Nýja dagblaðið - 02.03.1938, Side 3

Nýja dagblaðið - 02.03.1938, Side 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ 3 [VÝJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: Blaðaútgáfan h.f. Ritstjóri: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. Ritstjórnarskrifstofurnar: Lindarg. 1 D. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Lindargötu 1D. Sími 2323. Eftir kl. 5: Sími 3948. Áskrifarverð kr. 2,00 á mánuði. í lausasölu 10 aura eintakið. Prentsmiðjan Edda h.f. Símar 3948 og 3720. Gjaldeyrísmálín Mbl. hefir orðið meira en lít- ið hverft við þá staðreynd, að þrátt fyrir 8 millj. króna lækk- un á útflutningi síðustu 3 árin, miðað við 10 árin næst á und- an, hefir verzlunarjöfnuður orð- ið meira en helmingi hagstæð- ari. Þó tekur út yfir vonska Mbl. og Sjálfstæðismanna, þegar það upplýsist jafnframt, að með innflutningi síðustu þriggja ára er talið jafnmikið erlent efni og vélar til nýrra iðnaðar- og framleiðslufyrirtækja og sam- tals hefir verið innflutt á 10 ár- um áður. Er þá að sjálfsögðu miðað við að efni og vélar sé á- líka mikill hluti stofnkostnaðar iðn- og framleiðslufyrirtækja, skv. skýrslum Hagstofunnar, á fyrra og síðara tímabilinu. Grípur Mbl. til þess að tala um falsaðar upplýsingar og annara „raka“ af svipuðu tægi. Heldur Mbl. að niðurstöður Hagstofunnar séu falsaðar? Sum af hinum nýju fyrir- tækjum hafa verið stofnsett með erlendu lánsfé — sum alls ekki, t. d. ekki frystihús, mjólk- urbú og fjöldi iðnfyrirtækja, sem vinna úr erlendum hráefn- um. Og ýms af þeim fyrirtækj- um, sem stofnsett hafa verið með erlendu lánsfé, þyngja nú gjaldeyrisverzlunina t. d. Sogs- virkjunin, vegna tækjakaupa, sem nema hundruðum þúsunda áður en menn hafa almennt not af orku frá Soginu. Hvað sem Mbl. segir, þá stend- ur það fast, að með ráðstöfun ríkisstjórnar hefir tekizt að lækka innflutninginn um 10 milljónir að meðaltali síðustu 3 árin og þó er með innflutn- ingnum talinn allur innfl. til nýrra iðnaðar- og framleiðslu- fyrirtækja, hvort sem þau hafa verið stofnuð að einhverju leyti fyrir erlent lánsfé eða ekki. Eins og upplýsingar fjármála- ráðherra sýna, stafa gjaldeyris- erfiðleikarnir i dag að verulegu leyti af því hversu mikinn gjaldeyri hefir orðið að binda í nýjum fyrirtækjum til þess að skapa atvinnu í stað hrörnandi saltfiskframleiðslu, og er það einungis fyrir hina föstu fram- kvæmd innflutningshaftanna, að það hefir verið mögulegt á sama tíma sem útflutningurinn hefir minnkað gífurlega. Ef stefna Sjálfstæðisflokks- ‘ins um ótakmarkaðan innflutn- ing, hefði verið fylgt, þá hefðu þessi fyrirtæki alls ekki komizt á fót. Allur hinn takmarkaði gjaldeyrir hefði farið i eyðslu- vöruinnflutning. Sjálfstæðismenn finna það núverandi fjármálastjórn til foráttu, að of litið sé hugsað um sjálfa atvinnuvegina og sjálfs- bjargarviðleitnin lömuð. Ber það vott um skeytingar- leysi í gatð atvinnuveganna og lamaða sjálfsbjargarviðleitni að á sama tíma og markaðir lok- ast fyrir saltfiskinn, skuli reist hér á landi jafnmikið af nýjum arðbærum fyrirtækjum á 3 ár- um og áður á 10 árum?