Nýja dagblaðið - 15.05.1938, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 15.05.1938, Blaðsíða 1
FJÖLISREYTT tRVAL af V-O-lí-V-Ö-R-U-M komið. V E S T A Langaveg 40 — Sími 4197 fWJIA ID/^GrlBll/’MÐIHÐ 6. ár. Reykjavík, sunnudaginn 15. maí 1938. no. blað w ANNALL 135. dagur ársins. Sólaruppkoma kl. 3,18. Sólar’ag kl. 9,32. Árdegisháflæður í Reykjavík kl. 5,55. Arás heíldsala á innlent iðn- íyrírtæki Pappírapokagerðin lækkaði verð heildsalanna um 10°/o pegar hún tók til starfa Veðurútlit í Reykjavík: Hægviðri. Úrkomulaust. Næturlæknir er í nótt Jón G. Nikulásson, Freyju- götu 42, sími 3003, og aðra nótt Kjart- an Ólafsson, Lækjargötu 6B, sími 2614. — Sunnudagslæknir í dag er Kristján Grímsson, Hverfisgötu 39, sími 2845. — Næturvörður er í Lyfjabúðinni Iðunni og Reykjavíkurapóteki. Höfnin. Af saltfiskveiðum kom í gær togar- inn Kári með 70 föt lifrar. Frá Vestmannaeyjum. Fjórir bátar stunda ennþá þorskveið- ar í net frá Eyjum og hafa aflað frá 700—1400 á dag. Allmargir bátar eru að dragnótaveiðum og afla mjög vel, sumir fyrir allt að þúsund krónum á dag. Eru annir miklar í Eyjum. Hefir þar verið úthlutað löndum undir mikið af nýjum matjurtagörðum, og er nú verið að vinna að þeim. Ferðalög skólabarna. Ferðafélag íslands býður börnum úr 13 ára bekkjum Austurbæjarskólans í skemmtiferð upp á Hengil. Farið verð- ur á morgun og lagt af stað frá leik- velli skólans kl. 8% árd. Leikfélag Reykjavíkur sýnir í kvöld í síðasta sinn og með lækkuðu verði gamanleikinn „Skírn, sem segir sex“. Úrskurður gerðardómsins í deilu skipafélaganna og Stýri- mannafélagsins verður sennilega felld- ur á morgun. Starfstíminn sem dóm- num var settur í lögunum, er útrunn- inn á þriðjudag. Jón Loftsson kaupmaður sýnir, í sýningarskálan- um í Austurstræti, þessa dagana nýja gerð húsveggja. Eru þeir hlaðnir úr vikurplötum, sem eru steinlímdar sam- an á þann hátt, að samskeyti stand- ast hvergi á. Er það gert til þess að styrkja vegginn, einangra betur og varna því að vatn síist gegnum hann, því að steinlímslagið er fyllilega vatns- þétt. Húðin utan á veggnum á einnig að vera vatnsþétt. Veggjagerð þessi er uppfynding Jóns Loftssonar Hefir hann undanfariö gert tilraunir með ýmsar veggjagerðir úr vikri og reynzt þessi bezt. Einnig sýnir Jón þarna hið nýja sænska þéttiefni, Berol, sem er sagt mjög merkilegt. Má þétta með því fjölmargt, svo sem veggi, tjalddúk, skósóla o s frv Póstferðir á morgun: Frá Rvík: Mosfellssveitar-, Kjalar- ness-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar. Hafnarfjörður. Seltjarnar- nes. Fagranes til Akraness. Nova norð- ur um til Bergen. Bílpóstur til Garðs- auka og Víkur. Til Rvíkur: Mosfellssveltar-, Kjalar- ness-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölfuss- og flóapóstar, Hafnarfjörður Seltjamar- nes. Fagranes frá Akranesi. Gríms- ness- og Biskupstungnapóstar. Lyra frá Bergen, Færeyjum og Vestmanna- eyjum. Dvöl, 2. hefti, 6. árg., er nýkomið út. Flytur það eins og venjulega nokkrar stuttar sögur eftir ýms öndvegisskáld heims- ins, svo sem Sherwood Anderson, Jo- hannes V. Jensen og fleiri. Ein saga er eftir helzta skáld Japana og er víst fátt eða ekkert til áður á íslenzku, sem frumsamið er á japönsku. Einnig er þar saga eftir helzta skáld negranna og ein eftir Hedin Brú, aðalskáldsagna- höfund Færeyinga, sem enn er ungur að aldri, Kvæði eru eftir Magnús Ás- geirson (þýdd), Guðmund Böðvarsson, Guðmund Inga o. fl. Ritgerðir og fræðigreinareru eftir Kristján Jónsson frá Garðsstöðum, Steinþór bónda að Hala, Guðmund Davíðsson, ritstjórann o.fl. Ennfremur eru bókafregnir, kímni- sögur og lausavísur eftir marga höf- unda. Dvöl er ein og venjulega fjöl- breytt að efni og