Nýja dagblaðið - 06.03.1938, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 06.03.1938, Blaðsíða 4
REYKJAVÍK, 6. MARZ 1938. NYJA DAGBLAÐIÐ 6. ÁRGANGUR — 54. BLAÐ V.W.V, 1*4 A AV.W. jwv.v.1 «amla isio v.vav San Francísco \ ■: í !; Heímsfræg, amer- ■; isk stórmynd. ;• Aðalhlutverkin leika !■ af framúrskarandi snilld : ■; Janetle McDonald ;• og Clark Gable. í Sýnd kl. 61/2 og 9. ;j Barnasýning kl. 4i/2 V FÓSTBRÆÐUR. !• ÞRlR § uiiNtui tnúiTdit »Fyrírvínnan« Eftir W. Sommerset Maugham. SJónleikur í 3 þáttum. Sýning í kvöld kl. 8. Lækkað verð. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 1 í dag. KAUPI0 Formennska Sjálfsfæðisllokksíns (Frh. af 3. síðuj og „meðhjálpari“ hans sýnt það á stundum bæði í orði og æði, að hugur þeirra stendur meir til annara aðferða um stjórnar- hætti en þeirra, sem 1 strang- asta skilningi geta talizt lýð- ræðislegar eða þingræðislegar. Nægir hér að benda á það, þeg- ar Ó. Th. „sleppti sér“ í þingrof- inu 1931 svo og þau dæmi, sem áður var getið hér í blaðinu. Munu það að vísu einhverjir mæla, að hér mætti satt kyrrt liggja. En þegar Ó. Th. og hans nótar eru farnir að vegsama sjálfa sig hástöfum fyrir trú- mennsku við þingræðið — verð- ur ekki hjá því komizt að benda þeim á, hvar þeir raunverulega standa í þeim málum. Nýja dagblaðið hefir út af fyrir sig enga ástæðu til að vinna að því að veikja aðstöðu Ó. Th. til þess að vera formaður í Sjálfstæðisflokknum. Meðan afstaða flokkanna hvers til ann ars er eins og hún hefir yfir leitt verið hingað til, er það af ýmsum ástæðum mjög hag- kvæmt fyrir Framsóknarflokk- inn, að formannssæti aðal and- stæðinganna sé skipað eins og nú er. Hinsvegar gæti hreyfing sú, sem verið hefir á sl. ári um að leysa Ó. Th frá þessum vanda, og setja Jóhann Jósefs- son eða Magnús Jónsson í hans stað, borið vott um það, að Sjálfstæðismenn líti öðrum aug- um á þetta mál. Um slíka breytingu má sjálfsagt margt segja almennt, bæði með og móti. En ekki myndi þó Jóhann Jósefsson, sem þekktur er að nazistadekri árum saman, setja mikið meiri þingræðisblæ á flokkinn en Ó. Th. hefir gert. VERÐ VIDTÆKJA ER LÆGRA HER A LANDI, EN I ÖÐRUM LÖNDUM ALF- UNNAR. Viðtœkjaverzlunln veitlr kaupendum vlðtækja melrl tryggingu um hagkvæm vlðskipti en nokkur önnur verzlun mundi gera, þegar bilanir koma fram i tækj- unum eða óhöpp bera aO höndum. Ágóða VlOtækjaverzlunarinnar er lögum aamkvæmt elngðngu varið til reksturs útvarpsins, almennrar út- breiðslu þess og tll hagsbóta útvarpsnotendum. Takmarkið er: Viðtæki inn á hvert helmili. Víðtækjaverzlun ríkísíns Lækjargötu 10 B. Sími 3823. Bóksalahroki (Frh. af 2. síðu.) Og manni finnst að þá „blæði íslenzku hjarta“ hans, þegar hann og hans nótar geta ekki komið í peninga öllu þvi prent- aða dóti, er þeir hafa i fórum sínum. Mér er það ekkert hryggðar- efni, ef ég hefi orðið til þess að hann opinberaði fjandskap sinn til útvarpsins. Það er mjög sennilegt að útvarpið rýri til muna tekjur farandbóksalanna, ; og eru þá skiljanlegar tilffinn- ) ingar Snæbjarnar til útvarps- !i ins. Ég ætla ekki að fara að svara