Nýja dagblaðið - 24.04.1938, Blaðsíða 4
REYKJAVÍK, 24. APRÍL 1938
NYJA DAGBLAÐIÐ
6. ÁRGANGUR — 92. BLAÐ
w.v.vtFansla isio v/.wv.
5
VORDRAUMUR
„MAYTIME".
Heimfræg og gullfalleg
Metro—Godwyn—Mayer
söngmynd.
Aðalhlutverkin í þessari
miklu mynd leika og
syngja uppáhaldsleikarar
allra, þau
Jeanette Mac Donald
og
Nelson Eddy.
Sýnd kl. 6% og kl. 9.
(Alþýðusýning kl. 6V2.)
Barnasýning kl. 4y2
Smámyudasafn
SKIPPER SKRÆK o.fl.
V.V.V.V.V.V.V.W.V.V.V.V.’
Reíðhjól.
Efni í hin mjög eftirspurðu reið-
hjól er nú komið heim. Við höf-
um nú hjól til af ölium stærðum.
Tökum gömul hjól í skiptum.
0 R N I N N
Laugaveg 8. Vesturgötu 5.
Sími 4661.
Bálfarafélag fslands.
Skrifstofa: Hafnarstrœti 5.
Félagsskírteini (æfigjald) kosta 10 kr.
Skírteini, sem tryggja bálför, kosta 100
krónur, og má greiða þau í fernu lagi,
á einu ári. Allar nánari upplýsingar á
skrifstofu félagsins. Sími 4658.
K A V P f 9
!,ofíwr.
Norðmenn selja Iýsí
Sölusamlag norskra hvalveiði-
félaga hefir nýlega selt Þjóð-
verjum allmikinn hluta árs-
framleiðslu sinnar, eða 107000
smálestir af hvalolíu fyrir 12%
sterlingspund smálestina. Á síð-
astliðnu ári fengust um 20 ster-
lingspund fyrir smálestina. Verð
þetta er talið undir framleiðslu-
verði. Eftir því, sem Sandefjord
blað skýrir frá, munu eftirstöðv-
arnar af framleiðslunni geymd-
ar, í von um að verð hækki. —
Finanstidende.
iiirMi.n
ESJA
austur um land |iriðjii-
daginn 26. þ. m.
Tckið á móti vörum
fram til hádegis á
mánudag.
KVENTÖSKUR,
Ferðaáhöld.
Seðlaveski. — Buddur.
Hanzkar.
Láffur.
Baðtöskur.
Snyrtiveski.
Skjalatöskur.
Hentugar
fermingurgfafir.
Hljóðfærahúsið.
LÉBEFTSTFSKIJR
hreinar og heillegar,
(mega vera mislitar),
kaupir Prentsmiðjan
EDDA h.f., Lindar- 1
götu 1D.
Reykjavíkurannáll h.f.:
REVYAN
í
Íí
22. SÝNING
í dag kl. 2.
Aðgöngum. seldir frá kl. 1.
Venjulegt leikhúsverð.
23. SÝNING
í kvöld kl. 8.
Aðgöngum. seldir frá kl. 1.
Eftir kl. 3 venjulegt leik-
húsverð.
24. SÝNING
á morgun, mánudag, k. 8.
Aðgöngumiðar seldir kl. 4
—7 í dag og á morgun eftir
kl. 1.
Venjulegt leikhúsverð eftir
kl. 3 á morgun.
Revyan verður að-
eins leikin örfá
kvöld ennþá.
PR ENTMYNDA ST OFÁ N
LEIFTUR
Hafndrsfræii 17, Cupp0>
býr iil 1. flohhs prentmyndir.
Sínii 3334 •_
!%j b*;jl AV.V.V
»v.w.v í^yja BSsíí .V.V.V,’
í I»í LIFIR AÐESMS J
5 “EINU SEVNI í
í ::
Stórkostleg amerísk saka-
í; málsmynd, gerð undir ;I
«: stjórn kvikmynda- \*
meistarans Fritz Lang. I;
Aðalhlutverkin leika íj
l\ Sglvia Sidneg, ;!
;j Henrg Fanda o.fl. !;
;« Sýnd kl. 7 og kl. 9. •'
«: Börn fá ekki aðgang. ;.
J Fangizm á Zenda í
Sýnd kl. 5 (lækkað verð). í;
I; Síðasta sinn.
