Nýja dagblaðið - 06.03.1938, Blaðsíða 3
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
3
\ÝJA DAGBLAÐIÐ
Útgefandi: Blaðaútgáfan h.f.
Bitstjóri:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
Ritstjórnarskrifstofurnar:
Lindarg. 4 D. Símar 4373 og 2353.
Afgr. og auglýsingaskrifstofa:
Lindargötu 1D. Sími 2323.
Eftir kl. 5: Sími 3948.
Áskrifarverð kr. 2,00 á mánuði.
í lausasölu 10 aura eintakið.
Prentsmiðjan Edda h.f.
Símar 3948 og 3720.
Hvað er framundan
í kaupdeílunní ?
Kaupdeilan er alvarlegasta
mál dagsins í dag. Og því miður
sýnist ekki líklegt, að úr henni
ætti að greiðast á venjulegan
hátt. Sáttasemjari rikisins hefir
lagt fram miðlunartillögu. En
þeirri miðlunartillögu hefir ver-
ið hafnað af samninganefndum
beggja aðila. Deilan sýnist í
bili vera óleysanleg nema með
nýjum róttækum aðgerðum.
Morgunblaðið í gær lýsir rétti-
lega því ástandi sem framhald
kaupdeilunnar myndi skapa á
næstu vikum: „700 sjómenn"
eru atvinnulausir. Þar við bætist
svo sá fjöldi „verkamanna og
kvenna, sem fengi ágæta at-
vinnu við meðferð aflans frá
togurunum" — ef deilan leyst-
ist. „Stöðvun togarana yfir
saltfisksvertið“, segir blaðið,
„er slík blóðtaka fyrir Reykja-
víkurbæ, að hann myndi seint
eða aldrei bíða þess bætur“.
En alveg í sömu andránni tek-
ur blaðið upp hið gamla ábyrgð-
arleysiskjal sitt um verðhækkun
lífsnauðsynja í bænum. Það tal-
ar beinlínis eins og það væri að
berjast fyrir kröfum sjómanna.
„Sjómenn benda einnig á aukna
dýrtíð“, segir það. Og „þessu er
ekki hægt að neita“.
Og þó er það skjallega sann-
að með tölum frá Hagstofunni,
að dýrtíðin er ekki meiri nú
en hún var árið 1929, fyrir sjó-
mannasamningar þeir, er gilt
hafa, voru gerðir.
„Það er eölilegt og skiljanlegt,
að sjómenn biðji um hærra
kaup“, bætir blaðið við.
Þetta segir blað útgerðar-
manna örfáum dögum eftir að
útgerðarmennirnir eru búnir að
neita hækkun, sem ekki fól í
sér nema hluta af kröfum sjó-
manna, og eftir að formaður út-
gerðarmannafélagsins er búinn
að lýsa yfir því, að þeir myndu
ekki einu sinni gera út með sömu
kjörum og áður!
Og svo heldur blaðið hugleið-
ingum sinum áfram eitthvað á
þessa leið: Sjómennirnir þurfa
að fá hærra kaup. Útgerðar-
mennirnir geta ekki greitt. „Það
er ekki til neins . . . að benda
á bankana“. Þeir geta heldur
ekki hjálpað.
Sjálfir hafa útgerðarmennirn-
ir gert kröfur um stórkostlegar
fjárgreiðslur úr ríkissjóði. En
hvað segir svo blað þeirra um
þá hluti? Orðrétt á þesst leið:
„Er ríkissjóður þess megnugur
að bæta bönkunum töpin af út-
gerðinni? Nei, vissulega er hann
þess ekki megnugur"!
Hver er niðurstaða allra þess-
ara hugleiðinga? Nákvæmlega
engin!
En á öðrum stað í greininni
er að finna talsvert greinilega
niðurstöðu a. m. k. um hug aðal-
málgagns stórútgerðarmanna til
þessarar kaupdeilu. Þar segir svo
orðrétt:
„Togaraverkfallið, eins og í
pottinn er búið, er því raunveru-
lega ekki deila milli sjómanna
og útgerðarmanna, heldur er
það alvarleg áminning til ríkis-
stjórnarinnar og ráðandi meira-
hluta á Alþingi----“.
