Nýja dagblaðið - 24.02.1938, Síða 4

Nýja dagblaðið - 24.02.1938, Síða 4
REYKJAVÍK, 24. FEBRÚAR 1938 6. ÁRGANGUR — 45. BLAÐ NYIA DAGBLAÐIÐ með frjálsum gjaldeyri, en greiddi í þess stað með vörum. itfeöal inn- og útflutn- ingur 1925—34 og 1935-37 Til þess að fá sem gleggst yfirlit yfir heildarafkomu þjóð- arinnar fyrir og eftir þessa at- burði, hefi ég gert samanburð á meðalinnflutningi og meðalút- flutningi næstu 10 árin fyrir 1935 annarsvegar, og hinsvegar þau 3 ár, sem liðin eru síðan markaðslokanirnar hófust fyrir alvöru. Meðalútflutningur ár- anna 1925—34 að báðum árum meðtöldum, hefir samkvæmt Hagstofuskýrslum orðið kr. 59.9 millj. kr., en meðalinnflutningur sömu ára 57.4 millj. kr. Hefir því verzl.jöfnuðurinn þetta tímabil verið hagstæður um 2.5 millj. kr. árlega að meðaltali. Ef við tökum síðan árin 1935—37, þá hefir útflutningur orðið að meðaltali 52 millj. kr. og innflutningur 46.7 millj. Hefir því viðskiptajöfnuð- ur orðið hagstæður um 5,3 millj. kr. að meðaltali þessi 3 ár. Meðal útflutningur seinna tímabilið hefir því orðið nálega 8 millj. kr. lægri á ári en fyrra tímabilið. Þrátt fyrir það hefir verzlunar- jöfnuðurinn orðið að meðaltali meir en helmingi hagstæðari, eða 5.3 millj. árlega á móti 2.5 millj. árlega. Nú kannast allir við það, að á síðara tímabilinu hafa verið miklu meiri gjaldeyriserfiðleikar en á hinu fyrra, en af þessum tölum, sem hér hafa verið birtar, sézt það mjög greinilega, að erf- iðleikar gjaldeyrisverzlunarinn- ar síðustu árin umfram það, er áður var, staða ekki af því, að verzlunarjöfnuður hafi verið ó- hagstæðari en áður. Hann hefir þvert á móti verið verulegum mun hagstæðari. Það liggur í augum uppi, að þar sem verzl- unarjöfnuðurinn var ekki að meðaltali árin 1925—34 hag- stæður um meira en 2.5 millj. kr., þá hlyti að hafa orðið geysileg- ur skortur á gjaldeyri á þeim árum, ef ekki hefði átt sér stað mjög verulegur innflutningur lánsfjár. Nú er kunnugt að mjög hefir verið dregið úr erlendum lántök- um undanfarin ár. Hér hefir þvi gerzt tvennt í senn, meðalút- flutningur lækkað um 8 milljónir áður var, stafa ekki af því, að lánsfjár erlendis frá minnkað svo, að erfiðleikar gjaldeyris- verzlunarinnar eru af þeim á- stæðum miklu meiri en síðara tímabilið með ríflega helmingi hærri hagstæðan verzlunarjöfn- uð að meðaltali. Síðastu þrjn ár Iiefir, samkvæmt skýrsl- um Hagstofunnar, veriö lagt eins mikið í ný iðnaðar- og framleiðslufyrirtæki og samtals uæstu 10 árin á undan. Yfirfærsluörðugleik- arnir eiga rót sína að rekja til lokunar salt- fisksmarkaðanna, innflutnings erlends láns- fjár á síðari árum og Iiinnar stórkostlegu aukningar arðbærra fyrirtækja síðustu 3 ár. Þegar fyrirtæki eða einstak- , lingar gera sér grein fyrir fjár- hag sínum, þá er ekki venjan að líta einungis á aðra hliðina, skuldahliðina, heldur eru þá jafnframt athuguð þau verð- mæti, sem aflað hefir verið. Ég hefi oft um það hugsað, að fyrir þyrftu að liggja skýrslur um það, hve mikill hluti innflutningsins færi í raunverulega eyðslu þjóðarinnar og hve mikið til þess að skapa eignir og verðmæti, og þá alveg sérstaklega hve mikið væri notað til þess að skapa arð- gæfar eignir. Um þetta hafa engar skýrslur legið fyrir, en menn hafa haft það „á tilfinn- ingunni," ef svo mætti að orði komast, að á síðustu árum væri meira lagt í ný frirtæki af ýmsu tægi en áður hefði verið gert. Hefi ég þráfaldlega bent á það, þegar ég hefi birt skýrslur um innflutning til landsins, að sí- vaxandi hluti af gjaldeyrinum hefir farið til kaupa á vélum og byggingarefni, vegna