Nýja dagblaðið - 26.04.1938, Qupperneq 2
2
DAGBLAÐIÐ
N Ý J
Vígbúnaður Dana
Þeir munu ekkí láta Þjóðverja taka
Suður-Jótland mótstöðulaust
Frásögn R. Vold
Eftir heimsstyrjöldina var
Suður-Jótland sameinað Dan-
mörku, sem það hafði tilheyrt
áður. Áttu Danir kost á, að fá
meira land aftur en þeir fengu,
en danska stjórnin vildi ekki
fá aftur, nema þann landshluta,
þar sem atkvæðagreiðsla sýndi
greinilega að íbúamir vildu
heldur vera danskir þegnar en
þýzkir.
íbúatala þess landshluta, sem
Danir fengu aftur, er nú um
185 þús. Helzti atvinnuvegur
þeirra er landbúnaður.
Þjóðverjar, sem búa í Suður-
Jótlandi, eru innan við 20 þús.
Hafa þeir sérstaka skóla og
njóta margvíslegrar hjálpar frá
Þýzkalandi, einkum siðan naz-
istar komust til valda. Krefjast
þeir ýmsra sérréttinda, en hafa
þó enn ekki borið fram kröfur
um að sameina Suður-Jótland
aftur Þýzkalandi, þótt vitanlegt
sé, að það er hið endanlega
markmið nazista.
Síðan Austurríki var samein-
að Þýzkalandi, hafa nazistar
haft sig meira í frammi í Suð-
ur-Jótlandi. í blöðum sínum
kalla þeir Suður-Jótland orðið
„Die Nordmark". ■— Austurríki
heitir nú „Die Ostmark“.
Norski blaðamaðurinn, Ragn-
ar Vold, hefir um nokkurt skeið
dvalið í Suður-Jótlandi til að
kynna sér þessi mál. Hefir hann
síðan skrifað um þau greina-
flokk í „Dagbladet“.
Fer hér á eftir lauslegur út-
dráttur úr einni greininni:
Hin mótstöðulausa innrás
þýzka hersins í Austurriki get-
ur ekki endurtekið sig I Suður-
Jótlandi. Ef þýzkar hersveitir
ætla að fara yfir landamærin
munu þær mæta mótspyrnu.
Danmörk er undir það búin að
veita hernaðarlegt viðnám með
fullkomnum varnartækjum.
Hitt er annað mál, að endalok
styrjaldar, þar sem svo ójafnir
andstæðingar eigast við, eru
fyrirfram ráðin.
Flestir standa í þeirri trú, að
Danmörk sé raunverulega af-
vopnuð. Þetta er misskilningur,
sem byggist á því, að stjórnin
hefir af ýmsum ástæðum tallð
heppilegast að láta sem minnst
bera á vígbúnaðinum.
Á fjárlögum er framlag ríkis-
ins til hernaðar 60 millj. kr. á
árl. Auk þess eru 22 millj. kr.
aukafjárveiting, sem greiðist á
5—6 árum, og nú í vetur hefir
þingið bætt 50 millj. kr. nýrri
fjárveitingu við þessi framlög.
En þessar tölur gefa ófull-
nægjandi upplýsingar. Danmörk
leggur fram miklu meira fé til
landvarna. Eftirlaun her-
manna og landfræðimælingaT
tilheyra ekki lengur hernaðar-
útgjöldum,- svo þannig hefir
framlagið til vígbúnaðar raun-
verulega verið hækkað. Bæjar-
og sveitarfélög bera að verulegu
leyti kostnaðinn við undirbún-
ing loftvarnanna og byggingu
hermannaskála. Þá koma ýms
félög, sem leggja fram fé til
loftvarna og fleiri þessháttar
starfsemi.
Á seinustu árum hafa Danir
unnið að byggingu tíu fullkom-
inna hermannaskála og varnar-
virkja. Ekkert af þessum virkj-
um hefir verið byggt fyrir það
fé, sem áætlað er á fjárlögum
tii hermála. þrjú af þeim eru í
Suður-Jótlandi, öll nálægt
landamærunum. Hermennirnir
þar hafa lengri þjálfunartíma
en annarsstaðar.
Hvað Danmörk veitir saman-
lagt mikið fé til hermálanna er
almenningi leyndarmál. Það er
meira en flesta grunar. En þessi
vígbúnaður fer samt ekki fram
með neinni leynd. En öll þau
hergögn, sem Danir hafa keypt
á undanförnum árum, eru mið-
uð við varnir. Það eru loftvarn-
arbyssur, varnarfallbyssur gegn
skriðdrekum o. s. frv. Hinsvegar
hafa þeir ekki fengið sér skrið-
dreka eða önnur hernaðartæki,
sem notuð eru til árásar. Dan-
mörk vill þannig sýna erlend-
um þjóðum, að hún vigbýst að-
eins i varnarskyni.
Þegar Hitler kom til valda,
vildu sumir foTingjar nazista
senda stormsveitir inn í Suður-
Jótland og láta taka það með
valdi. Það hefði verið auðvelt
þá, en er ekki jafn auðvelt nú.