*). Sjálfstæðismenn tala nú mik- ið um gjaldeyrisvandræðin. Þau eru hið mesta alvöru- og vanda- mál. En hverjar eru tillögur Sjálfstæðisflokksins í gjaldeyr- ismálunum? Þjóðin krefst þess að fá að vita um stefnu flokksins. Vill ekki Björn Ólafsson miskunna sig yfir Ólaf Thors og kenna honum aðeins eina af þeim mörgu leiðum, sem hann segist kunna til þess að bæta gjaldeyr- iserfiðleikana og sjá um, að allt- af sé til nægur gjaldeyrir — jafnvel til þess að mæta öllum þeim innflutningsleyfum, sem B. Ó. vill gefa út — og þarf þó mikið til. Árásir Morgtmbl. á Alþingi Mbl. birtir í gær forystugrein um vinnubrögð Alþingis. Er því þar mjög fjargviðrast yfir því að þingi því, er nú situr, hafi enn ekkert orðið að verki. Því til stuðnings eru nefnd tvö dæmi. Annað er það, að fátt hafi fram komið af stjórnarfrumvörpum. Hitt er það, að fjárveitinga- nefnd hafi verið kvödd saman fyrir þing og enn bóli þó ekkert á árangri af vinnu hennar. Um stjórnarfrumvörpin er það að segja, að sú venja er mjög farin að tíðkast, að ráð- herrarnir feli þingnefndum eða einstökum þingmönnum að flytja mál, sem stjórnin hefir látið undirbúa, og er þess þá getið í greinargerð frumvarp- anna eða framsöguræðu. Er þá hægt að komast hjá þeirri töf, sem af því hlýzt að þurfa að senda frumvörpin til Kaup- marinahafnar til staðfestingar hjá konungi. Er þetta fyrir- komulag svo algengt orðið á síðari tímum, að nú er sérstak- lega ráð fyrir því gert í þing- sköpum. Af þessum ástæðum eru hin svokölluðu stjórnar- frumvörp færri en áður. Er það þingmönnum öllum kunnugt og sennilega líka ritstjórum Mbl. Um fjárveitinganefnd er það vitað af öllum, sem til þekkja, að hún hefir siður en svo legið á liði sínu og er þegar búin að inna mjög mikið starf af hendi. Það eina, sem með rökum mætti að finna, er að einn af flokks- mönnum Mbl., sem þar á sæti, lætur næstum aldrei sjá sig á fundum nefndarinnar. Ef Mbl. hefir ímyndað sér, að starfsemi nefndarinnar í heild, væri svip- uð og hjá þessum manni, gætu ummæli þess að vissu leyti rétt- lætzt, annars ekki. Annars vita það allir, sem eitthvað hafa komið nærri *) Þar af voru Sjálfstæðis- menn með í stjórn í 5 ár. Bættír sambúðarhættir verkamanna og atvinnurekenda í Svíþjóð Mauritz Vástberg er einn helzti leiðtogi verkalýðsfé- laganna í Svíþjóð og skrif- ar mikið um málefni þeirra. í eftirfarandi grein, sem hann skrifaði í Sósíal-De- mokraten um seinustu ára- mót, sýnir hann fram á, hvernig aukinn skilningur verkamanna og atvinnurek- enda á hvers annars hög- um hefir fært ágreinings- mál þeirra inn á nýjan grundvöll. Verklýðsfélögin eru einnig farin að gefa stjórnum sínum fullt umboð til samninga. Reynslan virðist sanna, að það sé heppilegt. Það eykur á- byrgðartilfinningu félags- stjórnanna, úrslit málanna byggjast á meiri íhugun, og afgreiðsla þeirra verður skjótari og betri en ella. Frá sjónarmiði almennings rekast á hagsmunir atvinnu- rekenda og verkamanna, í öll- um höfuðatriðum, er um samn- ing er að ræða