Nýja dagblaðið - 06.03.1938, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 06.03.1938, Blaðsíða 1
Nýjar vöriar í VORTlZKU koma í búðina daglega. Þrátt íyrir hækkaða tolla hef- ir verðið ekkert hækkað. V-E-S-T-A Sími 4197. Laugaveg 40. !PNTJ/\ ID/\GilBII/\iÐIHÐ 6. ár. Reykjavík, sunnudaginn 6. marz 1935. 54. blaö ANN ÁLL 65. dagur ársins. Sólaruppkoma kl. 7,20. Sólarlag kl. 5,55. — Ardegisháflæður 1 Reykjavík kl. 7,55. ’ Ljósatími bifreiða er frá kl 6,05 síðdegis til kl. 7,15 árdegis. Næturlæknir er í nótt Jón Norland, Bankastræti 11, sími 4348, en aðfaranótt þriðjudags Ólafur Helgason, Bárugötu 22, sími 2128. — Næturvörður er þessa viku í lyfjabúðinni Iðunn og Reykjavíkur- apóteki. Dagskrá útvarpsins: Kl. 9,45 Morguntónleikar: Brahms: Kvintett, Op. 34 (plötur). 19,40 Veð- urfr. 11,00 Messa í Dómkirkjunni (sr. Pr. H.) 12,15 Hád.útvarp. 13,00 Enskuk. 3. fl. 13,25 ísl.k. 3. fi. 15,30 Miðdegis- tónleikar frá Hótel ísland. 17,10 Es- penantók. 17,40 Útv. til útl. (24,52m). 18,30 Barnatimi. 19,10 Veðurfr. 19,20 Erindi Bún.fél.: Tilraunastarfsemi landbúnaðarins (Pálmi Einarsson ráðunautur). 19,40 Augl. 19,50 Préttir. 20.15 Norræn kvöld, III: Noregur. a) Ávarp (Jón Eyþórsson). b) Ræða: Að- alræðismaður Norðmanna, H. Bay. c) (20,30) Norsk tónlist. d) (21,00) Er- indi: Sigurður Nordal prófessor. e) Norsk tónlist. f) Upplestur (Ámi Páls- son prófessor, o. fl.). g) Norsk tónlist. 22.15 Danslög. 24,00 Dagskrárlok. Póstferðir á morgun: Frá Reykjavík: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölfuss- og Plóa-póstar. Hafnarfjörð- ur. Seltjarnarnes. Fagranes til Alcra- ness. Esja austur um land í hringferð. Dettifoss til Vestmannaeyja og út- landa. Til Reykjavíkur: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóa-póstar. Hafnarfjörð- ur. Seltjarnarnes. Pagranes frá Akra- nesí. Grímsness- og Biskupstungna- póstar. Lyra frá útlöndum. Veðrið (laugard. kl. 17): V-NV-átt er nú um allt land, hæg með snjókomu á Norður- og Norð- vesturlandi, annarsstaðar 6—8 vindst. Á Suðvestur- og Vesturlandi er élja- veður, en bjartviðri á Austfjörðum. Frost er 4—6 st. um norðurhelming landsins, en annars er hiti kringum frostmark. Ný lægð mun vera að nálgast Suður-Grænland, en fregnir vantar með öllu suðvestan af hafi. Veðurútlit í Reykjavík: Hvessir sennilega aí suðri eða suð- austri, þegar líður á daginn. Kynnikvöld guðspekifélagsins í kvöld kl 9. Ræð- ur og tónlist. Leikfélag Reykjavíkur sýnir í kvöld fyrir lækkað verð hinn ágæta sjónleik, eftir W. Sommerset Maugham. „Fyrirvinnan". Aðgöngu- miðar eru seldir í dag. Óðiim reynisl vel Aukaíundur S. I. F. Hvaða kröSur gerir hann til útgerðar- manna um sparcað, eða til Reykjavíkur- bæjar um afléttingu álagna ? Aukafundur S. í. P. hófst í gær. Stórútgerðarmenn hafa látið kalla þennan fund saman og er honum ætl- að að samþykkja kröfur þeirra til ríkisstjórnarinnar. Er það ekki í fyrsta sinn, sem þeir ætla að nota S. í P. sem pólitískt verkfæri. Blaðamönnum er bannaður aðgang- ur að fundinum, þar sem stórútgerð- armenn vilja ekkí láta neitt fréttast þaðan, ef ágreiningur verður. Það mun fljótt sjást á ályktun- um þessa fundar, hvort hann hefir verið kvaddur saman til að vinna að sparnaði á rekstrarkostnaði útgerðar- innar eða til að þjóna pólitískum hagsmunum stórútgerðarmanna. Það mun m. a. sjást á þeim kröfum, sem hann gerir til útgerðarmanna sjálfra um sparnað. Útgerðarmenn hafa ekki reynt að spara neitt á þeim kostnáð- arliðum, sem þeir ráða yfir sjálfir. Sjálfir taka þeir sömu laun og áður, hvort sem skipin ganga eða liggja bundin í höfn. Sama gildir með skrif- stofufólk, ýmsa yfirmenn o. s. frv. Á þeim kostnaðarliðum, sem er