■: í
'.’.’.V.V.V.VAV.V.V.V.V.V.V
n H6»«6i llll
Þriggja herbergja íbúð til í húsi við Fjölnisveg. List endur leggi inn tilboð á greiðslu blaðsins. leigu haf- af-
Tvö herbergi og eldhús óskast
14. maí. Þrennt í heimili. Skilvís
greiðsla. Tilboð merkt Skilvís
sendist afgreiðslu blaðsins.
((
V3
erðbréfhbanki
c 5 sfmi 3652
)anK[nn
.Opiö k!.11-12ogS-fo/
annast kaup og sölu
ALLSKONAR YERÐBRÉFA.
FESTARMEY FORSTJÓRANS 65
áfram elska umhverfið og litlu húsinu — ég bý í því
stærra með móður yðar, og Theo og Blanche í hinu,
þangað til þér komið — og sandhólana með þistlun-
um og kjarrinu og litlu, viltu stjúpmóðurblómunum,
sem spretta hér allsstaðar.
(Ætti ég að setja stjúpmóðurblóm frá þessum stað,
sem honum þykir svo vænt um, inn í bréfið? Nei, það
geri ég ekki. Hjá honum er engin Theo til að taka
eftir því).
Og ég elska skuggana á hæðunum fyrir ofan, þegar
skýin þjóta fram hjá — og frú Roberts með pokalér-
eftssvuntuna, sem hún er alltaf með, og Blodwen —
og allt. Og ég myndi verða eyðilögð ef hér væri mikið
samkomulíf. Hér er allt, sem ég þarf til að vera full-
komlega hamingjusöm. Nú, þegar heitt er orðið í
veðri, er dýrlegt að baða sig. Ég lærði að synda, þegar
ég var litil stúka; annars þakka ég fyrir gott boð.
(Hann skal ekki ímynda sér, að hann geti kennt mér
neitt).
Hvernig var hr. Albert Waters? Líklega alltaf hlæj-
andi og skríkjandi.
Ég hló, er mér varö hugsað til þess, að þér hefðuð
verið gabbaður af ungfrú Robinson. — í gær var ég
líka göbbuð, svo mér varð hugsað til yðar. Mér heyrð-
ist, sem steini hefði verið kastað á svefnherbergis-
gluggann. En það var aðeins pattaralegur þröstur,
sem kroppaði snígil með goggnum. Það er mikið af
þeim í runnunum fyrir utan dyrnar.
Frú Roberts bað mig að segja yður, (hún hafði sagt
á sinni mjúku keltnesku mállýzku, með hinu ómót-
stæðilega brosi: „Segið Cariad yðar-----“. En það
skrifa ég náttúrlega ekki), að trékonan — ég var ann-
ars lengi að átta mig á, að það var likneskja á klett-
inum — þyrfti að málast, og hún vildi vita, hvort þér
gætuð gert það, er þér kæmuð hingað.
(Nei, þetta bréf er orðið allt annað en auða örkin,
sem ég hefði getað lagt í umslagið .... en nú má það
ekki verða lengra).
Ég ætla að biðja Theo að fara með bréfið á póst-
húsið og —
Hamingjan hjálpi mér. Nú er erfitt að vita hvem-
ig maður á að skrifa undir til ungs manns. Til Sid-
neys skrifaði ég alltaf „þín einlæg“. Heimskulegt
orðatiltæki, sem ekki hefir neina þýðingu).
Með vinarkveðju?
(Nei).
Virðingarfyllst?
(Nei. Byrjun bréfsins sýndi það nægiega).
Ætla að biðja Theo að fara með bréfið á pósthúsið,
og er yðar
(Já, það er ég).
opinbera kærasta,
Monica Trant.
(Einhverju hefi ég gleymt.)
PS. „Ég skal muna, að þér fyrirskipuðuð“
(Nei, það hljómar illa. Það strikum við út.
— „að þér óskuðuð“? (Nei.)
— „að þér báðuð mig að vera glaða yfir að sjá yður
á laugardaginn. N.“
Ég get náttúrlega ekki skrifað það, því að það myndi
valda misskilningi — en ég hlakka raunverulega til að
sjá Billy Waters aftur. — Og nú verð ég að ná í yngstu
systur hans og senda hana á pósthúsið með það, sem
hún í sakleysi sínu heldur að sé ástarbréf.