á milli þessa að- ila. Verkamaðurinn vill hafa góð vinnulaun og atvinnurekandinn mikinn ágóða. Nú hefir reynslan sýnt, að þessi mál þurfa ekki ætið að valda deilum. Atvinnurekand- inn er farinn að skilja, að verkamaðurinn er ekki sálar- laus vél, og að hann krefst ör- yggis og sómasamlegs lífs, ef að vinnan á að sýna eins góðan árangur og hægt er. En verka- maðurinn er líka farinn að sjá fram á skyldur sínar við fyrir- tækið, sem hann vinnur við. Hann sér, að öryggi þess og samkeppnishæfni eru skilyxði fyrir vinnu og góðri afkomu hans og þeirra, sem við það vinna. Báðir aðilar eru farnir að sjá, að þeir verða að vinna saman innan vissra takmarka til þess að sameiginlegum hags- munum sé ekki stefnt í voða. Þessi skilningur er merki þeirr- ar gagnkvæmu virðingar, sem störfum Alþingis, að fyrstu vik- urnar, sem þingið situr, er æfinlega lítill sýnilegur árang- ur af störfum þess. Sá tími fer í undirbúning fjárlaga og ann- ara mála í nefndum þingsins og einstökum þingflokkum. Hinir opinberu fundir deildanna eru æfinlega stuttir framan af þingtímanum. Þingið, sem nú situr, er að þessu leyti á engan hátt frábrugðið því, sem venju- legt er, og verið hefir áratugum saman. Þetta vita líka þeir, sem að skrifum íhaldsblaðanna standa. En skrif þeirra þeirra um vinnu- brögð þingsins eru fram komin í alveg sérstökum tilgangi. Þau eru sett fram til að v e i k j a trú almennings á þing- r æ ð i n u og búa í haginn fyrir það, sem „koma skal“, ef vonir vissra manna rættust um póli- tíska framtíð íslendinga. leiðir af öflugu skipulagi og duglegri stjórn. Við samninga þá, sem stóðu yfir á s. 1. hausti, voru notaðar nýjar leiðir. Aðilar gengu til samninga, án þess að hinum fyrri væri sagt upp. Þetta var þó enganveginn bindandi. Ef eigi næðist samkomulag, höfðu báðir aðilar frjálsar hendur, hvort þeir vildu segja upp samn- ingunum. Þetta kom nokkrum sinnum fyrir í haust, en árang- urinn varð alltaf samkomulag, án árekstra opinberlega. Þessi nýja'aðferð var fyrst og fremst byggð á því, að atvinnuvegina skyldi ekki skaða að nauðsynja- lausu. Útflutningsiðnaður vor naut sérstaklega góðs af, að vinna var eigi lögð niður. Nú eru komnir á samningar í nær öllum iðngreinum, sem tóku upp þessa aðferð í haust. í járn-, tré- og námuiðnaði hafa fengizt verulegar kjarabætur, án uppsagnar á samningunum. Sömuleiðis í súkkulaði og gler- iðnaði, einnig sjómenn hafa notað sömu aðferð meö góðum árangri. Um 70,000 verkamenn hafa fengið kjarabætur, án þess að segja upp samningum. Þetta er ekki óglæsileg byrjun. í mörgum þýðingarmiklum iðngreinum hefir jafnframt ver- ið tekin upp ný aðferð við samn- ingagerðir. Félögin hafa gefið stjórnum sínum umboð til að taka endanlegar, bindandi á- kvarðanir í stað þess að áður þurfti að leggja slíkt undir úr- skurð félagsmanna sjálfra (at- kvæðagreiðsla). Það vantar ekki andstöðu gegn þessari aðferð. Margir telja hana hreint ein- ræði. Aðrir telja þetta aukið lýðræði. Það síðarnefnda mun áreiðanlega nær sanni. í raun og veru hafa verklýðsfélögin hér aðeins