Nýja dagblaðið


Nýja dagblaðið - 27.01.1938, Qupperneq 4

Nýja dagblaðið - 27.01.1938, Qupperneq 4
REYKJAVÍK, 27. JANÚAR 1938 6. ÁRGANGUR — 21. BLAÐ NYJA DAGBLAÐIÐ ,V.V.Wr„mi„ n'' .V.V.V. '.w.vAwamla 1*10 w.v.v l Kvikmynda jj \ stjarnan \ % Fjörug Ogr afar spennandi I; amerísk gamanmynd. !' ■í Aðalhlutverkin leika jj ■Í MAE WEST, ■: WARREN WILLIAMS OG í ■: RANDOLPH SCOTT. í í :■ V.V.V.V.,.V.VAWAVA,.V.V Umbætur í iátækramálunum Framh. af 1. slðu. tækraframfærið aukizt eins gíf- urlega og raun ber vitni, án nokkurra tilrauna til úrbóta af þess hálfu. Frá sósíalistum og kommún- istum er heldur ekki viðreisnar að vænta. Þeir hafa ekki borið fram aðrar kröfur í þessu máli en að hækka framlög bæjarins til fátækraframfæris og at- vinnubótavinnu, svo vinnufær- um þurfalingum geti fjölgað sem auðveldlegast. Nú seinast gera þeir kröfu um það í sam- eiginlegri stefnuskrá, að þurfa- lingarnir fái útborgað frá bæn- um eftir föstum taxta, svo þeir þurfi ekki annað en að fara á bæjarskrifstofuna og heimta peningana samkvæmt honum. Öllum hlýtur að vera Ijóst, að af slíku fyrirkomulagi hlyti að leiða stórfelda aukningu fá- tækraframfærslunnar. Fá- tækrastjórnin gæti í greiðslum til þurfalinganna ekki tekið til- lit til hinnar mismunandi að- stöðu þeirra og þurfalingum væri gert lífið algerlega á- hyggjulaust með því að tryggja þeim fast framfæri, hversu bág- lega, sem þeim stéttum vegnaði, er vinna að framleiðslunni og skapa þjóðartekjurnar. Undir slíku fyrirkomulagi færu at- orkulitlir menn beinlínis að ger- ast þurfalingar af ásettu ráði til að geta lifað áhyggjulitlu og fyrirhafnarlausu lífi. Þessi ábyrgðarlausa afstaða f- haldsins og „samfylkingarinn- ar“ á rætur sínar í því, að þurfamennirnir eru orðnir svo stór hluti kjósendanna, að meirihlutinn í bæjarstjórninni getur oltið á atkvæðum þeirra. Þessvegna meta þessir flokkar meira að geta „boðið í“ atkvæði þurfamannanna en að berjast fyrir viðreisn í fjárhagslífi bæj- arins, sem alltaf hlýtur að skapa talsverða óánægju hjá hinum vinnufæru þurfamönn- um, vegna þess hversu þessum málum er nú komið. Framsóknarflokk- urinn einn getnr haft forystuna. Það hefir sýnt sig ljóslega í kosningabaráttunni, að Fram- sóknarflokknum einum er treystandi til forystu í þessum Funcflur fyrír stuðníngsmenn B-lístans verður í K.R.-húsínuíkvöldkL8,30 Margir ræðumenn! Mætið stundvíslega! B-listÍnn. Skemmtiiundur fyrir stuðningsmenn B-listans verður a® SIó- tel Borg' aiiiiaó kvöld og Iiefst liann kl. S.1S stundvíslega. Shemmtiatri&i verða: 1. FRAMSÓKAARVIST spiluð. 2. RÆÐIIR. IVokkrir af beztu ræðumönniim flokksins flytja stuttar ræður. 3. SKEGGAMYNDIR. „Gamla og nýja and- Iitið.“ 4. SÖNGER. Rjóðsöngur Reykjavíkur o. fl. 5. BAYS. Aðgöngumíðar kosta ema krónu. og eru seldir á skrifstofu B-listans í Ilafnar- stræti 16. Aauðsynlegt er að menn tryggi sér miða í dag og tímanlega á morgun, því aðsóknin verður mikil. Mœtið stundvíslegu! KOSAIAGANÍEFADIA. málum. Hann er eini flokkur- inn, sem ekki hefir látið at- kvæði þurfamannanna ráða neinu um afstöðu sína til þess- ara mála. Hann hefir krafizt þess, að það yrði opinbert með útgáfu prentaðra skýrslna, hverjir nytu fátækraframfæris og atvinnu- bótavinnu. Þannig yrði mönnum gert ókleift að misnota þessa hjálp bæjarins vegna leyndar- innar, sem nú ríkir í þessum málum og hvergi þekkist á land- inu nema í Reykjavík. í öllum. sveitum, kauptúnum og öðrum bæj arf élögum, er skattgreið- endum kunnugt, hverjir njóta sveitarstyrks og með því er skapað sterkt aðhald. Hann hefir krafizt þess, að sett yrði upp innkaupastofnun, sem . keypti. nauðsynjar fyrir þurfamenn. Með því myndi nást mikill sparna.