Nýja dagblaðið - 27.03.1938, Page 3
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
3
NÝJA DAGBLAÐIB
Útgefandi: Blaðaútgáfan h.f.
Ritstjóri:
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
Ritst j órnarskrif stof umar:
Lindarg. 1 D. Símar 4373 og 2353.
Afgr. og auglýsingaskrifstofa:
Lindargötu ÍD. Sími 2323.
Eftir kl. E: Sími 3948.
ÁskriítarverS kr. 2,00 á mánuði.
t lausasölu 10 aura eintakið.
Prentsmiðjan Edda h.í.
Símar 3948 og 3720.
11—»;.
Skipín eru farín út
Fyrir nokkrum árum, þegar
íbúar Reykjavíkur voru ekki
nema 30 þús., sagði greindur
útlendingur, sem hér hafði
dvalið um stund: „Reykjavík
er undarlegur bær. Hér eru 30
þús. manns og allir lifa á sjón-
um. Samt eru ekki nema 1000
manns sem vinna á hafinu“.
Ég geri ráð fyrir, að í þessu
séu nokkrar ýkjur, að töluvert
sé aðhafst til gagnlegs lífsfram-
dráttar í höfuðstaðnum af
öðrum en sjómönnum. En samt
er í þessu mikill sannleikur.
Reykjavík lifir og á fyrst og
fremst að lifa af sjónum.
í nærfellt þrjá mánuði hefir
staðið deila um það, hvað sjó-
menn ættu að fá í kaup í vet-
ur og sumar. Eitt dagblaðið
vísaði sjómönnum á ríkissjóð.
Annað blaöið á bankana. —
Tekjuhallann á útgerðinni átti
að jafna á þennan hátt.
Deiluna um kaup sjómann-
anna er ekki hægt að leysa
nema á einn veg, með hlutaút-
gerð, með því að sjómaðurinn
fái á hverju ári sinn réttmæta
hlut af andvirði aflans. Þetta
er lausn kaupdeilumálsins á
sjónum, og sú lausn mun koma
upp úr þrengingum útgerðar-
innar, sjómannanna og landsins
alls.
En fyrir utan allar kaupdeilur,
stendur mannfélagið í sérstakri
skuld við þá, sem vinna á haf-
inu. Þeirra vinna er erfið. Hún
er óvenjulega hættuleg. Hún er
alveg sérstaklega nauðsynleg.
Þegar skipin lágu í höfn og sjó-
mennirnir gengu ekki að verki á
sjónum, fundu aðrar stéttir sem
starfa í landi, betur en oft
endranær, hve störf þeirra sem
vinna á sjónum eru þýðingar-
mikil fyrir mannfélagið.
Eitt einkennir starf sjómanns-
ins frá störfum flestra annarra
manna. Hann er langdvölum
heiman frá nánustu vanda-
mönnum sínum. Hann kynnist
ekki sinum eigin börnum, nema
sem gestur á heimilinu. Börnin
venjast á að sjá ekki föður sinn
nema endrum og sinnum. Ég
vissi til í vetur, að stýrimaður á
íslenzku skipi hressti sig með
áfengi til að létta skilnaðinn við
nánustu vandamennina.
Þegar komið er í sjómannabú-
staðinn, jafnvel á beztu skipum
íslendinga, er hann meir en öm-
urlegur. Mér er í minni íbúðin á
einu slíku skipi. Við járnþiljur
fremst á skipinu, voru tveir
gangar þvert yfir skipið, fjögur
rúmstæði hvoru megin, þar af
helmingurinn háarúm. Framan
við hérumbil metersbxeið eyða.
Á veggnum á móti héngu olíu-
fötin og á gólfinu lágu stígvél og
skór. Þetta er beimili sjómanns-
ins, jafnvel á vorum beztu skip-
um. Þó má segja, að Ægir sé að
þessu leyti undantekning. Þar
hafa hásetar og kyndarar við-
unandi herbergi.
Ég álít tíma til kominn fyrir
þá, sem i landi búa, að minnast
sjómannanna, líka eftir að skip-
in eru farin út að veiða. Ég álít,
að það eigi að gera víðtæka at-
hugun á því, á hvern hátt er
hægt að bæta sjómannsheimil-
unum meir en gert hefir verið,
erfiðleikana á starfi þeirra.
