Nýja dagblaðið


Nýja dagblaðið - 29.01.1938, Qupperneq 2

Nýja dagblaðið - 29.01.1938, Qupperneq 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ B-listinn Hafnarstræti 16 Símar: 1529 og 1629. Rógi Morgunblaðsíns um Mjólkursamsöluna . hrundið Hvað gerir ílialdii fvrir æskumenn? Reynzla atvínnulauss æskumanns, sem veríð hefír veíkur í þrjú ár Morgunblaðið birtir í fyrra- dag reikning frá Guðmundi nokkrum á Hvítanesi um við- skipti hans við Mjólkursamsöl- una í júlímánuði. Alls hafði hann lagt inn 305% I. í þessum mánuði og fengið fyrir þá kr. 81.87 eða 26.8 aura fyrir lítra. En frá þessu dragast kr. 9.17 í vinnsluafföll, kr. 11,88 vegna þess að mjólkin hefir verið það léleg, að hún lenti í 3. og 4. flokki, og kr. 11.46 í flutnings- kostnað. f eftirfarandi greinargerð er sýnt fram á, að þessi frádráttur er á engan hátt Mjólkursamsöl- unni að kenna. Vinnsluafföllin stafa af því að mjólkurfram- leiðendur vestan heiðar flytja of mikla mjólk yfir sumarmán- uði og fá vitanlega minna fyrir mjólk, sem ostar og skyr er unnið úr, en sjálfa neyzlumjólk- ina. Hinsvegar verða engin eða miklu minni vinnsluafföll hjá þeim yfir vetrarmánuðina, því þá senda þeir of lítið af mjólk hingað, svo sækja verður hana austur yfir fjall, þegar erfiðast er um flutninga. Afföll vegna lélegrar mjólkur, er vitanlega framleiðendum sjálfum að kenna og getur enginn með með réttu heimtað 1. fl. verð fyrir 3. og 4. vöru. Flutnings- kostnaðurinn er Samsölunni ó- viðkomandi, því hún ræður engu um flutningana, en ann- ast aðeins reikningshald fyrir þá, sem annast þá. Á árinu 1937 hefir Mjólkur- samsalan selt sem neyzlumjólk 4.989.268 ltr. Á sama tíma hefir mjólkurstöðin tekið á móti mjólk frá mjólkurframleiðend- um í bæjarlandi Reykjavíkur meðlimum Mjólkursamlags Kjal arnesþings, þar með Guðm. Guðmundssyni, Hvítanesi, sam- tals 4.331.343 ltr. eða 657.925 ltr. minna en selt hefir verið. Þar sem það er nú svo, eins og téðum framleiðendum er eða má vera fullkunnugt, að engin mjólk er tekin frá öðrum en ofangreindum framleiðendum, svo lengi sem þeir fullnægja markaðsþörfinni, er það þeirra „skipulag", en ekki annara, sem veldur því, að þeir fá nokkur vinnsluafföll á mjólk, sem nothæf er sem neyzlumjólk, um- fram það, sem eðlileg og nauð- synleg varamjólk í stöðinni gef- ur tilefni til. í júlímánuði 1937, en það er sá mánuður sem reikningurin tekur til, senda framleiðendur svo mikla mjólk til stöðvarinnar, að vinna þarf úr tæpum 90 þús. lítrum. — Verðfalls- og vinnslu- kostnaðarhluti Guðmundar í Hvítanesi, af þessari mjólk, því hafa numið kr. 9,17, svo sem tilfært er á reikningunum. En strax í næsta mánuði (ágúst) er mjólkurframleiðsla þeirra það mikið minni, að fá verður um 40 þúsund lítra frá vinslubúunum til að fullnægja markaðsþörfinni, þrátt fyrir það, þótt mjólkursala hér í bænum væri svo að segja nákvæmlega jafnhá í nefndum tveim mánuð- um. Þá mánuði, sem eftir voru af árinu 1937 varð að fá mjólk frá vinnslubúunum, vegna skorts á mjólk hér vestan heiðar, svo sem hér greinir: í september 171.889 ltr. — í október 