Nýja dagblaðið - 02.06.1938, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 02.06.1938, Blaðsíða 1
Drjúgur lyktar- lítUl, léttur r l notkun DA&EUMDID 6. ár Reykjavík, flmmtudaginn 2. júní 1938. 124. blað ANNÁLL 153. dagur ársins. Sólarupprás kl. 2.27. Sólarlag kl. 10.26. Árdeglsháflæður í Rvlk kl. 8.10. Næturlæknir er 1 nótt Jón G. Nikulásson, Preyju- götu 42, sími 3003. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Iðunn og Reykjavíkur Apóteki. Dagskrá útvarpsins. 10.00 Veðurfr. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfr. 19.10 Veðurfr. 19.20 Lesin dagskrá næstu viku. 19.30 Hljómplötur: Sungin danslög. 19.40 Auglýsingar. 19.50 Fréttir. 20.15 Frá Ferðafélagi íslands. 20.25 Frú útlöndum. 20.40 Einleikur á píanó (Emil Thoroddsen). 21.00 Út- varpshljómsveitin leikur. 21.30 Hljóm- plötur: Andleg tónlist. Póstferðir á morgun. Frá Rvík: Mosfellssveitar-, Kjósar-, Kjalamess-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar. Hafnarfjörður. Seltjarnar- nes. Þrastalundur. Laugarvatn. Fagra- nes tll Akraness. Vestan-, Breiðafjarð- ar-, Norðan-, Dala-, Barðastrandar- og Austanpóstar. Til Rvíkur: Mosfellssveitar-, Kjósar-, Kjalarness-, Reykjaness-, Ölfuss og Flóapóstar. Hafnarfjörður. Seltjarnar- nes. Þrastalundur. Laugarvatn. Fagra- nes frá Akranesi. Norðan-, Breiðaf jarð- ar-, Stranda-, Barðastrandar- og Þykkvabæj arpóstar. Kirkjubæj arklaust- ur. Goðafoss frá Akureyrl. Skipafréttir. Gullfoss fór til Breiðafjarðar og Vestfjarða í gær. Goðafoss kom til Siglufjarðar í gærmorgun. Brúarfoss er i Leith. Dettifoss var i gær á leið til Hull frá Hamborg. Lagarfoss er á Aust- fjörðum. Selfoss er í Grimsby. Drettn- ingin fór frá Vestmannaeyjum i fyrra- dag áleiðis til Kaupmannahafnar. Lyra fer i kvöld áleiðis til Bergen. Esja er í Rvík. Súðin fór frá Vestmannaeyjum í gær áleiðis til Homafjarðar. Skátafélagið Emir biður skáta að minnast fundarins í kvöld kl. 8. Verður þar rætt um hvíta- sunnuferðina. Hermann Hermannsson trésmiðameistari, Freyjugötu 24, var fimmtugur í gær. Bæjarstjórnarfundur verður haldinn í dag. Sjö mál eru á dagskrá. Meðal þeirra er frv. til reglu- gerðar fyrir Rafmagnsveitu Reykjavík- ur og frv. til reglugerðar fyrir Sogs- verkjunina. F j órðun gsþing Alþýðusambands Vesturlands verður haldið á Flateyri 4.-5. þ. m. Á að ræða þar um ný viðhorf verklýðsfélaganna til vinnulöggjafar, í Siglufirði er lokið undirstöðu nýs 2250 smálesta lýslsgeymis ríkisverksmlðjanna. Efni geymisins kom á Goðafossi síðast. Stál- smiðjan annast smíðina. — FÚ. Móeiður Skúladóttir Thorarensen heitir kona Agústs í Birtingaholti, en ekkl Málfríður, eins og misprentast hafði hér í blaðinu í gær. Biður blaðið afsökunar á þessari leiðinlegu villu. Póstur var fluttur yfir Skeiðarársand á þriðjudaginn var. Tók förin frá Núps- stað að Skaptafelli 10 klst. Vatnsmagn var ekki tU mikils trafala á leiðinni, en mjög bar á sandbleytu. Á síðasta bæjarstjórnarfundi í Neskaupstað var bæjarstjóramálið á dagskrá. Um starfið höfðu borizt þrjár umsóknir, en þar eð enginn mn- sækjanda náði meirihluta, samþykkti fundurinn samhljóða að æskja nýrra kosninga í bæjarstjórn í næstkomandi nóvembermánuði og fól bæjarstjóra, Eyþóri Þórðarsyni, að gegna starfinu fram yfir kosningar. — FÚ. Svifflugfélag Akureyrar sem stofnað var fyrir ári síðan, efndi Alvarlegur atburður Qí Ac1ir«/41 qii við þýzku landa- kJj U O U.1 lLllCl U. Lárus Salomonsson vann Islandsglímuna mærín Tékkneskur