Nýja dagblaðið - 02.06.1938, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 02.06.1938, Blaðsíða 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ 3 Þeéar verkin Svar til VILMUNDAR JÓNSSONAR —o—«>—o—.. INÝJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: Blaðaútgáfan h.f. Ritstjórl: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. Ritst j órnarskrif stof umar: Llndarg. 1 D. Símar 4373 og 2353. Aígr. og auglýsingaskrifstofa: Lindargötu 1D. Síml 2323. Eftir kl. 5: Siml 3948. Áskriftarverð kr. 2,00 á mánuði. í lausasölu 10 aura eintakið. Prentsmlðjan Edda h.f. Simar 3948 og 3720. Hvar erum víð staddir ? Forráðamönnum íhaldsblað- anna, sem í seinni tíð hafa stag- azt á hinni miklu skuldasöfn- un þjóðarinnar við önnur lönd, hlýtur að hafa orðið allkynlega við, þegar Eysteinn Jónsson fjármálaráðherra sannaði að miklu meiri og gagnlegri verð- mæti hefðu skapazt í landinu að baki þeirri 31 milljón, sem skuldaaukningin nemur síðan 1922, heldur en verðmæti það, sem skapazt hefði í landinu við þær 59 miiljónir, sem búið var að taka að láni fyrir þann tíma. Vísir finnur að þessi stað- reynd muni uppræta áhrif þeirra blekkinga, sem flokkur hans hefir haft í frammi um þessi mál, og reynir að koma því inn hjá mönnum, að eigna- aukning hafi þá aðallega orðið á fyrstu árunum eftir 1922. Það var ekki tilgangur fjár- málaráðherra að vera með póli- tískan meting í sambandi við þessi mál, heldur hitt, að skýra frá staðreyndum, svo menn vissu almennt hvar við værum staddir í þessum efnum. En til þess að sanna almenn- ingi, hversu fjarstæð þessi kenning Vísis er, má benda á þetta: Fimm ára tímabilið 1922—’27 lagði ríkið í vegi, síma, brýr og byggingar 6,3 millj. En tíu ára tímabilið 1928—’'37 27,6 milij., eða 15 millj. krónum meira, miðað við tímalengd. í ný iðnfyrirtæki og aflstöðv- ar var á fyrra tímabilinu varið 4,5 millj. en 38,2 millj. á hinu síðara, eða 29,2 milljónum meira, miðað við árafjölda. Um byggingarframkvæmdir eru ekki til heimildir aðrar en fasteignamat, sem framkvæmt er með 10 ára millibili. Verður því eigi með vissu sagt um þær. En hitt vita allir fulltíða menn, að þær framkvæmdir hafa ver- ið hlutfallslega mestar síðan 1928. Athugi maöur j arðræktar- styrkinn, kemur sama í Ijós. Hann var 1926 83 þús. 1936 628 þús. 1927 179 — 1937 550 — Svona fór um sjóferð þá, Vis- ir sæll! PRENTMYNDASTOFAN LEIFTUR Hafnarstr<uti 17, (uppi), býr iil 1. ílokks prentmyndir. S í m i 3334 __ Vilmundur Jónsson land- læknir ritaði fyrir nokkru í Al- þýðublaðið út af yfirlitsgrein þeirri, er ég hafði áður ritað í þetta blað um Reykjanesskól- ann við ísafjarðardjúp. Land- læknir kallar grein sína „Reyk- janesskólinn og bros til hægri“, og mun tilefni þessarar yfir- skriftar það, að honum þykir ég ekki gera nógu mikinn veg flokksbræðra sinna, Alþýðu- flokksforingjanna, en hinsveg- ar láta Jón Auðunn njóta of mikillar viðurkenningar fyrir skifti hans af málinu á Alþingi. Við að lesa þessa hugvekju eftir hinn mæta mann, þm. Norður-ísfirðinga, kemur manni ósjálfrátt í hug, að í honum sé meiri veiðihugur, vegna