Nýja dagblaðið - 17.04.1938, Page 3
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
3
Aímælí Menningarsjóðs
»Heiður og völd«
Leikrit eftir Nordahl Grieg
Þegar Nordahl Grieg samdi
leikritið „Vár ære og vá makt“,
hefir hann víst haft í huga ljóð-
línur eftir Björnson: ,Vor ære
og vor magt, har hvite sejl os
bragt“, því leikritið fjallar ein-
mitt um „heiður“ norska flot-
ans — á stríðsárunum.
Þar segir frá undarlegum
mótsetningum: stríðsgróða og ,
mannfalli í hlutlausu landi. Og
þegar vel er athugað, er ekki
hægt að bera á móti því, að
norskir reiðarar leigðu skip sín
til flutninga á hættulegum
siglingaleiðum og að þau fluttu
ófriðarþjóðunum nikkel og kop-
ar til hergagnaiðnaðar.
í „Vár ære og vár makt“ leið-
ir höfundurinn fram á sjónar-
sviðið reiðara einn í Bergen,
Ditlef Matthiassen, og kum-
pána hans. Þeir hika ekki við
að láta í veðri vaka, að tilgang-
urinn sé heiðarlegur, að Norð-
mönnum sem siglingaþjóð beri
skylda til að rétta þeim hjálp-
arhönd, sem berjast fyrir góðu
málefni! Og það áttu að vera
Englendingar. Leynilegur var
aftur á móti koparútflutningur
sömu manna til Þýzkalands.
Sá kopar var m. a. notaður til
að byggja kafbáta, sem sökktu'
norskum skipum. En málmur-
inn hækkaði stöðugt í verði og
það var eigendunum nóg. Fyrir
þennan gróða hættu norskir
sjómenn lífi sínu öll stríðsárin,
en skipin voru það hátt vá-
tryggð, að eigendur þeirra gátu
tekið því með jafnaðargeði, þó
eitthvert þeirra kæmi ekki aft-
ur. —
Innan um allt þetta smjúga
enskir og þýzkir njósnarar.
Kafbátarnir í Norðursjónum fá
nákvæmar fregnir um, hvenær
skipin leggja úr höfn í Bergen
með kís til Englands.
í klefa um borð í skipinu
„Vargefjell“ sitja nokkrir sjó-
menn og spjalla um daginn og
veginn. Þeir vita vel að þeir
eru á hættulegri leið og að kaf-
bátnum getur skotið upp hve-
nær sem er, en þeir hafa orðið
skiptapa fyrr. Einn þeirra leik-
ur á dragspil og synguT sjó-
mannavísu. Dragspilið var það
eina, sem bjargaðist við síðasta
skipbrot: „Ég snéri aftur og
sótti það, því það var nýtt,
lagsmaður“. Unglingspiltur
gengur fram og aftur um klefa-
gólfið í dauðans angist og hefir
bundið á sig björgunatbelti.
Niðri í djúpiíiu leynist kaf-
báturinn. Þar eru heldur engin
illmenni um borð, aðeins ó-
gæfusamir menn, sem eiga
hvorki gleði né framtíðarvon
og óttast lífið meir en dauð-
ann.
í klefanum á „Vargefjell“
reyna hásetarnir að friða vax-
andi óró drengsins. Fullan mán-
uð hafa þeir siglt lífshættuleg-
ar leiðir. „Og hvers vegna
skyldum við ekki slarka af í
kvöld“, hughreysta þeir hann.
Nei, það eina, sem dugir, er að
tala um kvennafar, álykta þeir.
Svo heyrist hár hvellur og leik-
sviðið verður koldimmt.
NORDAHL GRIEG
Á sama augnabliki er öðru
tjaldi svift til hliðar. Við sjáum
sal í veitingahúsi í Bergen.
Ditlef Matthiassen og félagar
hans sitja þar að drykkju með
háreysti og fíflalátum. Nokkrar
ofsakátar unglingsstúlkur koma
inn. Þær eru í „matrosa“fötum.
Það er eitthvað svo óendan-
lega vesælt og sjúkt við
skemmtun þessara manna, að
maður fyrirlítur þá með vork-
unnsemi.