hlut- fallslega hæstir og óþarfir, hafa út- gerðarmenn ekkert reynt að spara. Hvaða kröfur mun fundurinn líka gera til Reykjavíkurbæjar rnn af- léttingu álagna? Það er vitanlegt að bærinn skattleggur útgerðina stórkost- lega og hefir ekki síður hagsmuna að gæta i þessum málum. Hingað til hafa útgerðarmenn engum slíkum kröfum beint til bæjarins, þó þeir hafi heimtað afnám á mun lægri á- lögum ríkissjóðs. Heilindi(l) þeirra liafa þar komið vel í ljós. Það mun fara eftir afstöðu fund- arins til þessara mála, hversu hátíð- lega hann verður tekinn. En kröfum hans og útgerðarmanna yfirleitt get- ur ríkið ekki svarað öðru vísi en með rannsókn - á hag og rekstri togaraút- gerðarinnar, sem leiði það í ljós á hversu miklum rökum kröfurnar eru bygðar. Sú rannsókn verður einnig að sýna það, hvaða rekstrarfyrirkomulag hentar útgerðinni bezt. Á niðurstöð- um þeirrar rannsóknar á ríkið að byggja úrlausnir sínar. Yíírgangui* nasizta í Vín Varðbáturinn Óðinn fór út til gæzlu á fimmtudaginn og hefir verið í Faxa- flóabugtinni síðan. Samkvæmt skeyti, sem báturinn sendi í gær hefir hann staðist prýðilega stórsjó og ofveður, sem geisað hefir. Miðstjórnarfundur verður í Eddu-húsinu á morgun, mánudag, klukk- an 5. LONDON: í fyrrakvöid vildi það til í Vín, að hópur grímuklæddra manna réðíist inn á fund, sem ungmennadeild Föð- urlandsfylkingarinnar hélt, og skipaöi fundarmönnum að heilsa með nazista- kveðju og hrópa: Heil Hitler. Tveir fundarmenn urðu ekki við þessum til- mælum og var skotið á þá báða og særðist annar hættulega. Öðrum þeirra, sem er formaður Pöðurlandsfylking- arinnar í Vín, er ekki hugað líf. Sshussnigg átti í gær viðræður við fulltrúa verklýðssamtakanna í Vínar- borg og lofaði þeim stuðningi stjórn- arinnar og ennfremur að tillit skyldi tekið til beiðni þeirra um atvinnuleys- isstyrk. PÚ. Skyndíveður veldur sköðum víðsvegar sunnanlands og austan Ófrétt er pó enn af Suðausturlandi Ofsaveður gerði af vestri litlu eftir miðnætti í fyrri- nótt og gekk jafnframt á með krapahryðjur. Áður um kvöldið hafði verið hvassviðri af suðri eða suð- vestri með rigningu. Veður- stofan telur að veðurhæðin hafi orðið 12 vindstig. Fylgdu þrumur og ljósa- gangur. Mest mun veðrið hafa verið hér við suðvest- urströndina. Norðanlands og vestan virð- ist stormur hafa verið vægari, en þó skemmdist rafmagns- kerfi Akureyrarbæjar mikið og var þar ljóslaust í gærmorgun, en af Suðausturlandi hafa eng- ar fréttir borizt, þar eð síma- samband er rofið. Mörg hús skemmd í bænum. Allmiklar skemmdir hlutust af veðri þessu, en þó minni, en við hefði má’tt búast. Hér í Reykjavík brotnuðu víða rúður og rofnuðu þök á húsum. Með- al annars flettist járnið að mestu af suðurhliðinni á þaki í. R. hússins og mikið losnaði af plötum á Arnarhváli. Munu hafa skemmzt eigi færri en tuttugu hús í bænum. Höfðu lögregluþjónarnir nóg að gera að sinna hjálparbeiðnum fyrri hluta nætur. Fiskherzluhjallar í grennd við bæinn urðu fyrir allmiklum skemmdum. Umgerzlur íþrótta- vallarins brotnar. Bárujárnsgirðingin umhverfis íþróttavöllinn varð fyrir miklu áfalli. Hefir hún brotnað niður á rúmlega 100 metra löngum spöl meðfram Suðurgötu og sömuleiðis á nokkru svæði suð- vestan við völlinn Hefir sumt af af járninu tætzt burtu langvegu. Hús á Kleppsholti fýkur með fólkinu í. Inni á Kleppsholti fauk hús- ið Klettur, eign Andrésar And- réssonar klæðskera, af grunni og brotnaði í spón. í húsinu bjó Haukur Eyjólfsson frá Hofs- stöðum í Borgarfirði og kona hans Sigrún Steinsdóttir, og tvö börn þeirra. Er hið yngra aðeins þriggja mánaða. Var það mildi mikil, að alvarlegt slys skyldi ekki af þessu hljótast. Nýja dagblaðið hefir átt tal