Nýja dagblaðið - 18.05.1938, Page 1
FJÖLBREYTT ÚRVAL
af
V—Ö—R—V—<5-It—1J—M
komið.
V E S T A
Laugaveg 40 — Sími 4197
ID/5V3IBILflMDIHÐ
6. ár Reykjavík, miðvikudaginn 18. maí 1938. 112. blað
ANN ÁLL
138. dagur ársins.
Sólaruprás kl. 3.09. Sólarlag kl. 9.41.
Árdegisháflæður íp Reykjavík kl. 7.45.
Ljósatími bifreiða
er frá kl. 10.25 að kvöldi, til kl. 2.55
að morgni.
Næturlæknir
er í nótt Kristján Grímsson, Hverfis-
götu 39. Sími 2849. Næturvörður er í
Lyfjabúðinni Iðunn og Reykjavíkur
Apóteki.
Dagskrá útvarpsins:
10.00 Veðurfr. 12.00 Hádegisútvarp.
15.00 Veðurfr. 19.10 Veðurfr. 19.20 Þing-
fréttir. 19.40 Auglýsingar. 19.50 Fréttir.
20.15 Erindi: Jurtakynbæturnar í Sva-
löf á Skáni (Áskell Löve fil. stud.).
20.45 Hljómpl.: a) „Helgi vorsins", eft-
ir Stravinsky. b) (21.20) ísl. lög. c) Lög
leikin á Bíó-orgel.
Póstferðir á morgun:
Frá Rvík: Mosfellssveitar-, Kjalar-
ness-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölfuss- og
Flóapóstar. Hafnarfjörður. Seltjamar-
nes. Fagranes til Akraness. Lyra til
Vestmannaeyja, Færeyja og Bergen.
Nova vestur og norður til útlanda.
Dettifoss til Vestmannaeyja, Hull og
Hamborgar.
Til Rvíkur: Mosfellssveitar-, Kjalar-
ness-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölfuss- og
flóapóstar, Hafnarfjörður Seltjamar-
nes. Fagranes frá Akranesi.
Höfnin.
Af veiðum komu í fyrradag togararn-
ir Max Femberton með 119 föt lifrar,
Egill Skallagrímsson með 37 föt, Gyllir
með 17 föt. í gær komu togararnir Gull-
topur með 85 föt, Arinbjöm hersir með
40 föt, Geir með 70 föt, Skallagrímur
með 85 föt, Snorri goði með 110 föt og
Hannes ráðherra með 100 föt. Togar-
arnir munu flestir hætta veiðum.
Irma Weile Barkany
söngkona, heldur söngskemmtun í
kvöld kl. 7 í Gamla Bíó. Söngkonan
kann afar mörg mál og hefir sungið á
7—10 tungumálum á sömu söng-
skemmtuninni. Heftir söngur hennar
vakið mikla athygli.
Fimleikaflokkur stúlkna
úr Glímufélaginu Ármanni, fer með
Lyru á fimmtudaginn til Noregs. Sækir
hann íþróttamót, sem haldið verður í
Oslo 26.—28. þ. m. Fimleikaflokkum frá
öllum Norðurlöndum var boðið að taka
þátt í móti þessu, en sakir fjárskorts
leit út fyrir það um tíma, að ekki yrði
hægt að senda flokk héðan á mótið.
Norðmenn lögðu mikla áherzlu á að fá
flokk héðan og buðu að kosta dvöl hans
meðan á mótinu stæði. Var þá ákveðið
að senda flokk stúlkna út, og var keppt
um það sl. laugardag, hvort sendur
yrði stúlknaflokkur Ármanns eða K.R.
Að þeirri kepni afstaðinni var afráðið
að senda stúlknaflokk Ármanns. Jón
Þorsteinsson íþróttakennari, sem verið
hefir kennari flokksins, verður stjóm-
andi flokksins og fararstjóri. Fimleika-
sýning verður haidin i kvöld kl. 9 í
íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar og
rennur ágóðinn í ferðasjóð flokksins.
Sýnir þar úrvalsflokkur karla og svo
stúlkurnar 15, sem utan fara. Aðgöngu-
miðar kosta kr. 2.00 og verða seldir við
innganginn.
Lauge Koch
flaug í gær kring um Peary-land og
eftir athugunum hans að dæma eru
engar eyjar áður óþekktar á þessu
svæði milli Grænlands og Spitzbergen.
Var Lauge Koch 11% klst. á flugi og
varð mikill fræðilegur árangur af þess-
ari för hans.
IF rlðrík Jónsson I
kaupmaður
Friðrik Jónsson andaðist hér í bæn-
um í gær, 78 ára, eftir skamma legu.
Hann var sonur Jóns Péturssonar há-
yfirdómara, en bróðir Sturlu Jónssonar.
Var mikil og kunn frændsemi með
þeim bræðrum.