„Við þurfum þess með að fá
okkur ofurlitla hvíld“, drafar í
einum þeirra. Og það er ósköp
skiljanlegt, að þeir hafa þurft
á mikilli sjálfsblekkingu að
halda til að telja sjálfum sér
trú um, að þeir séu heiðarlegir
menn.
Nú iðrast þeir þeirra dutl-
unga, að hafa gert boð fyrir
rússneska fiðluleikarann. Alvara
hans hefir ónotaleg áhrif á þá.
Svar hans við þeirri hrottalegu
móðgun, þegar einn þeirra gríp-
ur fiðluna og mölvar hana, er
jafn ógnandi og það er hóg-
vært: „Þér eigið marga yðar
líka. Einhverntíma mætið þið
allir sömu örlögum“.
Vínið freyðir. „Austu, austu“,
skipar Ditlef Matthiassen.
Á augabragði skiptir um leik-
svið.
„Austu, austu“, er hrópað í
björgunarbátnum frá „Varge-
fjell“, þar sem fimm hungraðir
og örþreyttir menn berjast
gegn öldunum, þrír eru frosnir
í hel. Enn er tveggja dægra róð-
ur til lands.
Heima í Bergen gengur svart-
klæddur maður um göturnar og
spyr til vegar. Það er prestur-
inn. Hann flytur þær fregnir í
hús fátæklinganna, að góður
guð hafi kallað ástvini þeirra til
betri heima.
Ditlef Matthiassen kaupir
klassisk listaverk í Frakklandi,
gefur safni borgarinnar og upp-
sker mikið lof. En undir fjög-
ur augu segir mágur hans:
„Gjöfin undirstrikar það ein-
mitt að við höfum menninguna
okkar megin. Það getur verið
þörf á því á þessum tímum,
þegar svo mörg sundrandi öfl
eru að verki bæði heima og
erlendis“.
-----Það er 1935. „Erfiðir
tímar“, segir Ditlef Matthias-
sen. Hann segir mági sínum
það í trúnaði, að hann geti ekki
(Frh. af 1. síðu.)
ingarsjóður hafi beinlínis lagt fé
fram í því skyni. Þannig er nú til
byrjun að safni um forráðamenn
Landsbankans, og í símahúsinu
verða til í vor málverk af Sigurði
Briem, fyrsta aðalpóstmeistara
landsins og af hinum látnu for-
ráðamönnum landssímans, For-
berg og Gísla Ólafssyni. Tekjur
Menningarsjóðs voru hin fyrstu
ár mjög óvissar og stundum ná-
lega engar. Féllu listaverkakaup
þá niður að mestu, þegar hart
var í ári. Nú eru tekjur sjóðsins
vissari, vegna lagabreytingar, er
gerð var 1936. Er nú nokkur von
um að Menntamálaráð geti ár
hvert keypt fyrir landið nokkuð
af því bezta, sem listamenn
landsins gera á ári hverju. En
fram að þssu hafa innkaupin
verið mjög í brotum. Þannig
vantar rikið t. d. mjög mikið í til
að hafa nægileg sýnishorn af
málaralist Kjarvals, og svo er
um marga fleiri af stéttarbræðr-
um hans.
Menntamálaráðið hefir nú í
hyggju að byrja nýjan þátt í út-
gáfustarfsemi sinni næsta haust,
með æfisögum merkra íslendinga
frá 1874 og fram til síðustu ára.
Er gert ráð fyrir að hver æfisaga
verði um 2 arkir í Skírnisbroti.
Með þessum ritgerðum á að gera
æsku landsins kleyft að skilja
sína eigin samtíð. Á þessum ár-
um, sem liðin eru síðan landið
fékk stjórn sinna eigin mála,
hefir ísland skipt um ham. Þá
var það bændaland, án bæja eða
borga, án útvegs, innlendrar
verzlunar eða iðnaðar. f listræn-
umum efnum var ljóðagerðin í
öndvegi og hafði setið í því virðu
lega sæti í þúsund ár. Á síðustu
mannsöldrum hafa fslendingar
byggt sér bæi og kaupstaði, kom-
sofið og hafi enga gleði af að
„spekulera“ framar.