við Hauk Eyjólfsson um atburð þennan og sagðist honum svo frá: Klukkan um hálf tvö urðum við þess vör, að húsið losnaði af grunninum og kastaðist til. Á næsta augnabliki brast það í sundur og lágum við þá í urð- inni innan um brak úr gólfi hússins. Hafði húsið þá borizt eigi skemmra en 20 metra frá grunni sínum. Meiðsli hlutum við ekki önnur en þau, aö kon- an mín marðist og skarst dálítið á öðrum fæti. Mun það hafa hlíft okkur, að við losnuðum aldrei alveg úr sængurfötunum. Eins og að líkindum lætur vorum við á náttklæðum einum. Hafðist konan við með börnin, þar sem komið var og skýldi sér með sængurfötum, meðan ég komst að Vesturási við Klepps- veg, húsi Þóris Baldvinssonar, og hringdi þaðan á lögregluna til hjálpar. Fluttu lögregluþjón- ar okkur niður- á Hótel Borg og náðu í lækni til að gera að meiðslum konu minnar. Ég brá mér inn eftir i morg- un til þess að sjá verksummerk- in. Húsið liggur þar mölbrotið á milli klettanna og hvert tang- ur og tötur af innanstokksmun- um okkar og innbúi hefir fokið burtu eða eyðilagzt, sagði Hauk- ur að lokum. Tjón á þrjátíu stöðum í Árnessýslu. Austanfjalls urðu víða fok. Að Sóleyjarbakka og Húsatóftum fuku bæði fjós og hlaða, að Hlemmiskeiði fuku tvær eða þrjár heyhlöður og víða urðu meiri og minni skemmdir á gripahúsum og heyhlöðum. Að Arnarbæli í Ölfusi fauk refagirðing og sluppu fjórir ref- ir, en einn þeirra hefir fundizt dauður. Á Eyrarbakka rauf þakið af barnaskóla kauptúns- ins. Ennfremur fauk þar veið- arfæraskúr og reykháfar lösk- uðust. í Þorlákshöfn fauk þekja af stóru fiskhúsi. í Selvogi laskaðist bátur. Talið er, að fok og skemmdir af völdum ofveðursins hafi orð- ið á allt að 30 stöðum í Árnes- sýslu. Skaðar á ver- stöðvunum. Á verstöðvunum við Faxaflóa urðu nokkrar skemmdir. í Keflavík rofnuðu húsþök og op- inn vélbátur, er lá á höfninni, hvarf. í gærmorgun lá ókunnur vélbátur fram af Kálfa- tjörn á Vatnsleysuströnd og töldu menn, að það mundi vera Keflavíkurbáturinn. í Sandgerði laskaðist bátur og tvær heyhlöð- ur fuku. Á Akranesi urðu minni háttar skemmdir á húsum og mannvirkjum. Á Fáskrúðsfirði brotnaði vél- báturinn Katla og bryggja skemmdist. Þrjú íbúðarhús urðu þar og fyrir áföllum. Þýzkur togari hætt kominn. Samkvæmt skeyti, sem borizt hefir frá skipstjóranum á Ægi, fékk varðskipiö beiðni um hjálp i fyrrinótt frá þýzkum togara, Zieten, sem hlotið hafði áfall einhversstaðar í grennd við Vestmannaeyjar. Er skipið mik- ið brotið ofanþilja, vélarreistin rifin frá þilfarinu bakborðs- megin og borðstokkur og skips- hlið þeim megin mjög beygluð. Skipstjórinn á Ægi telur tog- arinn ófæran til heimferðar í því ástandi, sem hann er nú. Þegar siðustu fregnir bárust af togaranum var hann kom- inn inn á innri höfnina i Eyj- um. Þá herma óljósar fréttir,- er bárust seint í gærkvöldi, að einn eða tvo menn hafi tekið út af færeyskri skútu í grennd við Vestmannaeyjar. Stórskemmdir á síma- línunum austan við Ægissíðu. Símabilanir urðu talsverðar af völdum veðursins, einkum austan við Ægissíðu. Brotnuðu margir staurar milli Ægissíðu og Garðsauka. Ekkert simasam- band er við sveitirnar þar fyrir austan og verður því ekkert sagt um skemmdir þar. Sam- kvæmt fregn frá Seýðisfirði er ekki simasamband lengra suð- ur en til Fáskrúðsfjarðar. í dag verður sendur maður austúr að Ægissíðu til þess að vinna að aðgerðum og koma á bráða- birgðasambandi. Á Hellisheiði og vestan við Ölfusá slógust saman símavírar og í túninu á Kotströnd brotnuðu tveir staurar. Var gert við þess- ar bilanir í gær. Við Hvalfjörð norðanverðan, milli Kalastaðakots og Voga- tungu, flæktust vírar saman.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.