Ég nefni að þessu sinni nokk-
ur dæmi. Ég álít, að hér í bæn-
um eigi menn, sem stunda sjó-
mennsku sem. æfistarf, að sitja
fyrir mönnum úr öðrum stéttum
með aðstöðu í verkamannabú-
stöðum, sem reistir verða í ná-
inni framtíð. Ég álít, að Reykja-
víkurbær eigi að tryggja öllum
slíkum mönnum garðaland í
námd við bæinn. Ég álít, að sjó-
mannskonur, einkum þær fá-
tækustu, eigi að hafa forréttindi
til að njóta sumardvalar fyrir
sig og sín börn í væntanlegri
tjaldborg í Ölfusi.
Mér finnst ennfremur, að lítið
hafi verið hugsað um hinn aldr-
aða sjómann, manninn sem er
búinn að vinna á flota landsins
meðan hann er á léttasta skeiði,
en fær þar ekki vinnu lengur.
Hvað á slíkur maður að gera?
Er ekki sjálfsagt og eðlilegt að
tryggja slíkum mönnum aðstöðu
til að geta stofnað léttan og m-
fangslítinn búskap, garðrækt,
alifuglarækt, loðdýrauppeldi o.
s. frv.?
Vafalaust koma til greina
margar aðrar leiðir en þær sem
hér eru nefnd - , til að verðlauna
störf sjómannsins, fyrir utan
umsamið kaup. En hér er vakið
máls á atriði, sem vel hefði mátt
byrja fyrr að ræða um.
J. J.
Aukin mjólkurneyzla
(Frh. af 2. síðu.)
ónuminn markaður fyrir mjólk
og skyr. Nú er dagamunur á því,
hvort skyr fæst eða ekki og það
er ekki æfinlega eins gott og
það ætti að geta verið. Hrært
skyr fæst ekki. Það ætti að fást
í hverri mjólkurbúð. Hér þarf
auk þess að koma upp mjólkur-
skála á góðum stað í bænum,
sem hefði á boðstólum mjólk,
rjóma, skyr, rjómaís, rjómakök-
ur og súkkulaði, en hvorki kaffi
né öl.
Mjólkursölunefnd ætti að
gangast fyrir að stofnaður yrði
slíkur sölustaður mjólkurafurða,
sem um leið væri auglýsinga-
staður.
Dagblöðin og útvarpið gætu
flutt margvíslegan fróðleik og
hvatningu til almennings um
mjólk og mjólkurnot, fæðugildi
hennar og verðgildi í saman-
burði við önnur matvæli o. s. frv.
Mér skilst að mjólkursölunefnd-
in eigi að leggja til driffjöðrina
í þetta starf.
Með þessum línum hefi ég að-
eins látið í ljós skoðanir, sem ég
hefi heyrt marga bæjarbúa tala
um á förnum vegi. Ég held því
að þær eigi mikið skylt við svo-
kallað almenningsálit.
Æímtýrí Brasílíufaranna
Eitir Þóri Baldvinsson
„Æfintýrið frá íslandi til Bra-
zilíu“, heitir merk bók, nýút-
komin. Höfundur hennar er
Þorsteinn Þ. Þorsteinsson rit-
höfundur og skáld, en útgefandi
Sigurgeir Friðriksson bókavörð-
ur.
Meginþáttur þessa æfintýris
gerist fyrir 70 árum síðan, er 4
menn úr uppsveitum Þingeyj-
arsýslu yfirgefa ættland sitt og
þjóð og flytja til Brazilíu.
