Nýja dagblaðið - 02.04.1938, Side 4
REYKJAVÍK, 2. APRÍL 1938.
6. ÁRGANGUR — 77. BLAÐ
NYJA DAGBLAÐIÐ
xo::o: g« mi« bí « eökk
í í
■; Við kynntumst :■
íj í París jj
í Afar fjörug og skemmti- I;
;■ leg amerisk gamanmynd. <
I
Aðalhlutverkin leika
Claudette Colbert
Robert Young og
Melvyn Douglas.
,.v.v.,.v.,.v.v.v.v.v.v.v.,.v
LEliFJEUt EETUIIÚUK
„SKÍRIV,
SEM SEGIR SEX!“
Gamanleikur í 3 þáttum,
eftir OSKAR BRAATEN.
Sýning á morgun kl. 8.
AÐGÖNGUMIÐAR
seldir frá kl. 4—7 í dag og
eftir kl. 1 á morgun.
Atvinim I
STÚLKA óskast nú þegar í
vist til 14. maí, til Guðmundar
Kr. Guðmundssonar skrifstofu-
stjóra, Bergstaðastræti 82.
Þjóðstjórn
í Frakklandi
(Frh. af 3. slðu.)
skollinn á? Þar sem allt bendir
til, að sundurlyndi ýti undir
stríðsvargana og gefi þeim tál-
vonir um auðunninn sigur,
myndi þá ekki sameining
Frakklands draga úr þeim
kjarkinn og þannig verða til að
halda friðnum í heiminum?“
Það eru þess vegna utanríkis-
málin, sem nú ráða mestu í
frönskum stjórnmálum um
þessar mundir. Þar með er ekki
sagt, að allir flokkar hafi sömu
stefnu í utanrikismálum. Nei,
en þeir eru sammála um, að
vart þurfi að verða við styrk og
samheldni Frakklands meðal
annara þjóða. Þjóðin skilur til
fulls að veikt, sundurleitt Frakk
landl myndi aldrei geta kvatt sér
hljóðs á meðal þjóðanna og því
síður látið þær fara að vilja sín-
um.
Kínverjar vinna
nýjan sígur
LONDON:
Þær fréttir, sem í gær komu um
Kínastyrjöldina eru helzt þær, að Kín-
verjar hafi hrakið Japani út úr Tsao-
chwang, en það er nokkru fyrir norðan
stóra skipaskurðinn og fyrir austan
Tientsín-Pukow járnbrautina. Kínverj-
ar telja sig og hafa tekið nokkra bæi
sunnan við Shanghai. FÚ.
HJartans þakklæti til allra þeirra,
er sýndu okkur hluttekningu í okkar
sáru sorg við fráfall
Jóns Baldvinssonar
bankastjóra.
Júlíana Guðmundsdóttir
Baldvin Jónsson.
Norðlenzkt dilkakjöt
Ærkjöt
Nýsviðin svið
Lifur og hjörtu
.'.V.V.V
Xýja Ríó
AVWVbV
í Hin ákærða í
:: 3:
;. Spennandi og áhrifamikil
!■ amerísk kvikmynd frá ;■
l’ Uneted Artists félaginu. !■
í í
— Aðalhlutverkin leika af ^
í mikilli snilld hinir fögru £
;■ og vinsælu leikarar: /
:• í
Dolored del Rio og ■■
í Douglas Fairbanks, yngri
AUKAMYND:
í í
J. Mickey Mouse teiknimynd. ;.
V.VV.V.W.V.'.W.’.V.V.V.W
D
TilkyniiÍBfftr
Vesturgötu 16. Skólavörðust. 12.
Sími 4769. Sími 2108 og 1245.
lllllllllltlllllllllllllMlllllllltllimilllllllllllllllMIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIillllllllllllllllllllll
ÚTBREIÐIÐ NÝJA DAGBLAÐIÐ!
MMIMMMIMIMMMIMIMIIMIMMMMMMMIMMMMMMIIMMIMMMMMMIMMMMMMMIMMMMMIIMIMIIMMIIMIMIMIIMMMMMMMMMMMMIIMMI
Námskeið í kjóla- og undir-
fatasaumi byrjar mánudaginn
4. apríl.
