Nýja dagblaðið - 27.03.1938, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 27.03.1938, Blaðsíða 4
REYKJAVÍK, 27. MARZ 1938 NYJA DAGBLAÐÍÖ 6. ÁRGANGUR — 72. BLAÐ ■•v.v.v,v.’.v.v av.v.vGaisala BSiov.v.vv I Sýnir kl. 9 $VO LENGI MÁ • LÆRA 8EM LII'IR! Bráðfjörug og fyndin am- erísk danz- og söngmynd. Aðalhlutverkið leikur „step“-dansmærin Eleunore Whitney. Alþýðusýning kl. 7. Fjörugir Alþýðusýning kl. 5. TAYLOR 8K1P8TJÓRI. með GARY COOPER Börn íá ekki aðgang. í I !; hveitilfrauðsdagar með ANNY ONDRA "■ ------------------ ■" ■» Barnasýning kl. 3. ■; NÝTT SMÁMYNDASAFN !; í* Ný Skipper Skræk mynd. ■- ° W.B.W.Vi%VAViVAV.,AV.V § LEULFJELK inUÍIÍUI ..SKÍRX, SEM SEGIR SEX!“ Gamanleikur í 3 þáttum, eftir OSKAR BRAATEN. Sýning í kvöld kl. 8. AÐGÖN GUMIÐAR seldir í Iðnó eftir kl. 1. - Kaup og sala - Nokkur hvít kanínuskinn ný- komin. Hentug í ábreiður yfir barnavagna o. fl. o. fl. K. H. Bjarnason, Arnarhváli. ÚTBREIÐIÐ NÝJA DAGBLAÐIÐ. YSír landamærín Hálfdáni hinum yngra úr Hnífsdal þykir vonum minni viðgangur pöntunarfélagsins á Akranesi. Ýmsir munu þó kunna þá sögu á annan veg. En víst er hitt, að hefðu margir tekið upp háttsemi Hálfdáns í við- skiptum sínum við félagið, þá myndi það nú liðið undir lok. * Alþýðublaðið hefir það eftir Haraldi Guðmundssyni, að hann hafi viljað vanda val á formönnum sjúkxasamlaganna í Vestmannaeyjum, á Siglufirði og ísafirði. Það hefði farið bet- ur, ef hann hefði haft slíkan ásetning í huga, þegar hann valdi eftirmann sinn við Út- vegsbankann og forstjóra síld- arbræðslunnar á Seyðisfirði. * Kommúnistar þykjast orðnir hlyntir vinstri stjórn. Þeir hafa þó frá upphafi reynt að eyði- leggja Alþýðuflokkinn til þess að útiloka möguleikana fyrir vinstri stjórn. Þeir hafa talið í- haldið betra af tvennu illu (sbr. kosningarnar 1934). Árangur- inn hefir orðið vonum framar. Þori Alþ.fl. ekki framvegis að bera ábyrgð á stjórnarsam- vinnu, veldur því hræðslan við samkeppni og róg kommúnista. Vilji kommúnistar nú raun- verulega styðja vinstri stjórn, geta þeir ekki sýnt það öðru- vísi i verki en með því að hætta rógburðinum um Alþýðuflokk- inn, leggja niður þjónustu við rússneska glæpavaldið, afneita byltingarstefnunni, leysa flokk sinn upp og byrja nýtt líf á heiðarlegum grundvelli. * Gísli vilstjóri á erfiða daga. Eigendur Laxfoss heimta nýja vél í skipið eða stórkostlegar skaðabætur. Rannsókn málsins sannar rétt eigendanna. Gísli keypti vélina af firma, sem ekki hafði smíðað slíkar vélar fyrr. Hann einn ber ábyrgðina og van- sæmdina. VERÐ VIÐTÆKJA ER LÆGRA HER A LANDI, EN I ÖÐRUM LÖNDUM ALF- UNNAR. Viðtækjaverzlunin veitlr kaupendum viðtækja meiri tryggingu um hagkvæm viSskipti en nokkur önnur verzlun mundi gera, þegar bilanir koma fram í tækj- unum efla óhöpp bera aO höndum. Ágóða ViOtækjaverzlunarinnar er lögum samkvæmt eingöngu variO til reksturs útvarpsins, almennrar út- breiOslu þess og tll hagsbóta útvarpsnotenrium. Takmarkið er: VÍOtæki inn á hvert helmiii. Víðtækjaverzlun ríkísíns Lækjargötu 10 B. Sími 3823. Skípasmíðarnar og gj aldeyrí sskoriurínn Fyrir nokkru síðan er kom- inn til Húsavíkur nýr vélbát- ur, sem smíðaður var í Dan- mörku. Kaupverð hans var um 30 þús. kr. Húsavík og mörg önnur sjávarþorp þarfnast slíkra báta, bæði til aukningar á útgerðinni og í stað gömlu bátanna, en þröngur efnahag- ur krefst þess að þeir séu sem ódýrastir. Þess