Nýja dagblaðið - 26.04.1938, Side 4
REYKJAVÍK, 26. APRÍL 1938.
NYJA DAGBLAÐIÐ
^v/.ý”, fiííiiiilái RiOvúwúv
VORDRAUMUR
„MAYTIME".
Heimfræg og gullfalleg
Metro—Godwyn—Mayer
söngmynd.
Aðalhlutverkin í þessari
miklu mynd leika og
syngja uppáhaldsleikarar
allra, þau
Jeanette Mac Donald
og ;;
Nelson Eddy. v
SÍÐASTA SINN. £
W.W.VY.W.WAV.W.W.*
I
S
Fæðuskortur
(Frh. af 3. síöu.)
sterlingspunda, 1—2% af öllum
útgjöldum til landvarna og her-
mála. Sannfæringin um það, að
hungursneyð vofi ekki yfir, að
minnsta kosti fyrsta styrjaldar-
árið, myndi vekja þjóðinni mik-
ið sjálfstraust. Auk þess gæti sá
skipastóll, sem yrði að nota til
hveitiflutninga, leyst önnur
verkefni. Góð skipulagning um
afhendingu og dreifingu vara er
til einkis gagns, ef ekkert er til
þess að miðla. Svör ríkisstjórn-
arinnar eru á þá lund, að all-
ar hennar fyrirætlanir byggist
á því, að drottinvald Englands á
sjónum veröi aldrei brotið á bak
aftur og vörnum gegn loftárás-
um verði æ komið við. Nú er
verið að treysta hervald Eng-
j lendinga sem bezt og það, sem
allt kapp verður að leggja á,
; er að búast sem bezt til varna.
' í öðru lagi er undan því
kvartað, að ríkisstjórnin gæti
þess eigi nægilega að hlynna
að búnaðinum, þótt England
hljóti fyrst og síðast að treysta á
sína eigin framleiðslu. Daily Ex-
' press, sem er harla gjarnt á víg-
i orðin, hefir meðal annars sagt:
| „You can’t eat bombs“. Morri-
j son landbúnaðarmálaráðherra
! hefir svarað því, að ekki væri
sérlega skynsamlegt að hleypa
i neinni óeðlilegri blómgun í
i landbúnaðinn, sem óhjákvæmi-
j lega myndi leiða til hruns að
| ófriðnum enduðum. í stað þess
j að þenja ræktarlöndin um all-
ar jarðir , gengur viðleitnin
meira í þá átt að auka frjósemd
og grózku þess lands, er þegar
hefir verið lagt undir plóginn
og herfið. Á stríðstímum, þegar
fyrst og fremst verður spurt um
| uppskerumagnið, sem jörðin
gefur, en ekki peningagróða, er
þess vænzt, að lýðum verði ljóst,
að hér hefir verið rétt að farið.
Úti á hafinu eiga Englending-
ar voldugasta flota heimsins.
Heima fyrir er nýr floti í smíð-
um. Loftherinn er traustur og
flest málefni þjóðarinnar í góðu
lagi. Englendingar eru því al-
búnir að mæta hverju, sem að
j höndum ber, jafnvel betur bún-
j ir en nokkru sinni fyrr.
Farþegar
með vögnum okkar áminnast hér með um að
gæfa vel farmiða sinna og sýna pét eftirlits"
mönnum félagsins Jjegar pess er krafist.
Sá sem ekki getur sýnt farmiða sinn, verður
að kaupa miða að nýju.
Strætisvagnar Reykjavíkur h.S.
Kaupum gamlan kopar
hæsta verðí.
Landssmíðjan.
Húsgagnaáklæði
aar..—■ ■
nýkomið.
6. ARGANGUR
93. BLAÐ
.V.V.V." «r'• .".V.V.V
.v.vv.v Nlyja ■»*«» .-.v.v.v
í
í
l»í LIFIR AÐEIMS
KIXl SIXXI
Stórkostleg amerísk saka-
málsmynd, gerð undir
stjórn kvikmynda-
meistarans Fritz Lang.
Aðalhlutverkin leika
Sylvia Sidney,
Henry Fonda o.fl.
í
I
í
í
V.V.’.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V."
Hljómtveit Reykjavikur
Bláa kápan
verður ennþá leikin annað kvöld
kl. 81/2 vegna fjölda áskorana
þeirra, sem urðu frá að hverfa
við síðustu sýningu.
Aðgöngumiðar verða seldir í
Iðnó í dág frá kl. 4—7 með hærra
verðinu og eftir kl. 1 á morgun
með venjulegu verði.
Sími 3191.
C;A.ustursti\ á sími 5652.Opið kl.11-12oq5-fe/
annast kaup og sölu allsk. verffbréfa.
Varnargírðing
milli Gullbringu-
sýslu og Kjósars.
Bergur sýslumaður kvaddi saman á
fund síðastl. sunnudag fulltrúa úr öll-
um hreppum Gullbringusýslu og frá
Hafnarfjarðarkaupstað til að ræða um
varnir gegn mæðiveikinni.
Á fundinum var samþykkt að setja
upp varnargirðingu á milli Gull-
bringu- og Kjósarsýslu og mun
Gullbringusýsla og Hafnarfjarðar-
kaupstaður taka sameiginlegan þátt í
kostnaðinum.
FESTARMEY FORSTJÓRANS 66
að hana grunar ekki, að eini kossinn, sem okkur hefir
farið á milli, er þessi skyldukoss, þegar Albert frændi
var í heimsókn.
„Þú skalt ekki hlæja, Billy“, bætti Theo við, „þú
ert nefnilega hræðilega önugur, vegna þess að þú
getur ekki haft Nancy út af fyrir þig í dag, þar sem
von er á fólki“.