SAUMASTOFAN SMART,
Kirkjustræti 8. Sími 1927.-
Fundur Framsóknar-
félaganna
(Frh. af 1. slðu.)
unn Bjartmars kennslukona og Guð-
brandur Magnússon forstjóri.
Hugmyndin um tjaldbúðir í Ölfusi
kom fyrst fram vorið 1931. Skrifaði
Jónas Jónsson þá grein um það mál
í Tímann.
FESTARMEY FORSTJÓRANS 53
Hvað mér sjálfri viðvék, þá var ég algerlega róleg, er
ég gekk niður stigann. Bláklædd vinnustúlka færði
til ruslakörfu, svo ég gæti komizt framhjá.
Þá sá ég nokkuð, sem aftur kom mér úr jafnvægi.
í körfunni var handfylli af ljósrauðum rósablöðum
og nokkrar skeifur úr silfurpappír — uppátækið
hennar Theodóru. Þetta mun hafa hrunið úr felling-
unum á kjólnum mínum, þegar ég hljóp upp stigann
í gær. Var ómögulegt að gleyma þessu kvöldi — og ég
veit að eitthvað fólst meira en kurteisi í brosi stúlk-
unnar, er hún sagði „Góðan daginn, ungfrú Nancy.“
Hvers vegna segja þær ekki „ungfrú Trant?“ Finnst
þeim það kannske ekki ómaksins vert. — Úh, þær eru
óþolandi.
Ég var tæplega búin að átta mig, er ég stóð fyrir
framan forstjórann.
„Viljið þér koma með hér inn,“ sagði hann og opn-
aði litla, hvíta hliðið að rósagarðinum. Yfir því var
bogi með rauðum vafningsvið.
Garðurinn var sem stór vöndur af ilmandi blómum
í öllum litum, — Þessi rósagarður var jarðnesk para-
dís fyrir morgungöngu, gæti maður verið einn út af
fyrir sig.
Við gengum hægt, hlið við hlið, niður eftir stígnum
milli ljósrauðu mæðrablómanna (aftur til að minna
á kvöldið áður) og mæltum ekki orð.
Svo byrjaði hann: „Ég vildi gjarnan nota tækifær-
ið til að segja yður eitt.“
Rödd hans var róleg og sáttfús. Svipur hans var
hvorki sá, sem hann setur upp á skrifstofunni, eða
vandræðasvipurinn við borðið í gær. Hann var ró-
legur, og ekkert varð á honum lesið.
Sama var með mig, vona ég.
Ég beið þess, að hann héldi áfram.
„Ég verð að segja yður“, hélt hann áfram, „að ég
sé eftir---“
Kveldinu áður, líklega. Kátlegt að byrja þannig.
„— hefi séð eftir um tíma, að ég skyldi hafa snúið
mér til yðar með þetta.
„Svo“.
Við snérum við og gengum aftur sömu leið.
„Ég á við“, bætti hann rólega við, „að mér þykí
leitt að hafa blandað ungri stúlku eins og yður, sem
er tilfinningaríkari og stórlátari en ég hafði haldið,
inn í þetta“.
Hvað skyldi hann þá hafa haldið?
„Svo.“
„Ég — ég hefði náttúrlega átt- að vita betur — ég
hefði aldrei átt að snúa mér — til yðar“.
„Svo,“ sagði ég í þriðja skipti og það var ætlun
mín að segja ekki annað.
Ég veit ekki, hvernig á þvi stóð, en ég gat ekki
setið á mér að bæta hvasslega við: „Og til hverrar
af skrifstofustúlkum yðar vilduð þér hafa snúið
yður í staðinn? Ungfrú Robinson?“
(Hún myndi hafa safnað nógum gögnum til að
herma eftir Waters-fjölskyldunni alla sína æfi).
— „Eða ungfrú Holt?“
(Hún myndi hafa skrækt upp — það veit ég — ef
hann hefði boðið henni þennan merkilega koss.)