vegna verða menn að leita til útlanda, því þó íslenzkir smiðir geti vel unnið slík verk, er vinna þeirra of dýr til þess að vera sam- keppnisfær. Þegar jafnframt eru athug- aðir tveir stærstu örðugleikar þjóðarinnar, atvinnuleysið inn- anlands og gjaldeyrisskortur- inn út á við, hlýtur mönnum að vera ljós nauðsyn þess að mál- um þessum sé tafarlaust kippt í lag. Þjóðin hefir ekki efni á því að verða þannig af mikilli atvinnu og erlendum gjaldeyri. Fyrsta skilyrðið til þess að koma þessu í kring, er að gera íslenzka skipasmíði samkeppn- isfæra, hvað kostnaðinn snert- ir. Hún er þegar orðin það að öðru leyti. Tillaga Jónasar Jónssonar um skipasmíðastöð á Svalbarðs- eyri er tvímælalaust hagkvæm- asta úrræðið, sem bent hefir verið á til úrlausnar í þessum efnum. Þar er aðstaðan hin bezta frá náttúrunnar hendi og ekki dýrtíð, sem myndi reynast slikri starfrækslu þungbær í stærri kaupstöðunum. Það hefir verið reynt að skapa andúð gegn þessari hug- mynd með þeim forsendum, að hún myndi draga úr vinnu þeirra skipasmíðastöðva, sem fyrir eru. En dæmið frá Húsa- vík sýnir, að þeir smíða yfir- leitt ekki veiðiskipin fyrir sjó- þorpin nú og munu ekki gera það meðan vinna þeirra er ekki ódýrari. Hér er því annaðhvort að velja á milli stórrar báta- smíðastöðvar eða erlendra skipasmíðastöðva. .VAVA* .’.V.V.V :! Xýja Bsé LLOYDS r 1 LONDON Söguleg stórmynd frá FOX-félaginu. Aðalhlutverkin leika: MADELEINE CARROLL og TYRONE POWER Sýnd kl. 7 (Jækkað verð) og kl. 9. LEYNI- FARÞEGIM Hin fagra og skemmtilega kvikmynd, leikin af undra- barninu Shirley Femple verður sýnd fyrir börn kl. 3 og kl. 5. Aðgöngumiðar að barna- sýningunuln verða seldir frá kl. 11—12 f. h. Gjaldeyrismálin (Frh. af 1. siSu.J athugunar, hvort ekki væri hægt að breyta einhverjum þeirra í lengri lán, en um það væri ekk- ert ákveðið enn. En þótt það tækist að ná full- um greiðslujöfnuði á þessu ári, myndi sú spurning verða í hug- um margra manna, hvernig greiða eigi þær kröfur, sem voru óyfirfærðar um áramót, en eru þegar fallnar. Það mál, sagði ráðherrann, er nú til athugunar hjá ráðuneytinu og bönkunum og væri ekki tímabært að ræða það nánar að svo stöddu. En verði þess gætt, að selja ekki meira til Þýzkalands á þessu ári en keypt er þar, fást þar 2 millj. kr. til greiðslu á þessum skuld- um, ef greiðslujöfnuður næst að öðru leyti. Áður en ráðherrann lauk máli sinu, rakti hann tillögu Sjálf- stæðismanna lið fyrir lið og sýndi fram á að hún væri sum- part gagnslaus og sumpart til ógagns. Umræðum lauk ekki í gær. FESTARMEY FORSTJÓRANS 49 hefði verið fullorðin, og Albert frændi hafði spáð því að varla myndu mörg ár líða, unz hún skreytti sitt eigið brúðkaupsborð, þá horfði hún blóðrjóð af gleði upp til bróður síns. En hann bauð henni eins kulda- lega góða nótt og hægt var og snéri við henni bakinu. * * * Það var sem steini af mér létti, er ég hélt, að ég þyrfti ekki meira saman við hann að sælda þann dag. Guði sé lof, að hann hefir tvo karlmenn til að hugsa um, svo ég þarf ekki að vera hjá honum í kveld, hugs- aði ég, er ég stóð upp til að fara með frú Waters. Hann hlýtur að fara með þá annaðhvort inn í „grenið“ sitt eða setustofuna. Og þá er ég laus í kvöld. Já. Ég fæ fríkvöld, alveg eins og vinnustúlkurnar. Munurinn er aðeins sá, að þær nota fríkvöld sín til þess að hitta elskhuga sína og dvelja hjá þeim. Það er að segja al- veg gagnstætt með mig. Ó, húrra fyrir yndislegu kvöldi með móður hans og Blanche. Ég ætla mér að njóta hvíldarinnar eftir þennan hræðilega kvöldverð. En jafnskjótt og ég fór að hrósa happi yfir þessu, voru vonir mínar rifnar til grunna — í þetta skipti náttúrlega af Albert frænda. „Nei, nei,Billy. Við majorinn erum allt of góðir karlar til þess, að við viljum ekki unna þér lítillar stundar handa sjálfum þér, er það ekki, Montresor?