Fyrir 70 árum var það engin
smáræðis ákvörðun fyrir norð-
lenzkan bónda, að flytja sig
norðan frá heimskautsbaug og
til suðurhvels jarðar, en ástæð-
ur til þess voru líka margar og
þungar. Miðað við tímalengd
virðast 70 ár aftur á bak ekki
mikil fjarlægð. Og þó er það
óraleið, miðað við þær breyt-
ingar, sem orðið hafa á þeirri
tíð. Fyrir 70 árum var enginn
akvegur til hér á landi. Þá var
meginþorri þjóðarinnar bænd-
ur og torfhús voru einu bygg-
ingarnar, sem þekktust þá í
sveitinni. Póstgöngur voru stop-
ular og langt á milli, og víða
komu skip ekki oftar en tvisvar
á ári, og öll eign erlendra
manna. Verzlun landsins var þá
mestöll í höndum erlendra
selstöðuverzlana og voru þær
sem kunnugt er, illa þokkaðar;
seldu dýrar vörur og oft
skemmdar, en guldu afurðir
bænda lægsta verði.
En fyrir 70 árum var þó að
rísa fyrsta morgunglæta hins
nýja tíma. Þjóðin var að vakna
til dáða. Trúin á landið var þó
enn dauf og lömuð. Eldgos og
ísaár, fellivetur og hungur-
dauði voru enn nálægir gestir.
En landsmenn sættu sig ekki
lengur við að láta örlögin ein
ráða, víkingslundin gamla er
að vakna á ný og útþráin, sem
alltaf hefir verið sterk í íslend-
ingum, fex að beinast til nýrra
landnáma.
Æfintýrið frá íslandi til
Brazilíu er merkilegur þáttur
úr menningarsögu þjóðarinnar
um leið og það er harmsaga
flestra þeirra manna, sem rás
viöburðanna sleit úr rótgrón-
um jarðvegi íslenzks sveitalífs,
og bar til fjarlægrar og fram-
andi heimsálfu. Slík er saga
Jónasar Hallgrímssonar frá
Víðikeri, bónda á fimmtugs-
aldri. Hann yfirgefur bújörð
sína eftir að fénaður hans hef-
ir fallið í vorharðindum, og
ári síðar leggur hann á stað í
hina miklu æfintýraför. Heima
á íslandi skilur hann eftir konu
og þrjú börn ung, í þeirri von
að geta greitt götu þeirra og
annara, sem ákveðið hafa að
koma síðar. — E:i það er enginn
hægðarleikur að komast til
Braziliu, og árin líða. — Jónas
Hallgrímsson þolir ekki lofts-
lag hins nýja lands. Heilsan
bilar og atvinnan er stopul og
léleg. Hann þráir konu og börn
heima á íslandi, en fær ekki
að gert. í draumum sínum er
hann alltaf heima. Hann reikar
þá milli bæja um lynggrónar
heiðat Þingeyjarsýslu og heim-
sækir ættingja og vini. En hann
á aldrei eftir að sjá þá aftur í
vöku. Hann deyr suður í Brazi-
líu og síðasta bréfið, sem hann
skrifar konunni, kemst aldrei
til skila.
Svipuð er saga Jónasar Bárð-
dal. Hann yfirgefur heitmey
sína, en bíður hennar þó í rúm-
lega þrjú ár. Sjálfan mun hann
skorta farareyri til þess að
hverfa heim aftur. Hann fær
fáar fréttir að heiman, og svo
er að sjá, sem bréfum hans sé
sjaldan eða ekki svarað, enda
munu bréfaskriftir ekki háfa
verið list almennings á þeim
tímum, síst kvenna. Hann fest-
ir þá ráð sitt konu af þýzkum
ættum, en talið er þó, að hann
muni ætíð hafa séð eftir sinni
fyrri heitmey, og þegar ár líða
gerist hann dulur í skapi og
einrænn. — — — Fjörutíu ár-
um síðar er ungur barnakenn-
ari staddur á afskekktu sveita-
heimili í einni af uppsveitum
Þingeyjarsýslu. Hann vefur
saman landakort sín, en á rúmi
í baðstofunni situr gömul kona
hvít fyrir hærum og spinnur.
Hún er að jafnaði dul og fá-
skiptin og yrðir ógjarnan á ó-
kunnugt fólk að fyrra bragði. Þá
ýtir hún frá sér rokknum, geng-
ur til kennarans og spyr: Hvar
er Brazilía? — Það er hin gamla
festarmey Jónasar Bárðdal.