„Gott leikhús þvðingarmeira fvrir mennin®
þjóðarinnar en maður
íetur imvndað sér“
Vídtal við POUL REUMERT
w
Urskurður gerðardómsins
Slýrimenn lengn sama og cnght
hlunnindi umíram það, sem skipa-
eigendur höfðn boðíð
„Þetta er í fjórða skiptið,
sem ég kem til íslands. Tvis-
var hefi ég komið áður til
þess að leika hér, í þriðja
sinnið til þess að gifta mig
og nú loks í fjórða sinn til
þess að leika,“ sagði Poul
Reumert í gær, þegar tíð-
indamaður blaðsins átti við-
tal við hann, þar sem hann
býr á hinu einkar vistlega
heimili systkina konu sinn-
ar. Hann kom með Lyru í
gærmorgun.
— Hvenær komuð þér hingað
síðast?
— Það var 1932, og það var að-
eins af því að um ísland var að
ræða, að ég kom hingað nú, því
ég var, þegar ég fór, að leika að-
alhlutverkið í hinu merka leik-
riti Kaj Munks, „Idealist", og
var það í fullum gangi. Þetta
leikrit hefir verið leikið fyrir
fullu húsi í allan vetur, frá því í
janúar og til þessa, alltaf með
hækkuðu verði. Það var því ekki
Súðín komst
íyrír Horn
í gær
Skipaútgerð ríkisins barst í gærmorg-
un svohljóðandi skeyti frá skipstjóran-
um á Súðinni: „Vorum að. leggjast á
Hornvík. Höfum reynt í 14 klst. að
komast gegn um ísinn, en árangurs-
laust. Þokusúld og dimmviðri hamlar
einnig. ísinn virðist mjög mikill og
spöng afar þétt saman, landföst og til
hafs.“
Um kl. 4 í gær barst Veðurstofunni
svohljóðandi skeyti frá skipstjóra: „ís-
inn laus við land og á hraðri ferð norð-
vestur. Siglingaleiðin austur með er að
verða íslaus.“
Súðin hélt áustur með Ströndum
síðar í gær, og virtist ísinn þá vera óð-
um að fjarlægjast land.
íslaust var í gær orðið á flestum
fjörðum á Ströndum, og engar ísfregn-
ir bárust frá Norðurlandi. Virðist ísinn
því horfinn annarstaðar en undan
Horni.
Veður var kaldara í gær á Norður- og
Vesturlandi en verið hefir undanfarna
daga. Var hitinn aðeins 1 stig á Horni,
en 3 stig í Grímsey.
■t)
POUL REUMERT
sem furstinn í Tovaritch.
svo auðvelt að komast frá. En
okkur langaði til þess að koma
til íslands, til þess að reyna að
afla nokkurs fjár fyrir Þjóðleik-
húsið hér, og jafnframt að vekja
áhuga fyrir því, að byggingu þess
verði hraðað, svo það geti sem
allra fyrst orðið tilbúið til notk-
unar. Það skal ég fullvissa yður
um, segir Reumert, með sann-
færingu í röddinni, að gott leik-
hús hefir meiri þýðingu fyrir hið
andlega líf og menningu þjóðar-
innar, heldur en maður getur í-
myndað sér. Nú skulum við
hjálpast að og vinna að því að
Þjóðleikhúsið verði, sem fyrst,
fullgert. Skemmtanaskatturinn
þarf allur að renna til Þjóðleik-
hússins og við gerum það sem við
getum gert. Við verðum að gefa
þessari fallegu byggingu líf, svo
hún geti orðið að því gagni, sem
henni er ætlað að verða.
— Hafið þið nýlega leikið í
þessum leikritum í Kaupmanna-
höfn?
— Fyrra leikritið, sem við leik-
um, „Það er kominn dagur“, lék-
um við 1934 á Dagmarleikhúsinu
fyrir fullti húsi í tvo mánuði. Það
er alvarlegs efnis. Það er fyrir
fólk, sem vill leggja á sig að
(Framhald á 4. síðu.)
Gerðardómurinn í stýrimanna
deilunni felldi úrskurð sinn f
gær. Var meirihlutinn, Hákon
Guðmundsson, Gunnl. Briem og
Þorsteinn Þorsteinsson, sammála
um allan úrskurðinn, en Stefán
Jóh. Stefánsson og Eggert Claes-
sen, lýstu sig mótfallna sumum
atriöum - hans, einkum þó sá
fyrrnefndi.
Aðaldeiluatriði milli aðila var, að
stýrimenn kröfðust yfirvinnukaups.
Skipaútgerð Ríkisins og Eimskipafélag
íslands buðu fram að setja í samning
það, sem verið hafði í framkvæmd á
skipunum undanfarin ár, að vaktir
skyldu vera þrískiptar og var tilboðið
svohljóðandi:
„Á skipum félagsins, sem hafa 3
stýrimenn, skulu vera þrískiptar vaktir
eftir því, sem skipstjóri telur að við
verði komið.
Þegar lagt er að bryggjum eða farið
frá bryggjum, skal eigi kalla til starfa
nema tvo stýrimenn, svo framarlega
sem skipstjóri telur þess ekki sérstak-
lega þörf.“
Þessu neituðu stýrimenn að ganga
að.