liðsfor- ingi særir tvo Sud- við Reykjaskólann Þýðíngarmíkíl framkvæmd fyrír skólann Ágúst Kristjánsson hlaut f Ggurðarverð- launin eta. LONDON: Atburður, sem getur haft víðtækar afleiðingar, gerðist í fyrrinótt í Sudeta- héruðunum skammt frá landamærum Þýzkalands, eða á sama stað, þar sem tékkneskur landamæravörður skaut tvo Sudeta fyrir skömmu. Tékkneskur liðsforingi kom kl. 3 um nóttina, ásamt öðrum manni, sem var jafnaðarmaður, inn á veitingahús og bað hljómsveitina að leika tékkneskt lag. Þrjátíu og fimm þýzkumælandi Su- detar, sem voru staddir í kaffihúsinu, mótmæltu þessu þegar í stað og varð af deila, en meðan á henni stóð, skaut undirforinginn tveimur skotum og særði tvo Sudeta. Tékkneska frásagan segir, að for- inginn hafi skotið í gólfið, en kúlan kastast til baka, en þýzka frásagan segir að skotinu hafi verið miðað á mennina. Stjórn Tékkoslóvakíu hefir fyrirskip- að stranga rannsókn á þessu máli og liðsforingi sá, er hlut á að máli, hefir verið tekinn höndum og er í varð- haldl. — FÚ. Derby-veðreid- unum sjónvarpað Þær sáust greiuilega í 60 mílna f jarlægð. LONDON: í gær fóru fram Derbyveðreiðarnar í Englandi, en það eru fjölsóttustu og merkilegustu veðreiðar, sem þar eru haldnar allt * árið. Veðreiðunum var sjónvarpað og er sagt að þær hafi sézt prýðisvel á sjónvarpstæki í 60 mílna fjarlægð frá Alexandrahöllinni, þar sem sjónvarpsstöðin er nú. Miklu meira var veðjað en nokkru sinni áður, eða alls 53 milljónum sterlingspunda. — FÚ. Togaramálið í Noregi. EINKASKEYTI frá KHÖFN: Norska stórþingið hefir ákveðið að fresta togaramálinu til næsta þings, en frumvarp það er lá fyrir þinginu fjallaði um það, að banna skyldi tog- araveiðar um fram það sem þegar er orðið. Fjöldi breytingartillagna var kominn fram og flokkarnir mjög ósam- mála um hverja leið skyldi fara. — FÚ. til skemmtisamkomu til ágóða starfi sínu. Fór skemmtunin fram 23. f. m. að viðstöddu fjölmenni. Flugstjóri Agn- ar Kofoed-Hansen flutti erindi um svifflug. Þá voru sýndar myndir frá Svifflugfélagi íslands i Reykjavík og Söngfélagið Geysir, undir stjórn Ingi- mundar Árnasonar, skemmti með söng. Virkir félagar Svifflugfélagsins eru 20. Eggert Stefánsson heldur tónskáldakvöld sitt i Gamla Bíó í kvöld. Syngur hann þar lög eftir Sigvalda Kaldalóns, Þórarinn Jónsson, Sv. Sveinbjömsson, Karl Runólfsson, Pál ísólfsson, Markús Kristjánsson og Jón Leifs. Reykjaskóli í Hrútafirði efnir nú til happdrættis fyrir sjó- sundlaug við skólann. Skólinn stendur á eyri, sem liggur út í Hrútafjörð austanverðan rétt við þjóðveginn. Er þar nú þegar mikill húsakostur og tekið á móti 60 nemendum vetrarlangt. Á vorin eru þar margháttuð námskeið fyrir unglinga og full- orðið fólk, bæði í margskonar í- þróttum og iðnaði karla og kvenna. Aðalbyggingin er reist ofarlega á eyrinni og snýr móti suðri. Bak við hana er leik- fimissalur stór og veglegur. Þaðan er nú innangengt í yfir- byggða sundlaug inn í skólan- um, en takmarkið er að gera mikla, opna, hitaða sjólaug við vesturenda leikfimishússins. Geta nemendur og sumargestir æft sig í leikskálanum og siðan synt til skiftis 1 hveravatni eða hlýjum sjó. Þessi nýja sundlaug kostar 20 þús. kr. og happdrættið á að afla nægilegs fjár til hennar. Vinningar eru um 100 og verð þeirra samanlagt um 4000 kr. Gjafir til þessa happdrættis hafa verið gefnar- úr öllum byggðum við Húnaflóa, bæði Ströndum og Húnaþingi og mikið utan þess svæðis, sem beinlínis stendur