flokks þess er hann vinn- ur með, Alþýðuflokknum, held- ur en málefni standa til og að hann langi meira heldur en auðvelt er, að rökstyðja, til að draga úr þeirri viðurkenningu, að Framsóknarmenn eigi nokk- urn verulegan þátt í starfinu við að gera Reykj anesskólann að héraðsstofnun. Vil ég þess vegna benda á það, að skóla- stjórinn, Aðalsteinn Eiríksson, er viðurkenndur Framsóknar- maður, og að án vinnu hans og hugkvæmdar hefði ekki enn verið svo mikið sem einn steinn lagður i héraðsskóla við Djúpið. í hinni mjög prýðilegu rit- gerð sinni slær landlæknir fram eftrifarandi atriðum í áróðri sínum fyrir samherja sína í þessu máli: 1. Að Haraldur Guðmundsson hafi flutt heimildarlaga- frv. um Reykj anesskóla á þingi 1937. 2. Að þetta frv. hafi verið samið af landlækni, með miklum klókindum vestur við Djúp sumarið 1936. 3. Að frv. hafi verið afar- ísmeygilegt, og ekki hætta á að það yrði misbrúkað, þar sem kennslumálaráö- herra flutti málið. 4. Að frv. hafi verið vel tekið í þinginu og skólinn gerð- ur jafn öðrum héraðsskól- um, ekki aðeins í „orði“, heldur líka á „borði“. 5. Að ísmeygileg nýtni og klókindin hafi aðallega miðað að því að koma frv. lifandi fram hjá mér, sem landlæknir taldi líklegan til að vilja eyða málinu fyrir Djúpverjum. 6. Að lokufn telur landlæknir, að Alþýðuflokksmenn á ísafirði hafi verið’ búnir að bindast heitum um að af- henda skólanum land og hita alllöngu áður en „breiðfylkingin" kom til sögunnar í fyrravor. Nú er að athuga nánar þessi rök, sem landlæknir ber fram fyrir sig og flokksbróður sinn Ásgeir Ásgeirsson fræðslumála- stjóra. En áður en komið er að andsvörum, verður að rifja upp gang málsins. Ungur og áhugasamur barna- kenna'ri í Reykjavik, maður, sem er ekki socialisti heldur Framsóknarmaður, sækist eftir að byrja sem kennari við ofur- lítinn barnaskóla á Reykjanesi. Fyrir honum vakti, að starfa á nýjum grundvelli. Fyrst að koma þar af stað nýtízku heimavistarskóla fyrir börn og í öðru lagi að láta héraðsskóla vaxa upp við hlið barnaskólans. Féll vel á með honum og þeim Djúpmönnum og innan skamms var svo komiö, að Aðalsteinn Eiríksson hafði í húsum sínum börn í heimavist fram að jól- um, en þá fóru sum heim en unglingar komu og voru í Reykjanesi fram á útmánuði. Síðan voru börnin aftur um stund í skóla undir vor og luku þá prófi. Með dæmafáum áhuga og frá- bærri elju tókst Aðalsteini Ei- ríkssyni að þoka áfram þessu unglingaskólamáli. Aðsóknin fór hraðvaxandi, en hús voru lítil og léleg. Styrkur til ung- lingakennslunnar sárlítill, og engin von um fjárframlög til húsabóta vegna unglinganna. Aðalsteinn skólastjóri og á- hugamenn vestra leita auðsjá- anlega til landlæknis um hjálp. Hafa ef til vill gert ráð fyrir, að hann myndi enn hyggja á framboð í sýslunni sem og varð. En alveg sérstaklega hafa þeir treyst á að hann myndi geta látið samherja sína, fræðslu- málastjóra og kennslumálaráð- herrann „brosa“ náðarsamlega í átt til hins umkomulausa Reykjaness. En á þessu voru miklir erfið- leikar. Landiæknir hefir að visu vafalaust frá byrjun borið hlýjan