Nýja dagblaðið - 20.03.1938, Síða 3

Nýja dagblaðið - 20.03.1938, Síða 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ 3 Kjör bænda í Þýzkalandi Efilir Vílgot Hammerlixzg \ÝJA DAGBLAÐIB Útgefandi: Blaðaútgáfan h.f. Ritstjóri: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. Ritstjórnarskrifstofumar: Lindarg. 1 D. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Lindargötu 1D. Sími 2323. Eftir kl. 5: Sími 3948. Áskriftarverð kr. 2,00 á mánuði. í lausasölu 10 aura eintakið. Prentsmiðjan Edda h.f. Símar 3948 og 3720. Rannsókn á rekstri togaranna Frumvarp Framsóknarflokks- ins um rannsókn á hag og rekstri togaraútgerðarinnar hefir hlotið stuðning allra flokka og ætti því að geta feng- ið skjóta afgreiðslu á þinginu, svo rannsóknarnefndin gæti tekið sem fyrst til starfa. Það verður að teljast ánægju- legt, að allir stærstu flokkar þingsins skuli sameinast um grundvöllinn að lausn þessa máls. Fulltrúar frá þeim munu skipa hina væntanlegu rann- sóknarnefnd og ber þess að vænta, að þar geti einnig orðið gott samkomulag. Þegar sú tillaga kom fyrst fram hér í blaðinu, að ríkið gæti í fyrstu ekki mætt kröfum út- gerðarmanna öðru vísi en með rannsókn á rekstri og hag út- gerðarinnar, var henni mjög illa tekið í íhaldsblöðunum. Einn af þingmönnum íhaldsins, Sigurð- ur Kristjánsson, skrifaði grein í Morgunblaðið og kallaði þetta „hótun um refsingu“. Slík neikvæð mótstaða gat vitanlega ekki annað en spillt fyrir málinu og þess vegna hafa útgerðarmenn tekið fram fyrir hendurnar á ýmsum foringjum íhaldsins, sem vildu nota málið til æsinga, og viðurkennt að rík- ið gæti ekki veitt útgerðinni stuðning, án þess að vita hvað það væri að gera og hefði vissu fyrir að ráðstafanir þess kæmu að einhverju gagni. Fjármálaráðherra sýndi fram á það í umræðunum í fyrradag, að verkefni nefndarinnar yrði aðallega tvíþætt. í fyrsta lagi þyrfti hún að kynna sér ná- kvæmlega alla kostnaðarliði útgerðarinnar (eins og t. d. laun yfirmanna og eigenda), og at- huga hvernig hægt sé að minnka tekjuhallarekstur tog- aranna með auknum sparnaði. í öðru lagi þyrfti nefndin að rannsaka vandlega, hvaða rekstrarfyrirkomulag hentaði útgerðinni bezt. Ýms útgerðar- félög hefðu orðið gjaldþrota á undanförnum árum og vitanlegt væri að hag ýmsra þeirra, sem enn héldu rekstrinum áfram, væri þannig komið, að búast mætti við uppgjöf þeirra þá og þegar. Þess vegna væri nauð- synlegt að athuga hvaða rekstr- arfyrirkomulag myndi heppi- legast til að leysa hin hrundu útgerðarfyrirtæki af hólmi. í umræðum um þetta frv. hefir því stundum verið ruglað saman við frv. það, sem Alþýðuflokkur- inn bar fram í fyrra og átti sinn þátt í friðslitum stjórnarflokk- anna þá. Þetta er mesti mis- skilningur. Frv. Alþýðuflokksins fjallaði nær eingöngu um að togarafélögin yrðu tekin til gjaldþrotaskipta og ríkið tæki síðan að sér rekstur útgerðar- innar. Þar var farið inn á leið, sem er í fullu ósamræmi við stefnu Framsóknarflokksins. Það mál, sem hér er hafizt handa um að leysa fyrir for- göngu Framsóknarflokksins, er tvímælalaust eitt mesta vanda- mál þjóðarinnar. Á slíkum mál- um þarf að taka með mikilli festu og sannsýni. Atburðir seinustu daga hafa sýnt að Framsóknarflokknum einum er treystandi til slíkrar forystu. Ef forystu hans hefði ekki notið við og annar hvor stéttaraðilinn hefði haft meirihluta á þingi er víst að sá, sem var minnimáttar. hefði verið beittur ósanngirni og bolabrögðum. Fyrir atbeina Framsóknarflokksins var mál- inu skotið undir hlutlausan dóm. Á slíkum tímum þarfnast þjóð- in réttlátrar og öruggrar forystu og Framsóknarflokkur hefir sýnt að hann er eini flokkurinn, sem getur veitt hana. Kommúnfistar Kommúnistar þykjast mjög hryggir yfir burtför Haraldar Guðmundssonar úr ríkisstjórn- inni. Þeir hafa þó unnið að því öllum árum, að þannig hlyti að fara. Þeir hafa rógborið og sví- virt hverja einustu stjórnar- framkvæmd hans sem máli skipti. Með þessum