“ „Jú, vitanlega“, svaraði majórinn glaðlega. En gleði hans virtist ekki alveg óblandin. Það er mál út af fyrir sig, þegar maður talar um, að hann sé af léttasta skeiði og geri sig nokkru eldri en hann er. En annað mál er, að láta leggja sig að jöfnu við mann, sem vitanlega er tíu árum eldri en maður sjálfur! „Við gömlu hlunkarnir getum séð fyrir okkur sjálf- ir, drengur minn. Þú þarft ekki að sitja og híma yfir okkur. Þú átt að fara inn til kærustunnar, lagsmaður. Og svo ekki fleira um það. Heldur þú, að við skiljum ekki? Við höfum sjálfir verið ungir einu sinni, ha? — sínum, og Carriad barinn. Jafnvel Albert frændi hafði Og mér til ósegjanlegrar gremju lét hann aftur hurðina á eftir hjónaefnunum, eins og hann var svo vingjarnlegur að kalla okkur. Og nú höfðu frú Wat- ers og Blanche lokað að sér. Það leit ekki út fyrir, að maður ætti að fá að kasta mæðinni, eftir allt, sem skeð hafði við borðið. — Þessi kvöldverður, sem allir héldu líklega, að hefði verið jafn skemmtilegur fyrir okkur og hann hafði verið fyrir gestina tvo. Já, og hver varð svo endirinn á öllu saman? Montresor majór móðgaður, Theo grátandi, stofustúlkurnar atyrtar af hinum öskureiða húsbónda sínum, og Cariad barinn. Jafnvel Albert frændi hafði orðið fyrir mótgangi, því að hann hafði ómögulega getað munað nafnið á myndinni, sem hann hafði ætl- að að gefa okkur. Jæja, nú stóð ég þarna, enn einu sinni augliti til auglitis við reiðan forstjórann. í þetta skipti höfðum við sameiginlegar endurminningar um þennan vel hugsaða, en mjög svo óviðeigandi brúðkaupsverð barnsins. 18. KAPÍTULI. Fyrsti kossinn. „Það er víst ekki um annað að gera en fara þangað inn“, sagði ég og gekk hnarreist að dyrunum. Fox-stjórinn kom alveg í tæka tíð til að opna þær fyrir mig. Ég gekk inn, án þess að líta á hann, og beint að stólnum við pianóið. Ég settist. Annan fótinn lét ég hvíla á fótstillinum. Eins og drukknandi maöur grípur í hálmstrá, greip ég til að slá fyrstu tónana í kröftugum hersöng. „Syngið“, heyrði ég sjálfa mig segja skipandi við forstjórann. Hann söng — en ekki vel. „Haldið áfram“, sagði ég, er lagið var búið, „Eitt- hvað kraftmikið". Án frekara samtals héldum við vel áfram. Ég vildi alls ekki, að Albert frændi, sem nú sat inni í setustofunni með Montresor majór, skyldi halda, að bróðursonur hans og ég værum farin inn í herbergi hans til þess að — til þess að gera nokkuð annað en — að leika og syngja allt kvöldið. Látum þá bara heyra, að við séum við píanóið allan tímann. Þeir hlytu að heyra það vel í gegn um vegginn. Ha? nei. Þeir heyrðu það sýnilega ekki vel þar inni. Því þegar við vorum að ljúka við „La Marseillaise“, þá laukst hurðin upp og þeir komu báðir inn. Albert frændi sjálfsagt á undan. Hann þrammaði beint að flygelnum, sló með krepptri hægri hendi í lófann á þeirri vinstri, hallaði sér til okkar og mælti

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.