þannig sýnt það tvívegis, að hann einskisvirðir lýðræðið í Alþýðufl. Hver treystir þá hon- um og kommúnistum til að virða lýðræði og stjórnskipulag þjóð- arinnar? ur, hafa orðið geysilega mikið ódýrari en kolahitun. Lærisvein- anrir hafa auðsýnilega farið of snemma frá knjám lærifeðranna, og treyst meir en mátti á reynsluleysi sitt. Það hefir verið vanrækt að fá reynda sérfræð- inga til rannsókna og borana, eins og vel var vandað til með Sogið. Aðrar hitalindir en Reykir eru látnar óathugaðar, nema af viðvaningum, sem bæjarstjórn hafði ráð á. Lagt er út í að á- kveða leiðslu til bæjarins í þeirri trú, að hitunin nægi aðeins hálf- um bænum. Síðan kemur í ljós að rannsóknirnar eru svo laus- legar, að talið er líklegt, að hálf- ur hiti nægi í allan bæinn. Enn er óvíst, hvort nokkurt verulegt meira vatn fæst á Reykjum. — Borgarstjóri, sem er á allan hátt fullkominn viðvaningur í allri fjármálaleit í London, fer þang- að einn. Þar sem Jóni Þorláks- syni þótti sér hæfa að hafa tvo kunnuga með við lánssamning- inn í Svíþjóð, þá er Pétur Hall- dórsson einn og að því er virðist undirbúningslaus í London. Að- ferð hans að þjóta út í lánsferð sína bak við helming bæjar- stjórnar, þjóðbankann og lands- stjórnina, ber vott um vanþroska á háu stigi, og litla þekkingu á hvað hæfir og hentar manni, sem hefir með höndum svo vanda- samt málefni. Viðvaningsháttur borgarstjóra kemur enn fram í því að fullyrða of mikið þegar hann kemur heim og stendur svo rá^'þrota allan tímann síðan, Hitaveitulánið. íhaldsblöðin eru alltaf að guma af því, að borgarstjórinn sé búinn að tryggja öruggt lán til hitaveitunnar. Hvort þetta er rétt eða venjuleg kosninga- lygi, skal ekki fullyrt um að svo stöddu. En hitt er víst, að borg- arstjórinn er orðinn marg- sinnis ósannindamaður í þessu lántökumáli. Hann lofaði því fyrst, að frá lánssamningunum yrði gengið fyrir áramót og meginhluti lánsins greiddur í þessum mánuði. Enginn láns- samningur hefir þó verið gerður enn og ekki einn einasti eyrir verið greiddur af láninu. Það, sem gerir þetta skrif um hitaveitulánið tortryggilegt, ’er einkum það, að aldrei er minnst á lánskjörin. Borgarstjóri hefir að vísu sagt, að til umboðsmanna við efnisinnkaup skyldu renna 2% af lánsupphæðinni (5% af % hlutum lánsins) og til eftir- litsmarina verksins 3%. Hann hefir sagt, að ekkert sé endan- lega ákveðið um sölugengi skuldabréfanna, en hann voni að það verði svipað og á Sogslán- inu, eða 92%%. í skýrslu sinni hefir hann aldrei getið um stimpilgjald, sem er 2%, og um- boðslaun, sem munu aldrei verða minni en 2%. Samkvæmt þessu eru afföllin or'ðin 16%%, en það þýðir að af hverjum 100 krónum fœr Reykjavik ekki útborgaðar nema 83 krónur og 33 aura. Það er meira ókjaralán, en nokkur opinber stofnun hérlend- þegar spurt er um lánið og kjör- in. — Mjög leiðinleg og óviðeigandi aðferð er að taka lán erlendis, nema fyrir efni í hitaveituna. Lítill vafi er á að borgarstjóri hefði getað fengið innlent lán hjá efnamönnum Rvíkur til að standast innlendan kostnað. Sjálfstæðisnafnið fer ekki vel á mönnum, sem binda landinu ó- þarfa skuldabagga erlendis. Það er leiðinlegt, að meirihluti bæjarstjórnar hefir farið svo við- vaningslega að við framkvæmd þessa máls. Það má jafnvel telj- ast vafasamt, hvort svarið verð- ur hagstætt, er