Nýja dagblaðið - 02.03.1938, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 02.03.1938, Blaðsíða 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ tiTLÖND: Veðurfarið í Noregí og áhrif þess á fall- kraft vatnanna Norski prófessorinn W. We- renskiold hélt nýlega fyrirlest- ur um jökla í Noregi og um- breytingu á veðurfari þar síð- ustu öldina. Lýsti hann mynd- un jöklanna, hreyfingum þeirra o. s. frv. Þegar þannig árar, að úrkoma er mikil, stækka jöklarnir, en minnka, þegar þurrviðri eru tíð. Fyrir 1700 er talið að jöklarnir í Noregi hafi verið minni en nú. Á næsta aldarhelmingi ukust þeir stórum. Hörðu árin ráku hvert annað. Komið náði ekki þroska og hungursneyð ríkti um allt land. Á seinni ár- um hafa jöklarnir minnkað á ný. Jökulmælingar hafa verið framkvæmdar árlega síðan 1927. Mælingar þessar hafa sýnt, að jöklamir hafa minnkað mjög mikið um allt land. Fyrir nokkrum árum var jökullínan um 1850 m. yfir sjávarmál í Jötunheimi, en nú er hún um 2050 m. yfir sjávarmál. Á steinaldartímunum var svo hlýtt i Noregi, að skógur óx á Harðangursöræfum og í Dofra- fjöllum. Skógargróðurinn náði þá 400 metrum lengra upp held- ur en nú til dags. Nú á síðustu árum hefir meðalhitinn farið hækkandi. Veturnir eru nú mildari en á öldinni, sem leið, en sumrin eru þó öllu svalari. En þessi auknu hlýindi eru samt ekki einvörðungu gleðiefni. Vatnsmagn vatnsfallanna aust- anfjalls fer minnkandi og ýms iðnver fá ekki næga orku af þeím sökum. Þanníg er ástatt sumstaðar í Guðbrandsdal og Valdres. Af þessari ástæðu fylgjast iðjuhöldarnir með jök- ulmælingunum af miklum á- huga og hafa lagt fram fé til þeirra. Menntaður maður Nokkrir af leiðandi mönnum Englands gefa mismunandi skilgreiningu á, hvað sé átt við með hugtakinu menntaður maður. Cecil lávarður af Chelwood (forseti friðarvinafélagsins enska): Maður, sem hefir lært að vinna og hugsa, og aflað sér nægjanlegrar þekkingar til að nota í þágu hins góða. Sir Roger Keyes aðmiráll(einn af þingmönnum íhaldsflokks- ins): Maður, sem hefir fengið upp- eldi, er gerir hann að dugnaðar- manni í hvaða stöðu sem hann kann að hljóta í lífinu. Sir James Jeans (vísindamað- ur): Sá, sem lætur orð sln, hugs- anir og athafnir stjórnast af þekkingunni á stað frumstæðra eðlishvata og tilfinninga. Sir Hugh Walpole (skáld- sagnailthöf.): Árbók Norræna félagsins Árbók norræna félagsins Nor- dens Kalender fyrir 1938 er ný- kominn út. Árbókin hefir allt- af verið fallegt og fróðlegt rit, en það mun mega fullyrða, að þessi taki hinum eldri fram að öllum frágangi. Rit þetta fá félagsmenn fyrir félagsgjaldið, sem er kr. 7,00. Bókhlöðuverð bókarinnar er kr. 10,00. Efni ritsins er mjög f jölbreytt. Fremst eru fimm heilsíðumynd- ir, ein frá hverju landi. Þá koma „Svanirnir frá norðrinu", sem er ágætt kvæði eftir danska skáldið Hans Hartvig Pedersen, ræða norska biskupsins Eivind Berggravs, sem hann hélt í fyrra í útvarpið, þegar Norræni dagurinn hófst, grein Ronalds Fangen um Norðurlöndin, grein um kvikmyndastarfsemi á Norð- urlöndum eftir Ragnar Allberg. Þá skrifar prófessor Herbert Tingsten um lýðræðið á Norður- löndum. Prófessor E. Wellander skrifar mjög fróðlega ritgerð um ávarpsorð á Norðurlöndum og Holger Wikström skrifar um Simberg einn merkasta og ein- kennilegasta listamann Finn- lendinga. Frá íslandi er löng grein eftir Guðmund G. Hagalín um sveita- líf á íslandi fyr og nú. Hið stór- brotna kvæði eftir Örn Arnar- son, Stjáni blái, birtist í ritinu með teikningum eftir Finn Jónsson listmálara og Guðlaug- ur Rosinkranz segir í stuttri grein frá helztu æfiatriðum skáldsins. í ritinu eru tæplega tuttugu myndir frá íslandi. Margar fleiri ritgerðir eru í Árbókinni, sem of langt er