Nýja dagblaðið - 01.02.1938, Síða 1

Nýja dagblaðið - 01.02.1938, Síða 1
ID/s\G»IBIL?MÐIHÐ 6. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 1. febrúar 1938. 25. blað ANNALL 32. dagur ársins. Sólaruppkoma kl. 9, 12. Sólarlag kl. 4,10. — Árdegisháflæður í Reykjavík kl. 5,50. Ljósatími bifreiða er frá kl. 4,25 síðdegis tll kl. 8,55 að morgni. Dagskrá útvarpsins: Kl. 8,30 Dönskukennsla. 10,00 Veður- fregnir. 12,00 Hádegisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 18,45 Þýzkukennsla. 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Hljómplötur: Söng- lög úr tónmyndum.. 19,40 Auglýslngar. 19,15 Fréttir. 20,15 Húsmæðratími: Mis- munandi uppeldi drengsins og stúlk- unnar, II (frú Aðalbjörg Sigurðar- dóttir). 20,35 Bindindismálakvöld (Stórstúka íslands og Samband bind- indisfélaga í skólum): Ávörp og ræður, söngur og hljóðfæraleikur. Tveir bifreiðaárekstrar urðu á sunnudag árdegis, áður en tekið var að aka fólki til kjörstaðar. Verulegar skemmdir urðu þó ekki á bifreiðunum. Seint um kvöldið varð kona fyrir bifreið á Vesturgötunnl. Féll hún á steinlagningu og hlaut meiðsli af, en þó ekki alvarleg. Önnur slys hafa ekki hlotizt af hinni miklu um- ferð, svo að kunnugt sé, enda var sterkur lögregluvörður allsstaðar þar sem umferð og slysahætta var mest. Glímufélagið Ármann heldur skemmtifund i Iðnó niðri í kvöld kl. 9. Þar fer fram kappglíma um Ármannsskjöldinn og útskýrð hin ágæta skíðakvikmynd í. R., en þá mynd þurfa allir Ármenningar, sem iðka skíðaíþrótt, að sjá. Ennfremur ýmis- legt fleira til skemmtimar. Afgreiðsla blaðsins er flutt á Lindargötu 1D. Fangi sker af sér fingur með borðhníf. Magnús Gíslason, strokufanginn al- kunni, hefir um hrið setið í varðhaldl í hegningarhúsinu, vegna rannsóknar í þjófnaðarmáli. Á föstudag var honum að venju borinn hádegisverður inn tólfleytið, en er aftur var komið inn til hans, hafði hann sargað af sér tvo fremstu köggla annars litla fingurs með borðhnífnum. Héngu þeir við fingurinn á skinntaug. Var farið með fangann á Landsspitalann og búið þar um áverkann, en síðan var hann flutt- ur í varðhaldið að nýju. Magnús hefir tvívegis áður framið svipaðar „aðgerð- ir“ á sjálfur sér. í fangelsi í Kaup- mannahöfn ætlaði hann eitt sinn að skera á slagæðina. í annað skipti skaut hann í vöðva annars framhandleggsins. t það sinn var hann staddur suður með sjó. Aðalfundur Bátaábirgðafélags Vestmannaeyja var haldinn í siðastliðnum desem- bermánuði, endurgreidd voru 30% af iðgjöldum öllum, sem endanleg ið- gjaldagreiðsla félagsmanna varð 3%% og sparar það Vestmannaeyjaflotanum yfir 60.000 kr. á árinu, miðað við ið- gjöld Samábirgðarinnar og Sjóvá- tryggingarfélagsins. Auk þess að fé- lagsmenn njóta ýmsra annara hlunn- inda, þannig fá þeir án aukagreiðslu tryggðar talsstöðvar í bátunum, öll brot sem nema 100 krónum eru bætt og hverjum bát lánaðar kr. 400,00 til talstöðvakaupa. Skuldlausar eignir félagsins nema nú kr. 300,000,00. Aðalfundur Lifrarsamlags V estmannaey ja var haldinn 24. janúar s. 1. Greitt var fyrir hvert kíló lifrar kr. 0,36%. Allt er hagnýtt, lifrarmjöl unnið úr grútn- verksmiðju samlagsins á árinu og bætt um. Nokkuð hefir verið aukið við við lýsisgeymum, þannig að geymar verksmiðjunnar taka nú 150 tonn af lýsi. Fundurinn samþykkti að fela samlagsstjórninnl undirbúning um að koma upp fullkominni kaldhreinsun á lýsi. Einnig að athuga um kaup á vélum til lýsistimnugerðar. Frá Akranesi réru í gær 20 bátar, en hrepptu versta veður. Þeir bátar, sem komnir voru að landi laust fyrir