Nýja dagblaðið - 27.03.1938, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 27.03.1938, Blaðsíða 1
HtSGÖGN & SKÍÐI. Fyrirliggfjandi hickoryskíði, furuskfði frá kr. 4.50, skíðastaf- ir, margar tegundir, bindingar (shandahar). Sími 4551. 6. ár. Reykjavík, sunnudaginn 27. marz 1938. 72. blað ANNÁLL 86. dagur ársins. Sólaruppkoma kl. 6.12. Sólarlag kl. 6.58. NæturflóS i Reykjavík kl. 2.15. aldeyrismálin rædd Ljósatími bifreiða er frá kl. 7.10 síðdegis til kl. 6.00 árd. Næturlæknir er í nótt Ólafur Helgason, Bárugötu 22, sími 2128. Næturvörður er í Ingólfs- Apóteki. og Laugavegs Apóteki. Dagskrá útvarpsins. 9.45 Morguntónl.: Coriolan-forleikur- inn og fiðlukonsert eftir Beethoven (plötur). 10.40 Veðurfr. 12.00 Hádegis- útvarp. 13.00 Enskukennsla, 3. fl. 13.25 ísl.kennsla. 3. fl. 14.00 Guðsþjónusta í útvarpssal (Ræða: sr. Sv. Víkingur). 15.30 Miðdegistónl.: a) Lúðrasv. Rvík- ur. b) Hljómpl.: Ýms lög. 17.10 Esper- antokennsla. 17.40 Útvarp til útlanda (24.52 m.). 18.30 Barnatími (Barnast. ,,Æskan“). 19.10 Veöurfr. 19.20 Erindi Búnaöarfél.: Val á útsæði (Rágnar Ás- geirsson ráðunautur). 19.40 Auglýsing- ar. 20.00 Fréttir. 20.15 Erindi: Kirkju- ræknin og útvarpið (sr. Friðrik Hall- grímsson). 20.40 Hljómpl.: Frægir söngvarar. 21.05 Ávarp (dr. Niels Niel- sen). 21.25 Hljómpl.: Lög leikin á alt- fiðlu. 21.50 Danslög. Póstferðir á morgun. Frá Rvík: Mosfellssveitar-, Kjalar- ness-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar. Hafnarfjörður. Seltjarnar- nes. Dr. Alexandrine til Vestmanna- eyja og útlanda. Til Rvíkur: Mosfellssveitar-, Kjalar- ness-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar. Hafnarfjörður. Seltjarnar- nes. Grímsness- og Biskupstungna- póstar. Meðal farþega sem komu með Goðafossi frá útlönd- um í fyrradag, voru Árni Friðriksson fiskifræðingur, Jónas Þór verksmiðju- stjóri og frú, Páll Eggert Ólason skrif- stofustjóri og Jón Kjartansson verk- stjóri frá Siglufirði. Togararnir eru nú nær allir komnir á veiðar. í gær fóru út Baldur, Þórólfur, Skalla- grímur og Gyllir. Eru þá ekki eftir inni nema Hilmir, Hersir og Egill Skalla- grímsson. Tveir hinir síðasttöldu eru alveg á förum. Af ufsaveiðum komu í gær Kári með 130—140 smá- lestir og Brimir með 160—170 smálestir. Aðalfundur Kaupfélagsins hefst í dag kl. 10 árdegis í Oddfellow húsinu (ekki síðdegis, eins og misritað- ist í blaðinu í gær). Edda lestaði fisk til útflutnings í Keflavík og á Akranesi og kom hingað í gær. Franski sendikennarinn, M. Haupt, flytur á morgun fyrirlest- ' ur í Háskólanum um franskt þjóðlíf og bókmenntir á 18. öld. Montesquieu. — Fyrirlesturinn hefst kl. 8.05 og eru áheyrendur beðnir að koma stundvís- lega. Gróa Jónsdóttir, móðir Kristjáns Linnets, bæjarfógeta í Vestmannaeyjum, er nýlátin og var jarðsett á föstudag. Hafði hún dvalið síðustu árin hjá Þórði Bjarnasyni end- urskoðanda, tengdasyni sínum. Blaðamannafélag íslands heldur fund að Hótel Borg kl. 3 í dag. Dulræn fyrirbrigði í skuggamyndum verða sýnd í dag í Varðarhúsinu kl. 3. Eru það fyrirbrigði sem gerzt hafa á fundum miðilsins frú Láru Ágústsdóttur, bæði hér og meðan hún dvaldi í London í sumar og haust. Leikfélag Reykjavíkur sýnir í kvöld gamanleikinn „Skírn, sem segir sex“. Hann var sýndur fyrsta sinn sl. föstudag og hlaut prýðilegar móttökur. Ásamt „Fyrirvinnunni" er þetta bezta leikritið, sem Leikfélagið hefir sýnt lengi. Fjármálaráðherra gerir greín fyrir nýjum ráðstöíunum til að tryggja greíðslujöfnuðinn „Duldu greiðslurnar** á þessu ári eruáætlaðar 10 mílljóulr króna í