Nýja dagblaðið - 15.05.1938, Page 2

Nýja dagblaðið - 15.05.1938, Page 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ Dagblöðum úivarpað Nýjasta uppgötvun Ameríkumanna á sviði útvarpsins Ameríkumenn hafa löngum haft orð fyrir að láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Maður á alltaf von á einhverju athygl- isverðu og frumlegu frá þeim. Nýjasta uppátæki þeirra núna, í sambandi við útvarp, er að senda dagblöð á öldum loftsins. Senditækið er í sjálfu sér af- ar einfalt. Á sendistöðinni er prentuðu máli og myndum breytt í raföldur. Þetta er gert með örlítilli glerkúlu eða „stöf- unarljósi", eins og þeir kalla það, sem er látið líða yfir prent- uðu síðuna, sem á að útvarpa. „Stöfunarljósið" sendir aftur svertumagn síðunnar til raf- myndaklefans, sem svo breytir því í raföldur, er senda má út með hinum venjulegu sendi- tækjum stöðvarinnar. Móttökutækið er á stærð við meðalstórt litvarpstæki. Það tekur við þessum raföldum, vís- ir hreyfist yfir pappír með kola- efni á bak við og framkallar á honum þær dökku og ljósu lín- ur, sem mynda stafi og myndir. Þetta er prentun án svertu og án móts. Tilraunir með þetta útvarp hafa verið gerðar i Bandaríkj- unum nú um nokkurt skeið, og fyrsta útsending fór fram í nóv- ember síðastliðið haust. Fram- farir hafa orðið miklar síðan, og nú er undirbúningi undir fj öldaframleiðslu móttökutækj - anna að verða lokið og fullyrt er að þau verði brátt fáanleg fyriT aðeins um 40 dollara (ca. 180 kr.). Það verður gaman fyrir Bandaríkjamenn að lifa þegar þetta er komið í fullan gang. Þeir stilla útvarpstækið sitt á ákveðna stöð að kveldi og leggjast svo til svefns. Þegar þeir svo vakna að morgni, taka þeir þessi „dagblöð" út úr mót- tökutækinu sínu og hlaupa yf- ir fréttirnar. Þar fá þeir frá- sagnir um atburði, sem hafa gerst kvöldið áður og um nótt- ina á meðan þeir sváfu. Móttökutækin hafa þegar sjálfvirkan pappírshníf, sem sker pappírinn niður í ákveðn- ar blaðsíðustærðir. Með því að bæta við einfaldri heftivél, getur þetta litla móttökutæki skorið og bundið tímarit og bækur. Ruth Brindzi skrifar um þetta í blaðið Nation í New York og kemst m. a. svo að orði: „Þessi uppfynding er, fyrir þjóðfélagið, áreiðanlega einhver sú þýðingarmesta, sem gerð hef- ir verið síðan prentlistin var fundin upp. Innan fárra mán- aða verða þessar eftirprentun- arvélar á heimilum um gervöll Bandaríkin. Möguleikarnir eru ótakmark- aðir. Þessi litlu tæki skila letr- aðri frásögn jafnóðum og at- burðirnir ske, jafnóðum og sag- an gerist. Engin dagblöð verða fær um að keppa við þetta. Þessi end- urprentunaraðferð er fjótari, þægilegri og ódýrari. Fólkið þarf aðeins að borga pappírinn og rafstrauminn og í staðinn fær það svo meira lesmál en það kemst yfir að lesa. Dagblað heimilisins getur orðið eins stórt og New York Times á sunnudög- um og tímarit og bækur breið- ast út í miljónum eintaka. Það er ekki lengur neinn heilaspuni að útvarpið geti þann ig séð okkur fyrir dagblöðum. Ef þú aðeins bætir endurprent- unartæki við útvarpstæki þitt, safnar það fréttum og myndum fyrir þig og sýnir þér það „svart á hvítu“ . . .