Hvort ber aö skilja þess um-
mæli sem töluð fyrir munn alls
Sjálfstæðisflokksins? Og á að
skilja það svo, að „Sjálfstæðis-
flokkurinn vilji hafa þessa „á-
minningu“ sem lengsta og eftir-
minnilegasta, jafnvel þótt hún
reyndist „slík blóðtaka fyrir
Reykjavíkurbæ, að hann myndi
seint eða aldrei bíða þess bæt-
ur“?
Gálaus eru slik ummæli og ó-
líklegt, að þau séu töluð fyrir
margra munn.
Og hvað segja þá sjómenn-
irnir og forystumenn verkalýðs-
ins, sem sýnkt og heilagt tala
um að styðja „vinstri stjórn“?
Taka þeir undir það, að til þess-
arar deilu sé stofnað af þeirra
hálfu sem „áminningar" til
stjórnar bænda og verkamanna
í landinu? Ætla þeir að „fljóta
sofandi að feigöarósi“ um fram-
halda þessa máls, meðan togar-
anna bíða full mið fiskjar, sem
seljanlegur er fyrir frjálsan
gjaldeyri á erlendum mörkuð-
um?
Á næstu sólarhringum verður
þessari spurningu svarað — eða
ekki svarað. Framsóknarflokkur-
inn mun ekki lengi bíða átekta
um að hefjast handa um þá við-
leitni, sem ábyrgum stjórnmála-
flokki er skylt að reyna, þegar
slíkt er í húfi, sem nú er.
Formennska Sjálf-
stæðísilokksíns
Greinarstúfur, sem birtist hér
í blaðinu í fyrradag hefir því
miður komið eitthvað ónotalega
við formann Sjálfstæðisflokks-
ins, Ólaf Thors. Kemur þetta
glöggt fram í Mbl. í gær. Það
er stundum sagt, að ljótt sé aö
„erta illt skap“, og skal það að
vísu viðurkennt, að nógar séu
pólitiskar raunir Ó. Th. um
þessar mundir, þótt ekki sé á
bætt. Hinsvegar er ekki gotrt að
komast hjá að minnast á mann,
sem vill láta telja sig formann
í öðrum stærsta stjórnmála-
flokki þingsins, þótt eigi geti
talizt þýðingarmikil persóna að
öðru leyti.
í áðurnefndri grein hér í blaö-
inu var lauslega að því vikið,
sem allir vita, sem í þingsölun-
um hafa verið siðustu árin, að
framkoma Ó. Th. þar við ýms
tækifæri hefir ekki borið vott
um sérlega mikla virðingu fyrir
þingræðinu og hinni 1000 ára
gömlu löggjafarsamkomu. —
Merkur þingmaður lét eitt sinn
svo um mælt um þingsiði Ó. Th„
að því væri líkast, sem þar væri
leikari að fremja „kúnstir" sín-
ar. Auk þess hefir þessi maður
(Frh. á 4. síðu.)
Eftír Harry Levín
í blaðinu Deutsche Zentral-
Zeitung, sem kemur út í
Moskva, birtust nýlega mark-
verðar upplýsingar um launa-
kjör verkalýðsins rússneska
síðustu árin.
Árið 1924—25 voru um 8 y2
milljón verkamanna í Rúss-
landi, sem höfðu um 450 rúblur í
laun til jafnaðar. Laun þeirra,
sem unnu við þungaiðnaöinn,
voru að meðaltali 566 rúblur á
ári. Árið 1936 hafði kaup þess-
ara manna hækkað upp í 2776
rúblur og upp í 2862 rúblur hjá
þeim, sem við þungaiðnaðinn
vinna.
Árið 1937 voru þessir verka-
menn orðnir 26,3 milljónir.
Laun, sem þeim voru greidd,
höfðu hækkað úr 3,8 milljörðum
árið 1924—25 upp í 80-milljarða
árið 1937.
Manni mætti virðast sem hér
hefði geysileg breyting á orðið.
