Nýja dagblaðið - 27.03.1938, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 27.03.1938, Blaðsíða 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ Svafa Jónasdóttir frá Syðra-Fjalli Hver veit, við sólris, hvað dagur dæmir, hvað dylur nóttin und skuggabrá? — í húmi kvöldsins þín hel- fregn snart mig og hljóðlát nóttin mér vakti þrá. Til okkar gömlu og góðu dala ég gekk við andvöku stjörnublys um kæra stigu, í land þess liðna og lét að baki mér dagsins þys. Hvar ertu, Svafa? í æskudalnum er allt sem forðum og heilög kyrrð, und brekkum snjóhvítum bæir sofa en brenna stjörnur í órafirrð. Á milli skara fer óðmild áin, á ísnum svanfylking blundar rótt. En þú ert horfin af sælusetri og sorg á Fjalli og treganót. Hjá vinar dufti nú duft þitt hvílir, en dalsins börn horfa á fagurt skin af ykkar samfylgdar björtu blysi — og bera í sálinni vængjadyn því horfin er nú sú álftin hvíta, sem ertir lausninni miklu beið við störf og umsjá, er styttu daga og styrktu vænginn á draumaleið. og græddir lund, er stóðst frost og hríð. Hið ytra jafnt, sem hið innra skrýddist því engu gleymdi þitt hjartans vor: i blómreit gæfu þú börn þín kvaddir, um bæ þinn lykja þín gróðrarspor. Svo far vel, kæra — hér finnst ei þungi af fegurð týndri, af spilltri stund, né skuggi af óræktum æfistörfum, — þú átt með réttu þinn hvíldarblund. Og hefjist sól eftir hinnztu nóttu í hreinleik vaknar þín bjarta sál og tengir eilífar æskutryggðir við allt, er geymdi þitt hjartans mál —. „Hefur þú reynt þvottaduftíð PERLA, sem allír lofa svo míkíð“ „Já. feg held pað nú, pað er hreint pað bezta pvottaduft, sem ég nokk> urntíma hefi notað. Þú ættir að nofa pað í næsta pvott". € Gula bandið — Sem mergð af gimsteinum mjöllin glitrar og mjúkt er snælín um ykkar beð. En þaðan hverf ég — í liðins-lundi og leita hins fagra, sem hefur skeð. Svo margt var sameign á okkar æfi frá æskubirting í kvöldsins lönd. Upp hyllir atburði: sárar sorgir og sælan fögnuð, við þagnarströnd. Og, Svafa, allt af þinn svip ég þekki, við sorgarfull jafnt og gleðimót. Hið bjarta, heiða og hugumtrúa var hjartans einkunn og lífs þíns rót. Þitt fagra heiti með heiðri barstu og hugur valkyrju merkið bar. Hve gott var hjá þér — í gleði og raunum. Hve gróður anda þíns norrænn var. Þú varst á bæ þínum sól og svanur og sigurbraut var þín æfitíð. Þú ófst og saumaðir gull og gæfu Hulda. aðeÍHS Loftur. er bezta og ódýrasta smjörlíkið. Áukin mjólkurnevzla í heildsölu hjá Samband ísl. samvinnufélaga Sími 1080. Eltir Jón Eyþórsson Með „mjólkurlögunum" hafa verið gerðar ráðstafanir til þess að jafna verð mjólkur til framleiðenda, að draga sem mest úr sölu- og dreifingarkostnaði, og að tryggja neytendum hrein- lega meðferð mjólkurinnar. Enginn mun nú í alvöru halda því fram að þessar ráðstafanir séu ekki nauðsynlegar. Um ein- stök atriði má lengi þrátta. En um það skal ekki rætt hér. Það hefir tekizt að lækka mjög sölu- kostnað og það hefir líka tekizt að koma allri mjólkurframleiðsl- unni í þolanlegt verð fyrir fram- leiðendur, þrátt fyrir hina gífur- legu aukningu mjólkur, sem orð- ið hefir á verðjöfnunarsvæðinu á síðustu árum. Árið 1937 er talið að 5.5 millj. lítrar hafi verið seldir til neyzlu í Reykjavík. Ef neytendur eru taldir 35 þús., svarar þetta til 0.4 1. af mjólk á mann daglega. Frá heilbrigðissjónarmiði er þetta of lítið. Vegna hagsmuna framleiðenda er það of lítið. Mjólkurneyzlan í bænum þarf að aukast! Þeir, sem gera sér þetta ljóst, munu yfirleitt vera á einu máli um það, að of lítið sé gert til þess að örfa mjölkurneyzlu í bænum. Mjólk sézt aldrei auglýst eins og aðrar matvörur, tæplega skyr heldur, ostar og smjör stöku sinnum. Kaffi er auglýst í stórum stíl og jafnvel verð- lækkun á því, um líkt leyti og mjólkin er lítiö eitt hækkuð. — Allir, sem eitthvað hafa til sölu, virðast gera sér það ljóst, að það sé hagur að ýta undir notkun og eftirspurn á sínum vörum, nema mj ólkurf ramleiðendur. Þetta þarf að breytast. Mjólkursölunefnd þarf að kveðja sér til liðs dagblöðin, læknana, húsmæðafélög, kaup- félög og yfirleitt alla aðila, sem vilja stuðla að bættum hollustu- háttum og heilbrigði í bænum, hvað sem þá kann að greina á í öðrum málum. Það er enginn efi á því að hér í bænum er mikill (Frh. á 3. siöu.) .... og svo umfram allt aö senda mér 1 stykki SAVON DE PARIS, hún er svo ljómandi góð. J — Já, með ánœgju, kæra frö- ken, enda seljum við langmest af þeirri handsápu.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.