Nýja dagblaðið


Nýja dagblaðið - 19.03.1938, Qupperneq 1

Nýja dagblaðið - 19.03.1938, Qupperneq 1
tJTSALA þessa viku. LoUað næstu viku vegna viðgerðar á búðinni. V-E-S-T-A Sími 4197. Laugaveg 49. IWJIA 6. ár. Reykjavík, laugardaginn 19. marz 1938. 65. blað Framsóknarílokkurínn verður að ráða í vandamálum útgerðarínnar Allir flokkar þingsins fallast á frumvarp Framsóknarmanna um rannsókn á hag og rekstri togaraútgerðarínnar ANNÁLL 78. dagur ársins. Sólarupprás kl. 6,38. Sólarlag kl. 6,35. — Árdegisháflæður í Reykjavík kl. 7,15. Veðurútlit í Reykjavík: Hægviðri. Úrkomulaust að mestu. Póstferðir á morgun: Til Reykjavíkur: Dr. Alexandrine frá útlöndum og Lagarfoss norðan um land. Ljósatími bifreiða 'er frá kl. 6,50 síðdegis tU kl. 6,25 árdegis. Dagskrá útvarpsins: Kl. 8,30 Dönskukennsla. 10,00 Veð- urfregnir. 12,00 Hádegisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 18,45 Þýzkukennsla. 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Þingfréttir. 19,40 Auglýsingar. 19,50 Fréttir. 20,15 Leik- rit: „Tímaleysinginn", eftir Holberg Nemendur Menntaskólans í Rvik). — 21,45 Danslög. 24,00 Dagskrárlok. Næturlæknir er í nótt Páll Sigurðsson, Hávalla- götu 51, sími 4959. — Næturvörður er í Ingólfsapóteki og Laugavegsapóteki. Ungir Framsóknarmenn austan fjalls efndu til samkomu í skíðaskálanum í Hveradölum í fyrra- kvöld og fóru um hundrað samherjar þeirra úr Reykjavík til móts við þá. Kynnikvöld þetta hófst með kaffi- drykkju. Guðmundur Ingi Kristjáns- son skáld frá Kirkjubóli í Önundar- firði flutti yfir borðum nokkur kvæði og Lárus Rist sundkennari og Þórar- inn Þórarinsson héldu stuttar ræður. Að samdrykkjunni lokinni var spiluð Framsóknarvist og verðlaunum út- hlutað. Samvinnuskóla-kvartettinn söng nokkur lög og að lokum var danzað fram á nótt. Var þetta hin ánægjulegasta samkoma. Nemendur Laugaskóla og kennarar fóru í gær til Akureyrar í kynnisför og heimsókn til mennta- skólans og Kaupfélags Eyfirðinga og héldu aftur heimleiðis í nótt. Akur- eyringar tóku á móti þeim með mestu gestrisni og voru þeim meðal annars sýndar verksmiðjur kaupfélagsins og S. í. S. Laugamenn voru áttatíu alls á fimm bifreiðum. Vaðlaheiði var greið- fær sem á sumardegi væri. Stjórn S. í. S. er komin saman til fundar hér í bænum. Komu þeir Björn Kristjáns- son, Jón ívarsson og Þorsteinn Jóns- son til bæjarins með Esju í fyrrakvöld. Skólakeppnin Háskólinn og Samvinnuskólinn kepptu í handknattleik á þriðjudaginn var. Háskólinn sigraði. í gær kepptu menntaskólanemar við nemendur úr Gagnfræðaskóla Reykvíkinga og sigr- uðu hinir fyrrnefndu. Skíðaferðir um helgina. Skíðafélag Reykjavíkur fer skíða- för upp á Hellisheiði á morgun, ef veður og færi leyfir. Lagt af stað kl. 9 árdegis. Farmiðar seldir hjá L. H. Múller til kl. 6 í kvöld. Engir farmiðar seldir á morgun. — í. R. efnir til skiðaferðar að Kolviðarhóli á morgun og verður lagt af stað frá söluturn- inum kl. 9 árdegis. Farmiðar verða seldir í dag í Stálhúsgögn, Lauga- vegi 11. — K.R.-ingar fara á sunnu- daginn á skíði kl. 9 f. h. að skíða- skála félagsins á Skálafelli. Skálafell er enn alhvítt af snjó og skíðafæri því ágætt ef veðrið verður gott. Farmiðar verða seldir hjá Axel Cortes á Lauga- vegi 10. Farið verður frá K.R.húsinu. — Ármenningar fara í kvöld og fyrra- málið í Jósefsdal. Farmiðar seldir i Brynju (ekki svarað í síma) og á skrifstofu félagsins kl. 6—9 í kvöld, sími 3356. Ekki er selt við bílana að morgni. Snjór er mikill í Ólafsskarði og í Bláfjöllum sér vart á dökkan díl. Frá Hornafirði ganga nú um tuttugu bátar. Gæftir hafa verið sæmilegar síðustu daga, en afli minni en nokkuru sinni fyr á þessum tíma. Alvarlegar víðsjár Vcrður styrjold mílli Pólverja og Líthaua? LONDON og KALUNDBORG: Sá