Nýja dagblaðið - 24.02.1938, Síða 1

Nýja dagblaðið - 24.02.1938, Síða 1
 L TVýjjar vöriar í VORTÍZKU koma í búðina daglega. Þrátt fyrir hækkaða tolla hef- ir verðið ekkert hækkað. V-E-S-T-A Sími 4197. Laugaveg 40. BD/^G-EIL^OMiÐ 6. ár. Reykjavík, fimmtudaginn 24. febrúar 1938. 45. blað 874 þús. kr. tekjuafgangur árið 1937 Skuldír ríkisins hafa lækkað um 1 milljón Þessi niðurstaða liofir náð/1. þrátt fyrir mjög niiklar. óvæntar umframgrcifislur vcgna fjárpcstarimnar og stóraukið vega- viðhald, m. a. vcgna nýrra þjóðvega. Stórmerkar athuganír um gjaldeyrísmál og arðbærar framkvæmdír á síðustu 13 árum Eysteinn Jónsson, fjármálaráðherra ANN ÁLL 55. dagur ársins. Sólaruppkoma kl. 7.58. Sólarlag kl. 5.25. Næturflóð í Reykjavík kl. 12.35. Ljósatími bifreiða er frá kl. 5.45 síðdegis til kl. 7.40 árdegis. Næturlæknir er í nótt Bergsveinn Ólafsson, Há- vallagötu 47, sími 4985. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Iðunn og Reykjavíkur Apóteki. Dagskrá útvarpsins: 8.30 Dönskukennsla. 10.00 Veðurfr. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfr. 18.45 Þýzkukennsla. 19.10 Veðurfr. 19.20 Þingfréttir. 19.40 Auglýsingar. 19.50 Fréttir. 20.15 Einleikur á píanó (ungfr. Helga Laxness). 20.45 Frá útlöndum. 21.00 Hljómpl.: Létt lög. 21.05 Akureyr- arkvöld: a) Erindi: Norræn samvinna (Brynl. Tobiasson menntaskólakenn- ari). b) Ferðasaga: í enskri kolanámu (Haukur Snorrason). c) Karlak. Geys- ir syngur. Hjónaband. Sl. laugardag voru gefin saman í hjónaband af lögmanni ungfr. Jako- bína Bjarnadóttir og Eyþór Dalberg stúd. med. Leikfélag Reykjavíkur sýnir í kvöld í 7. sinn hinn ágæta sjónleik, Fyrirvinnan, eftir W. Som- merset Maugham. Skipafréttir. Esja var á Húsavík í gær. Gullfoss fór frá Khöfn 1 gær áleiðis til Leith. Goðafoss kom til Hamborgar í gær. Brúarfoss fór frá Hvammstanga í gær áleiðis til Húsavíkur. Dettifoss fer vestur og norður í kvöld. Lagarfoss er á leið til Khafnar frá Hamborg. Selfoss er á leið til Hull. Póstferðir á morgun: Frá Reykjavík: Mos/ellssveitar-, Kjalarness-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóa-póstar. Hafnarfjörð- ur. Seltjarnarnes. Laxfoss til Akraness og Borgarness. Snæfellsness-póstur. Austanpóstur. Til Reykjavíkur: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóa-póstar. Hafnarfjörð- ur. Seltjarnarnes. Laxfoss frá Akra- nesi og Borgarnesi. Húnavatnss.póstur. Skemmtifundur K. R. fyrir alla KR-inga verður haldinn fimmtudagskvöld kl. 8.30 stundvíslega í KR-húsinu. Til skemmtunar: Leik- fímissýning. söngur, „Kling Klang“ kvintett, upplestur, danssýning. Að lokum smásnúningur. Athug-asemd út af grein Fíbiiis Jóns- sonar í Alþýðublaðinu í gær. Frá Jóni Gunnarssyni framkvæmda- stjóra hefir Nýja dagblaðinu borizt: Símskeyti jrá Siglufirði 23. febr. Til Þorsteins M. Jónssonar, Akureyri. „Með tilvísun gærskeytis yðar tek ég fram, að það er rétt, að ég hefi beðið skrifstofustjóra að gefa engum án minnar vitundar, upp tölur