Þetta aðaldeiluatriði úrskurðaði
gerðardómurinn á þessa leið:
„Á skipum félagsins, sem hafa 3
stýrimenn, skulu vera þrískitar vaktir,
nema þegar skipstjóri telur, að nauð-
syn beri til þess að víkja frá þessari
reglu, vegna öryggis skipsins.
Þegar lagt er að bryggjum eða frá
bryggjum, skal eigi kalla tU starfa
nema tvo stýrimenn, nema skipstjóri
telji að brýna nauðsyn beri til þess. Nú
eru tveir stýrimenn, þegar svo stendur
á, kallaðir til starfs á frívakt, og skal
þá, ef lagt er að bryggju, sá þeirra,
sem styttra hefir verið á frívakt, fá
Tékkneska stjórnín
semur víð Henleín
Churchill spáir Srið-
samlegri lausn
LONDON:
í frétt frá Prag segir, að stjómin í
Tékkoslóvakíu hafi ákveðið að semja
við Heinlein sjálfan um kjör Súdeta í
Tékkoslóvakíu og að samningaumleit-
anir muni hefjast innan skamms.
Winston ChurchUl sagði í ræðu, sem
hann flutti i gærkvöldi í London, að
lausn deilunnar milli Súdeta og tékk-
nesku stjórnarinnar væri nær en hann
hefði grunað og væri fjarstæða að
ætla, að Súdetar myndu aðhafast nokk-
uð það, er valdið gæti friðarrofum, þar
sem þeir væru þannig í sveit settir, að
ef tU ófriðar kæmi, mUli Þýzkalands og
Tékkoslóvakiu, þá myndi hann bitna
mest á þeim. — FÚ.
eina krónu fyrir hverja byrjaða hálfa
klukkustund, sem tekin er af frívakt
hans. Þegar lagt er frá bryggju, skulu
stýrimenn, sem hafa frívakt og kallaðir
eru til starfa, fá sömu aukagreiðslu,
sem að ofan greinir. Aukagreiðslur
þessar greiðast samkvæmt skýrslu skip-
stjóra."
Mismunurinn á tilboði skipaeigenda
og úrskurði gerðardómsins er, eins og
sést á ofanrituðu, sá, að þegar lagt er
að bryggju og skipstjóri kallar tU starfs
báða stýrimenn, sem eru á frívakt, þá
skal annar þeirra, sá sem styttri hefir
haft hvíldina, fá kr. 1.00 fyrir hverja
byrjaða hálfa klukkustund, sem hann
starfar í frítíma sínum, og þegar lagt
er frá bryggju og skipstjóri telur ekki
nægilegt að hafa uppi þann stýrimann,
sem er á verði, þá skiUu hinir stýri-
mennirnir, ef skipstjóri kallar þá til
starfa, fá sömu aukagreiðslu. En fara
skal eftir skýrslu skipstjóra um þessar
aukagreiðslur. Þessi ákvæði eru sér-
staklega sett með tilliti til þess, að í
strandferðum, þegar stutt er mUli við-
komu á hafnir, er talið rétt að tryggja
stýrimönnum svefntíma eftir því sem
við verður komið og í þessum tUfeUum
er hægt að koma við eftirliti skistjóra,
að því er snertir aukagreiðslur tU stýri-
manna.
Aftur á móti neitaði gerðardómurinn
að taka til greina hina almennu kröfu
Stýrimannafélagsins um yfirvinnukaup
fyrir stýrimenn.
Að öðru leyti staðfestir dómurinn
miðlunartiUögur sáttasemjara, sem
skipaeigendur samþykktu 29. aprU sl„
en stýrimennirnir höfnuðu. Aðalatriði
þeirra var að hækka mánaðarkaup 3.
stýrimanna um 15 kr. á mánuði og
greiða þeim stýrimönnum, sem selja
farseðla, 10 kr. mánaðarlega í mistaln-
ingarfé.
Tílraunailug tíl Is-
lands og Grænlands
EINKASKEYTI FRÁ KHÖFN:
Yfirmaður danska loftflotans skýrir
svo frá, að í sumar sé fyrirhugað að
danski loftflotinn fari ýmsar merkUeg-
ar æfingaflugferðir til Færeyja, íslands
og Grænlands. — FÚ.
Fátítt slys í London
London:
Hið stórkostlegasta slys, sem átt hef-
ir sér stað við neðanjarðarjárnbrautir
í London, vildi þar tU í gær. Hafði lest
hægt á sér, og önnur, sem kom á eftir
á fullri ferð, rakst á hana, og lögðust
öftustu vagnar hennar saman. Sex
manns biðu bana, en 29 slösuðust, sum-
ir þeirra mjög hættulega.
Slys á neðanjarðarjárnbrautunum í
London eru mjög fátið, og eru nú liðin
meira en 30 ár, síðan þau hafa valdið
manntjóni. — FÚ.