það loks kemur frá Bretastjórn. Sjálfsagt er þó að vona hið bezta. AÖ líkindum væri bezt ef úr rætist með lánið, að byrja á að leggja strax í vor hitaleiðslu um bæinn, en fá á meðan ítalska sérfræðinga til að rannsaka hitaskilyrðin sem um er að velja og standa fyrir bor- unum þar sem með þarf. Taka síðan málið fyrir með fullum krafti, útvega hita í allan bæinn og úthverfin, og hafa nokkra stækkunarmöguleika. Taka í öllu þannig á hitaveitunni, að allir bæjarbúar fái hitann frá móður jörð miklu ódýrari en frá kola- eldi. Á þann hátt einan má láta hitaveituna minnka dýrtíðina í bænum, og stíga stórt spor í þá átt, að Reykjavík geti í fram- leiðslu keppt við aðrar borgir. En það er undirstaðan undir fram- tíðarlífi bæjarins. J. J. is hefir áður tekið í útlöndum. Þess ber ennfremur að gæta, að sölugengi bréfanna getur|orðið enn óhagstæðara og a. m. k. er það víst, að hefði borgarstjóri von um hagstæðara sölugengi, væri hann búinn að segja frá því. Bæjarbúar krefjast fullkom- innar skýrslu um þetta lántöku- mál borgarstjórans nú fyrir kosningarnar. Er lánið öruggt? Hver eru lánskjörin? Eða fer borgarstjórinn með lygar og blekkingar til að geta tafið hita- veituna framvegis eins og íhald- ið hefir þvælzt fyrir henni und- anfarin ár? Starfsskrá kommúnista. Alþýðubl. er öðru hverju að halda því fram, að Stefán Jóh. Stefánsson, Haraldur Guðm. og fleiri slíkir Alþýðuflokksmenn hafi gengið til samstarfs við kommúnista af frjálsum og fús- um vilja. Það þarf ekki að nefna mörg dæmi til þess að afsanna þetta. Alþýðubl. skýrði sjálft frá atkvæðagreiðslunni i fulltrúa- ráðinu um menn á „samfylking- arlistanum“. Sú atkvæðagreiðsla sýndi að Héðinn og kommúnist- ar fengu nær helmingi færri at- kvæði en Stefán Jóhann og aðr- ir þeir, sem voru á móti sam- fylkingu. En meira áberandi hef- ir þetta orðið i sambandi við hina sameiginlegu starfsskrá „samfylkingarinnar". Stefán Jóh., Ólafur Friðriksson og fl. gætnir Alþýðuflokksmenn börð- ust gegn henni eins og ljón í fulltrúaráði verklýðsfélaganna. En Héðinn hafði mótmæli þeirra að engu, og starfsskráin vár samþykkt með 37 : 19 atkv. Alþýðublaðið tók þá upp þykkju fyrir minnihlutamennina og hefir neitað að birta starf- skrána. Betur getur það ekki auglýst undirokun Alþýðuflokks- ins og yfirráð Héðins og komm- únistanna. Alþýðufl. er um þess- ar mundir í einskonar fangelsi Héðins og kommúnistanna. Eina leiðin til að losa hann úr fang- elsinu og gera hann frjálsan aft- ur, er að láta Héðinn og komm- únistana bíða ósigur í bæjar- stjórnarkosningunum. Eftir því, sem fylgi þeirra verður minna, eyðist máttur þeirra, sem vilja beygja Alþfl. undir vald Héðins og Moskvaliðsins. Það verða all- ir Alþýðuflokksmenn að hafa hugfast. Moggi gerir grín að Kobba. Alkunn er sagan af Erlendi í Tungunesi, þegar hann sagði við kaupamann sinn, sem skar mik- ið af ljámúsum: „Mikið er slegið og vel er slegið — en samt held ég að þú sláir betur á morgun.“ Nú hælir Moggi ræðumennsku ihaldsins við útvarpsumræðurn- ar: „Mikið er talað og vel er tal- að og fullur er orðabelgurinn.“ Treystir Moggi ekki hlustendum til að heyra það sjálfa, að Kobbi talaðá „bara agalega vel“ og sló öll met i ræðumennsku sem hing- að til hafa verið sett í útvarp- inu. aðeins Loftur.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.