Nýja dagblaðið


Nýja dagblaðið - 08.03.1938, Qupperneq 3

Nýja dagblaðið - 08.03.1938, Qupperneq 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ 3 Eltír Jónas Jónsson ------------------------------1 WJA SACBLAÐD Útgefandi: Blaðaútgáfan h.f. Ritstjóri: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. Ritst j órnarskrif stof umar: Lindarg. 1 D. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Lindargötu 1D. Sími 2323. Eftir kl. 5: Sími 3948. Áskrifarverð kr. 2,00 á mánuði. í lausasölu 10 aura eintakið. Prentsmiðjan Edda h.f. Simar 3948 og 3720. Rannsóknín á togaraútgerðínní Morgunblaðið hefir hrokkið illilega við, þegax sýnt var hér í blaðinu, að kröfur útgerðar- manna gerðu nauðsynlega rannsókn á hag og rekstri tog- araútgerðarinnar, sem ríkið byggði síðan á úrlausnir sínar. Blaðið spyx, hvort mönnum séu ekki yfirleitt kunn hin bágu kjör útgerðarinnar og þess- vegna sé engin þörf fyrir slíka rannsókn. Það er rétt hjá Morgunblað- inu, að útgerðin hefir átt við miklar þrengingar að búa. En einmitt vegna þess er þörf fyrir rannsókn. Sú rannsókn verður að leiða það i ljós, hvernig hag útgerðarinnar er raunverulega komið og hvaða leiðir séu til- tækilegar til að ráða fram úr vandræðum hennar. Til þess getur enginn óvitlaus maður ætlazt, að ríkið fari blint eftir leiðsögn útgerðarmanna, án minnstu tryggingar fyrir því að ráðstafanir þess komi að nokkru gagni eða hliðstæður sparnaður verði framkvæmdur á öðrum sviðum. Fyrir þessu hvorttveggja verður ríkið að hafa fulla tryggingu, áður en það hefst verulega handa, enda þótt til þess geti þurft meiri eða minni breytingar á rekstrar- fyrirkomulagi útgerðarinnar. Kröfur útgerðarmanna bera það líka með sér, að þær eiga fyrst og fremst pólitiskan upp- runa. Það sézt m. a. á því, að þeir hafa engar kröfur gert til Reykjavíkurbæjar, sem skatt- leggur útgerðina þó ekki minna en ríkið. Þeim virðist það held- ur ekkert áhugamál að af- stýra tekjuhallarekstri heldur einungis það, að koma tekju- hallanum yfir á ríkið. Þetta sézt m. a. á því að þeir segjast vera fúsir til að hækka kaup sjó- mannanna, ef ríkið vilji borga tekjuhallann. Þeir hafa líka sýnt það, að þeir svífast þess ekki að nota yfirráðarétt sinn yfir togurunum til að auka örð- ugleika ríkisvaldsins. Það sýnir t. d. stöðvun ufsaveiðanna. Það er sannarlega lítil hvatn- ing fyrir ríkisvaldið að stórauka byrðar sínar vegna útgerðar- innar meðan hún er í hönd- um manna, sem finnst ekkert athugavert við tekjuhallarekst- ur, ef þeir geta haldið launum sínum sjálfir, og nota eigenda- rétt sinn til.að auka gjaldeyris- skortinn og atvinnuleysið í póli- tísku augnamiði. Og vitanlega kemur slík hjálp ekki til mála, nema fyllsta sparnaðar verði gætt á öllum kostnaðarliðum útgerðarinnar. Ef eftirgjafir þær á tollum og sköttum, sem t. d. Kveldúlfur fengi, yrðu til þess að farið yrði að borga Thor Jensen eftirlaun aftur, forstjórunum fjölgað á ný, villur byggðar o. s. frv., þá bæru ráðstafanir ríkisvaldsins vitanlega engan árangur. Þess vegna verður ríkisvaldið að hafa tryggingu fyrir fyllsta sparnaði á öllum sviðum, áður en það hefst verulega handa. Eins og kröfur útgerðar- manna eru nú, virðist það