upp að telja, auk fjölda mynda og teikninga. Ritið er 240 síður í stóru broti, mjög fjölbreytt að efni og hin skrautlegasta út- gáfa. í eitt og allt prýðileg bók. Um ísl. landbúnað Á 100 ára afmæli Búnaðarfé- lags íslands síðastl. sumar, mætti sem gestur þess og full- trúi aðalbúnaðarfélags Norð- manna, Det Kongelige Selskab for Norges Vel, framkv.stjóri þess félags, Ole Hersoug. Ferð- aðist hann allmikið um hér á landi á vegum B. í. í des. í vetur hélt hann fyr- irlestur um dvöl sína hér og ísl. landbúnað, í Selskabet for Nor- ges Vel, og við nokkur önnur tækifæri. Fyrirlestur Hersoug’s birtist í nýútkomnu j anúarhefti tíma- ritsins TIDSKRIFT FOR DEN (Frh. á 4. siSu.) Sá, sem lært hefir nóg af hinu liðna til að skilja samtíðina, — sem þekkir sjálfan sig nógu vel til að vera umburðarlyndur við aðra — sem hefir lært nóg af vísindum til að vera lítillát- ur og auðmjúkur. Hr. G. Bernhard Shaw (rit- höfundur): Mér þykir það leitt, en ég hefi aldrei hitt menntaðan mann. Gracie Fields (leikkona): Maður, sem veit mikið, en lætur lítið yfir því. Happdrætti Háskóla Islands. Sala happdrættismiða fer ört vaxandi, hér eins og í öðrum löndum. Hækkunin hefir numið 50% frá því 1934. Eftirspurnin í ár virðist mjög aukin. Tryggið yður miða áður en það er um seinan. Frá starfsemi Happdrœttisins: 23. Bjargað frá gjaldþroti. 1934 hlut A. á Norðurlandi 25.000 króna vinning. Hafði hann reist sér í- búðarhús, lent i vanskilum með greiðslu byggingarefnis og var ákveðið að gera hann gjaldþrota um áramót og taka húsið af honum. Vinningurinn bjargaði honum meir en að fullu. 24. Óbilandi trú. Kyndari einn í verksmiðju norðan- lands barðist við sveit 1934, en hafði óbilandi trú, að hann myndi bjargast ef hann gæti spilað i happdrættinu árið út. í 10. flokki hlaut hann 500 króna vinning og 25 króna á annað númer. Þótt upphæðin væri ekki stór, bjargaði hún honum. Hefir hann og öll árin unnið smávinninga síðan. 25. Fer eftir draumi og vinnur 50,000 krónur. Konu elna dreymdi snemma á árinu 1937, að henni myndi hlotnast happ, ef hún keypti miða i happdrættinu. Hún fór eftir draunmum, miðinn var valinn af handahófi og kom upp með 50.000 krónur. Var þetta fyrsta árið, sem hún spilaði í happdrættinu. 26. Ellistyrkur. 1937 í 8. flokkl, vann maður á sjö- tugsaldri 5000 krónur. Hann sagðist leggja peninga þessa til hliðar tU þess að nota þá í ellinni. Fámn þykir simi sjóð- íir of Irangur. Lög um alþýðutryggingar Ný útgáfa af lögunum með skýríngum Tryggíngarstoín- unar ríkisins fæst á skrifstofu Tryggingarstofnunar ríkisins (Eilitryggíiigardeild). T ryggíngarsiofnun ríkisíns. Dömutöskur úr lefSri á 10.00 og 12.00. tSamatöslcur á 10.00 og 1.50, nýkomið. K. Einarsson & Björnsson Bankasíræti 11. Vatnsleðursstígvél á drengi og karlmenn nýkomin í Skóverzlun B. SteSánssonar Laugavegi 22 A. — Sími 3628. Bskadansfaflnaðnr Sundfélagsins Ægis verður haldinn i Odd- fellowhöllinni á ílskndag klukkan 9,30 slðd. Allir íprótfannnendur velkomnir. Aðgöngumiðar seldir á sama stað eftir klukkan 5 síðdegis á miðvikudag. Umboðsmenn í Reykjavík: Prú Anna Ásmundsdóttir og frú Guðrún Björnsdóttir, Túngötu 3, sími 4380. Dagbjartur Sigurðsson, kaupm. Vesturgötu 45, sími 2814. Einar Eyjólfsson, kaupmaður, Týsgötu 1, simi 3586. Elís Jónsson, kaupm., Reykja- víkurveg 5, sími 4970. Helgi Sívertsen, Austurstræti 12, sími 3582. Jörgen Hansen, Laufásvegi 61, síml 3484. Frú Maren Pétursdóttlr, Lauga- vegi 66, sími 4010. Pétur Halldórsson, Alþýðuhús- • inu. — Stefán A. Pálsson & Ármann, Varðarhúsinu, slmi 3244. Umboðsmenn f Ilafnarfirði: Valdemar Long, kaupmaður, sími 9288. Verzlun Þorvalds Bjarnasonar, sími 9310.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.