tekið upp skipulag, sem reynst hefir farsælt á öðrum sviðum þjóðfélagsins. Menn kjósa fulltrúa á þing, í ráð og nefndir, sem taka fullnaðará- ákvarðanir fyrir hönd umbjóð- enda sinna. Það er óhætt að fullyrða, að þetta skipulag tryggir málunum betri og skjót- ari afgreiðslu en ef þau ættu að útkljást á stórum fundi eða með atkvæðagreiðslu. Sömu rök gilda einnig við undirbúning nýrra samninga. Það hefir ekki tekizt að sanna að þessi aðferð brjóti í bág við neina réttmæta hagsmuni. Það er miklu frekar ástæða til að halda fram því gagnstæöa. aðeins Loftur. Bálfarafélag íslands. Skrifstofa: Hafnarstrœti 5. Félagsskírteini (æfigjald) kosta 10 kr. Skírteini, sem tryggja bálför, kosta 100 krónur, og má greiða þau í fernu lagi, á einu ári. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins. Síml 4658. Góð tíðindi Svo sem skýrt hefir verið frá, hefir Rannsóknarstofnun land- búnaðarins danska haft með höndum rannsóknir á notagildi íslenzks síldar- og karfamjöls, og hefir rannsóknarstofnunin komizt að þeirri niðurstöðu, að þessar íslenzku framleiðsluvör- ur fullnægi sem fóðurbætir handa mjólkurkúm. Engar ó- heppilegar verkanir hafi komið fram á mjólkinni. Karfamjöls- notkun hafi aukið smjörmagn mjólkurinnar og smjörið varð ríkara að A og D vitaminum. Mega þetta heita góð tíðindi. Danir eru fremsta landbúnað- arþjóðin í álfunni. Smjörfram- leiðsla þeirra er hin fullkomn- asta. Þeir kaupa fóðurbæti fyrir tugi milljóna árlega handa nautpeningi sínum, en svo eru þeir varfærnir með kaup á fóð- urbæti, að þótt aðrar þjóðir hafi notað sildarmjöl til fóðurbætis, þá kemur þeim ekki til hugar að byrja á því, án þess að áður eigi sér stað nákvæmar vísinda- legar rannsóknir og fóðurtil- raunir. Fregnin um þær niðurstöður, sem þegar eru fengnar hjá Rannsóknarstofu landbúnaðar- ins danska, benda til þess, að markaður aukist i Danmörku fyrir þessari framleiðsluvöru okkar til gagnkvæms hagnaðar fyrir viðskipti landanna, en einnig mætti ætla, að þær yrðu til þess að treysta og auka markað fyrir þessa sömu vöru hjá öðrum þjóðum. Hafa lengi ekki borizt betri tíðindi hingað til lands, sem varða framtíð mikilsverðrar hérlendrar at- vinnugreinar. Ungmennafélög og skíðaferðir Um leið og ég þakka það traust og þá vinsemd i garð ungmennafélaganna, sem kemur fram í grein hr. Gunnars Ólafs- sonar íþróttakennara í N. dbl. nýlega, vildi ég mega benda á eftirfarandi: Mest af því, sem gert hefir verið til þess að kenna skíða- íþrótt hér á landi og efla hana, fram á síðustu ár, hafa Umf. gert. Umf. Reykjavíkur var stofnað haustið 1906. Eitt fyrsta verk þess, sama haust, var að útvega félagsmönnum skíði frá Noregi. Margra ára fórnfús vinna þess félags við að leggja skíðabraut fyrir Rvík, er þjóð- kunn. Það er ekki íélaginu að kenna, þó að öll sú vinna yrði að litlu gagni. Fyrsta skíðanám- skeið hér á landi héldu Umf. að Kolviðarhóli, 1909 eða 1910 að ég hygg, með Helga Valtýsson sem kennara. Umf. norðanlands (Frh á 4. siSu.)

x

Nýja dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.