sameinuðu þingi var til umræðu í gær þingsálykt- unartillaga Sjálfstæðis- manna um gjaldeyrismálin. Er tillagan í 8 liðum, en að- altilgangur hennar er að takmarka innflutning til kaupfélaga, en auka inn- flutning heildsalanna að sama skapi. Vlð þessa umræðu flutti Ey- steinn Jónsson fjármálaráðherra alllanga ræðu, þar sem hann gerði grein fyrir ástandinu í gjaldeyrismálunum og þeim ráð- stöfunum, sem þar hefðu verið gerðar. Árangur haftanna Ráðherrann sagði, að fram- sögumaður tillögunnar hefði haldið því fram að innflutnings- höftin hefðu ekki náð tilgangi sínum. Rök hefði hann þó ekki fært máli sínu til stuðnings. En það væri auðvelt að sanna hinn þýðingarmikla árangur haft- anna. Síðustu 10 árin áður en núv. ríkisstjórn tók við framkvæmd innflutningshaftanna, árin 1925 —34, hefði innflutningurinn tii jafnaðar numið 11 millj. kr. meira en meðalinnflutningur þriggja undanfarinna ára (1935 —37). Þrátt fyrir það hefði inn- flutningur á vélum og efni til starfrækslu nýrra iðnaðarfyrir- tækja, verið eins mikill á þess- um þremur árum og öll hin 10 árin til samans. Til að gera sér ljósan árangur innflutningshaftanna, geta menn ímyndað sér hvernig á- standið í gjaldeyrismálunum væri nú, ef innflutningur síðustu þriggja ára hefði verið svipaður og 10 áranna þar á undan. Kröfur íhaldsblaðanna Hinsvegar. yrðu menn að gera sér ljóst að innflutningshöftin ein væru ekki nægileg til að ná hagstæðum árángri í þessum efnum. Þar þyrfti fleira að koma til greina, því ekki væri hægt að takmarka innflutninginn óend- anlega. Það hefir núverandi rík- isstjórn gert sér Ijóst og sýnt það með þeim tilraunum, sem hún hefir látið gera, til að auka útflutninginn. En meini framsögumaður það alvarlega, að innflutningshöftin hafi ekki náð tilgangi sínum, vegna þess að ekki hafi alltaf náðst fullur greiðslujöfnuður, þá getur það ekki stafað af öðru en því, að innflutningurinn hafi ekki verið nægilega takmarkað- ur. En það er sannarlega ekki í samræmi við það, sem flokks- blöð hans hafa haldið fram, þar sem þau hafa stöðugt krafizt aukins innflutnings og stundum heimtað algert afnám ínnflutn- ingshaftanna. Gjaldeyrismáltn á und- anförnum árum Ráðherrann vék nokkuð að gjadleyrismálunum á undan- förnum árum. Núv. stjórn kom til valda siðari hluta ársins 1934, en gat engin veruleg áhrif haft á innflutningshöftin það ár. Verzlunarjöfnuðurinn var þá ó- hagstæður um 4 millj. kr. og hefir greiðsluhalli þess árs því verið um 10—11 millj. kr. 1935 var verzlunarjöfnuðurinn hag- stæður um 2.3 millj. og 1936 um 6.6 millj. kr. Greiðslujöfnuður hefði því ekki náðzt fyrra árið, en erlendar lántökur hefðu veg- ið á móti hallanum. Síðastl. ár var verzlunarjöfn- uðurinn hagstæður um 7.2 millj. kr. og mun því láta nærri að þá hafi náðzt fullur greiðslujöfn- uður, þegar lika er reiknað með því, að innflutningur erlends lánsfjár var um ein millj. kr. En af þessari upphæð festust rúml. 2 millj. kr. í Þýzkalandi, vegna þess, að við seldum þang- að á árinu meira af vörum en við keyptum aftur. Mætti því ætla, að álíka upphæð hefði safnazt fyrir hjá bönkunum af erlend- um verzlunarskuldum, sem ekki væri hægt að yfirfæra. Væri því heldur ekki að leyna, að yfir- færsluörðugleikar bankanna væru mjög miklir um þessar mundir. Það má ef til vill ásaka ríkis- stjórnina, sagði ráðherrann, fyrir að hafa leyft of mikla sölu til Þýzkalands. En því er til að hærra en annarstaðar og þegar Eysteinn Jónsson fjármálaráðherra hærra en annarstaðan og þegar sú sala var leyfð, gerðu menn sér góðar vonir um sölu