ður eins og sam- eiginleg innkaup ríkisstofnan- anna hafa bezt sannað. Hann hefir krafizt þess að komið yrði upp saumastofu, þar sem unnin yrðu föt á þurfalinga og þeir gætu fengið vinnu. Jafn- framt hefir hann barizt fyrir almenningseldhúsi og mötu- neyti, þar sem styrkþegar geta fengið ódýrar máltíðir. Hann hefir krafizt þess að bærinn reyndi eftir megni að út- vega vinnufærum þurfalingum vinnu í stað þess að veita þeim beina styrki. Og megináherzlu hefir hann lagt á það, að fátæk- um og vinnusömum fjölskyld- um, sem sýnt hafa áhuga fyrir því að vera sjálfbjarga og þurfa ekki að þiggja af sveit, sé hjálp- að eftir megni til að rétta við fjárhag sinn með því að útvega þeim arðbæra atvinnu. Það á að verðlauna sjálfsbjargarviðleitni þessa fólks, og hjálpa því til að sigrast á örðugleikunum. Reykvíkingar! thugið þessi mál vel fyrir bæjarstjórnar- kosningarnar og afstöðu flokk- anna til þeirra. Og þið munuð komast að þeirri niðurstöðu, að það er ekki nema ein leið til viðréttingar í þessum efnum. Hún er sú, að hnekkja meira- hluta íhaldsins og fela Fram- sóknarflokknum úrslitavaldið í bæjarstjórn Reykjavíkur. X við IS-lisiaim. K AU PIB Landbúnaður í V estmanna eyjum Framh. af 1. slðu. í samvinnu við Búnaðarfélag íslands og ríkið, sem er jarðeigandinn. Einn af stjórnendum Búnaðarfélags- ins, Hannes Sigurðsson bóndi í Brim- hólum, hefir fundið upp nýja gerð af jötuútbúnaði í fjós. Hreyfanlegar jötur, sem gerir það að verkum, að kýrnar óhreinka ekki básana, heldur haldast þeir alltaf þurrir og hreinir. Ég hefi aldrei séð eins fallega um- gengið fjós og hjá Hannesi. Kýrnar hreinar niður á klaufir, básarnir minntu mest á fallega hirt gólf í göml- um bæjum, sem stráð er hvítum spón- um. Hannes hefir tekið einkaleyfi á uppfinningu sinni. Nú er verið að reyna þennan nýja útbúnað á Vífilsstöðum að tilhlutun Búnaðarfélags íslands. Mér kæmi ekki á óvart, þótt reynslan kunni að leiða það í ljós, að Hannes Sigurðsson hafi fundið þarna merki- lega en einfalda lausn á því að bæta hreinlæti 1 fjósum til stórra muna og um leið fá hreinni og heilnæmari mjólk. Ef svo reyndist, verður hið opinbera að launa honum ríflega. Á fundi sem ég hélt með stjórn bún- aðarfélagsins og nokkrum öðrum á- hugamönnum, var rætt um þessi mál, sem ég hefi hér nefnt. Auk þess var talað um stofnun nautgriparæktarfé- lags og fóðurbirgðafélags. Búnaðarfé- lagið hefir að undanförnu haft með höndum útvegun á fóðurbæti fyrir fé- lagsmenn sína og á þann hátt fengið fóðurbætinn við vægara verði en ella. Eru líkur til þess að þeir hið bráðasta breyti þessum þætti starfs búnaðarfé- lagsins í algjört fóðurbirgðafélag. Rúmið leyfir ekki, að fleira sé sagt frá búnaðarháttum í Vestmannaeyjum, þótt margt sé til. Mikið var rætt um bæjarstjórnarkosningarnar á sunnu- daginn kemur. Það sem þótti mestum tíðindum sæta í sambandi við þær, var hið mikla fylgi sem listi Framsóknar- flokksins, sem ekki hefir fyrr haft í kjöri í Vestmannaeyjum, virtist hafa þar. Var auðfundið, að bændur og aðr- ir þeir, er einhverskonar landbúnað stunda í Eyjum, hnigu