Nýja dagblaðið - 06.03.1938, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 06.03.1938, Blaðsíða 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ I(JTLÚND: iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin Lengra líl Eftirfarandi grein er þýdd úr Physical Culture, sem gefið er út í New York: „Lífeðlisfræðingar við Cornell háskólann í New York hafa ný- lega gefið út skýrslu um tilraun- ir, er þeir hafa gert. Virðast þær benda til að uppgötva megi líf- eðlisfræðilega leyndardóma, sem geri það mögulegt að lengja líf- ið. Lenging lífsins og fækkandi fæðingar ógna okkur með hækk- andi hlutfallstölu gamalmenna og þar af leiðandi aukinni óá- nægju skattþegnanna yfir meiri kostnaði við framfærslu gamal- menna. Mannúð okkar í þessum efnum er ekki ýkja langt á und- an íbúum Suðurhafseyjanna, en þeir eta langömmur sínar til þess að þurfa ekki að framfleyta þeim. Hinir „hyggnustu“ meðbræður okkar telja það skort á skyn- semi að óska þess, að vísinda- mönnum megi takast að lengja lífið. „Hversvegna ættum við að óska lengra lífs?“ segja þeir. „Elíin er byrði.“ Þetta kunna að vera hyggindi, en þetta er sannarlega ekkert nýtt. Fyrir 2000 árum skrifaði Lucretius: ..... Það verður heldur engin ný ánægja fengin með því að lengja lífið.“ Þessi andstaða gegn lengra lífi er byggð á þeim rökum, að framlenging myndi aðeins verða það, sem Shakespeare lýsir með orðunum: „án tanna, án augna, án hárs, án alls ....“ Þeim, sem þessu halda fram, virðist aldrei hafa dottið í hug að einnig mætti lengja lífið með því að lengja æskuna, en ekki ellina. En þetta datt þeim í hug, dr. McClay og samverkamönnum hans í Cornell og þeim heppnað- ist að sýna þetta á rottum. Þeir settu sér það mark, að lengja vaxtartímann. Þeir fæddu rottu- unga á þann hátt, að úr vextin- um dragi, án þess að heilbrigði þeirra væri hætta búin. Með þessu tókst að halda þeim vax- andi, að vísu hægt, þar til þær voru orðnar eins gamlar og rott- ur verða að jafnaði, og þá voru þær tæplega fullvaxnar. Rotturnar hafa mjög svipaða næringarefnaþörf og mennirnir. Þær renna skeið sitt að vísu á miklu skemmri tíma og ná full- um aldri á 700 dögum, og eru þá á sína vísu orðnar jafngaml- ar sjötugum manni. Fæði Cornell-rottanna varð að vera mjög auðugt af steinefnum, fjörefnum og eggjahvítuefni, svo vextinum yrði hamlað með skorti á fæðumagni, án þess að um næringarskort væri að ræða. Þannig hefir tekizt að sanna. að lengja má æskuna, án þess að það sé á kostnað fullorðinsár- anna. Nú er eins ástatt og þegar Columbus fann Ameríku, það hefir fundizt nýr heimur, sem krefst rannsókna. Það, sem maðurinn þarfnast, er auðvitað hvorki lenging æsk- unnar né ellinnar. Hann þarfn- ast fjölgunar þeirra ára, þegar æskuþrótturinn og þroskinn eru Bóksalahrokí Snæbjörn Jónsson bóksali, hefir hneykslazt á greinarkorni mínu, er ég nefndi „Hvimleiðir gestir“ og kom í N. dagbl. fyrir nofe'kru, þar sem ég vék að flökkulýð þeim, er nú fer um sveitir landsins og betlar pen- inga út úr fólki í gegnum einsk- isnýtt bóka- og blaðadót, sem bókaverzlanirnar myndu ekki geta selt við hliðina á góðum bókum. Snæbjörn þessi skrifar alllangt mál í Vísi 3. þ. m. Á það að vera vörn fyrir þetta fólk. En hann bregður sér 30 ár aftur í tímann og leggur þar út af íslendingasögunum, hvernig þær voru þá bornar út um sveit- irnar í samgönguleysi þeirra tíma, og nafngreinir ýmsa menn er að því verki stóðu, suma lífs og aðra liðna, og vill á þann hátt vekja samúð með þeim mönnum, er nú á tímum troðá sér með frekju inn á heimili manna til að selja varning sinn. Að öðru leyti er grein Snæ- björns sundurlaus og fjallar um óskyld efni, svo sem tollalöggjöf og starfsemi útvarpsins. Og það sem virðist hneyksla bóksala þennan mest, er að sveitabændur leyfi sér að láta skoðun í ljósi. Þó virðist hann hafa góða lyst á peningum bænda, en minna hirða um hvernig sú vara er, sem þeir fá í staðinn. Vera má, að Snæbjörn bóksali