rógburði hafa þeir reynt að veikja og kljúfa Alþýðuflokkinn og draga úr kjarki hans til að taka alvar- lega á stórum viðfangsefnum. Árangurinn af þessu starfi þeirra er klofningur Alþýðu- flokksins hér í bænum og burtför Haraldar Guðmundssonar úr ríkisstjórninni, því vitanlegt er, að óttinn vði rógburð þeirra hef- ir miklu ráðið um þá ákvörðun Alþýðuflokksins. Það er ekki hægt að hugsa sér meiri hræsni en þegar þessir menn þykjast vera hlynntir vinstri stjórn og gera sér upp hryggð yfir burtför Haraldar Guðmundssonar! Menn vita, að í herbúðum þeirra ríkir gleði en ekki hryggð yfir þeim atburðum. En þó kommúnistar gleðjist í dag yfir árangri verka sinna, getur viðhorfið verið orðið breytt á morgun. Rógstarf þeirra hefir hlotið sinn dauðadóm annars- staðar á Norðurlöndum og orðið þess ómegnugt að hindra sam- starf hinna vinnandi stétta. Hin- ar vinnandi stéttir íslands munu fyrr en seinna komast að raun um að kjarabætur þeirra og sam- starf byggist ekki hvað sízt á því, að áhrif hins erlenda glæpavalds biði samskonar skipsbrot hér og annarstaðar á Norðurlöndum. PRENTMYNDASTOFAN LEIFTUR Hafnarstræli 17, (uppi), býrtil 1. flokks prentmyndir. Sími 3334___ Vilgot Hammerling er sænskur blaðamaður, sem dvalið hefir í Þýzkalandi í vetur á vegum sænska stórblaðsins „Dagens Ny- heter“. Hefir hann skrifað greinaflokk í blað sitt um ástandið þar og er þessi grein tekin úr honum. í greinakaflanum, sem var á undan þessum, lýsti Hammerling ýmsum hags- bótum, sem nazistar hafa veitt bændum. Þeim hefir verið tryggt fast verð á framleiðsluvörum sínum og eru á ýmsan hátt fjár- hagslega betur tryggðir en aðrar stéttir. En þessi hlunnindi hafa líka kostað þá mikið eins og fram kemur í þessari grein. Engin atvinnugrein er jafn mikið skipulögð i Þýzkalandi, sem landbúnaðurinn. Þar hefir brúnliðunum tekizt, miklu fremur en annarsstaðar, að framkvæma það skipulag, sem fyrir þeim vakti. Þeir hafa framkvæmt þar hreina bylt- ingu. Um afleiðingar þessara athafna verður þó ekki til hlít- ar dæmt fyrri en að nokkrum árum liðnum. Landbúnaðurinn er því brún- liðum sú fyrirmynd, sem þeir líta til og á að vera fordæmi um mótun og endurskipulagningu annara atvinnuvega. Það virðist því ekki úr vegi, að kynna sér nokkuð, hverju Þjóðverjar hafa áorkað á landbúnaðarsviðinu siðustu fimm árin. Sérhver þýzkur maður, sem vinnur við landbúnaðinn, við framleiðsluna sjálfa og vinnslu hennar, stendur beint undir stjórn ríkisstofnunar, svo fremi, sem hlutaðeigandi hefir ekki verið sérstaklega undanþeginn, svo sem á sér stað um þá, er reka veitingahús. Utan valdsviðs þessarar ríkis- stofnunar á þýzkur jarðyrkju- maður engan tilverurétt. Hún grípur daglega inn í öll hans störf og leggur honum fyrir hve mikið hann skuli rækta af hverri tegund jarðargróðans, hve mörgum kílógrömmum korns hann skal skila af sér, hverju verði kornið skuli gold- ið. Erfðarétturiim. Svo er kveðið á, að elzti sonur bónda hvers á um það að velja, að erfa föðurleifð sína eða ekk- ert ella. Kjósi hann föðurleifð- ina, eiga yngri bræður hans þess engan kost að gerast bænd- ur. Sjálfur getur hann heldur aldrei flutt í burtu né selt eign sína. Hún getur aðeins erfzt, því er slegið föstu, að órjúfandi samband sé á milli blóðs og moldar. Þess skal til skýringar getið, að þessi erfðalög ræna ekki yngri systkinin að öllu leyti erfðatilkalli sínu. Ekki að öllu leyti. Þau eiga kröfu á handhafa jarðeignarinnar, með hliðsjón af fjárhagslegri getu hans, um stuðning á einn eða annan hátt til einhvers nýs starfs og geti þau hvergi fest rætur mega þau snúa heim til óðals ættarinnar og setjast þar upp sem matþeg- ar bróður síns til æfiloka. Slík- an rétt heimtar sérstakur erfða- dómstóll fólkinu til handa, þeg- ar þörf krefur. Keaanslumálin. Þannig er drottnað yfir land- búnaðinum. En það er eigi að- eins framleiðslan, sem ríkis- stofnun þessi hefir séð ástæðu og nauðsyn til að láta til sín taka. Hún hefir