En sé skoðað betur ofan í kjöl-
inn verður annað uppi á ten-
ingnum. Árið 1924 var rúblan
meira virði en sænska krónan.
Nú jafngildir rúblan hinsvegar
10—20 aurum í sænskri mynt,
miðað við kaupmátt hennar í
Rússlandi.
Meðaltekjur rússneskra verka-
manna hafa, samkvæmt opin-
berum hagskýrslum, numið 238
rúblum á mánuði árið 1936. En
síðan hafa launin hækkað um
7,9% og verð á ýmsum lífs-
nauðsynjum lækkaö allt að 15%,
að því, er sagt er í opinberum
tilkynningum. Þar með er þó
enganveginn orðið sérlega ó-
dýrt að lifa í Rússlandi.
Það er að vísu sannmæli, að
margt manna hefir miklu hærri
laun, en tilgreint er hér.
Flokksforingjar og miklir af-
kastamenn í hópi verkamanna
fá oft 1000—1500 rúblur í laun
á mánuði. Auk þess njóta þeir
margvíslegra hlunninda.
En maður verður að festa sér
það í minni, að þeir, sem svo
góö kjör hafa, eru í hæsta lagi
15—20% af íbúum landsins.
Allir aðrir njóta smánarlauna
og' skipa mjög óhægan sess í
þjóðfélaginu. Þeir lægst laun-
uðu draga lífið fram á þann
hátt, að slíkt þekkist hvergi
annarsstaðar í Evrópu. Það er
ekki aðeins vegna legu sinnar,
að Rússland er í nánari tengsl-
um við Asíu, en önnur lönd i
Noröurálfu, heldur minnir á-
standið þar á kjör alþýðunnar
í Austurlöndum. Þessir lægst
launuðu vesaHngar eru einkum
heimilisþjónar og matsveinar.
Margir menn, sem erfiðisvinnu
stunda, hafa líka undir 250
rúblum í kaup á mánuði í
Moskva.
VeríSIasið.
Með framangreindum launum
verður verkamaðurinn rúss-
neski að borga fæði og klæði.
Sérhver verkamaður og sérhver
húsmóðir geta sjálf gert sér í
hugarlund kjör almúgans í
þessu víðlenda ríki. Meðallaun
eru 238 rúblur á mánuði. Hér
fylgir verðlisti frá stóru vöru-
húsi í Moskva. Hann er dag-
settur 6. maí 1936. Rúblur
Yfirfrakkar 387—1100
Buxur 190— 245
Alfatnaður 320— 800
Hattur 40— 55
Húfa 16— 28
Skyrta 38
Flibbi 2,40
Bindi 5— 10,50
Skór 60— 75
Loðkragi 290— 726
Kvenskór 250— 350
Borðlampi 45
1 kg. bjúgu, söltuð eða reykt 18— 20
1 kg. reyktur fiskur 9,50
1 kg. reyktur lax 18
1 kg. fiskur 3,50— 8
1 kg. sölt síld 6,40
1 kg. ostur 22
1 kg. smjör . 12— 20
1 kg. smjörlíki 13
1 kg. baunir 3,60
1 kg. kaffi, lélegt 56
1 kg. hnetur 9
1 kg. brúnar baunir 4,20
Vínarbrauð 1,80
Franskbrauð 1,20
1 pottur mjólk 1,30
25 sigarettur 3
1 pottur vodka- brennivín 5,40
Gott vín, y3 p. fl. 9— 22
Vefnaðarvörurnar, sem í
Rússlandi fást, eru sérlega lé-
legar, þrátt fyrir óheyrilegt
verð.
Það er hægt að bera því við,
að þetta verölag sé ekki lengur
gildandi í Rússlandi og sam-
kvæmt tilkynningum blaðanna
hafi verð á mörgum nauðsynja-
vörum verið lækkað um 15%
nú nýverið. En jafnvel þótt þessi
slík verðlækkun sé í garð geng-
in, er það dýrt að lifa í Rúss-
landi. Ég dvaldist eitt sinn með
nokkrum Svíum í Moskva. Við
ræddum oft um launagreiðslur
og vöruverð þar eystra og við
vorum sammála um, að tuttugu
rúbla daglaun í Moskva jafn-
giltu nokkurnveginn tveggj a
króna daglaunum i Stokkhólmi.