úr yfir- litum, sem ég læt gera viðkomandi fjárhag verksmiðjanna, því að ég tel að slíkar tölur séu gefnar upp á mína ábyrgð. Að sjálfsögðu geta stjórnar- nefndarmenn verksmiðjanna fengið hjá mér á hvaða tíma sem er og með stytztum mögulegum fyrirvara allar upplýsingar, sem þeir kunna að óska viðkomandi fjárhag og rekstri verk- smiðjanna. Ég hefi sent umbeðið yfir- lit yfir greiðslumöguleika verksmiðj- anna til yðar í dag með Drottningunni. Jón Gunnarsson." Jón Gunnarsson tekur fram, að Finnur Jónsson hafi ætíð fengið hjá honum allar upplýsingar, sem hann hafi óskað eftir. Hér fer á eftir ræða sú, er Eysteinn Jónsson fjár- málaráðherra flutti á Al- þingi í gær, við 1. umræðu f járlaganna: Samkvæmt venju mun ég nú við 1. umræðu fjárlagafrum- varpsins fyrir árið 1939, gefa yfirlit yfir afkomu ársins, sem leið. Verður i þvi sambandi að hafa sama fyrirvara og áður, að tölur þær, sem reiknað er með, kunna að breytast nokkuð við endanlegan frágang reikninga, en óhætt er að treysta því, að þær breytingar verða ekki veru- legar, eins og reynzla undanfar- inna ára gefur glögglega til kynna. Ég mun þá fyrst lesa rekstrar- yfirlit ríkissjóðs fyrir árið 1937, þvínæst yfirlit um eignabreyt- ingar, og að lokum yfirlit yfir skuldir ríkissjóðs í ársbyrjun og árslok, ásamt skýringum, sem snerta endanlega fjárhagsaf- komu ársins. (Sbr. rekstursyfir- lit og yfirlit um eignabreytingar, sem birt verður í næsta blaði.) Heildarupphœð shatta otf tollu Eins og rekstraryfirlitið ber með sér, þá hefir árið 1937 orðið allmiklu betra tekjuár fyrir ríkissjóð en árið 1936. Má full- yrða, að tekjur ríkissjóðs hafa reynzt eins og búizt var við. Heildartekjur á rekstrarreikn- ingi hafa reynzt um 18 milljón- ir króna, en voru áætlaðar tæp- ar 16 millj. kr., og hafa því far- ið 2 millj. kr. fram úr áætlun. Að vísu nemur það því allveru- legri fjárhæð, sem tekjurnar hafa farið fram úr áætlun, en þó sízt meiri en oft áður, þótt hin síðari ár hafi að þessu leyti ekki reynzt eins vel og stundum áður. — Tekjur af sköttum og tollum hafa orðið um 13,860 millj. kr., en voru áætlaðar kr. 12,6 millj. Tekjur umfram áætlun hafa því á þessum lið numið kr. 1,26 millj. kr., eða réttum 10% áætl- aðra skatt- og tolltekna. Er það í raun og veru ekki meira en telja verður alveg nauðsynlegt ef tekjur ríkissjóðs eiga að heita varlega áætlaðar. Heildartekjur ríkissjóðs af sköttum og tollum árið 1936 námu kr. 12,338 millj., eða því nær sömu fjárhæð og áætlaðar voru tekjur ríkissjóðs 1937 af þessum liðum. Hafa því skatt- og tolltekjurnar reynzt nú rúmlega 10% hærri en 1936. Helztu tehjuli&ir iitn- fratn og undir iuetlun Um einstaka liði er þess helzt að geta, að aðflutningsgjöldin bera uppi þá hækkun, sem orð- ið hefir. Verðtollurinn hefir orð- ið 378 þús. kr. hærri en áætlað var, tóbakstollur um 290 þús. kr. hærri, og áfengistollurinn 226 þús. kr. umfram áætlun. Þá hefir útflutningsgjald einnig farið kr. 220 þús. fram úr