miðaftan, höfðu lítinn afla. FÚ. Framsóknarílokkurínn í örum vexti Hann var eini flokkurinn, sem jók at- kvæðamagn sitt í Reykjavík og á Akureyri í Vestmannaeyjum lékk hann um 200 atkvæði og einn iulltrúa kosinn Úrslit bæjarstjórnarkosn- inganna í fyrradag stað- festu þau úrslit alþingis- kosninganna á síðastliðnu sumri að Framsóknarflokk- urinn er í örum vexti. Sam- anborið við alþingiskosn- ingarnar stóreykur flokkur- inn fylgi sitt í þeim kaup- stöðum, þar sem hann hef- ir menn í kjöri. Úrslitin í mörgum kauptúnum sýna einnig, að flokkurinn hefir þar orðið öruggt fylgi. Annað, sem er mjög athyglis- vert við kosningarnar, er ósigur „samfylkingarinnar“, þar sem hún hefir háð baráttu sína und- ir merkjum kommúnista og vinstri-socialista, en það er í Vestmannaeyjum og Reykjavík. Það er sönnun þess, að verka- menn óska ekki eftir þeirri bylt- ingarpólitík, sem útilokar vinstra samstarf um stjórn landsins og eru andvígir því, að sameinaður flokkur alþýðunnar sé undir kommúnistiskum á- hrifum. Hinsvegar virðist „sam- fylkingin" hafa heppnast betur, þar sem hún var undir forustu gætinna Alþýðuflokksmanna eins og t. d. í Hafnarfirði. Úrslit í einstökum kjördæm- um urðu þessi: Lrslit í Reykjavík. í Reykjavík voru greidd 18.280 atkv. eða svipað og í vor, en fleiri voru nú á kjörskrá. Atkvæði féllu þannig: Auðir voru 154 seðlar og 50 ógildir. Litlar breytingar voru gerðar á listunum, og hafa þær engin áhrif á sætaskipunina. í Alþingiskosningunum fengu íhaldsmenn 10.138 atkv., Alþfl. 4135, kommúnistar 2742, Fram- sóknarfl. 1047 og Bændafl. 59. Framsóknarflokkurinn er því eini flokkurinn, sem hefir aukið atkvæðamagn sitt í þessum kosningum. Allir hinir hafa tap- að, og þó „samfylkingarflokk- arnir“ mest. „Samfylkingin“ hefir tvímæla- laust orðið ihaldinu til ómetan- legs stuðnings í kosningabarátt- unni. Hún hefir hjálpað því til að halda liði sínu saman og gert andstæðinga þess tortryggi- legri í augum þeirra, sem voru orðnir á báðum áttum. Jón Sveinsson féll á Akureyri. Á Akureyri urðu þessi úrslit: Framsfl. Alþýðufl. Sjálfst.fi. Komm. 708 atkv. 3 fulltr. 230 — 1 — 898 — 4 — 566 — 3 — Frams.fl. 1442 atkv. 1 fulltr. Samfylk. 6464 — 5 — Sjálfst.fl. 9893 — 9 — Nazistar 277 — 0 — Á lista íhaldsins á Akureyri voru gerðar svo miklar breyting- ar að efsti maður listans, Jón Sveinsson fyrv. bæjarstjóri, náði ekki kosningu sem aðalmaður, og Brynleifur Tobíasson, sem var þriðji maður, var líka næst- um fallinn. Munu íhaldsmenn hafa talið, að Jón sæti á svik- ráðum við sig og væri líklegur til samstarfs við kommúnista. í Alþingiskosningunum í vor fékk Framsóknarfl. 528 atkv., Alþýðufl. 258, Sjálfstæðisfl. 913, og kommúnistar 639. Framsóknarflokkurinn hefir því aukið við sig 180 atkv., en allir aðrir flokkar tapað. Mest hefir tapið orðið hjá kommún- istum. Fulltrúar Framsóknarfl. í bæj- arstjórninni eru Vilhjálmur Þór kaupfélagsstjóri, Jóhann Frí- mann skólastjóri og Árni Jó- hannsson gjaldkeri. Glæsilegur sigur. í Vestmannaeyjum urðu úr- listin þessi; Frams.fl. 195 atkv. 1 fulltr. Samfylk. 655 — 3 — Sjálfst.fl. 866 — 5 — Nazistar 62 — 0 — í Alþingiskosningunum í vor fékk íhaldið 879 atkv., Alþfl. 289 og kommúnsistar 487 atkv. Framsóknarmenn höfðu engan frambjóðanda, en fengu 40 atkv. á landlista. Þegar það er athugað, að þetta er I fyrsta sinn, sem Fram- sóknarflokkur bauð fram í bæj- arstjórnarkosningum í Vest- mannaeyjum, verður þessi sig- ur hans þar að teljast einhver sá glæsilegasti, sem unninn hefir verið í þessum kosningum. Fulltrúi Framsóknarflokksins er Sveinn Guðmundsson kaupm. Seyðisf jörður. Á Seyðisfirði urðu þessi úr- iv. 1 fulltr. - 3 — - 4 — - 1 — í Alþingiskosningunum í sum- ar fékk Alþýðufl. 