i fyrir útvarpið, en ég vil geta þess þó hér, að vandfundið mun það fólk út um sveitir landsins, er skifta myndu vilja á útvarpinu og flökkubóksölunum — enda þótt Snæbjörn Jónsson bættist þar við 1 hópinn. Og útvarpið er óneitanlega heppilegri leið til að kynna Hljómsveit Reykjavikur Bláa kápan (Tre smaa Pfger). Operetta í 4 sýningum, eftir WALTER KOLLO. verður leikin i dag kl. 3. e. h. tTSELT! Nánar auglýst síðar um næstu sýningu. Kaupið leikskrána og kynnið ykkur söngvana. fólki útkomu nýrra góðra bóka heldur en sú aðferð er Snæbjörn Jónsson vill svo mjög halda í — en honum gerir nú líklega nokk- uð matarskammturinn. Teitur Eyjólfsson. IwSSv Nýja Bíó Sw.vA* í í Gotti getur :• allt •: "■ *■ ;■ (My man Godfrey). :• Bráðfyndin og fjörug am- erísk gamanmynd. — Aðal- hlutverk leika: William Powell og Carole Lombard. Sýnd kl. 7 og 9. Með liiiefuiniisi hefst það. Hin fjöruga Cowboy-mynd með Ken Maynard og hest- inum Tarzan. Börnin innan 12 ára fá ekki aðgang. Sýnd kl. 5 (Lækkað verð). Barnasýumg kl. 3. Bílastöð Mickeys (tvær Mickey Mouse myndir) lit- streyttar teiknimyndir, í- þróttamyndir o. fl. í .■.V „Dettifoss'* fer á mánudagskvöld 7. rnarz, um Vestm.eyj- ar til Grimsby og Ham borgar. Farseðlar óskast sóttir fyrir hádegi sama dag. FESTARMEY FORSTJÓRANS 35 Fyrir kveldverðinn hafði Theo fullvissað mig um, að kjóllinn væri guðdómlegur og ég væri eins og engill í honum. Engill? Jæja. Ég fann nú, að lítið var englalegt við þetta. En ég veit vel, að ég leit prýðilega út; ég var eins falleg og í gamla daga, þegar ég hafði ekki um annað að hugsa en útlit mitt. Meðvitundin um að vera falleg, geíur konunni ætíð hugrekki til að gera sitt bezta. (Eða sitt versta, ef í það fer). Auk þess sá ég á forstjóranum, að ég hafði getið rétt til við kveldverðarborðið. Hann var í fyrsta sinn á æf- inni — feiminn. Þetta orsakaði — líka í fyrsta sinn — að mér fannst ég hafa sterkari aðstöðu en hann. Þess vegna stóð ég og beið; lét sem ég kæmi ekki upp orði og biði eftir, að hann tæki til máls. Hann muldraði „þakka fyrir“, er hann tók við boll- anum af mér. Svo varð þögn, sem — ef ég mætti ráða — átti að verða sú fyrsta af mörgum. Og svo bætti hann við hálf hikandi: „Það mun hafa verið móðir mín, sem sendi yður hingað?“ „Já. Já, auðvitað", flýtti ég mér að segja. Ég stóð á öndinni af óstyrkleika og auðmýkt. „Hún virtist halda -----og ég vissi ekki, hvað átti að gera--er ég til óþæginda?'1 Nú leit ég upp til hans kvíðafullu, biðjandi augnaráði, eins og ég vildi segja: „Er það mér að kenna? Ha?‘ Þögn. „Ég held", sagði forstjórinn, eins og hann talaði á móti vilja sínum, „að ég verði að biðja yður um að sætta yður við þessi óþægindi svo sem hálftíma. Vilj- ið þér ekki fá yður sæti, ungfrú Trant?" Hann ýtti öðrum stóra hægindastólnum til mln og kom honum fyrir eins langt og hæga var frá arninum. Frú Waters hélt ef til vill, að við sætum þar nú á þessu augnabliki — að geta hugsað sér slíkt — héld- umst í hendur og--------, já og hvað nú ungt trúlofað fólk gerir. O —því líkt og annað eins! Ég settist, niðurlút með hendur