að skólanum. Dráttur fer fram 4. september næstkomandi. Reykjaskóli er nú orðinn stór og ágætur skóli. Hann er auk þess aðalgistihúsið á sumar- leiðinni milli Reykjavíkur og Akureyrar, og getur hann í þeim efnum varla fengið neinn keppinaut nema hinn væntan- lega héraðsskóla Skagfirðinga í Varmahlíð, sem getur því mið- ur aldrei haft þau gæði sem hér á að skapa með þessu happ- drætti, en það er sjósundlaug. Hér er á leiðinni glæsileg nýj- ung. Hér er verið að vinna að umbótamáli fyrir tvær sýslur, sem mun hafa áhrif til góðs fyrir þúsundir æskumanna á komandi árum. J. J. Síldarsala tíl Ameríku 30 þúsund tiinnur rnat jessíldar scldar fyrirfram. Samið hefir verið um sölu á 30 þús. tunnum af matjessíld til Ameríku. Vil- hjálmur Þór sá um samningana fyrir hönd Síldarútvegsnefndar. Samdi hann við annað firma en áður hefir verið samið við. Eru samtningar þessir taldir hagstæðir eftir atvikvun, mun hagstæð- ari en eldri samningar, og verð er einn- ig hærra. , Matjessíldarsala til Ameríku hefir átt sér stað allt frá 1934. Mest var selt I fyrra, eða um 16 þúsund tunnur. Er þessi sala því um helmingi moiri en áður hefir orðið. Samningarnir voru bomir undir síld- arsaltendur á Akureyri og Siglufirði og tjáðu þeir sig eindregið fylgjandi þeim. Skipulagsuppdráttur af sjósundlaug, leikfimishúsi og skólahúsi Reykjaskóla. Íslandsglíman var háð á íþrótta- vellinum í gær að viðstöddu miklu fjölmenni. Fór hún mjög vel fram og var tvímælalaust bezta Íslandsglíman um langt skeið. Keppendur voru 13, en einn þeirra, Sigurður Hallbjörnsson, gekk úr leik, eftir að hafa hlotið nokkrar byltur og meiðsl litilsháttar. Alls voru glímdar 66 glímur. Úrslitin urðu þau, að Lárus Saló- monsson hlaut íslandsbeltið. Lagði hann alla keppinauta sína og hlaut því 11 vinninga. Var Lárus vel að þessum sigri kominn. Hefir hann sennilega al- drei glímt eins vel í kappglímu. Hefir hann þó um nokkurt skeið orðið að draga úr æfingum sínum, sökum las- leika. Ágúst Kristjánsson hlaut fegurðar- verðlaunin, enda glímdi hann vel og drengilega að vanda. Margir töldu þó að erfitt hefði verið að gera upp á milli hans og Lárusar að þessu sinni. Ágúst gekk næst Lárusi að vinningum. Hlaut hann 10 vinninga, féll fyrir Lár- usl einum. Næstir voru Skúli Þorleifsson og Sig- urður Guðjónsson, með 8 vinninga og Húnbogi Þorkelsson með vinninga. Skúli féll fyrir Lárusi, Ágústi og Vagni Jóhannssyni, en Sigurður fyrir Lárusi, Ágústi og Skúla. Aðkomumennirnir, sem voru 7 Vest- mannaeyingar og 1 Skeiðamaður, glímdu allir liðlega og sumir vel. Eink- um vöktu þeir Sigurður Guðjónsson og Húnbogi Þorkelsson athygli. Er Vest- mannaeyingum mikill sómi að komu sinni, þar sem þátttaka þeirra átti ekki sizt þátt í að gera glímuna fjölbreytt- ari og skemmtilegri en hún hefir verið undanfarin ár. f s 1 a n d s I ö r Ingríðar prinsessu og Friðriks ríkis- erfingja Friðrik krónprins og Ing- rid krónprinsessa munu að öllum líkindum koma hing- að með Dronning Alexan- drine 20. júlí næstk. Hafði verið talað um að þau kæmu hingað næsta sumar, en fyrir nokkru barst forsætisráðherra sú fyrirspurn frá konungsrit- ara, hvort heppilegra væri að þau kæmu hingað í júlí eða ágúst, ef úr ferð þeirra yrði á þessu sumri. Svaraði forsætisráðherra því, að heppilegra væri að þau kæmu hingað í júlí- mánuði. Krónprinsinn hefir kom- ið hingað áður, eins og kunnugt er, en krónprins- essan ekki.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.