nýrra fyr- irtækja. Ég hefi farið fram á það við Hagstofuna, að hún semdi yfir- lit um öll þau iðnaðar- og fram- leiðslufyrirtæki, sem sett hafa verið á stofn hér á landi síðast- liðinn hálfan annan áratug, og, fengi þá jafnframt upplýsingar um, hvenær í þau hefði verið ráðizt og hver hefði verið stofn- kostnaður þeirra. Hagstofan hef- ir nú samið þetta yfirlit og mun ég birta hér nokkrar niðurstöðu- tölur til fróðleiks. Að sjálfsögðu eru skýrslur þessar ekki alveg tæmandi, en skekkjur ekki svo verulegar, að dómi þeirra sem að þeim hafa unnið, að heildar- myndin geti raskast. í skýrsluna eru tekin öll iðnaðarfyrirtæki, hvort sem þau vinna úr innlendu eða erlendu efni, og framleiðslu- fyrirtæki, ennfremur aflstöðvar þær, sem byggðar hafa verið, og eru það þó nær eingöngu raf- stöðvar. Aftur á móti hafa ekki verið teknar með neinar almenn ar framkvæmdir, sem ekki geta beinlínis talizt arðgæfar; heldur ekki íbúðarhúsabyggingar, jarð- ræktarframkvæmdir eða fram- kvæmdir á einstökum heimilum, í sveitum eða við sjó. Yfirlit þetta nær frá 1920—1937. Þar sem ég mun hinsvegar nota yfir- litið til þess að sýna þróunina í þessum efnum, sömu árin og ég hefi rætt hér um að framan, mun ég aðeins taka hér árin 1925—1937. Tek ég þá fyrst árin 1925—34, en það eru 10 árin næstu á undan lokun fiskmark- aðanna. Hefir stofnkostnaður þeirra fyrirtækja, sem áður eru nefnd, orðið þau ár, sem hér segir: Árið 1925 . .. . kr. 1270.1 þús. — 1926 .... — 830.0 — — 1927 .... — 704.5 — — 1928 .... — 2897.8 — — 1929 .... — 1970.0 — — 1930 .... — 3936.5 — Lv.v.viGamlíi IIíó v/.v.v í Rauði hershöfðíngínn í í Stórfengleng þýzk talmynd I; I; frá heimsstyrjöldinni miklu Ij I; og byltingunni í Rússlandi. Aðalhlutverkin tvö ieikur „karakter“-leikarinn Hans Albers. ? Börn fá ekki aðgang. ■; í > V.V.V.W.V.V.V.VAW.V.VV 1931 .. . . — 1566.2 1932 .. . . — 1617.6 1933 .. . . — 2184.5 1934 . . . . — 2932.5 eða samtals kr. 19909.7 þús. Séu síðan tekin árin 1935—37, verður niðurstaðan þessi: Árið 1935 ........ kr. 8024.3 þús. — 1936 .......... — 5281.5 — — 1937 — 6546.6 — Samtals kr. 19852.4 þús. Samkvæmt þessu kemur í ljós, að á síðustu þrem árunum hefir verið varið til allskonar nýrra fyrirtækja, t. d. síldarverk- smiðja, mjólkurstöðva, frysti- húsa, lifrarbræðsla, og síðast en ekki sízt rafveita, nærri því jafn mikilli fjárhæð samtals og varið hafði verið til slíkra fyrirtækja samtals næstu 10 árin á undan, eða að meðaltali á ári um 6.6 millj. síðustu 3 árin, á móti tæp- um 2 milljónum að meðaltali næstu 10 árin á undan. Þetta sýnir það greinilega,, er raunar var vitað áður, þótt það lægi ekki fyrir skjallega, að þrátt fyrir um 10 millj. kr. lægri með- alinnflutning síðustu 3 árin en næstu 10 ár á undan, þá hefir margfalt hærri upphæð af inn- flutningnum verið varið til arð- berandi fyrirtækja. Kemur þá þá fyrir gjaldeyriserfiðleikunum, greinilega í ljós ein ástæðan enn þar sem mikill hluti þessara fyr- irtækja er stofnsettur án erlends lánsfjár, en sum með stuttum, erlendum lánum. Undanfarin 3 ár hefir hér gerzt allt í senn, að innflutningur erlends lánsfjár hefir minnkað stórkostlega frá því sem verið hafði síðustu 10 ár- in, að útflutningurinn hafði lækkað um 8 millj. kr. að meðal- tali á ári frá því, sem hann hafði verið næstu 10 ár á undan, að verzlunarjöfnuðurinn hefir, þrátt fyrir það, orðið hagstæður um 5.3 millj. kr. á ári, á móti 2.5 millj. áður, og að í ný iðn- og framleiðslufyrirtæki og orku- veitur hefir á þessum 3 sl. árum verið varið tæpum 20 millj. kr., eða nærri jafnhárri