288 atkv. og Sjálfstæðisfl. 199. Fulltrúi Framsóknarflokksins er Karl Finnbogason skólastjóri. Hann hefir áður átt sæti i bæj- arstjórninni. „Samfylkingin“ vann Siglufjörð. Á Siglufirði urðu úrslistin þessi: slit: Frams.fl. 71 Alþýðufl. 175 íhald 180 Komm. 62 Frams.fl. Samfylk. Sjálfst.fl.. 253 atkv. 1 fulltr. 672 — 5 — 386 — 3 — í seinustu bæjarstjórnarkosn- ingum (1934) fékk Framsókn- arflokkurinn 210 atkv., íhaldið 366 atkv., Alþfl. 204 atkv. og kommúnistar 225 atkv. Framsóknarmenn hafa því bætt við sig 43 atkv., en það hefir ekki nægt til að hann fengi 2 menn kosna eins og 1934. Fulltrúi Framsóknarflokksins er Þormóður Eyjólfsson konsúll. Neskaupstaður. í Neskaupstað urðu úrslitin þessi: Frams.fl. Samfylk. Sjálfst.fl. 84 atkv. 1 fulltr. 331 — 6 — 141 — 2 — Eru þetta svipuð úrslit og í síðustu bæjarstjórnarkosningum. Isafjörður og Hafnarf jörður. Á ísafirði fékk „Samfylkingin" 727 atkv. og 5 fulltrúa kosna (4 socaialista og kommúnista) og Sjálfstæðisfl. 574 atkv. og 4 fulltrúa. Er þetta verri útkoma en hjá samfylkingunni í vor. Falsbréf til áróðurs gegn B-listanum Það var sent til ýmsra Framsóknarmanna á sunnudagsmorguninn Snemma morguns á sunnudaginn varð starfsmaður í pósthúsinu, sem þar var að vinna, var við bréf til sín, í gulleitu umslagi, með vélritaðri utanáskrift. Hann opnar bréfið, og þykir strax grunsamlegt, að bréfið muni vera falsað. Efni bréfsins var það, að fjölmennur hópur frjálslyndra Framsóknarmanna þættist skora á við- takendur, að svíkja flokk sinn og kjósa lista kommúnista og Héðins. Sá, sem bréfið fékk, sýndi það strax kunningjum sínum, sem símuðu efni þess til formanns Framsóknarflokks- ins. Hann sá undir eins að hér var um að ræða óvenjulega svívirðilega að- ferð til að draga fylgi að lista komm- únista. Lét hann kosningaskrifstofu flokksins út um land strax vita um þetta athæfi, og þótti aðferðin lík því, sem búast má við frá mönnum, sem leita undir erlent vald. Um kl. 10 var kæran ásamt fals- bréfinu komin í hendur lögreglunnar. Samhliða því var sendur út frá B-list- anum fregnmiði, þar sem sagt var frá falsbréfinu og að búlð væri að kæra til lögreglunnar. Um kl. 2 e. h. fengu Héðinn Valdimarsson og Bryn- jólfur Bjarnason að sjá kæruna og falsbréfið hjá lögreglunni, og sýndu þeir félagar málefinu þann heiður að taka afrit af bréfinu. En rúmlega klukkutíma síðar lét Einar Olgeirsson mjög dólgslega 1 æsingaræðum utan við kjörstaðinn og kvað enga kæru komna til lögreglustjóra. Voru þetta vísvitandi ósannindi Sendi hann sið- an út ómerkilegan fregnmiða, en ekki varð það til að bæta málstað þeirra, sem falsbréfið átti að hjálpa. Skrifstofa B-listans fékk í fyrradag mörg af falsbréfunum, og sendi allan forðann til lögreglunnar. Auðséð var að falsararnir hafa lagt stund á að reyna að lokka unga Framsóknarmenn til fylgis við erlendu stefnuna á þenn- an skemmtilega hátt. í Hafnarfirði fékk „samfylk- ingin 983 atkv. og 5 fulltrúa (allir socialistar) og Sjálfstæðis- flokkurinn 969 atkv. og 4 full- trúa. í alþingiskosningum fékk Alþfl. 935 atkv. og íhaldið 996 atkv. Úrslitm í kauptúminum thaldiö geldur afliroö á Akranesf. Á Akranesi hlaut Framsóknar- flokkurinn 145 atkv. og fékk einn mann kosinn, Sigurð Símonar- son kaupfélagsstjóra. Alþýðu- flokkur fékk 277 atkv. og þrjá Framh. á 4. síðu.

x

Nýja dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.