Ég hafði ekki fyrr heyrt um, að von væri á heim-
sókn, því að ég fór seint á fætur í morgun. Ég hafði
ekki sofið eins vel og venjulega. Fyrir utan gluggann
í litla herbexginu mínu fannst mér vera svo mikill
hávaði um flóðtímann. Venjulega heyrðist aðeins
aðeins daufur niður, þegar öldurnar ultu upp á klapp-
irnar. Og svo helti tunglið geislaflóöi sínu yfir rúmið
mitt. Það hékk eins og stórt, kringlótt, rautt, kín-
verskt ljósker á dökku stjörnuþöktu himinhvolfinu.
Ég nennti ekki að rísa á fætur til að draga niður gula
gluggatjaldið. Mig langaði til aö finna salt nætur-
loftið leika um andlit mér fram og aftur milli grófra
en snjóhvítra rekkjuvoðanna og athugaði ferhyrndu
ljósrákina, sem læddist lengra og lengra upp á vegg-
inn og hugsaði um allt milli himins og jarðar ....
Um Cicely í Marconi Mansions ....
Um Smithie og kærastann hennar. Þau voru ekki
nein sönnun þeirrar kenningar, að fólk verði frekar
ástfangið úti í sveit. Ég sá í huga mér vegamótin við
bankann, stóru strætisvegnana þjóta í rykinu eins og
byrjendur á skautum. Om mitt i þokunni og olíu-
stybbunni, og fólksfjöldanum, er var á leið til hádegis-
verðar, sá ég þessi tvö fölu borgarbúaandlit ljómandi
af gleði eins og eigendurnir væru á göngu á afskekkt-
ustu götum aldingarðsins Eden.
Og svo datt mér í hug skólasystir mín, sem nú var
fyrir löngu gift. Einu sinni sagði hún við mig: „Mo-
nica, trúlofun er óeðlileg. Hún er ekki annað en að
kveðja þann og bjóða þeim góða nótt, sem maður vill
helzt alltaf vera með“.
Árangurinn af öllu þessu varð sá, að ég sofnaði aft-
ur, þegar Blodwen var búinn að berja á dyrnar hjá
mér, og kom svo of seint til að borða.
„Hverjir koma, Billy“, spurði ég. „Er það aftur Al-
bert frændi?“
„Nei, guði sé lof — ég meina, það er ekki hann“,
sagði Billy. „Það er franskt fólk, sem þú þekkir ekki.
Það er á bifreið um Norður-Wales, nú sem stendur.
Ég hefi haft nokkur viðskipti við hann“.
„Og hún--------“, byrjaði Theo, en þagnaði óvenju-
lega fljótt, af henni að gera, þegar bróðir hennar hélt
áfram og veifaði með bréfi, sem hann hélt á í hend-
inni.
„Hann skrifaði mér, að þau væru nú í Holyhead og
að þau kæmu hingað i heimsókn seinni hluta dags.
Það ónýtir áætlun okkar um að mála fyrir frú Ro-
berts líkneskið þarna niður frá eftir miðdegisverðinn.
Við verðum þá að reyna að gera það strax fyrir há-
degið. Það var gott, að ég fékk málningu hjá hjóla-
smiðnum í gærkvöldi. Kemurðu með, Nancy? Ef þú
ert tilbúin, þá getum við farið strax?“
„Ég held að við Blanche getum ekki komið með.
Annars þökkum við gott boð“, sagði Theo snúðugt.
„Það var enginn að spyrja ykkur“, sagði bróðir
hennar hlæjandi og fór að leita að málningarkrúsun-
um undir runna við húsið. Hann rétti mér eina krús
og penslana, en hélt sjálfur á hinum tveimur. „Já,
verið þið öll blessuð og sæl.“
„Komdu, Cariad. Þú mátt ekki fara með“, hrópaði
Blanche, en það hafði ekki minnstu áhrif á litla
hundinn, sem þaut skríkjandi af kátínu eftir hnull-
ungunum niðri í fjörunni, yfir nokkra sandhóla og
upp eftir grasþrepunum upp á klettinn, þar sem Ro-
berts hafði sett fánastöngina og trékonuna.
Hún hafði verið stafnmynd á Gwladys Pritchard,
eftir því sem frú Roberts hafði sagt okkur. Skipið
hafði strandað fyrir mörgum árum.
„Hún hlýtur að hafa verið mjög falleg“, sagði ég.
Það var í fyrsta sinn, sem ég klifraði upp á klettinn.
Málningarklessur og krot höfðu ekki getað afmáð
eða dulið fegurð þessarar útskornu stúlku. Djúpsett
augun, sporöskjulagað andlitið, hökuskarðið og lögun
hálsins, sem fór vel við axlirnar, báru þess órækust
vitni.
Hún var í nærskorinni treyju, hnepptri, með axla-
skrauti og náðu aumarnir langt niður á handlegg.
Litli, fjaðurskreytti hatturinn var hátt uppi á kollin-
um. Hárið hafði síðast verið málað gult eins og
þyrniblómin, sem uxu allsstaðar í kring. Treyjan
hafði verið hvít með grænum bryddingum. Sami litur
var á hattinum og vendinum, sem hún þrýsti að
brjósti sér. Þrátt fyrir þessa sterku, grænu og hvítu
liti, og þrátt fyrir frumstæða eftirlíkingu, þá var
slíkt líf yfir þessari útskornu mynd. Var það vegna
þess, að hún hafði eitt sinn verið hluti úr skipi?
Ég gat hugsað mér mynd þessaraT grannvöxnu
stúlku á framstafninum á skipi unnusta hennar,
bjóðandi öldunum byrginn með brjóstum sínum.
sínum.
Og nú var hún hér sem fangi milli óbifandi kletta.