hug til málsins. En hann átti við ofurefli að etja í sínum eigin flokki, þar sem var fræðslumálastjórinn. Vandinn varð nú sá fyrir landlækni, að bjarga áhugamáli Djúpbúa að einhverju leyti, með „ísmeygi- legheitum“ fram hjá flokks- bróður sínum, yfirmanni fræðslumálanna, sem hafði til Reykjaness sama hugarfar og kötturinn til músarinnar. Frv. það, sem landlæknir seg- ist hafa búið út í samráði við Aðalstein skólastjóra, gekk út á það, að kennslumálaráðherra væri heimilt að borga kennslu- styrk til unglingadeildarinnar í Reykjanesi eftir sömu reglum og til héraðsskóla. Þetta var það stærsta átak, sem landlæknir treysti sér að gera, án þess að móðga Ásgeir Ásgeirsson. En ekki var þessi tilraun djarfleg. Hér var um að ræða heimild. Fræðslumálastjórinn var henni andvígur. Haraldur Guðmunds- son gat verið velviljaður. En dagar hvers ráðherra eru tak- markaðir. Eftir H. G. gat komið maður, sem ekki vildi nota' heimildina. Auk þess var ekki um neinn byggingarstyrk að ræða. Skólinn var réttlaus, ut- an við öll form, gat enga hjálp brosa fengið til byggingarmála og kennslustyrk, aðeins ef yfir- menn fræðslumálanna vildu brosa blíðlega til skólans. Haraldur Guðmundsson flutti þetta inn í þingið. Það var hans ítrasta átak í málinu. Þá gerist það í efri deild, að við Jón Auðunn gerum bandalag um málið, og fengum til þess styrk flokka þeirra er við fylgdum. Við gerðum saman breytingar- tillögur og snerum frv. land- læknis alveg við. Menntamála- nefnd flutti síðan tillögurnar. Eftir þeim varð Reykjanes hér- aðsskóli með fullum réttindum, bæði um byggingarstyrk og framlag til kennslu. En í 5 ár fékk hann undanþágu um að mega hafa kennsluna styttri en í öðrum héraðsskólum. Að þeim tíma liðnum gerðum við Jón ráð fyrir að skólinn hefði nægileg- an húsakost til að geta kennt unglingum í 6 mánuði vetrar- langt. Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðismenn hröðuðu mál- inu gegn um þingið. Undir niðri var gremja í liði fræðslu- málastjórans. Sá hugur kom fram í gífuryrtri árás á hendur þessari breytingu frá Sig. Ein- arssyni. Sótti hann fram af mikilli heipt og með stórum orðum. Enginn Alþýðuflokks- maður reyndi i þinginu að koma viti fyrir þennan flokks- bróður landlæknis og fræðslu- málastjóra. Ræða- Sig. Éinars- sonar er þess vegna eitt af hin- um „ísmeygilegu“ tiltektum í málinu. Ásgeir Ásgeirsson ætl- aði að tefja málið í mennta- málanefnd neðri deildar, en „bros“ okkar Jóns Auðuns máttu sín meira en yglibrún hans. Þessi málalok urðu Djúp- mönnum hið mesta fagnaðar- efni, einkum þó skólastjóranum Aðalsteini Eiríkssyni. Sáu Djúpmenn nú ótal nýja vegi til að hrinda áfram þessu skóla- máli, eftir að full réttindi voru fengin á Alþingi. Af tilviljun mun hafa slæðst inn í frv. okkar Jóns Auðuns, að styrkur til skólans fyrir þann vetur yrði ákveðinn af kennslumálastjórninni. Þar var því um að ræða „heimild". — Skólastjóri skrifaði kennslu- málaráðherra og bað um styrk- inn, en hann neitaði að svara skriflega. Kom í ljós, að það voru ráð fræðslumálastjóra. Hann vildi hengja bakara fyrir smið og ekki