“. Himbrimínn Frá æskuárum mínum, minn- ist ég himbrimans með vináttu- huga. Ég hlustaði svo oft á hann með gljúpum barnslegum til- finningum, þegar hann kom fljúgandi frá sjó, upp með Þjórsá. Þegar ég heyrði þessa helgu óma — því enginn fugl finnst mér hafa jafn tilkomu- mikla rödd sem hann — var eins og eitthvað vaknaði í sál minni, sem jeg gat ekki þá, gert mér grein fyrir. Ég hlustaði — hlustaði töfraður — uns óm- arnir dóu út í kvöldkyrðinni, inn í milli fjallanna. Mörgum — mörgum árum seinna, kynntist ég þessum æskuvin mínum, inn á öræfa- vötnunum, þar sem hann er einskonar útvörður lífsins. Þá skildi ég að það var hann, sem fyrst vakti hjá mér þrá út í það óþekta, sem við allir leitum að, og er ég honum alltaf þakklátur fyrir síka vakningu. Hér heldur hann til allan árs- ins hring, nema þann tíma er vötnin lággja í dróma. Hann kemur snemma vors, er upp leys- ir ísa, og hverfur seint á haustin. Þarna er hann einvaldur vatna- konungur og heldur til á átta vötnum að jafnaði, þar sem hann finnur æti. Sjaltdan er nema eitt par á hverju vatni, því hann þolir illa þröngbýli. Álltaf þegar hann verður ferðamanna var, tekur hann að syngja og söngvar hans eru svo víðhrifnir, að þeir eins og fylia upp hina tilfinnanlegu auðn hinnar djúpu öræfaþagnar. Stundum er þessi öræfaþögn svo friðandi, eins og Ijúffengur teig- ur á guðaveig — en hinsvegar stundum svo lamandi þung. Án himbrimans mundi öræfaþögnin æra mann. Seinast þegar ég kom áð Tjarn arkoti, höfðum við daginn áður komið að Fossvötnum og séð þar nokkra himbrima. Þegar við vor- um að leggja á hestana, tek ég eftir að fimm himbrimar koma syngjandi norðan af Fossvötn- um og fljúga á móts við suður- enda á Tjaldvatni og svo sömu leið til baka inn til Norður- vatna. Svo komu þeir aftur eftir lítinn tíma og snúa við, er þeir höfðu komið móts við kofann. Snúa til baka aftur og koma enn í þriðja sinn, en snúa nú aftur við norðurenda vatnsins. Sérstaklega er mér í minni, hversu þessir fuglar voru stórir og vafalaust hinir allra stærstu himbrimar, sem ég hefi séð. í fasi þeirra og flugi var svo mik- ill tígurleiki, að ég kem ekki orð- um að því. Hefi ég aldrei heyrt slíkan arnsúg og fjaðradyn, né séð svo tilkomumikinn vængja- burð. Ég var svo hrifinn af þess- ari sjón, að ég sinnti ekki störf- um mínum og rankaði við mér, er samferðamenn mínir lögðu á hest minn. Mér virtist heimsókn þessara göfugu gesta vera í kveðjuskyni, eins og væru þeir að syngja okkur úr hlaði. Ég vildi óska að sumargestir öræfanna færu ekki með byssur inn á ríki himbrimans og létu frið ríkja um lönd hans. Það væri sorglegt að eyða jafn göf- ugum fugli sem himbrimanum og sorglegt ef heimsækjendur — þeir sem leita til þess að finna fegurð kæmu með svo lágar hugsanir, að vanhelga jafn göf- ugum stað. Eða væri það viðfeldið, að koma með byssu í kirkju? Ólafur ísleifsson. E.s. Nova fer héðan þriðjudaginn 17. þ. m. til ísafjarðar, Siglufjarðar, Akureyrar, Húsavíkur, og Seyð- isfjarðar og þaðan beint til Noregs. Flutníngi veitt móttaka til kl. 3 á mánudag. Farseðlar sækist fyrir sama tíroa. P. Smilh & Co. Flutning'adag'ur. Menn flytja búslóð sína hús úr húsi. En peir sem einu sinni byrja að skifta við KRON halda pví áfram og daglega bætast nýir í hópinn. PRENTMYNDASTOFAN LEIFTUR Hnfnarstræti 17, (uppi), býr til 1. íloUks prentmyndir. Sími 3334 aðeins Loftur. VERÐ VIÐTÆKJA ER LÆGRA HER A LANDI, EN I ÖDRUM LONDUM ALF- UNNAR. ViOtækJaverzlunln veitir kaupendum viðtækja melri tryggingu um hagkvæm vlSskipti en nokkur önnur verzlun mundl gera, þegar bilanlr koma fram í tækj- unum eöa óhöpp bera aO höndum. Ágóða VlOtækJaverzlunarinnar er lögum samkvæmt eingöngu varlð til reksturs útvarpsins, almennrar út- breiöslu þess og tll hagsbóta útvarpsnotendum. Takmarkið er: ViOtækl inn ó hvert heimlli. Víðtækjaverzlun ríkísíns Lækjargötu 10 B. Sími 3823.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.