Alstaðar er skipulag og sam-
tök til hindrunar, finnst hon-
um. Hann lítur hina nýju trú-
arvakningu mildum augum:
„Við verðum að gefa kærleikan-
um rúm í lífinu“. Annars trúir
hann ekki ákveðið nema á eitt,
og eitt dagblaðanna kemur með
lausnarorðið á fremstu síðu:
„Siglingarnar blómgast. Dreg-
ur til ófriðar í austri?“
Þess má geta, að þessi setn-
ing stóð í raun og veru í norsku
blaði 1935.
Það er stríð í Abessíniu. Frá
Noregi sigla skip til Miðjarðar-
hafsins. Hlutabréfin í her-
gagnaverksmiðjum Krupps og
Armstrong-Vickers hækka í
verði. Margar hendur fá vinnu.
„Stöðvið ekki einstaklings-
framtakið", segir Ditlef Matt-
hiassen.
— Síðasti þáttur leiksins er
framtíðarspádómur: Fallbyss-
urnar heyrast í fjarska, en
verkamennirnir á landi og sjó
neita að hlýða.
Konurnar ganga fram og
mótmæla því, að synir þeirra
séu sendir út í dauðann.
Frá verksmiðjunum er blásið
í lúðra til merkis um, að alls-
herj arverkfallið sé haflð.
Oddný Guðmundsdóttir.
ið sér upp flota á hafinu og
mörgum nýjum atvinnugreinum.
Orka þjóðarinnar hefir brotizt
fram bæði í andlegum efnum og
í atvinnulífinu i fjölmörgum
nýjum farvegum. Þessi breyting
er nálega ókunn öllum þorra
hinnar ungu kynslóðar, og það
má telja beinlínis hættulegt að
hið nýja svo að segja losni úr
samhengi við það sem var, að
börnin viti ekki sömu deili á hinu
mikla starfi fyrri kynslóða.
Menntamálaráð velur æfisögu-
formið til að bregða ljósi yfir
þetta tímabil, fremur en að fá
ritaða samfellda íslandssögu um
þetta tímabil. Að vísu eiga þessar
æfisögur að mynda eina heild, en
þær verða jafnframt seldar hver
fyrir sig við vægu verði. Það er
ekki vitað, að þjóðin eigi nú völ
á nokkrum einum manni, sem
gæti skrifað sögu þessa tímabils
á skömmum tíma, en til eru f jöl-
margir menn, sem geta í hjá-
verkum ritað þessar stuttu æfi-
sögur og með því brugðið ljósi
yfir nokkurt tímabil og vissan
kafla í þróun íslenzkrar menn-
ingar á síðustu mannsöldrunum.
Að minni hyggju er léttast að
skapa skilning og áhuga á sögu
landsins með persónusögu. Það
er auðveldast á byrjunarstigi að
rekja gang viðburðanna í sam-
bandi við störf mennskra manna
og það er ef til vill alveg sérstak-
lega þýðingarmikið á tímabili
stéttarveldis og flatrar múg-
mennsku, að beina hugum
manna að átökum einstaklings-
ins, sem leggur alla sína orku
fram i þágu mannfélagsins.
Æfisögur þessar eiga að ná yf-
ir alla meginþætti í þróun þjóð-
arinnar, en til að skýra nokkru
gleggra hvað vakir fyrir mennta-
málaráðinu í þessu efni, vil ég
j benda á einn lið í þessari marg-
j þættu þróun, og það er stjórn-
málahliðin. Þar að auki kemur
landbúnaður, útvegur, verzlun,
iðnaður, samgöngur, fjármál,
skáldskapur og vísindi. En í sögu
stjórnmálamanna hafa komið
tillögur um menn eins og Magn-
ús Stephensen landshöfðingja,
Benedikt Sveinsson sýslumann,
Arnljót Ólafsson, Tryggva Gunn-
arsson, Pál Briem, Valtý Guð-
mundsson, Skúla Thoroddsen,
Hannes Hafstein, Björn Jónsson
og Bjarna frá Vogi. Þessi upp-
talning er að visu ekki tæmandi,
en bendir þó á, hve mikið verk-(
efnið er þegar allar greinar þjóð-
lífsins væru ræddar jafn glögg-
lega eins og stjórnmálahliðin,
sem hér er vikið að. Hér þarf
marga menn til verka og mér er
mikil þökk á, ef þeir menn, sem
finna hvöt hjá sér að starfa að
þessu fjölþætta ritsafni, vildu
láta menntamálaráðsmenn vita
um þau verkefni, sem þeir teldu
sig vilja sinna. Hér er að vísu um
margra ára starf að ræða og ekki
með öllu vandalaust, en þar
þurfa margir menn að leggja
hönd á plóginn, ef vel á að tak-
ast að láta baráttu forfeðranna
við að skapa nútíma ísland,
standa Ijóslifandi fyrir augum
þeirrar kynslóðar, sem er að
vaxa upp í landinu.