höf- uðmarkmið þeirra, að halda af- stöðu sinni óbreyttri en koma tekjuhallanum yfir á ríkið. Sjónarmið ríkisvaldsins hlýtur hinsvegar að vera það, að af- nema tekjuhallarekstur á út- gerðinni. Hér mætast tvö gagn- stæð sjónarmið. Það síðara verður ekki framkvæmt með þeim ráðum útgerðarmanna, sem fram eru komin. Með ná- kvæmri rannsókn verður ríkið að kynna sér, hvaða leiðir séu líklegastar til að ná því marki, sem það stefnir að. Það er nauð- synleg undirstaða fyrir ráðstaf- anir þess. Bátasmíðastöd Af þeim málum, sem fram eru komin í þinginu, hefir þings- ályktunartillaga Jónasar Jóns- sonar um bátasmíðastöð á Sval- barðseyri tvímælalaust vakið mesta athygli. Hingað eru nýlega komin tvö ný skip, varðbáturinn Óðinn, sem smíðaður er á Akureyri, og Sæbjörg, sem smíðuð er í Dan- mörku. Þeir, sem hafa skoðað þessi skip, hafa algerlega sannfærzt um, að íslendingar hafa fullkomlega getu og kunn- áttu til að leysa slík störf vel af höndum. Með því að flytja smiði slíkra skipa inn í landið, myndi bæði sparast mikill gjaldeyrir og skapast veruleg atvinna, þar sem það er sennilegt, að fiskifloti ís- lendinga í framtíðinni verði að mestu leyti skip af þessari stærð. Það eru því veigamikil rök, sem mæla með því, að í slíka framkvæmd verði ráðizt. En það er ekki nóg, að inn- lendir skipasmiðir séu sam- keppnisfærir um gæði vinnunn- ar. Þeir verða einnig að vera samkeppnisfærir, hvað kostnað- inn snertir. Það er til næg reynsla fyrir því, þegar byrjaö hefir verið á nýrri iðngrein hér á landi, að mörg fyrirtæki hafa risið upp og stundum lent í ill- vígri samkeppni. Afleiðingarnar hafa orðið meiri reksturskostn- aður en orðið hefði, ef fyrirtæk- ið hefði verið eitt og fullkom- innar hagsýni gætt. Tillaga Jónasar Jónssonar stefnir fyrst og fremst að því, að hin innlenda skipagerð geti orðið samkeppnisfær við erlenda vinnu, hvað kostnaðinn snertir. Það er ætlazt til að koma upp einni stórri bátasmíðastöð, þar sem hin ákjósanlegustu skilyrði eru fyrir hendi til slíkrar starf- rækslu og hár framfærslukostn- aður hefir ekki lamandi áhrif á atvinnureksturinn. Jónas Jónsson gerir ráð fyrir Hér á dögunum lét Mbl. svo um mælt, að nauðsyn væri að fá kosningar á vori komandi. Mér finnst vafasamt að þetta sé hyggilega mælt. Árlegar kosningar þreyta borgara lands- ins. Þær eru auk þess nokkuð dýrar. Út í frá er talið, að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi eytt 300 þús. kr. í „breiðfylkinguna" 1937. Mér þykir ólíklegt, að það sé auðvelt fyrir Sjálfstæðis- menn að fá slík framlög árlega. Og árangurinn er meir en vafa- samur, eins og reynsla undan- genginna ára sýnir. Það er almennt álit, að meiri- hlutaaðstaða í bæjum og landi gefi um þessar mundir meiri á- hyggjur en starfsró. Lítum á Reykjavík. Hér hefir Sjálfstæð- isflokkurinn meirihluta. Hér búa efnamestu menn landsins. Þó er bærinn í stórlegum pen- ingavandræðum. Hann er með mjög stóra og alveg óeðlilega lausaskuld í Landsbankanum. Hann skuldaði alveg nýlega fram undir 300 þús. kr. sjúkra- samlaginu í Rvík. Útsvörin hækka ár frá ári, og óánægja borgaranna vex. Samt er ekki lagt í neina framkvæmd, sem um munar. Borgarstjórinn er búinn að fara tvær ferðir til