II ú siiædisiii á 1 i n.
í viðtali við blaðamann
frá Social Demokraten 6. nóv-
ember 1937 skýrir rússneski
sendiherrann í Stokkhólmi frá
því, að á tuttugu árum hafi
sovétstjórnin látið byggja 54
millj. m- nýrra íbúðarhúsa. Er
það mikið eða lítið? Til þess að
komast að raun um það, þarf að
nefna nokkrar tölur. Árið 1937
voru íbúar næstum 175 millj., en
147013600 árið 1927, að því er
talið er. Aukningin er þá 28
millj. á tíu árum. Á tuttugu ár-
um hafa verið byggöar íbúðir,
þar sem þessir nýju þjóðfélags-
þegnar hinna síðustu tíu ára
fá 2 m- rúm hver. Raunverulega
er þetta þó ekki svo gott. Við höf
um ekki talið með þá fólksfjölg-
un, sem orðið hefir frá 1920, að
sovétstjórnin hafði að fullu yf-
irstigið óvinina innanlands,
fram til ársins 1927. Á þessum
Málaferlin, sem nú standa
yfir í Moskva, hafa undan-
farið verið tíðrædd í
heimsblöðunum. Það er
reynt að skýra þau á ýmsa
vegu. Eitt virðast menn yf-
irleitt vera sammála um:
Að meðal rússneskrar al-
þýðu ríkir mikil óánægja
og óttinn við afleiðingar
hennar knýji valdhafana
til að sýna að þeir muni
berja alla andstöðu niður
með harðri hendi.
í meðfylgjandi grein er
sýnt fram á orsakir þessar-
ar óánægju. Höfundurinn
er Harry Levin, ritari
sænska sovétvinafélagsins.
Hann hefir oft dvalið í
Rússlandi og er þaulkunn-
ugur ástandinu þar. Hann
er íslenzkum kommúnist-
um að góðu kunnur því
hann var leiðbeinandi við
stofnun Kommúnistaflokks
ins hér.
árum er fólksfjölgunin þó 10—
12 milljónir. Þessar tölur sanna
það, að sovétstjórnin hefir engu
áorkað um að bæta úr húsnæð-
isskortinum.
Sænskir verkamenn eiga í
hvívetna við betri kjör að búa,
en þeir rússnesku. Ég gæti jafn-
vel trúað, að þeir gerðu beina
uppreisn, ef bjóða ætti þeim
kjör stéttarbræðra þeirra í
Rússlandi.
En hvernig stendur á því, að
sovétríkin geta ekki goldið
verkalýðnum betri laun og líf-
vænlegri? Fyrst og fremst er á-
stæðan sú, að mikið hefir verið
lagt í að koma upp stóriðnað-
inum og þar hefir þurft að
byggja. allt frá grunni. í öðru
lagi er herbúnaður gífurlegur og
meira fé til hans kostað en á
sér stað í nokkru öðru landi, í
hlutfalli við þjóðarauðinn.
Loks hefir stjórnskipun lands-
ins óhemju kostnað í för með
sér.
Nú til dags eru því hinir
mestu innanlands erfiðleikar i
Rússlandi. Mismunandi launa-
greiðslur til hinna æðri og lægri
hafa staðfest mikið djúp milli
þjóðfélagsþegnanna. Það hafa
risið á legg hópar manna, sem
eru betur settir en almenning-
ur og hafa önnur áhugamál.
Landið, sem fóstrað hefir kom-
múnismann, hefir heldur ekki
reynzt þess megnugt að veita
verkalýð sínum svipuð kjör og t.
a. m. Svíþjóð.
PRENTMYNDASTQFÁN
LEIFTUR
Hafnaritrœti 17; (uppi),
býr til 1. flokks prentmyndir.
Sími 3334 ___
LÉREFTSTUSKUR
hreinar og heillegar,
(mega vera mislitar),
kaupir Prentsmiðjan
EDDA h.f., Lindar-
götu 1D.