sé útgerðarmaður einhverra þeirra farandmanna, er nú flakka um sveitirnar og bjóða fólki hið lélega bókarusl, og er honum þá vorkunn nokkur, að hann ber sig illa yfir því, að til eru menn, sem vilja sjálfir velja þær bækur, er þeir kaupa sér til gagns og gamans, en sætta sig ekki við að aurasæknir menn skammti þær af eigin geðþótta. Ef Snæbjörn þessi væri áhuga- samur „forleggjari“, er vildi auðga þjóð sína af góðum bók- menntum, myndi hann hafa glaðzt yfir grein minni, þar sem ég hvet fólk til að verja tak- mörkuðum peningaráðum sínum til betri bókakaupa en svo, að fleygja þeim fyrir einskisvert bókarusl. Eða vill þessi bóksali halda því fram að allt sem gefið er út í bókarformi, sé ákjósanlegar bókmenntix? En Snæbjörn hefir með rit- smíð sinni sannað, að hann er andlega skyldari Kaupahéðnum þeim, er ég gerði að um- talsefni, — og eru flestum mönnum leiðir á flakki sínu — heldur en Sigurði Kristjánssyni og öðrum þeim, er stutt hafa útgáfu góðra bóka. (Frh. á 4. síðu.J sameinaðir. Við skulum ekki segja, að það sé ómögulegt, því það hefir aldrei verið reynt með kerfisbundnum tilraunum. Við vitum ekki hvað er mögu- legt og hvað er ekki mögulegt í þessum efnum, því vísinda- mennirnir hafa verið sofandi gagnvart þessu, þó það sé má- ske þýðingarmeira en flest önn- ur rannsóknarefni. Við skulum vona að Cornell- rotturnar vekji þá. Gula bandið er bezta og ódýrasta smjörlíkið. í heildsölu hjá Happdrættí Háskóla Islands. Hver vill missa af voninni að geta unnið nokkur þúsund krónur, þegar dregið verður eftir nokkra daga? Frá starfsenn happdrœttisins. 36. Betri er hálfur skaði en allur. Sjómaður einn á Suðurlandi hafði fengið sér fjórðungsmiða og endurnýjaði hann unz hann fór norður í síld. Fékk hann þá konunni, er hann bjó hjá, kr. 1,50 til endurnýjunar fyrir einn mánuð. En nú var maðurinn lengur í burtu og konan endur- nýjaði miðann úr eigin vasa. Kom þá miðinn upp með 20000 krónur eða 5000 krónur á fjórð- ungsmiðann. Þar eð konan var orðin handhafi miðans, kom þeim saman um að skipta vinn- ingnum og fékk hvort þeirra 2500 krónur. Ef konan hefði ekki endurnýjað, hefði hvorugt fengið neitt. 37. Hikaði, en sá sig um hönd. Samband fsl. samvínnufétaga Sími 1080. Hárvötn og ilmvötn Irá Álengís- verzlun ríkisins eru mjög hent- ugar tækífærísgjalír. Maður nokkur hefir frá byrj- un spilað á 10 fjórðungsmiða. Vann hann smáupphæðir fyrstu 3 árin, en 1937 vildi hann fækka við sig um einn miða. Seinasta söludag fyrir 1. flokk kom hann og tók úr þann miða, er hann vildi sleppa. Eftir skamma stund sendi hann skilaboð, að hann ætlaði að halda þessum miða einnig. Vann hann á þenna fjórðungsmiða 1250 krónur í 10. flokki. 111111111111111 ■ 11 ii ii 11111111111 ii 11 ii n 111111111111111111111111 ii 1111 n 11111111111 ii 1111111111 ii 1111111111111111111111111111111111111 ii 111 ii 111 ii 1111 ii 11 ii i ■ i ► Borgíð Nýja dagblaðíð! ......................................................... 38. Hús í smíðum. Maður í Vestmannaeyjum hafði hús í smíðum og var að mestu leyti búinn að steypa það upp, en fékk þá ekki lengur greiðslufrest á timbri og járni til byggingarinnar. Lenti hann í vandræðum, en var þá svo heppinn að vinna 5000 krónur og var honum þá borgið með bygginguna. Ekki veit hvar óvæn- um gefur happ. Umboðsmenn í Reykjavík: Frú Anna Ásmundsdóttir og frú Guðrún Björnsdóttir, Túngötu 3, sími 4380. Dagbjartur Sigurðsson, kaupm. Vesturgötu 45, sími 2814. Einar Eyjólfsson, kaupmaður, Týsgötu 1, sími 3586. Elis Jónsson, kaupm., Reykja- víkurveg 5, sími 4970. Helgi Sívertsen, Austurstræti 12, simi 3582. Jörgen Hansen, Laufásvegi 61, sími 3484. Prú Maren Pétursdóttir, Lauga- vegi 66, sími 4010. Pétur Halldórsson, Alþýðuhús- inu. — Stefán A. Pálsson & Ármann, Varðarhúsinu, sími 3244. Umboðsmenn I Hafnarfirði: Valdemar Long, kaupmaöur, simi 9288. Verzlim Þorvalds Bjarnasonar, simi 9310.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.