út- landa og biðja um lán í hita- veituna og ennþá heyrist ekkert um úrslit. Verk hans er sýni- lega torunnið. Mbl. getur vafalaust bent á alveg hliðstæða þróun í lands- málunum: Lausaskuldir, hækk- andi útgjöld, atvinnuleysi o. s. frv. En mér sýnist ekki neitt benda á, að þó að Mbl.menn gætu fengið kosningar í vor, og þó að þeir græddu eitthvað hlutfallslega á klofningi Héð- ins Valdimarssonar, þá eru fyrst og fremst litlar líkur fyrir sigri, og í öðru lagi, að Mbl.menn hefðu mikla ánægju af að fá samskonar landstjórn eins og forræði Péturs Halldórssonar reynist Reykvíkingum. Sennilega finna borgarar landsins minni nauðsyn á kosn- ingaglímu árlega fyrir það, að Framsóknarflokkurinn hefir fyrir löngu tekið upp og gegn- umfært þá stefnu, að láta flokka þingsins leggja saman að friðsamlegri lausn margra þjóð- mála. Bæði nábúunum til hægri og vinstri hættir til að beita einræði, þar sem þeir hafa meirihluta, og skeyta lítið um tillögur minnihlutans. Með því að þetta mál verði leyst með samstarfi ríkisins, bæjarfélag- anna og bankanna. Þessir aðilar allir hafa hugsmuna að gæta í sambandi við málið og ættu aö vera hlynntir lausn þess. Fyrir- tækið yrði rekið á samvinnu- grundvelli. Þess ber að vænta að þetta mál njóti fulls skilnings allra aðila og fái góða og skjóta lausn. Allur dráttur í slíkum málum er eingöngu til skaða. líkum átökum er hægt að skapa byltingarkenndar tilfinningar í hugum þeirra, sem verða ekki annars varir en að vilji þeirra sé að engu hafður. Framsóknarmenn starfa að pólitík eins og Englendingar að knattspyrnu. Framsóknarmenn fylgja fast málum sínum meðan barist er, en taka í hönd and- stæðinganna að leikslokum. Fyrsta meginátak Framsókn- armanna að fá alla þjóðina til að standa saman, var tillagan um undirbúningsnefnd alþing- ishátíðar 1926. Þar störfuðu saman fulltrúar allrá flokka í fjögur ár, án endurgjalds. En hin glæsilega hátíð sannaði að rétt var stefnt. í lögunum um friðun Þingvalla frá 1928 var gert ráð fyrir þrem mönnum, sínum úr hverjum flokki. Þar unnum við Magnús heitinn Guðmundsson með Jóni Bald- vinssyni samfleytt í tíu ár. Lögin um menntamálaráð frá 1928 gera ráð fyrir fimm mönnum úr þrem stjórnmálaflokkum. í þeirri nefnd eru mál venjulega afgreidd með samþykki allra. Þessi tvenn lög settu Framsókn- armenn þegar þeir höfðu sterka meirihlutaaðstöðu, en þeir tryggðu Mbl.mönnum fullan rétt þótt þeir væru þá í minnihluta. Framsóknarmenn lögfestu 1928 og 1930 bankaráð beggja eldri bankanna og bankastjórn í Útvegsbankanum með fulltrú- um úr öllum þrem stjórnmála- flokkunum. Með tíu ára baráttu hefir þeim lánazt að fá örugga samstjórn þriggja flokka í síld- arverksmiðjum ríkisins. í allri hinni nýju löggjöf um afurðasöl- una: kjötlögum, mjólkurlögum, fisksamlaginu, síldarútvegs- nefnd og fiskimálanefnd sitja fulltrúar allra flokkanna hlið við hlið. í sendinefndum til ann- arra landa til að semja um verzl- unarmálin, eru nú jafnan full- trúar allra þingræðisflokkanna. Síðasta stóra nýjungin í þessu efni var gerð síðastliðið haust, þegar Framsóknarmenn réðu því, að hver þingflokkur hefði úr sínum hóp þrjá forseta. í veikindum Jóns Baldvinssonar er Jakob Möller starfandi