256.081% Itr., (en það er miklum mun meira en helmingur af sölunni þann mánuð). í nóvember 200.528% ltr. — í desember 153.457 ltr. — Og enn þann dag í dag verð- ur að flytja talsverða mjólk dag- lega frá vinnslubúunum, til þess að fullnægja markaðsþörfinni hér, þrátt fyrir það, þótt Hellis- heiði sé nú algerlega ófær bif- reiðum og brjótast verði því með vörurnar á sleðum. Um aðra frádáttarliði á reikn- ingi Guðmundar í Hvítanesi þarf varla margt að segja þeim, sem hann vilja lesa. Það mætti þó vekja eftirtekt einhverra á málflutningi Morgunblaðsins, að skyrið, sem Guðmundur hef- ir fengið, er talið einskisvirði og því dregið frá sem kostnaður. Þá mætti það einnig vekja at- hygli, að Morgunbl. telur sjálf- sagt, að mjólk, sem framleið- | endur gera, að 3. og 4. flokks j vöru, sé greidd jafnháu verði og fyrsta flokks neyzlumjólk og þetta, þótt bannaö sé að selja 4. flokks mjólk sem neyzlumjólk. Um aksturskostnaðinn er það eitt að segja, að þar hefir Mjólk- urstöðin enga íhlutun. Flestir meðlimir Mjólkursamlags Kjal- arnesþings munu hafa samn- inga um flutning mjólkurinn- ar við Mjólkurfélag Reykjavík- ur, og þeir, sem mjólk senda frá Akranesi, hafa, eftir því sem bezt er vitað, samning við bíl- stjóra þar og skipið „Fagranes". Eitt hið alvarlegasta mál hvers hugsandi manns er atvinnuleysi ungra alþýðumanna í Reykj avík. Ég, sem þessar línur rita, hefi ekki farið varhluta af þeirri staðreynd, að framtíð æsku- manna á blómaskeiði lífsins er hreint og beint stefnt í voða. Ég á son á tuttugasta ári, góðum hæfileikum búinn, sem hefir orðið fyrir því mótlæti að vera heilsulaus í 3 ár, eða þar til síð- astliðið sumar, að hann mátti fara að vinna létta vinnu. Þenn- an son minn hafði ég sett allt mitt traust á, því að hann er elztur af þrem'ur börnum mínum. Ég hafði hann á heimili mínu gegnum öll hans veikindi og lá hann þar tvær þungar legur, samtals tuttugu og sex vikur. Ég barðist gegn því að þurfa að þiggja fátækrastyrk með honum, en hins vegar hafði ég þó engar fjárhagsástæður til að undir- halda hann sjúkling. Ég treysti því, að sú stund kæmi, að hann fengi aftur heilsu, og þá hélt ég, að- allt væri yfirstigið, sem hafði valdið mér erfiðleikum og á- hyggjum. Hvernig hefir nú bæjarfélagið svo tekið á móti þessum æsku- manni, öreiga eftir þriggja ára veikindi, Hann hefir leitað sér atvinnu á fjölmörgum stöðum, en alstaðar verið neitað. Hann sótti um atvinnubótavinnu í haust. Það var tekin skýrsla af honum um efnahag og ástæður. Þrátt fyrir að dagpeningar hans voru reiknaðir 90 aurar á dag, innifaldar þar í allar þarfir ut- an meðöl og læknishjálp, varð skuld hans eftir þetta veikinda- tímabil 3000 — þrjú þúsund krónur. — Skýrsla þessi hefir svo vitanlega gengið boðleiðina Þau ein afskipti hefir mjólkur- stöðin af téðum aksturskostn- aði, að hún, eftir beiðni fram- leiðendanna, hefir tekið að sér að að reikna þennan kostnað út hjá hverjum framleiðanda, eftir því sem þeir segja fyrir um, halda síðan upphæðunum eftir og greiða þær þeim, sem tekið hafa flutninginn að sér, en á þann hátt, geta