J. J.
Leíkskóli
irú Soffíu
Guðlaugsdóttur
efnir til sýningar
SOFFÍA GUÐLAUGSDÓTTIR
Leikskóli frú Soffíu Guðlaugsdóttur
efnir til leiksýningar í Iðnó kl. 5 síðd.
á þriðjudaginn kemur.
Nýja dagblaðið hefir átt viðtal við
frú Soffíu um þessa sýningu og fer
frásögn hennar hér á eftir:
— Sjónleikurinn, sem nemendur
mínir sýna, heitir Álfkonan í Selhamri.
Höfundurinn er Sigurður Björgólfsson
á Siglufirði. Sjónleikur þessi var sýnd-
ur á Siglufirði í fyrra og hlaut ágætar
viðtökur. Fjallar hann um huldufólk,
eins og nafnið bendir til, og tel ég mér
óhætt að segja, að höfundinum hafi
heppnazt vel tökin á viðfangsefni sínu.
Nokkur söngljóð eru í leiknum og
inn í hann er fléttað tveimur dönsum.
Fjögur sönglögin eru eftir Tryggva
Kristinsson á Siglufirði, en eitt söng-
lagið og lagið við síðari dansinn er
eftir Jóhann Tryggvason píanóleikara.
Frú Ásta Norðmann hefir samiö dans-
ana og stjórnað þeim.
Leikendurnir eru átta. Álfkonuna
leikur Ásta Skúladóttir frá Stykkis-
hólmi, son hennar leikur Rögnvaldur
Möller frá Siglufirði, Gunnar bónda
leikur Páll Pálsson kennari, Margrét
dóttir hans er leikin af Guðrúnu Guð-
mundsson, Unu skyggnu leikur Áróra
Halldórsdóttir frá ísafirði, Guðrúnu
selstúlku leikur Sigríður Bjarnadóttir,
Selsmalann leikur StefánGunnlaugsson
frá Hafnarfirði og sendiboðann leikur
Fanney Vilhjálmsdóttir. Allir eru leik-
endurnir ungir. Yngstur er Stefán
Gunnlaugsson, sem er 12 ára gamall.
í skólanum hafa verið nokkru fleiri
nemendur í vetur. Að þessu sinni hefi
ég lagt einna mesta áherzluna á tal-
kennsluna, því hana tel ég undirstöðu-
atriðið.
— Ég vil taka það fram að lokum,
segir frú Soffía, að skólinn á Oddi Ól-
afssyni, forstjóra Iðnó, það einkum að
þakka, að kleift hefir orðið að efna
til þessarar leiksýningar nú. í Iðnó
hefir verið óvenjulega mikið af leik-
sýningum í vetur og er það eingöngu
fyrir greiðvikni Odds, að skólinn hefir
getað komizt að með æfingar sínar.
Ný bók eftir Huldn
(Frh. af 2. siðu.)
enginn fengur í þessari bók.
Þeir ættu ekki að bera við að
reyna að lesa hana. Æfintýr!
Heilaspuni, ekki svo mikið sem
nefnd sé lús, arðrán eða forug
sokkaplögg, ekki strigadrusla
eða tros. Er hægt að ganga öllu
lengra í skeytingarleysi um
hin jarganlegu viðfangsefni síð-
ustu ára? Ég veit ekki. En væri
það þó ekki enn reynandi, svona
til tilbreytingar?
Þorkell Jóhannesson.