einnig heimtað í sínar hendur rétt til þess að á- kvarða hvað skuli berast bænd- unum til eyrna, hvað þeir eigi að lesa og hvað þeir megi hugsa. Hún heldur stjórnmálanám- skeið fyrir unga og aldraða, annast um menntun kvenna í húslegum greinum og leggur á það mikla áherzlu, veitir verka- mönnunum og bændum tilsögn í jarðræktarfræðum og skýrir fyrir þeim hið náttúrlega sam- band vinnumanna og húsbænda. Þessi stofnun hefir því margt það með höndum, sem í öðrum löndum er látið afskiptalaust. eða liggur á verksviði fjöl- margra aðila. En einstaklingar sjálfir, sem hér eiga hlut að máli, þurfa ekkert að segja, nema Heil Hitler. Félagsrétturiim afnuiniim. Skipulagningin er óneitan- lega víðtæk. Hvað, sem maður annars vill segja um brúnlið- ana, þá hafa þeir ekki látið felmtri á sig slá, þótt verkefn- in væru mikilfengleg. Öllu hefir verið safnað á eina hendi. Neyt- endafélög, útlánsstofnanir, griparæktarfélög, vinnslusam- lög, sameiginlegir útsölustaðir framleiðsluvaranna, öll slík félagssamtök bændanna hafa verið lögð niður eða dregin und- ir vald skipulagningarinnar. Á- burðarnotkun og handiðnaður er að jöfnu lagt undir vald þessarar afskiptasömu stofn- unar. Hinn æðsti maður á þessu sviði heitir Darré, sem er í senn landbúnaðarráðherra og for- stöðumaður búnaðarmálaskrif- stofu flokksins, sem rekin er jafnhliða stjórnarskrifstofun- um. Það er Darré, sem er höf- undur erfðalaganna og hann hefir manna mest haldið á lofti hugmyndinni um ættleiðslu jarðeignanna. Hann er ekki tal- inn jafn snjall sem fjármála— maður, en um þá hluti hefir hann mörgum hagsýnum hjálp- armönnum á að skipa. Skipulagningiii. Miðstjórn búnaðarskipulags- ins hefir aðsetur sitt á um- fangsmiklum skrifstofum. Það er talsverðum örðugleikum bundið að gera fulla grein fyrir öllum þeirra viðfangsefnum. Sérstakt foringjaráð stendur beint undir stjórn og eftirliti Darré. Starfssvið þess er skipt í sjö deildir og hefir ein með höndum skólamál búnaðarins, önnur réttarmál, þriðja kyn- þáttamál bændastéttarinnar o. s. frv. Jafnhliða foringjaráðinu er starfandi almenn skrifstofa, sem fjallar meira um hin hag- rænu málefni, en hennar verk- efni eru þrískipt og hefir ein deildin með höndum sjálfa skipulagninguna, önnur annast bókaútgáfu- og fréttastarfsemi í þágu búnaðarins, en sú þriðja rannsakar fjárhagsafkomuna og framleiðslumöguleika. Þessar skrifstofur allar hafa stór útibú á tuttugu stöðum i Þýzkalandi og smærri á alls 490 stöðum. Hér með er þó ekki öllu lokið. Það eru líka starfræktar skrif- stofur, sem eiga að vera leiðandi í hinum ýmsu greinum búnaðar- ins, svo sem um framleiðslu kornvöru, kjöts, mjólkur, kar- tafla, eggja, aldina, víns, og um ölgerð, sykurvinnslu og fiski- veiðar. Virðist þá þetta kerfi vera orðið æði þungt í vöfum. Aðgerðir þær, sem teknar hafa verið upp til þess að tryggja íbúunum næga innlenda fæðu, eru mjög róttækar. Það eru þvingunartilskipanir um af- hendingu kornvöru, sem ekki er brýn þörf fyrir á heimilunum, fyrirskipanir um aukna kar- töflurækt og blöndun kartaflna í brauð o. s. frv. Áranguriim. En meðan öllu þessu er í kring komið hafa akrar og ræktar- lönd í Þýzkalandi minnkað um 23 þús. hektara á síðasta'ári og kornuppskeran hrekkur ekki nærri til. Þó hefir dálítil nýrækt átt sér stað. Minnkandi fram- leiðsla er að nokkru leyti óhag- stæðri veðráttu að kenna, jafn- hliða því, sem mikið af akur- lendi hefir farið undir hina nýju bifreiðavegi og stór svæði hafa verið tekin undir nýja flugvelli. Landbúnaðurinn á líka erfitt um að fá nógan vinnukraft og ekkert bendir til batnandi ástands í þeim efnum. Skipulagningin ein getur ekki bjargað, jafnvel ekki í Þýzka- landi. En geti þýzkir bændur glaðzt yfir þeim hagnaði, sem hún hefir fært þeim, þá mega þeir muna hvaða veröi þeir hafa goldið þann gróða. Þeir hafa verið sviptir öllu frjálsræði og sjálfræði. KAIÍPÍB

x

Nýja dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.