aðal- forseti sameinaðs þings. í þessu mikla vandamáli at- vinnumála- og fjármála, sem þjóðin er nú stödd í, er sam- starfstefna Framsóknarmanna ómetanlega þýðingarmikil. Flokkarnir halda að vísu fast við sína sérstefnu. En jafnhliða því muna menn, að þeir eru ís- lendingar, borgarar í sama landi, og að enginn einn flokk- ur getur bjargað þjóðinni. Með hóglátri handleiðslu Framsókn- armanna er, innan um baráttu- glauminn ofnir samstarfsþræð- ir milli andstæðinga, þannig að þeir taka á sameiginlega þegar með þarf. Ég hygg að eins og málum er nú háttað, þá liggi þjóðinni miklu meira á að fá meira samstarf allra dugandi íslendinga, fremur en árlegar Alþingiskosningar. Hinn nýi siður, sem Fram- sóknarmenn boða í verki, er enn nokkuð aðgengilegur nábúunum til beggja handa. Tryggingar- málin hafa þar verið hitamál á báðar hliðar. Löggjöfin var sett að Mbl.mönnum nauðugum. Þeir brugðust óhyggilega við um mannval í störf og stöður. Þar var allt í gamla stílnum um ein- ræði meirihlutans og að mörgu illa með farið. Fyrir skömmu var ég oddamaður í þessu efni, bæði í bæjarstjórn Reykjavíkur og trygg(ingarráðinu. Eg hjálpaði Alþýðuflokknum tveim sinnum til að ná meirihlutaaðstöðu í sjúkrasamlaginu í Reykjavík, þar sem hlutur þeirra hafði mjög verið fyrir borð borinn. En ég vildi ekki hjálpa Alþýðufl. til að reka hefndarpólitík og i tryggingarráðinu greiddi ég þannig atkvæði um formenn sjúkrasamlaganna í kaupstöðum að Alþýðuflokkurinn fékk 4, Sjálfstæðisflokkurinn 2 og Framsóknarflokkurinn 2. Ég fylgdi í þessu atriði sömu stefnu, og þegar ég kom á Alþingishá- tíðarnefndinni 1926, eða lögum um verndun Þingvalla og menntamálaráð 1928. Ég álít ekki erfiðara fyrir andstæðinga að vinna saman í tryggingar- málum, heldur en það var fyrir mig að vinna með Jóh. Jóhann- essyni bæjarfógeta eða Magnúsi heitnum Guðmundssyni, meðan mjög skarst í odda milli mín og þeirra um önnur mál, án þess að það hindraði á nofckurn hátt samstarf okkar, þar sem sam- vinnu þurfti með. Einhverjir liðléttingar í Al- þýðuflokknum hafa fengið Har- ald Guðmundsson til að ónýta atkvæðagreiðslu mína í trygg- ingarmálinu.Hann vinnur til að gera auðsætt lögbrot og brot á siðum sæmilega menntaðra manna, í þeim lítilfjörlega til- gangi að útiloka einhverja and- stæðinga sína fáeina daga frá að sitja í stjórn sjúkrasamlag- anna úti um land. Ég iðrast ekki eftir því að ég hefði hjálpað flokksbræðrum H. Guðmundssonar með tveim at- kvæðagreiðslum, annarri í bæj- arstjórn og hinni í tryggingar- ráði, til að fá nokkra aðstöðu til að sýna mátt sinn að bæta tryggingarmálin í Reykjavík. Ég ann þeim vel meðvitundarinnar um það, að ég hefi enn einu sinni bjargað þeim í land, þar sem siglingakunnátta þeirra var ekki nægileg til að rata fram hjá blindskerjunum. En ákafi hinna sömu manna til að sýna ofbeldi og auglýsa ofbeldi, mitt í hinum augljósasta vanmætti, bregður kyndugri birtu yfir lítiö þekktar hliðar á sálarlífi félagslegra við- vaninga. Það er öllum ljóst, að hér er um að ræða tvær stefnur. Annars vegar stefnu Framsóknarmanna að byggja á íslandi ríki fyrir frjálsa og vel siðaða menn í (Frh. á 4. síSu.)

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.