skemmtileg. Mussolíni lýsír enn iylgí víð Franco Stresabandalaglð verdur ekki end- urreist, segir hann og vafasamt um samninga við Frakka LONDON: Mussolini flutti ræðu í Genua í gær, þar sem hann ræddi um afstöðu ítölsku stjórnarinnar í ýmsum utanríkismál- um. Hann byrjaði með því að víkja að sameiningu Austurríkis og Þýzkalands, og sagði, að Ítalía hefði ekki getað gert neitt til þess að koma í veg fyrir það. „Stresa-bandalagið (þ. e. banda- lag ítala, Breta og Frakka án Þjóð- verja) er úr sögunni", sagð.i Mussolini, „og verður aldrei endurreist". Þá minntist Mussolini á ensk-ítalska sáttmálann, sem sáttmála milli tveggja heimsvelda, sem búast mætti við að fengju staðizt, um langan aldur. Þegar Mussolini kom að samningaiun- leitunum þeim, sem nú ættu sér stað milli Frakka og ítala, tóku áheyrendur hans fram í fyrir honum hvað eftir annaö, og mátti á öllu heyra, að þeir voru mjög andvígir því, að ítalir semdu við Frakka. Enda sagði Musso- lini, að ekki væri ennþá víst, að samn- ingar tækjust. Frakkar og ítalir væru á öndverðum rneið um eitt mjög mik- ilvægt mál, þ. e. Spánarmálið, sagði hann. „Frakkar óska eftir sigri stjórn- arinnar í Barcelona", sagði Mussolini, „en ítalir óska þess, að Franco sigri, og munu ekkert láta ógert til þess, að honum megi takast það.“ FÚ. Haíísínn tálmar síglíngum iyrír Horn Hafís er enn mikill við vestanvert Norðurland. Veðurstofunni barst í gær skeyti frá flutningaskipinu Heklu svo- hljóðandi: „Erum 25 sjómílur út af Horni. Höfum reynt að komast í gegn allt frá 66 stigi 35 mín. norðlægrar breiddar upp undir Geirhólma. ísinn allstaðar þéttur. Hvergi hægt að kom- ast í gegn“. Eimskipafélag íslands hefir Heklu á leigu og barst því síðar í gær skeyti þess efnis að skipinu hefði tekizt að komast gegn um ísinn. Áður hafði vélbáturinn Vébjörn frá ísafirði lent í ís 45 mílur norðvestur af Sauðanesvita og tafizt að mun. Varð þar sem hann hafði reynt að fara gegn um ísinn. Segist skipstjóra svo frá, að ísinn sé mestmegnis lagís, en þó sjá- ist borgarísjakar innan um. Sæsíminn yfir Reykjarfjörð á Strönd- um hefir orðið fyrir skemmdum af hafís, og var ekki þegar síðast frétt- ist hægt að koma við athugun á skemmdunum fyrir ís Frá austanverðu Norðurlandi bárust engar fregnir um is í gær Morgunblaðið flutti síðastlið- inn sunnudag kvartanir mat- vörukaupmanna undan háu um- búðaverði síðan innlend papp- írspokagerð tók til starfa, og notaði þetta tilefni til óbeinna árása á Gjaldeyris- og innflutn- ingsnefnd. Nýja dagblaðið hefir þess- vegna talið rétt að afla sér upp- lýsinga hjá forstjóra Pappírs- pokagerðarinnar um þetta mál, og fara hér á eftir upplýsingar hans: Þegar Pappírspokagerðin tók til starfa í ágústmánuði 1936 var verðið hjá henni og heild- verzlun Garðars Gíslasonar, er mun hafa haft mesta sölu áður á þessari vöru, sem hér segir: Pókag. Garðar 7io kg. kr. 1,95 kr. 2,10 Va — — 2,30 — 2,45 y* — — 3,25 — 3,40 y2 - — 3,65 — 3,80 i — — 5,60 — 5,80 2 — — 8,65 — 8,80 3 — — 16,10 — 16,80 5 — — 21,00 — 22,00 10 — — 30,25 — 38,00 92,75 103,15 Um verðið á 10 kg. pokum Garðars er það að athuga, að í höndum Pappírspokagerðarinn- ar er ekki sönnun fyrir því hvað það var í ágústmánuði 1936, og er hér reiknað með verði, sem hann seldi þessa poka fyrir í júní 1936. Samkvæmt þessu lækkaði Pappírspokagerðin verðlagið um ca. 10% þegar hún tók til starfa, frá því, sem það var á sama tíma hér á markaðnum. Nú er verðið hjá Pappírspoka- gerðinni, sem hér segir, sömu tegundum, með sömu gæðum: /io kg. kr. 3,30 % — — 3,80 V* — — 4,80 % — — 5,50 1 — — 8,30 2 — — 13,40 3 — — 24,10 5 — — 30,90 10 — — 45,90 140,00 Hækkunin nemur því tæplega 40%. Orsakir verðhækkunarinnar eru fyrst og