22. KAPITULI
Trékonan.
Ef hugsanlegt er, að maður gæti orðið ástfanginn £
Billy Waters — og ég sé nú, að það er ekki alveg ó-
mögulegt — þá yrði það helzt hér i Port Cariad, því að
hér nýtur hann sín bezt. í þessu tilfelli hugsa ég ekki
um sjálfa mig. Nú, þegar við erum orðnir vinir, fellur
slíkt um sjálft sig.
Sumir karlmenn — venjulega þeir beztu — kunna
bezt við sig, þegar þeir eru komnir út í guðs græna
náttúruna. Þannig er því varið með hann.
Ég tók eftir því fyrsta daginn, er ég fór til að taka
á móti honum á litlu járnbrautarstöðinni. Það þurfti
ég að gera vegna fjölskyldu hans! Áður en lestin
stöðvaðist, sá ég höfuð hans og herðar út úr klefa-
glugganum. Þá sá hann mig á pallinum, tók pípuna út
úr sér og veifaði henni yfir höfði sér í kveðjuskyni —
hann var eitt bros, vegna þess að sumarleyfið var
byrjað hjá honum. Þá staðnæmdist lestin, hann stökk
út úr vagninum og hljóp til mín.
„Góðan daginn, Nancy,“ sagði hann og greip um
hendur mínar. „Þér komuð þá? Ég var að hugsa um,
hvort þér mynduð gera það. Það var mjög — rétt gert
af yður. Hvernig líður yður? Þér lítið ágætlega út. Sól-
hattur, ha?“ — Það var mjög fátæklegur hattur úr
baðmullartaui, eins og bændastúlkur nota við upp-
skeruvinnu. Ég keypti hann á pósthúsinu og hann fór
vel. — „Ég hefi aldrei séð yður með slíkan hatt.“
„Nei, það var varla við að búast í Leadenhallstræti,“
svaraði ég. „Hvernig gengur það á blessaðri skrifstof-
unni?“
„Það veit ég ekki og það kæri ég mig heldur ekkert
um að vita. Ég er kominn hingað til að gleyma því
öllu,“ sagði hann glaðlega. Við fórum af stöðinni og
inn á milli sandhólanna. „Ég held, að ég verði sjálfur
að fá mér svona hatt.“
Hér gengur hann hversdagslega í hvítri skyrtu með
linum flibba, í gráum flónelsbuxum með belti, ber-
höfðaður — hárið úfið, svo að enginn af skrifstofu-
fólki hans myndi þekkja hann. Augu hans hafa líka
fengið annan blæ. Þau eru hlýrri og dýpri og sýnast
blárri vegna andlitsins, sem er dökkbrúnt og útitekið.
Hann verður yngri með hverjum degi, sem líður. Þeg-
ar hann er á gangi út á sendnu vegunum, eða gerir
móður sína skelkaða með að reyna að ganga á hönd-
unum í djúpum sjó í víkinni, eða þegar hann er að
reyna að tala Wales-mállýskuna við frú Roberts og
Blodwen, sem auðsýnilega tilbiðja hann — ja, þá
gæti ég vel hugsaö mér, að mörgum myndi finnast
hann skemmtilegur hér úti í sveitinni.
Ég hefi líka altaf heyrt að auðveldara sé að verða
ástfanginn úti í sveit en inni í borgum. Borgin virð-
ist benda til, með öllum sínum flýti og hávaða, að
allt sé undir því komið að afla sér peninga — eða að
reyna að fleyta fram lífinu, því það er takmarkið með
allri þrælkun margs þessa vesalings fólks. En sveitin.
— Hún getur myndað fallegt fjarsvið, þar sem maður
og kona mætast, og komið fólki til að halda, að það
eina, sem allt ríður á hér í þessum heimi, sé ástin.
„Það er gott, að mikið er útsprungið af þyrnirós-
um“, sagði Theo við morgunverðarborðið. „Ég hefi
alltaf vitað, að trúlofað fólk vildi helzt vera þar sem
mikið er af þeim“.
Við bróðir hennar litum brosandi hvort á annað
yfir borðið. Við skildum hvað barnið var að fara.
Látum hana bara halda, að hún geti strítt okkur með
gömlu vitleysunni um kossa og þyrniblóm. Við vitum