áætl- un. Þetta er allt eðlileg afleið- ing af auknu inn- og út- flutningsverðmæti, sem aftur stafar aðallega af þeirri verð- hækkun, sem orðið hefir er- lendis á árinu, og nánar mun drepið á í sambandi við við- skiptin við útlönd. Aftur á móti hafa aðrir skattar lítið farið fram út áætlun. Tekju- og eignaskattur og hátekjuskatt- ur hafa ekki náð þeirri upphæð, sem til var ætlazt, enda eru þeir skattar miðaðir við tekjur manna árið 1936, sem var yfir- leitt rýrara tekjuár en árið 1937. Tehjur ríhisstofnuna Tekjur af ríkisstofnunum hafa farið hlutfallslega meira fram úr áætlun en tekjur af tollum og sköttum. Hefir svo oft verið, enda þær tekjur varlegar áætl- aðar í fjárlögunum en aðrar tekjur. Samtals hafa þessar tekjur farið 860 þús. kr. fram úr áætlun. Munar þar mest um umframtekjur áfengisverzlun- arinnar, kr. 600 þús. Þá hafa viðtækjaverzlunin og ríkisút- varpið gefið 100 þús. kr. meiri tekjur en búizt var við, og tó- bakseinkasalan hagnazt kr. 84 þús. meira en áætlað var. Allar hafa ríkisstofnanirnar nema landssmiðjan gert heldur betur en að skila í ríkissjóð áætlunar- upphæð fjárlaganna. Verður að telja, að ekki sé nein ástæða til óánægju yfir tekjum ársins 1937, og vil ég þá jafnframt taka það fram, að þetta er i raun og veru eina ár- ið, af þeim þremur heilu árum, sem núverandi stjórn hefir far- ið með völd, sem tekjurnar hafa reynst fyllilega eins og Alþingi og rikisstjórn hafði gert ráð fyrir við frágang fjárlaga og skattalaga. Heildarupphœð ríhisútgjaldanna Eins og rekstraryfirlitið ber með sér, þá hafa útgjöld ríkis- sjóðs á rekstrarreikningi farið töluvert fram úr áætlun, eða um 2,3 milljón kr. Eru það hærri umframgreiðslur en á árinu 1936. Þá voru umframgreiðslur um 1, 53 millj. króna. Hinsveg- ar hafa umframgreiðslur síð- asta árs orðið því nær jafnar umframgreiðslum ársins 1935, Gjöld ársins 1937 hafa farið nálægt 151/2% fram úr áætlun ársins, 1936 nálægt 10y2% og 1935 um 16%, allt miðað við á- ætlun fjárlaganna og endan- lega niðurstöðu útgjalda á rekstrarreikningi. Ef þessar um- framgreiðslur eru síðan bornar saman við umf ramgreiðslur undanfarinna ára, kemur í Ijós, að þótt hér sé um verulegar fjárhæðir að ræða, eru þær mun lægri en áður hefir tíðkast yf- irleitt, og enda þótt umfram- greiðslurnar 1937 séu um 15y2% miðað við áætlun fjárlaganna, þá eru það samt hlutfallslega minnstu umframgreiðslur, sem orðið hafa undanfarin 12 ár, þegar frá eT talið árið 1936. Þá skulu hér taldar helztu umframgreiðslur 1937. Helztu umfrain- greiðslur Vaxtagreiðslur hafa reynzt um 230 þús. kr. hærri en fjárlög gerðu ráð fyrir, og eru þær lítið eitt hærri en þær voru 1936. Ástæðan til þessarar hækkunar er fyrst og fremst sú, að þótt skuldir ríkissjóðs hafi farið lækkandi á árinu, eins og síðar mun á drepið, þá gengur breyt- ingin á skuldum ríkissjóðs í þá átt, að föstu lánin lækka, en lausaskuldir hafa hækkað, og

x

Nýja dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.