atburður, að pólskur landamæra- vörður var skotinn af lithauiskum landamæravörðum, virðist ætla að hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. Hafa Pólverjar sent Lithauen úr- slitakosti og krafizt svars fyrir kl 9 í kvöld. Eru kröfur þeirra þessar: Stjórnmálalegt samband milli þess- ara ríkja verði tekið upp fyrir 31. þ. mán. Samgöngur milli landanna verði teknar upp fyrir sama tíma. Allar kröfur Lithauen til Vilna falli niður. Llthauen gangi að þessum kröfum skilyrðislaust. Pólverjar hafa safnað saman her við landamærin og er búizt við því, að þeir ráðizt inn í landið, ef kröfum þeirra verður ekki fullnægt. Voru mikl- ar æsingar í Varsjá í gær. Vilna (Vilnius) er hin forna höfuð- borg Lithauen. Pólverjar lögðu hana undir sig 1920 og 1927 úrskurðaði nefnd á vegum Þjóðabandalagsins að hún skyldi tilheyra Póllandi. Lithauen hef- ir aldrei viljað hlýða þeim úrskurði og því ekki haft neitt stjórnmálasamband eða samgöngur við Póllandi síðan. FÚ. Stauning skrifar um Jón Baldvinsson KALUNDBORG og LONDON: Danska blaðið „Social-Demokraten“ flytur í gær minningargrein um Jón Baldvinsson eftir Stauning forsætis- ráðherra. Farast Stauning m. a. orð á þessa leið: „Það er tilfinnanlegt tap sem bræðraflokkur vor á slandi hefir beðið við fráfall Jóns Baldvinssonar, og það er líka tap fyrir hið stjórnmálalega og menningarlega samband milli íslands og Danmerkur, en á þeim vettvangi vann Jón Baldvinsson árum saman stórmerkilegt starf. Hann var maður sívinnandi, allt frá barnæsku og hinn mesti afkastamaður til starfa, en jafn- framt gætinn og forsjáll. Hann var andvigur því að kommúnisminn yrði ráðandi stefna meðal jafnaðarmanna á íslandi og ef til vill hafa deilurnar innan flokksins átt nokkurn þátt í því að lama krafta hans og a. m. k. hafa þær blandið síðustu tíma hans beizkju. Ég harma mjög það tjón sem ísland hefir beðið með fráfalli Jóns Baldvinssonar, en ég vona að aðrir verði þess megnugir að halda hinu drengilega starfi hans áfram“. FÚ. Frumvarp það, er þeir Gísli Guðmundsson og Skúli Guðmundsson lögðu fram á Alþingi fyrir hönd Framsóknarflokksins, um kosningu 5 manna nefndar til að rannsaka hag og rekstur togaraútgerðarinn- ar og gera tillögur um það mál, var til 1. umræðu í I neðri deid í gr. Við þessa umræðu geröust þau tíð- indi, að bæði Sjálfstæðis- flokkurinn og Alþýðuflokk- urinn lýstu fylgi sínu við frumvarpið og greiddu því atkvæði við lók umræðunn- ar. Sama gerðu kommúnist- ar og Héðinn Valdimarsson. Umræðurnar hófust á því, að fyrri flutningsmaður málsins, Gísli Guðmundsson, gerði grein fyrir efni frumvarpsins og á- stæðum þeim, er til þess lægju að Framsóknarflokkurinn nú beitti sér fyrir því að þessi leið yrði farin í vandamálum stór- útgerðarinnar. Útgerðarmenn hefðu borið fram óskir um opin- bera hjálp, sagði hann. Með til- ■liti ttil þass, hvílíka þýðingu togaraútgferðin hefði haft og hefði í íslenzku atvinnulífi yrði ekki hjá því komizt áð taka slíkar málaleitanir til athugun- ar og fyrirgreiðslu eftir mála- vöxtum. En skilyrði til þess að slíkt mætti verða, væri óhjá- kvæmilega þau, að ríkisvaldið fengi aðstöðu til að vita full- komlega og óvéfengjanlega skil á því, hversu hag og rekstri þessara fyrirtækja væri raun- verulega háttað, og hverjar leið- ir með eða án raunverulegra fjárframlaga eða ívilnana, þar kæmu til greina til úrbóta. Afstaða andstæðingaima Ólafur Thors talaði næstur og lýsti yfir því að Sjálfstæðisflokk- urinn myndi fallast á, að frum- varp þetta yrði að lögum. Hann kvaðst viðurkenna, að krafa Framsóknarflokksins um að rannsókn yrði látin fram fara af hálfu ríkisvaldsins, væri eðli- leg. Finnur Jónsson talaði næst- ur og lýsti fylgi Alþýðuflokks- ins við frumvarpið. Síðar töluðu þingmenn kommúnista