fjárhæð, og samanlagt var varið í sambæri- leg fyrirtæki næstu 10 árin á undan. í ljósi þessara staðreynda verður það ekki furðulegt í aug- um hugsandi manna, þótt þröngt sé fyrir dyrum í málum þessum. Þessar tölur sýna að efnahag þjóðarinnar sem heildar hefir á- reiðanlega ekki farið hnignandi þessi síðustu ár og tel ég rétt og Vér bjóðum yður sérstök tækifæriskaup. Fyrir dömur: Álnavara, fjölbreytt úrval. Sokkar. Undirföt og Snyrtivörur. Fyrir innkaupsverð: Nokkur dúsín af kven- sloppum og kvenpeysum. Fyrir herra: Vinnuföt af öllum tegund- um og stærðum. Manchett- skyrtur. Sokkar o. m. fl. með bæjarins lægsta verði. Klapparstíg 37. Sími 2937. Verzl, FRAM Klapparstíg 37. Sími 2937. sjálfsagt að þess sé getið hér. Hinu mega menn þá jafnframt ekki gleyma, að þrátt fyrir þess- ar staðreyndir, eða ef til vill réttara sagt vegna þeirra, er gjaldeyrisverzlunin meiri erfið- leikum háð en áður. Verða menn að horfast beint í augu við þá erfiðleika. Ósunngjurnur árásir Það vantar ekki menn, sem leggja vilja vinnu í að mála á- standið með sem svörtustum lit- um og svala sér með því móti. En það eru færri, sem benda á skynsamleg úrræði til bóta. Af framangreindum upplýs- ingum um þessar gífurlegu fjár- hæðir, sem varið hefir verið til þess að byggja upp íslenzkan iðnað og ýms ný fyrirtæki und- anfarin ár, verður það ljóst, að þar liggur ein meginorsök gjald- eyrisvandræðanna. Neyzluvöru- innflutningurinn hefir stöðugt farið lækkandi að magni og hon- um verður varla komið lengra niður, nema með skömmtun. Af gjaldeyrisvandræðum dagsins I dag og atburðum síðustu ára, er hér hafa verið skýrðir, kemur það því berlega fram að svo framarlega sem ekki gerast miklar breytingar til bóta í út- flutningsverzlun okkar nú á næstu mánuðum, þá er ekki hægt að halda áfram uppbygg- ingu iðnaðarins og annarra nýrra fyrirtækja með sama hraða og gert hefir verið undan- farin ár, nema með meiri notk- un erlends lánsfjár og lengri gjáldfrestum en fengizt hafa fram að þessu i fjölmörgum dæmum. Ennfremur er sjáanlegt að gjaldeyris- og innflutnings- nefnd hlýtur að þurfa að neita um innflutning til ýmsra fram- kvæmda, sem einstaklingar eða stofnanir kunna að hafa fyrir- .W.V.V »!'• r AV.V.V w.v.v Ayja uio .v.w.v 1 Nótl í Paris | ! Amerísk stórmynd er sýnir áhrifamikla og viðburða- ríka sögu, sem gerist í Paris og New York. Aöalhlutverkin leika af mikilli snilld. Charles Boyer, Jean Arthur, Leo Carillo o. fl. Sýnd kl. 7 og 9. — Börn fá ekki aðgang. — .v.v.w.v.v.w.v.w.v.v.v. 'í $ LEUNILllinUÍIÍUt »Fyrírvínnan« Eftir W. Sommerset Maugham. Sjónleikur í 3 þáttum. Sýning í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 1 í dag. Þingskrifarapróf fer fram laugardaginn 26. þ. m. í lestrarsal landsbókasafnsins. — Hefst það kl. 9 árdegis og stendur yfir allt að 4 klst. — Þeir, sem óska að ganga undir prófið, sendi um það tilkynningu til skrifstofu Alþingis eigi síðar en á föstudagskvöld. — Pappír og önnur ritföng leggur þing- ið til. Skrif stoia Alpingís. Tvíhölfa gasvél til sölu á Bergpóru- götu 33 (neðri hæö). Höfum tlls Hvítkál Rauðkál Gulrætur Selleri Gulrófur Citronur (150 stk. i kassanum) Nýjar ítalskar kartöflur. Grænmetisverzl. ríkísíns. hugað. Hjá þessu sé ég ekki að verði með neinu móti komizt. Er þess þá að vænta, að þeir, sem nú gera sér mest far um að halda á lofti tíðindum um gjaldeyris- vandræði þjóðarinnar, taki með mestum skilningi þeim ráðstöf- unum, sem nauðsynlegt verður að gera til þess að mæta þeim.

x

Nýja dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.