síldaraf- urða, er voru óseldar, og að þess vegna myndu ekki hljótast af þessu verulegir örðugleikar. En verðfall þessara afurða hefir eyðilagt þær vonir. Nýjar ráðstafunir Ráðherrann vék næst að því ástandi, sem nú væri framund- an. Á þessu ári bættust við af- borganir á nýjum lánum, t. d. Sogsláninu. Samkvæmt athug- un, sem ráðherrann sagðist hafa gert, þyrfti verzlunarjöfnuður- inn sennilega að verða hagstæð- ur um 10 milljónir kr. á þessu ári, ef fullur greiðslujöfnuður ætti að nást. Ríkisstj órninni hefði strax á sl. ári verið Ijóst, að auknar ráð- stafanir yrði að gera til þess að tryggja greiðslujöfnuð á þessu ári. Þær ráðstafanir, sem gerðar hefðu verið, væru m. a. þessar: 1. í fjárlögunum 1938 væri dregið úr fj árveitingum til verk- legra framkvæmda, sem kostuðu erlendan gjaldeyri, en leitast við að auka aðrar framkvæmdir í þeirrá stað. 2. Á seinasta Alþingi hefði ríkinu verið tryggðir nýir tekju- stofnar, svo rekstur þess yrði hallalaus. Jafnframt hefði ríkis- stjórninni verið heimiluð lán- taka innanlands. Hvorutveggja þetta miðaði mjög í þá átt, að létta erfiðleika gjaldeyrisverzl- unarinnar. 3. Framlag til Fiskimálasjóðs hefði verið stóraukið með það fyrir augum, að auka útflutn- inginn. 4. Fjármálaráðherra hefði lagt fyrir gjaldeyrisnefnd að draga á Alþingi Sókn uppreisnar- manna heldur áíram í Aragoniu Enskir fjármála- meun bera meira traust til stjóru- arinnar. LONDON: Spanska stjórnin og uppreisnarmenn hafa hvorutveggja gefið út opinberar tilkynningar um viðureignina á Ara- goniuvígstöðvunum í gær. Af þeim verður það lielzt ráðið, að her upp- reistarmanna hefir sótt fram vestur af Huesca. Her uppreistarmanna, sem farinn er suður yfir Ebro-fljót, átti stórar orrustur þar í gær. Hóf hann nýja sókn í gærmorgun sunnan við Ebro, og telur sig hafa tekið mikið herfang. Loftárás hefir verið gerð á Tarragonaborg í gær og víðsvegar hafa loftárásir verið gerðar á strendur Ka- taloniu. Verkamenn lýsa stuðningi við stjórnina. Verkamannasamböndin í Kataloniu bæði samband jafnaðarmanna og sam- band anarkista, gera nú víðtækar ráð- stafanir til þess að skipuleggja varnar- lið gegn innrásum í Kataloniu. Hafa bæði samböndin komið sér saman um skipulag varnarbandalags og tilkynnt Negrin, forsætisráðherra að þau vinni saman að þessu marki, og muni styðja stjórnina eftir fremsta megni. Stjórnin er skilvísari. Brezka blaðið, Financial News, skýrir frá því að spanska stjórnin hafi nýlega greitt aðra afborgun af ýmsum við- skiptalánum sínum í Bretlandi með 73 þúsund sterlingspundum, en fyrstu af- borgunina hafi hún goldið í nóvember- lok. Segir blaðið að þessi viðleitni uppreistarmanna við það að greiða um, standi í mikilli mótsögn við tregðu uppreistarmanna til þess að greiða skuldir sínar og telur blaðið að brezkir bankamenn séu farnir að láta sér detta i hug, hvort útlendingar sem eiga fé á Spáni, hafi ekki meiri von um að fá það goldiö, ef stjórninni tækist að vinna styrjöldina. — FÚ. úr innflutningnum eftir megni, banna algerlega innflutning ó- þarfra vara og takmarka inn- flutning á neyzluvörum, eins og frekast væri unnt. Sömuleiðis innflutning til ýmissa fram- kvæmda, sem ekki væru bein- línis nauðsynlegar. 5. í samráði við bankana, færi nú fram athugun á öllum samn- bundnum lánum erlendis, hvort heldur, sem ríki, bankar eða einstaklingar ættu i hlut. Fastar afborganir þessara lána myndu vera um 5 millj. kr. á ári. Sum þessi lán væru til óeðli- lega stutts tíma. Kæmi því til (Frh. á 4. siðu.)

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.