þeir gengið að þessari greiðslu samanlagðri á einum stað, í stað þess að öðrum kosti, að þurfa að innheimta þau hjá hverjum einstökum. til bæjarstjórnar. Maður skyldi nú ætla að þessi piltur hefði verið látinn ganga fyrir at- vinnubótavinnu. En hvað skeð- ur? Átta daga hefir hann fengið atvinnubótavinnu með fjögra tíma vinnu á dag. Ætli að sjálfstæðiskonunum þyki þetta ekki þunnur viðurgerningur til handa sonum sínum. Ég veit ekki. Hitt er öllum vitanlegt, að atvinnubótavinna er alls ekki ætluð einhleypum mönnum, fjölskyldufeður eiga að sitja í ; fyrirrúmi fyrir vinnunni. Þetta i er eins og önnur framsýni og ' ráðdeild þeirra, sem með bæj- armálin fara. Þeir vita að þótt allslausum æskumanni sé neit- að um atvinnubótavinnu, þá muni þeix ekki segja sig til sveitar fyr en í fulla hnefana. Flestir æskumenn eru svo stórir í eðli sínu, að það er í þeirra augum hin dýpsta niðurlæging að segja sig til sveitar í fullu fjöri, og líða heldur hið mesta harðrétti. Með öðrum oxðum, þessir menn eru settir með ró- legri yfirvegun á „guð og gadd- inn“ af forráðamönnum Reyk- javíkur. Þannig hafa þeir sömu menn sett framtíðarmerki sitt á höfuðborg landsins á fleiri sviðum í líkum stíl og þetta. En meðan þetta gerist, er læ- vísu baknagi um harðneskju í garð fátæklinga sent gegn þeim manni, sem hefir sýnt þeim veiku og undirokuðu meiri skilning og mannúð en aðrir. Ég spyr bara: Hver var það, sem bætti á margan hátt líðan holdsveiku sjúklinganna á Laugarnesi, eftir að gamla í- haldsstj órnin, sem skellt hafði skollaeyrunum við réttlátum kröfum þeirra, var fallin? Hver lét reisa hæli yfir berklasjúkl- inga, sem hvergi áttu höfði sínu að að halla, þegar af Vífils- staðahælinu kom? Hver tók málstað Vífilsstaðasjúklinganna forðum daga? Hverjir byggðu útvarpsstöðina, sem kannske er þjáðum og einangruðum sjúkl- ingum og aldurhnignu fólki dýr- mætari en öðrum mönnum? Hver hefir stærstu taki lyft í skólamálum landsins og unnið mest í þágu alþýðumenntunar- innar? Það er maðurinn, sem nú ætlar af nýjum krafti að vinna að því að setj a nýtt andlit á Reykjavík. Gagnvart þeim sama manni segja sumar Sjálf- stæðiskonur, að sú sé ósk sin heitust, að fá hann á pönn- una hjá sér. Sjálfstæðismenn- irnir hafa hinsvegar, með stjórn sinni á bæj armálunum, leitt atvinnuleysið yfir marga æsku- mennina í bænum, dæmt þá til athafnaleysis og örbirgðar, eins og áður hefir verið lýst. Þér mæður í alþýðustétt, ég skírskota máli mínu til yðar. Hvaða menn eru líklegastir til að veita sonum yðar og dætrum beztu framtíðarskilyrðin? Gef- ið aðeins gaum að verkum þeirra manna, sem framboðs- listana skipa. Efsti maður B- listans er bx-autryðjandi æsk- unnar íslenzku. Móðir. Þeir, sem vilja starfa íyrir B-lístann við kosnínguna á morgun í kjör- deíldum, á skrífstofu eða annars- staðar, eru beðnlr að mæta í Sam- bandshásínu eftír kL 8 í kvöld, eða gefa sig fram í síma 1529 og 1629* Shrifstofa B-listans verður á morgun í Sambandshúsinu á 3« hæð. Símar: 1529 - 1629 - 2253 - 2353 - 2890.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.