„Ungfrú Smith er bundin annars staðar —“.
„Jæja? Og það hefði staðið í vegi, haldið þér?
Jafnvel viðskiptum eins og þessum“, flýtti forstjór-
inn sér að segja og leit hvasst á mig um leið.
Ég vissi hvað hann var að fara. Hann hafði í huga
axarskaft majórsins í gær, þegar hann var að
klunnast með nafn Sidney Vandeleurs.
Þess vegna leit ég upp — ég hafði hingað til horft
á skuggann af hliðboganum á ljósa kjólnum mínum
— og beint framan í forstjórann og mælti rólega
um leið:
„Já, það held ég“.
Nú kom að honum að segja „Svo“.
Og svo varð ný þögn.
„Þér skiljið þá, að mér þykir leiðinlegt — að ég
skuli hafa leitt yður inn í þetta,“ byrjaði hann aftur.
„Gott. Nú, já, þá ætti ég víst að bjóða yður að leysa
yður frá samningnum?“
„Ætlið þér að gera það?“ Ég leit upp aftur, fljótt og
vonglöð.
„Það get ég því miður ekki“, hélt forstjórinn hægt
áfram. „Það er ómögulegt. Sú ástæða, sem neyddi mig
til þessa, er fyrir hendi ennþá.
„Svo“.
Aftur snérum við við. í þetta skipti í áttina til lauf-
gangsins.
„Svo var annað“, hélt hann áfram — og í þetta
skipti var ég viss um, hvað myndi koma. „í gær-
kveldi------“
Ég sagði ekkert — ég beið afar róleg eftir að heyra,
hvað hann hafði fram að færa sér til afsökunar.
„í gærkveldi, inni í setustofunni fyrir kveldverðinn,
er ég hræddur um að ég hafi verið óskiljanlegur".
„Fyxir kveldverðinn“, endurtók ég. Ég hafði alveg
gleymt, hvað skeði þá.
„Jú, það var þegar þér spurðuð mig um þennan
stað í Wales, Port Cariad“, sagði hann. „Ég svaraði
nokkuð þurlega“.
Jæja! Og var ekki neitt annað, sem hann þurfti að
gefa skýringu á? Hann var sannarlega lengi að kom-
ast að þessum óverjandi kossi — og þó er ég viss um,
að hann hugsaði ekki um annað, allan tímann, sem
hann var að tala um hitt og þetta.
„Svo var eitt“, hélt hann áfram rólega, „sem ég
var að hugsa um, áður en ég sofnaði“.
Hana nú. Loksins.
„Ég vildi gera það að tillögu------“ sagði hann, en
í sömu svifum heyrðist öskur úr laufgirðingunni.
„Jæja, þarna eru þau. Loksins finnum við þau.
Hefðum átt að vita það fyrirfram. Ást meðal rósa,
ha?“
Og á næsta augnabliki kom feiti skrokkurinn hans
Alberts frænda í ljós. Hann var í hvítu vesti og rauð-
birkna, stórskorna andlitið brosti út undir eyru undir
ljósgráa hattinum.
Hann gekk til okkar, néri saman höndum, ljómaði
af gleði.
„Jæja, hvað segir unga fólkið? Maturinn er kom-
inn á borðið. Hafið ekki heyrt í borðklukkunni, ha?
Nei, náttúrlelga ekki. Hafið haft eitthvað betra til að
hlusta á. Alveg eins og ég sagði. Ég heyrði, að þú
stóðst undir glugga hennar og blístraðir. Hér er nokk-
uð, sem er þess vert, að farið sé tímanlega á fætur,
ha? Jæja, komið þið nú.“
Hann stakk annari hendinni undir arm bróðurson-
ar síns og hinni undir minn og svo sveiflaði hann
okkur í áttina að húsinu.
„Ég sagði móður þinni, að ég ætlaði sjálfur út að
sækja ykkur.“
Án þess að hafa minnstu hugmynd um, að gætu
óskir drepið, þá lægi hann dauður þarna á staðnum