útborga Reykja- nesskóla kennslustyrk fyrir unnin störf, nema Norður-ísa- fjarðarsýsla greiddi áður bygg- ingarstyrk í Núp. Nú átti Reykjanesskóli enga sök á van- greiðslu til Núps, og sýslan átti ekki skólann. Var því hér um fádæma „ísmeygilegheit“ að ræða í garð Reykjaness. Með seiglu og hörku hefir Djúpverj- um tekizt að ná þessum styrk úr höndum Ásgeirs Ásgeirsson- ar, en þó er talið, að nokkur hundruð séu enn ógreidd. Kunna Djúpverjar þvi enn bet- ur að meta hinn fulla rétt Reykj anesskóla í samanburði við loðna heimild til handa Ás- geiri Ásgeirssyni, af því þeir eru búnir að reyna hina „klóku“ leið hins mæta þingmanns, er þeir hafa nú. Næst kemur að því, að rétt fyrir kosningarnar i vor sem leið ganga Alþýðuflokksmenn á ísafirði vel og myndarlega frá framlagi til Reykjaness. Voru það bæði lönd og jarðhiti. Landlæknir telur að flokks- bræður Jóns Auðunns í bæjar- stjórn hafi þar verið tregir, en ekki kastar það skugga á gagn- stæða framkomu Jóns sjálfs á þingi. Má og vera,að Sjálfstæð- ismönnum hafi ekki verið með öllu ljúft, að gengið væri frá þessum málum áður en kosn- ingahríðin byrjaði. Stóðu í norðursýslunni nógu margir Framsóknarmenn á vegamót- um, ef andi fræðslumálastj óra og Sig. Einarssonar hefði ráðið athöfnum Alþýðuflokksmanna í garð Reykjanesskólans. En eins og á stóðð fór vel á að ísfirð- ingar studdu Reykjanes og Framsóknarmenn landlækni, þó að ekki væri þar neitt samn- ingslegt band á milli. En hitt er vitað mál, að Framsóknar- menn við Djúp vildu hafa skýr og hrein svör í skólamálinu. (Niðurl.) J. J. Alþýðublaðíð og heíðnín Alþýðublaðið heldur áfram að berja höfðinu við steininn og verja þá endaleysu sína, að búið sé að „lögleiða heiðni í Þýzka- landi og gera biblíuna ræka úr kirkjum Þýzkalands“. Blaðið getur þó enga heimild greint, máli sínu til sönnunar, nema helzt þá, að stofnaður hafi verið trúleysingjafélagsskapur í Þýzka landi með þessu markmiði! En að stofnun slíks félagsskapar sé sama og að lögbjóða heiðni, er álíka mikil firra og að halda því fram, að búið væri að lögbjóða heiðni hér á landi, ef Finnbogi Rútur, Stefán Pétursson og V. S. V. stofnuðu félag, sem vildi gera Stefán Jóhann að guði og fjögra ára áætlunina að biblíu íslend- inga! Alþýðubl. segir, að slíkur fé- lagsskapur hefði ekki verið stofnaður, nema valdhafarnir ætli sér að koma stefnu hans í framkvæmd. En hvers vegna hafa þeir þá leyft starfsemi fé- lagsskapar, sem vill koma á Ása- trú, en slíkur félagsskapur hefir starfað og starfar enn í Þýzka- landi, ásamt fjölda sértrúarfé- laga? Þýzka ríkið leggur ekki hömlur á starfsemi slíkra trúar- félaga, nema þau beinlínis vinni á móti nazismanum. Alþýðublaðið segir sitthvað um „vandlætingu hræsnaranna“ í þessu sambandi. Slík orð hefði blaðið ekki átt að nota í þessu tilfelli. Því geta lærisveinar Marx yfirleitt hugsað sér meiri hræsni, en þegar þeir koma fram sem verndarar kirkjunnar og kristninnar? Alþýðublaðið skal ekki ímynda sér, að það geti talið neinum trú um að það á- (Framhald á 4. siðu.)

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.