Nýja dagblaðið


Nýja dagblaðið - 02.06.1938, Qupperneq 2

Nýja dagblaðið - 02.06.1938, Qupperneq 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ t T L Ö N D : ---------i Göng undir Ermasund Haia Chamberlaín og Daladíer rætt um íramkvæmd þeírra? Göngia verða 50 km. löng og 35 m. undir halsbolní. Það eru nú meira en hundr- að ár síðan að fyrst kom fram tillaga um jarðgöng undir Ermarsund. Frakkar hafa jafnan verið málinu hlynntir, en Englendingar andvígir, einkum hernaðarsérfræðingar þeirra. Hin nýju hemaðar- tæki hafa nú breytt viðhorfi Englendinga og er jafnvel tal- ið að þetta mál hafi verið rætt af fullri alvöru, þegar fundum Chamberlains og Daladiers bar saman í London fyrir skemmstu. Herforingjaráð beggja landanna eru málinu fylgjandi. Á styrjaldarárunum lét Foch hershöfðingi svo um mælt, að slík göng útilokuðu stríðshættuna i Evrópu. Franskur verkfræðingur, Bas- devant, hefir gert áætlun um jarðgöngin. Fréttaritari Social- Demokraten í Stokkhólmi, hefir nýlega haft tal af honum, og seg- ist honum svo frá: — Um aldamótin 1800 gerði verkfræðingur, Mattieu að nafni, áætlun um jarðgöng undir Erm- arsund. Hann skýrði Napóleon frá tillögum sínum, en hann taldi þær ekki framkvæmanleg- ar. — Upphaflegu tillögurnar gerðu ráð fyrir járnbraut eftir göng- unum. En sú hugmynd er úrelt nú. Ég geri þvi ráð fyrir bílasam- göngum. Sökum jarðvegsins, geta göngin ekki verið bein, heldur þurfa að vera í bugðum og henta því betur fyrir bíla en járnbraut. Ég geri ráð fyrir tveimur sam- liggjandi göngum, svo bílarnir þurfi ekki að mætast. Með 100 m. millibili geri ég ráð fyrir göngum á milli þeirra, svo bíl- arnir geti snúið við. Lengdin á göngunum verður 50 km., 40 km. undir yfirborði hafsins, 7 km. undir yfirborði frönsku strand- arinnar og 3 km. undir yfirborði ensku strandarinnar. Þar sem dýpst er, verða göngin 110 metra undir sjávarmáli eða 35 m. undir hafsbotni. Ætti það að vera vera nægilegt til þess að ekki væri hægt að eyðileggja göngin með sprengjuárás. Fimm þús. verkamenn ættu að geta fullgert göngin á tveim- ur árum. Um 2 millj. fermetra af krít verður að grafa í burtu. Borunin myndi byrja samtímis beggja megin frá. Göngin verða að hafa öflugt járnþak og ak- brautirnar verða úr þykkri steinsteypu. Einna mestu örðugleikarnir eru í sambandi við loftræsting- una, en með fullkomnum útbún- aði verður þó hægt að hafa hana sæmilega góða. Kostnaðinn áætla ég iy2 mill- jarð franka. Sé reiknað með að 4 millj. bíla fari göngin árlega — árið 1936 fóru 2.100 þús. far- þegar yfir Ermarsund — og gjaldið sé 50 frankar, ætti stofn- kostnaðurinn að fást endur- greiddur á nokkrum árum, jafn- framt því að fargjöldin milli Englands og Frakklands myndu stórlækka. Landvarnarráð Englands lýsti sig andvígt jarðgöngunum undir Ermarsund fyrir 10 árum síðan, en þessi afstaða Breta er nú mikið breytt. Churchill 'er t. d. nú ákafur fylgismaður þeirra. Ég er því viss um að þetta mál verður tekið til nákvæmrar at- hugunar á næstunni. England þarf ekki að óttast göngin hern- aðarlega séð. Það er hægt að loka þeim og fylla þau með sjó, hvenær sem þörf krefur. Hins- vegar ættu þau einmitt að geta komið Englendingum að ómet- anlegu gagni, ef þeir ættu í ó- friði á meginlandinu, þar sem þau eru óvinnanleg af flugvélum og