nær óskiptir til fylgis við lista Framsóknarflokksins, en auk þess virtist Framsóknarflokk- urinn hafa allmikið fylgi meðal út- gerðarmanna og verkamanna, enda er slíkt sízt að undra, þegar þess er gætt, að útgerðarmenn i Eyjum hafa tekið upp hætti samvinnumanna í mörgum félagsmálum sínum og yfirleitt gefizt vel. Steingr. Steinþórsson. Bæjarlan díd Framh. af 1. slðu. illa staddir, ef þeir ættu að treysta að miklu leyti á sína eigin mjólkurfram- leiðslu. Margt bendir til þess, að svo sé dýrt að framleiða mjólk á bæjarlandinu, að hyggilegra væri að nota það til garð- ræktar heldur en grasræktar. Skal ég bregða upp dálitlu dæmi því til skýr- ingar. Það er mjög gott, fáist fóður fyrir eina kú yfir árið af einum hektara lands. Mjólki svo kýrin 3000 lítra yfir árið, sem er nálægt því að vera meðal kýrnyt, og fái eigandi hennar 30 aura íyrir líterinn, þá er það kr. 900.00 brúttó yfir árið. Sé aftur á móti sáð kartöílum í einn hektara lands, er mjög sæmilegt að fá 250 tunnur af kartöflum úr honum og væri tunnan reiknuð á 20 kr., þá eru það 5000 kr. brúttó, sem hektarinn gæfi af sér. Þó að tilkostnaðurinn við að rækta kartöflur á sama lnadi sé talsvert meiri heldur en að rækta þar gras, þá er hann mestur í vinnu og ætti það wav Aýja ISio AVAW. Hæltulegj kona í Mikilfengleg amerísk kvik- ;■ mynd. Aðalhlutverkin leika í ;■ FRANCHOTT TONE :■ :■ og ;i ■: BETTE DAVIES, ■; leikkonan fræga, sem Am- \ ;í eríkumenn dáðst að sem jí sinni fremstu karakter- ;í leikkonum. I; Aukamynd: í :• Rorah Mmevilcli !; hinn heimsfrægi munn- ;■ í; hörpusnillingur og hljóm- J; ;: sveit hans leika nokkur í; ;! fögur lög. í; í Börn fá ekki aðgang. £ WAV.WAVAVAVAVAV.V LÉREFTSTESKER hreinar og heillegar, (mega vera mislitar), kaupir Prentsmiðjan EDDA h.f., Lindar- götu 1D. Flugsamgongur Afköst Waco-flugvéla. Bj örgvinjarbúar eiga m. a. eina sams konar flugvél og Akureyringamir hafa nú keypt. Á fjórum mánuðum í sumar flaug hún með samtals 4250 farþega, mestmegnis skemmtiflug með ferða- menn af erlendum ferðamannaskipum, en auk þess 23 langferðir og 3 ferðir tli sjúkraflutninga. Má af þessu marka afköst þessara véla, þar sem aðstaða til flugs er fullkomin. Fyrir fjórum árum. Hollenzkt félag hafði fyrir fjórum ár- um ákveðið farþegaflug til íslands með hraðskreiðri landflugvél. Farmiðarnir runnu út, en þá barst símskeyti frá íslandi: „Ekki hægt að lenda landflugvél í Reykjavík." Og enn er svarið sama. Enskur maður, Lord Davies að nafni, hefir nýlega snúið sér til hollenzks flugfélags um upplýsingar um fram- kvæmd á einkaflugi til íslands í júní- mánuði næstkomandi, fyrir sig og þrjá förunauta sína. Hefir flugmálaráðu- nautnum íslenzka, Agnar Kofoed-Han- sen verið skrifað um máliö. Svar hans hlýtur að verða eitthvað á þessa leið: „Nothæfur flugvöllur ekki fyrir hendi og sjóflugskýli sem kostaði á sínum tíma 80 þús. kr. hefir ekki verið haldið við.“ ekki að koma sér illa í atvinnuleysinu.. Síðan Framsóknarmenn beittu sér fyrir kartöfluverðlaununum, byggingu markaðsskála, hefting á aðflutningi á kartöflum og öðrum garðávöxtum, ligg- ur beint við fyrir Reykvíkinga að auka garðrækt sína og þar með auka stór- kostlega atvinnu bæjarbúa. En til þess að það verði gert, þarf athafnamenn í bæjarstjórn, en ekki hálfsofandi íhald eða „yfirspennta" Moskvadýrkendur. Kári.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.