Þjóðverjar vita að þeir eiga vlsa
talsverða mótstöðu. Þess vegna
beina þeir athygli sinni meira í
aðrar áttir, þangað sem er meiri
fengs von.
Exm sem fyr
Hr. Kofoed-Hansen fyrv. skóg-
ræktarstjóri heldur því miður
áfram að vinna neikvætt að
skógræktarmálunum, þótt látið
hafi hann af störfum sem skóg-
ræktarstjóri ríkisins. Hin nýjasta
framkvæmd hans í þessa átt er
löng grein í dagblaðinu Vísir nú
nýlega. Aðalefni greinarinnar er
margvíslegt hnjóð um þá landa
hans, próf. Weis (dáinn fyrir
nokkrum árum) og C. E. Flens-
borg forstjóra Heiðafélagsins
danska. Bregður hr. Kofoed-
Hansen þeim mjög um þekking-
arskort og annað verra, og er til-
efnið helzt það, sem þeir hafa
ritað um íslenzka jarðrækt og
skógræktarmöguleikp
Ekki þarf ég að s/ara fyrir
þessa menn, og þess þarf víst
enginn, því það mun hr. Kofoed-
Hansen ofraun með öllu að
hnekkja áliti þeirra, hvort sem
er hér á landi eða í Danmörku.
í sömu grein vikur höf. að
mér, sem sérstæðu dæmi þess hve
menn geti verið heimskir, og sök
mín er sú, að ég endursagði i
grein í Nýja dagblaðinu í vetur
ýms ummæli C. E. Flensborg um
| skógræktarmöguleika hér á
A
‘4 Reykjavíkurannáll h.f.:
REVYAN |
fow dmDir 1
! 25. SÝNING |
4 Zf
4 í KVÖILD kl. 8 í Iðnó. |
:;j Aðgöngum. seldir frá kl. 1. 4
:í Eftir kl. 3 venjulegt lelk-
4 húsverð. *;
;• Búast má við að þetta :;■:
:■: verði næst síðasta sýning
■ | á revýunni.
BRÆÐURNIR
irá Ormarslóni
endur taka hormonlkuhljóm-
leika sína í Nýja Bíó 1 kvöld
kl. 7.
Aðgöngumiðar fást í Nýja Bló
eftir kl. 1 og hjá Viðar.
K A U P I Ð
aSeÍMX Loftur.
landi, eins og þau koma fram í
grein, er hann hefir ritað um
ferðalag sitt hér á landi 1936.
Hin sömu ummæli voru þýdd í
Frey, og þeirra einnig getið í
Ríkisútvarpinu, án þess þó að
þeir aðilar fengju neitt „vits-
munavottorð" frá hr. Kofoed-
Hansen fyrir, og má það merki-
legt heita.
Ég sé enga ástæðu til að svara
Kofoed-Hansen öðru en því, að
það er alger og ástæðulaus mis-
skilningur frá hans hendi, að ég
hafi í Nýja dagblaðinu eða á
annan hátt ásakað hann fyrir
aðgerðarleysi í skógræktarmál-
inu. Það hefi ég hvergi gert,
ég hefi látið störf hans afskipta-
laus með öllu og nú eru það vin-
samleg tilmæli mín, að hr. Ko-
foed-Hansen geri skógræktar-
málinu þann einn greiða að láta
afskiptalaust þótt Skógræktar-
félag íslands geri nokkrar til-
raunir með að planta barrtrjám
í birkikjörrin, sem friðuð eru.
Hversu sem fer með þá tilraun
hvort sem hún verður að því
gagni, sem ég geri mér von um,
eða ekki, þá er ekki miklu til
kostað. Skógræktarfél. íslands
hefir litlu á að skipa nema
áhuga meðlima sinn og velvild
annara. Ég trúi því ekki fyr en
reynt er til hlýtar, að skógrækt-
arstjórinn fyrverandi vilji vinna
að þvi að eyða þeim stofni, hvað
sem að á milli kann að bera um
trú á land og lýð, og þýtt ýmsir
velunnarar Skógræktarfélags ís-
lands og skógræktarmálsins séu
nokkuð annarar trúar en hann.
18. apríl 1938.
Árni G. Eylands.
K01AVERÐ.
Frá degínum í dag verður verð á kolum
hjá oss sem hér segir:
1000 kg.
500 —
250 —
200 —
150 —
100 —
50 —
Kr. 54.00
— 27.00
— 13.50
— 12.00
— 9.00
— 6.00
— 3.00
Verðið er miðað við staðgreiðslu, og
kolin heimkeyrð til kaupenda í Reykjavík.
Reykjavik, 24. apríl 1938.
H.i. Kol & Salt. S.f. Kolasalan.
Kolaverzlun Guðna & Einars.
Kolaverzlun Ólafs Ólafssonar.
$
Kolaverzlun Sigurðar Ólafssonar.
Garnir
Kaupum saltaðar, vel verkaðar gamir og
langa úr kindum, kálfum, nautum og
svínum.
Garnastöðin, Reykjavík,
Sími 4241.
HARVÖTN og ilmvötn fiíA Afengis-
VERZim HÍKISIAS FRU MJÖG HENT-
UGAR TÆKIFÆRISGJAFIR.