kafbátum. Slík göng eru víða til. T. d. undir Thames, Elbe, Hudson- fljótið o. s. frv. Þau síðastnefndu eru 3—4 km. löng. í Japan hafa slík göng verið gerð milli tveggja eyja. Lengd þeirra eru rúmir 7 km. Menntumál, janúar—maí 1938, er komið út fyrir skömmu. Er það fjölbreytt að efni og fróðlegt að vanda. Má nefna, meðal þeirra greina sem í ritinu eru, t. d. Trúarmæti og menntamæti kristindómsins, eftir dr. Matt- hías Jónasson. Er það allítarleg grein, sem fjallar um kristin- dóminn í sambandi við uppeldi bæði í skólum og heimahúsum. Sigurður Helgason skrifar um heimavistarskóla í sveitum og skemmtisamkomur. Ræðir hann þar um samstöðu skemmtistaða og heimavistarskóla og kemst að þeirri niðurstöðu, að þetta tvennt eigi litla samleið, enda þótt því sé oft ætlað það. Rit- stjórinn, Sigurður Thorlacius, skrifar um skátahreyfinguna, í tilefni af 25 ára afmæli hennar og Hannes J. Magnússon skrifar um samvinnu heimila og skóla. Auk þess er í ritinu ýmislegt fleira, bæði til fróðleiks og skemmtunar. aðeins Loftur. ÚTBREIÐIÐ NÝJA DAGBLADIÐ! Gístíng í Bírtínga- holtí Enn man ég morgunin fagra. Mörg eru liðin ár frá því ég garð þann gisti, þá glitruðu daggar tár á túni og teigum grænum. Við töfrandi fuglasöng ég vaknaði sæll af svefni. Sú var ei nóttin löng. Umurinn inn um gluggann, með ómunum til mín leið. Um sólstöðubilið, þá syðra, var sumarnóttin heið. Húsfreyjan, móðirin milda, morgunverð til mín bar. Ég minnist þess, meðan ég lifi, hve morguninn fagur var. Árvöku mennirnir úti orfið sitt tóku og Ijá, brýndu og „báru niður", byrjuðu varpann að slá. Grösin' hljóðlega hnigu. Himinsins glitruðu tár. Fórnin, sem jörðin færði, var fögur.... en sár.... Húsbóndinn fylgdi úr hlaði. Handtakið man ég enn. Það er svo heilnæmt að hitta hugljúfa afbragðsmenn. Hann sýndi mér sáðsléttur margar, sumarsins angandi skraut. Sólargeislarnir signdu sérhverja blómalaut. Af frjómagni full voru grösin. .... Fögnuð þeirra ég skil. Ljósinu það var að þakka að þau voru orðin til. Bjart var í Birtingaholti. Braut mín þaðan lá.... Og nú eru nítján ár liðin, en naumast ég fegra sá árdegi upp til sveita. Sigfús Elíasson. \ r r m IBioin. Orrustan við Port Arthur. Stríðsmyndir eru að öllum jafnaði alltilþrifamiklar. Þó er sú barátta, sem háð er með tundri og blýi enganveginn á- hrifaríkust allra átaka. Þannig er og í þessari mynd. Þar eru það ekki sjálfar orrusturnar, sem hertaka vitund manns. Heldur er það baráttan milli föðurlands- og frændaástar og ástar á maka. Viðureign þessara djúpstæðu afla er vel þess virði að á hana sé horft. Myndin er vel leikin og eru þó sum hlut- verkin engin léttiverk. Ágætt saltkjöt í heilum og hálfum tunnum. Nokkrar tunnur óseldar. Samband ísl. samvinnuíélaga. Síuíi 1080. Sýníng á barnateíkníngum írá Norðurlönd- um er í Kennaraskólanum. Opín kl. 10-22. Kjötyerzlanir Seljum hreinsaðar kindagarnir. Garnastöðin, Reykjavík. Sími 4241. Kjarnar — (Essensar) Höfum birgðir af ýmiskonar kjörnum tlliðnaðar Álengisverzlun ríkisins. Til brúðargfjafa: Handskorinn kristall i miklu úrvali. Schramberg- er heimsfræga kunst Keramik í afar miklu úrvali. Schramberger Keramik ber af öðru Keramik, sem gull af eir. K. EINARSSON & BJÖRNSSON. 20stk. PAKKINN KOSTAR KR. 1-50

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.