Nýja dagblaðið - 20.03.1938, Síða 2

Nýja dagblaðið - 20.03.1938, Síða 2
9 N Ý J A DAGBLAÐIÐ Hans Hartvig Seedorff Pedersen: Til íslands (Kvæði þetta flutti Poul Reumert á jólahljómleikum danska blaðsins „Politiken", í vetur, og hefir það verið birt í sunnu- dagsútgáfu þess blaðs.) Þar sem öndvegissúlum eitt sinn skaut úr öldum við Norðursæ, sem rak sína fáka um bláa braut í bjarmann af frónskum snæ, Þar eggjar saga, þar seiða ljóð, sem sverða þytur, sem klukkna hljóð, í samleik þrúðugs og þýðlegs máls, með þótta eða ástúð — en jafnan frjáls. Um landnema íslands lýsir vor, með ljóma yfir stormi og röst. í mold, þar sem enginn átti spor, þeir öndvegin gerðu föst. Þeir juku Norðrið um náttbjart land með nýgræðingi við jökulsand. Og Danmörk brosti út í blámans sal, er bar við loft hennar hvíta val. En þeim sem fæðist með hauksins hug, er harmur að þola bönd. Hann kýs í stormköstum fremur flug en fjötur við meyjar hönd: Þótt Danmörk lokkaði, ljós og mild, sú löngun að fljúga að eigin vild, um norrænt hvolf, yfir núp og straum, leið nú sem fyrr gegnum valsins draum. Svo flaug hann þangað með fjaðrasúg, sem fjarlæga eyjan skein. Og aldrei var tryggð okkar traustari en nú, er tengja okkur hjörtun ein. Þótt sveifli hann frjáls sínum væng að vild, með vorum erum við bæði í fylgd. Því saman eigum við sögu og mið, og sömu kórónu lyftum við. Magnús Ásgeirsson íslenzkaði. Ávarp til ungra Framsóknar- manna (Flutt á samkomu í skíðaskálanum í Hveradölum 18. þ. m.) Unga fólk undir framsóknarmerki! Hér á framtíðin örugga von. Hér á ísland það traust sem það trúir, marga tápmikla dóttur og son. Eruð þið ekki boðin og búin til að bindast í verkefni góð, gera fólkið frá hafi til heiða eina hagsýna, starfsglaða þjóð? Það er horft, það er hrópað til ykkar. Verið hiklausir framsóknarmenn. Það er alstaðar verk til að vinna, sem er veglegt og erfitt í senn. En ef hugsjónum, heitum og djörfum, fylgja handtökin sterkleg og góð, þá er manndómsins morgun í vændum yfir menntaða, vinnandi þjóð. Eftir störfum og átökum ykkar bíður ísland og vonar í dag. Og í æskunnar heitustu hugsjón á hvert hérað sitt framtíðarlag. Hvort þið búið við sjó eða í sveitum, þar á samvinnan hlutverk sitt enn. Hvaða starf, hvaða veg sem þið veljið, bíða verkefnin, Framsóknarmenn! Guðmundur Ingi. M.s. Dronning Alexandrine Burtför skípsins til vestur- og norðurlandsins er frestað til þriðjudagsins 22. þessa mán- aðar kl. 6 síðdegis. Skipaafgreiðsla Jes Zimsen Tryggvag. Sími 3025. Fundur í Varðarhúsinu mánud. 28. p. m. kl. 9 e. hád. Fundarefni: Skíðaskálamálið. Stjórnin. Hús tíl sölu í Skerjaíírði. Lítil útborgun. T ækiEæris verð. Upplýsingar í síma 4970. Sæbjðrt - Sæbjört Æfintýraleikurinn S Æ B J Ö R T verður leikinn í dag kl. 5,30 í Iðnó. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 10 f. h. — Drengjahljómsveit leikur milli þátta. LÉREFTSTU SKUR hreinar og heillegar, (mega vera mislitar), kaupir Prentsmiðjan EDDA h.f., Lindar- götu 1D. - Kaup ogf sala - Kjólar og blússur í úrvali. — Saumastofan Uppsölum, Aðal- stræti 18. aðeln» Loftur. VERÐ VIÐTÆKJA ER LÆGRA HER A LANDI, EN I ÖÐRUM LÖNDUM ALF- UNNAR. ViBtækjaverzlunln veitlr kaupendum viðtækja meiri tryggingu um hagkvæm vlðskipti en nokkur önnur verzlun mundi gera, þegar bilanir koma fram í tækj- unum eða óhöpp bera að höndum. Ágóða Viðtækjaverzlunarinnar er lögum aamkvæmt eingðngu varið til reksturs útvarpsins, almennrar út- breiðslu þess og til hagsbóta útvarpsnotendum. Takmarkið er: Viðtæki inn ó hvert heimili. Víðtækjaverzlun ríkísíns Lækjargötu 10 B. Sími 3823. .... og svo umfram allt að senda mér 1 stykki SAVON DE PARIS, hún er svo ljómandi góS. — Já, með ánægju, kæra frö- ken, enda seljum við langmest af þeirri handsápu. Gula bandið er bezta og ódýrasta smjörlíkið. í heildsölu hjá Samband ísl. samvlnnufélaga Sími 1080. V orsalan byrjar á morgun DÖMU^Jsápurj^Jrakkar svaggcrar og dragtir. Mjög míkíð úrval. Nýjasta tízka. Lítið í gluggana á Laugaveg 3. Klæðaverzl. Andrésar Andréssonar h.f.

x

Nýja dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.