og Héð- inn Valdimarsson. Af hálfu Framsóknarflokksins tóku fjár- málaráðherra og Skúli Guð- mundsson einnig þátt í umræð- um um málið. Enginn greiddi atkvæði gegn frv. og að lokinni umræðu, var því vísað til sjáv- arútvegsnefndar. Forysta Framsóknar* flokksins. Þar sem þetta frumvarp er, hefir nú þingið fengið til með- ferðar eitt af þeim stærstu mál- um, sem likíegt er að það fjalli um að þessu sinni. Fram- sóknarflokkurinn hefir nú jafn- (Frh. á 4. síOu.) Sj ómenn láta ekki kommúmsta hafa ssgr að leíksoppi Fundur var haldinn í Sjómanna- félagi Reykjavíkur í gærkvöldi. Björn Bjarnason, bæjarfulltrúi kommúnista, bar fram tillögu um að skora á önnur verklýðsfélög að taka þátt í eins dags mótmælaverkfalli. Sjómenn tóku þessari æsingatilraun kommúnista illa og var samþykkt að vísa henni frá með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Héðinn Valdimarsson var mættur á fundinum og mælti með þessari tillögu. Samþykkt var að sjómenn skyldu ekki skrá sig fyr en úrskurður gerðar- dómsins, væri fallinn og halda þá fund í félaginu. Kommúnistar hóuðu saman fundi og létu þar samþykkja tillögu um mót- mælaverkfall. Er gott að þessir menn opinberi sem bezt sitt rétta innræti gagnvart þingræðinu. Tveír menn drukkna við Stokkseyri Tveir menn drukknuðu í Stokks- eyrarsundi síðdegis í fyrradag af vél- bátnum Ingu, þegar hann ætlaði að leggja inn. Mennirnir voru báðir ungir að aldri og hétu Guðni Eyjólfsson og Karl Magnús Karlsson. Forsætísráðheira gegnír embættí at- vinnumálaráðherra Haraldur Guðmunds- son baðst lausnar í gær Áður en gengið var til dagskrár í neðri deild i gær kvaddi forsætis- ráðherra sér hljóðs og skýrði frá því að honum hefði um morguninn bor- izt bréf frá Haraldi Guðmundssyni atvinnumálaráðherra, þar sem hann óskaði lausnar úr ráðuneytinu. Forsætisráðherra sagðist þegar hafa símað konungi og óskað eftir að hann samþykkti þessa beiðni ráðherrans. Ennfremur hefir hann lagt til við konung, að sér yrðu falin störf at- vinnumálaráðherra fyrst um sinn. Ástæða til þessarar lausnarbeiðni Haraldar Guðmundsonar, sagði forsæt- isráðherra, eru þingmönnum kunn. Hún er í beinu áframhaldi af þeirri yfirlýsingu, sem hann gaf hér í deild- inni, þegar gerðardómsfrv. var rætt. Mér þykir leitt að þannig skuli hafa farið, en ég taldi þetta mál svo stórt og mikilsverðandi að ég áleit að ekki aðeins samningsréttur deiluaðila held- ur einnig öll önnur sjónarmið yrðu að víkja fyrir skjótri lausn þess. Meðan núverandi stjórnarsamvinna hefir haldizt, sagði ráðherrann enn- fremur, hefir stjórnarflokkana oft greint á meira og minna, en þrátt fyr- ir það hefir samvinnan jafnan verið mjög góð í ríkisstjórninni. Haraldur Guðmundsson hefir jafnan sýnt mik- inn drengskap í þeirri samvinnu og er mér ljúft að þakka fyrir það. Engar umræður urðu eftir þessa tilkynningu forsætisráðherrans. Gerðardómurínn iullskipaður Hann getur lokið störf- um á mjög skömmum tíma Gerðardómurinn er nú fullskipaður. Útgerðarmenn tilnefndu Kjartan Thors framkvæmdarstjóra og viku Ágústi Jósefssyni úr dómnum. Sjómannafélagið neitaði að tilnefna og tilnefndi hæstiréttur mann í stað- inn fyrir það. Valdi hann Kjartan Ólafsson múrara. Félagiö neitaði einn- ig að ryðja manni og gerði forsætis- ráðherra það. Veik hann Birni Steff- ensen endurskoðanda. Er gerðardómurinn endanlega þann- ig skipaður: Hákon Guðmundsson hæstaréttarrit. (form.), Kjartan Ólafs- son, Pétur Lárusson starfsmaður Al- þingis, Kjartan Thors og Þorsteinn Þorsteinsson hagstofustjóri. Þar sem gerðardómurinn hefir öll gögn fyrirliggjandi frá sáttasemjara og sáttanefnd, þarf hann ekki langan tíma og ætti vel að geta komið til mála, að hann lyki störfum í dag.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.