Tveir landskunnir menn
koma mjög við sögu þessa æfin-
týf’is, þó hvorugur sé i hópi
hinna nýju landnámsmanna,
en það eru þeir Einar Ásmunds-
son í Nesi og Jakob Hálfdánar-
son á Grímsstöðum. Þeir eru
báðir forráðamenn í héraðinu
og leita margir til þeirra trausts
og ráða. Báðir eru þeir hlynnt-
ir nýju landnámi, og Einar hef-
ir orðið upphafsmaður Brazi-
líuferða til þess að forða mönn-
um frá landnámi í Grænlandi,
sem þá hefir komið til athug-
unar. Telur hann óráðlegt að
flytja úr „köldu landi í kald-
ara land“, og að lítil gæfa hafi
fylgt hinu fyrra landnámi
þangað. Mörg bréf, sem þeir
hafa skipzt á Jakob og Einar,
eru birt í bókinni. Hvorugur
þeirra hefir notið skólamennt-
unar, en lærdómur þeirra og
þekking er þó hið mesta furðu-
efni. Báðir lesa þeir og skrifa
dönsku og þýzku, en auk þess
er Einar vel fær í frönsku, og
hefir jafnvel eitthvað gluggað í
portúgölsku. — Síðar stofnar
Jakob Hálfdánarson fyrsta
kaupfélag á íslandi og er það
sennilega merkasti þátturinn
úr endurreisnarsögu þessa
tímabils.
Æfintýrið frá íslanldi til
Brazilíu er ritað af vísindalegri
nákvæmni og djúpum skilningi
á aldarhætti og ástæðum þeirra
tíma. Það bregður sterkri birtu
á stuttan en merkilegan kafla
úr sögu þjóðarinnar.
Þ. B.
Atvmnubótavmnan
Uimtð at§ endurbótum Suðnrlandsbrautar.
Bugirnir við Elliðaárnar numdir á burt.
Um 125 manns héðan úr
bænum vinna í atvinnubóta-
vinnu ríkisins um þessar
mundir, en til muna fleiri í
vetur. Hefir verið dregið lengur
en venja er til að fækka í at-
vinnubótavinnunni, sökum hins
tilfinnanlega atvinnumissis,
sem leitt hefir af togaraverk-
fallinu í vetur.
Af þessum mönnum vinna
allmargir að breytingum og
endurbótum á Suðurlands-
braut inn að Elliðaám. Er með-
al annars í ráði að nema burtu
bugi þá, sem eru á veginum við
árnar. Er þegár nær lokið við
að hlaða upp 8 metra breiðan
nýjan veg frá beyjunni á gömlu
brautinni að vestri árkvíslinni.
Þessi uppfylling er samtals um
1500 teningsmetrar. Við kvísl-
ina hefir verið rofið skarð í
melhól. Ofan á þennan veg á
síðar að steypa 6 metra breiða
sementsplötu.
Á vestri kvíslina á að byggja
nýja bogabrú, góðum spöl neð-
ar en gamla brúin er. Yfir
hólmann milli kvíslanna kem-
ur upphlaðinn vegur, um 1
meter á hæð. Brúnni á eystri
kvíslinni er verið að breyta
nokkuð, svo að vegurinn geti
komið beint upp Ártúnsbrekk-
una. Báðar þessar brýr eiga að
vera 8 metra breiðar. — Óvíst
er hvort þessar framkvæmdir
verða fullgerðar í sumar.
Einnig hefir verið unnið að
því í atvinnubótavinnu ríkisins
í vetur að fylla upp og bera of-
an í Elliðaárbrautina og verður
hún mestöll tilbúin til stein-
steypu eða malbikunar í vor. í
fyrrasumar var steypt ofan á
veginn á 150 metra kafla í Sog-
unum.
Við Hafnarfjarðarveginn hef-
ir verið unnið í atvinnubóta-
vinnu að samskonar undirbún-
ingi, fullgerður ræktunarvegur
í Fossvogi, lagfærðar bílfærar
brautir meðfram fisktrönum á
Bústaðahæð og unnin jarð-
yrkjustörf austur í Flóa.
PRENTMYN DAST0FAN
LEIFTUR
Hafnarstræti 17, (uppi),
býr til 1. ílokks prentmyndir.
Sími 3334
Lesið og útbreið-
ið Tímaim!