fremst hin mikla hækkun, sem hefir orðið á pappír á erlendum markaði. Til þess að sanna stjórn mat- vörukaupmannafélagsins, sem ef til vill er ekki eins vel heima í þessari vörugrein, eins og sum- um öðrum, þykir ástæða til að benda henni á þessa staðreynd. Hinn 7. ágúst 1936 seldi firm- að A. J. Bertelsen hér i bænum hvítan Sulfit-umbúðapappír fyr- ir verð sem nam 600 krónum pr. tonn. Þetta sama firma selur nú samskonar pappír fyrir verð, sem nemur 960 krónum pr. tonn. Hækkunin á umbúðapappír hjá þessu firma nemur því 60%, eða 20% meira en verðhækkun- in á umbúðapokum hjá pappírs- pokagerðinni. Og áþekk hækkun hefir átt sér stað hjá öðrum heildsölum í bænum á umbúða- pappír. Eitt höfuðbjargráðið, sem gripið hefir verið til, og þá ekki (Frh. á 4. siBu.) Leiksýníngar Reumert-hjónanna Poul Reumert leikari er væntanleg- ur hingað til bæjarins annað kvöld með Lyru. Sýningar þeirra hjóna hefj- ast svo 20. þ. m. Þau hjónin munu tala dönsku, sem gestir, en aðrir leik- endur vitanlega íslenzku. Haraldur Björnsson leikari sér um sýningu fyrra leikritsins, sem sýnt verður, „Það er kominn dagur“, eftir Karl Schltiter, en Ragnar E. Kvaran landkynnir um það síðara, „Tovaritch“ eftir franska leikritahöfundinn de Val. Sýningar á því hefjast sennilega þann 29. þ. m. Leikfélagið biður þess getið, að þar sem til þess er ætlazt af þessum ágætu gestum, að ágóða öllum, sem verður af sýningunum, verði varið til styrktar leikmenningu íslands í framtiðinni, þá telur stjórn Leikfélagsins ekki rétt að bjóða neinum sérstaklega (svo sem fulltrúum ríkis og bæjar og öðrum, sem félagið er 'í þakklætisskuld við) á frumsýningar þessara leikja, svo sem þó hefir verið venja um sýningar Leik- félagsins. Væntir Leikfélagsstjórnin þess, að hlutaðeigendur skilji þessa af- stöðu hennar og séu henni sammála um, að slík ráðstöfun sé eðlileg. A sl. ári höfðu 13 lækn- ar yfir 11 þús. kr. laun frá Sjúkrasaml. R.vík- ur, að frátöldum tekj- um peirra fyrir vinnu á sjúkrahúsum og einkalækningar Nýja dagblaðið hefir aflað sér upplýsinga um greiðslur Sjúkrasamlags Reykjavíkur til lækna hér í bænum á síð- astliðnu ári. Fá læknarnir greitt eftir taxta, sem þeir þvinguðu sjúkrasamlagið til að samþykkja eftir tryggingarlögin gengu gildi. 1. læknir kr. 21.229,02 2. 20.913,71 3. 19.432,38 4. 18.008,95 5. 17.965,42 6. 16.413,20 7. 16.386,33 8. 13.383,77 9. 12.581,90 10. 12.037,90 11. 11.920,27 12. 11.840,77 13. 11.441,92 Auk þess fá læknarnir sérstaka greiðslu fyrir vinnu sína á spít- ölunum, en hún er hér ekki með- talin. Við þetta bætast svo tekj- ur þeirra fyrir einkalækningar. Gefa þessar tölur bezt til kynna, hversu óhæfilega hár taxtinn fyrir sjúkrasamlags- lækningar er nú og hlýtur það að verða eitt af verkefnum hinn- ar nýju sjúkrasamlagsstjórnar að reyna að fá honum breytt til bóta. Er það ekki undarlegt, að meðan læknum hélzt uppi að okra þannig á vinnu sinni hér í bænum, að illa gangi að fá lækna í sum erfiðustu læknishér- uðin úti á landi, þar sem launin eru margfalt lægri og oft miklir erfiðleikar og hættur samfara læknisstarfinu. Væri meira en athugandi, hvort ekki ætti eitt- hvað að bæta aðbúnað þeirra manna, jafnframt því, sem tek- inn yrði af mesti „kúfurinn" hjá hinum. Samkvæmt sérstakri ósk frú Önnu Borg verður ekki tekið á móti neinum pöntunum áður en sala aðgöngumiða hefst, heldur verður öllum gefinn jafn kostur á að ná sér í aðgöngumiða við söluna, sem fram fer fyrir fyrra leik- ritið — þriðjudaginn 17. þ. m. kl. 1. e. h. í Iðnó. Fer salan fram í áhorf- endasal hússins samtimis fyrir öll fimm kvöldin sem leikritið verður sýnt, þ. e. dagana 20., 22., 23., 24. og 25. maí.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.