í skauti. Ný þögn. „Ég — hm —,“ sagði forstjórinn. Svo þagnaði hann og reyndi að láta líta út eins og hann hefði aldrei byrjað á setningunni. „Hvað er að? — Er nokkuð, sem ég get — nokkuð, sem þér óskið að ég geri fyrir yður, hr. Waters?" „Það væri máske viturlegra, ef þér hættuð að kalla mig þessu nafni," — sagði hann loks þurlega. Hann hafði sýnilega hert upp hugann, því að nú var hann líkari sjálfum sér. En það hafði ekki hin minnstu á- hrif á mig. „Já, eðlilega", mælti ég bljúg, ég skal alltaf muna að kalla yður Bil-----kalla yður skírnarnafni yðar, þeg- ar við erum í viðurvist hinna". „Já. En ég er hrædur um, að ef þér notið ættarnafn mitt, þegar við erum ein, þá verði það að vana, og þér notið það líka i viðurvist annara", svaraði hann og leit á mig niður frá háa sætinu við arininn, „og — og það er mjög líklegt, að systur mínar taki eftir þvi. Að minnsta kosti Theodora — hún tekur eftir öllu". „Já“, mælti ég blíð — „ég hefi tekið eftir því“. „Og hún lætur allt fjúka, sem hún hugsar", mælti bróðir hennar. „Þess vegna vildi ég — ef þér eruð því ekki mótfallin — halda áfram að kalla yður Nancy, líka þegar við erum ein“. „Það er síður en svo að ég hafi nokkuð á móti því“, mælti ég blíð og auðmjúk. „Ég verð víst líka að reyna að vera ekki svona hrædd við yður". Hann leit hvasst á mig. En ég veit, að ekkert var hægt að lesa af andliti mínu, og það leit út fyrir að ég væri upptekin af að skoða hendur minar og hring- inn, sem ég í ráðaleysi snéri í ákafa á baugfingrinum. „Hrædd við mig ‘, endurtók hann. „Þér?“ „Ó, herra Waters — æ, fyrirgefið þér; nú gleymdi ég því aftur. Ég ætlaði að segja, að þér vissuð vel, að við erum öll dauðhrædd við yður á skrifstofunni". Ég veit vel, að hann hélt að ég meinti að nú væri ég ekki á skrifstofunni og bæri ekki lengur snefil af virðingu þeirri fyrir honum, sem ég bar í gær. Nú væri ég ekki hræddari við hann en Cariad. Ég sá, að skarpleita andlitið roðnaði lítið eitt undir brúna litnum. — Þótt undarlegt sé, þá er þessi ungi Lundúnabúi vel sólbrenndur — og einbeittar varirnar hreyfðust eins og hann vildi segja eitthvað, en svo hætti hann allt í einu við það. Eftir stutta þögn opn- aði hann munninn og spurði: „Reykið þér — hm — Nancy? „Nei, þakka yður fyrir", svaraði ég stífnislega. Aftur þögn. \ Forstjórinn ræskti sig. Ég vissi, að hann var beinlínis í vandræðum með, hvað hann ætti að segja og var mér það sönn ánægja. Ég sá, að nú fékk ég dálitna. uppreisn fyrir allt, sem ég hafði orðið að þola — ekki aðeins fyrir öll þau ó- þægindi, er hlotizt höfðu af trúlofuninni, heldur líka fyrir allt, er ég leið á skrifstofum skipamiðlunarfé- lagsins — hina óþolandi ferð þangað dag eftir dag, tilbreytingaleysið, stirðbusaháttinn, hinn sífellda ótta við uppsögn, hinar andstyggilegu njósnarferðir Dun- donalds í kring um okkur. O — en nú á þessu augnabliki átti forstjórinn fáar óskir heitari en að ég segði eitthvað — alveg sama hvað — bara að ég byrjaði samtal. En ég vildi það ekki. Ég hugsa, að ég hefði getað

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.