Nýja dagblaðið


Nýja dagblaðið - 08.06.1938, Qupperneq 1

Nýja dagblaðið - 08.06.1938, Qupperneq 1
Hafið l>ér notað þvottaduft? Reynið það í næsta þvott, og þér sann- færizt um gæðin. iwji/v ID/VGMBILVOHÐ 6. ár Reykjavík, miðvikudaginn 8. júní 1938. 128. blað ANNÁLL 159. dagur ársins. Sólaruppkoma kl. 2,14. Sólarlag kl. 10,41. Árdegisháflæður i Reykjavík kl. 1,50. Næturlæknir er 1 nótt Páll Sigurðsson, Hávalla- götu 15, sími 4959. Næturvörður er 1 Laugavegs- og Ingólfsapóteki. Safn Einars Jónssonar verður opið í dag, og framvegis á miðvikud. og sunnud. kl. 1—3 e. h., þar til öðruvísi verður ákveðið. Miðstjórn Framsóknarflokksins heldur fund í Eddu-húsinu kl. 6 e. h. i dag. Skátar, sem ætla að hýsa erlendu skátana i sambandi við Landsmótið, gefi sig fram í Miklagarði í kvöld kl. 8,30,—9,30. Skipafréttir. Gullfoss er 1 Reykjavík, Goðafoss fer í kvöld til Hull og Hamborgar. Brúarfoss er í Kaupmannahöfn. Detti- foss kom frá útlöndum í gærkvöldi. Lagarfoss var á Haganesvík í gær. Sel- foss er i London. — Súðin var vænt- anleg til Vopnafjarðar kl. 6 i gær- kvöldi. Knattspyrnumót íslands hófst í gær. Kepptu þá K. R. og Vík- ingur. og Víkingur vann með einu marki gegn engu. Dagskrá útvarpsins. Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,00 Hádeg- isútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 19,10 Veð- urfregnir. 19,20 Hljómplötur: Orgel- lög. 19,40 Auglýsingar. 19,50 Fréttir. 20,15 Erindi: Risaöspin kemur til ís- lands (Áskell Löve fil. stud.). 20,40 Hljómplötur: a) Hljómsveitarþættir úr óperunni „Rósariddarinn", eftir Rich -ard Strauss. b) (21.15) íslenzk lög. c) (21,40) Slavnesk lög. 22,00 Dag- skrárlok. Ungir Framsóknarmenn í Vestur-Eyjafjarðarhreppi héldu fund með sér að Sauðhúsvelli undir Eyjafjöllum á laugardaginn fyrir hvíta- sunnu og stofnuðu þar félag ungra Pramsóknarmanna. í stjóm félagsins voru kosnir: Ólafur Sveinsson, formað- ur, Magnús Kristjánsson, ritari og Ing- ólfur Gíslason gjaldkeri. — Á fund- inum msettu þrír ungir Framsóknar- menn úr Reykjavík. Trúlofun Nýlega hafa opinberað trúlofun slna ungfrú Aðalheiður Vilbergsdóttir frá Breiðdalsvík og Hjalti Gunnarsson frá Reyðarfirði. Fyrstu kappreið- ar Fáks í sumar Tvö ný met Kappreiðarnar hófust laust eftir kl. 3. Veður var gott, en þó ryk til all- mikils ama. Áhorfendur voru ekki svo margir sem ætla mætti eftir því, sem þarna var að sjá. Fyrst fór fram keppni i skeiði. Tóku þátt í henni tveir flokkar, alls 7 hestar. í fyrri flokknum var fyrstur Sindri Þorláks Bjömssonar í Eyjarhólum. í öðrum flokki varð fyrstur Þokki Frið- riks Hannessonar, Kjalarnesi. í úrslit- unum varð Þokki fyrstur á 24,8 sek., en Sindri annar. í stökki, 300 metra vegalengd, tóku þátt 3 flokkar alls 12 hestar. í fyrsta flokkl varð fyrstur Gráni Friðjóns Sig- urðssonar, Rvík. í öðrum flokki varð fyrstur Léttfeti Jóhönnum Jónsdóttur, Sogamýri. í þriðja flokki varð fyrstur (Framhalcl á 4. síSu.) Bréi forsætísráðherra Hér fer á eftir bréfið, sem forsætisráðherrann sendi dagblöðum bæjarins fyrir skömmu, og rætt er um í annari ritstjómargrein blaðsins á 3. síðu. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið Reykjavík, 1. júní 1938. Eins og yður, herra ritstjóri, er kunnugt, hefir ísland lýst yfir ævarandi hlutleysi. Það hef- ir engan lofther, landher né flota, og sem tákn hins ævar- andi hlutleysis sins hefir það engan gunnfána. Vörn landsins er yfirlýst hlutleysi þess. En eins og gefur að skilja, verður hlut- leysið að vera meira en yfirlýs- ingin ein. Það verður jafnframt að koma fram í verki, orðum og athöfnum gagnvart öðrum þjóð- um. En á það telur ráðuneytið hafa brostið, að þess hafi verið gætt, að sýna hófsemi í orðum um erlendar þjóðir og forvígis- menn þeirra. Hefir í ýmsum slík um ummælum gætt samskonar stóryrða og samskonar óvar- kárni og sumir menn telja að sé séreinkenni á blaðamennsku íslendinga um innanlandsmál. Nú virðist ráðuneytinu það auðsætt mál, að slík stóryrði, sem oft eru viðhöfð um erlend- ar þjóðir og þjóðhöfðingja, gagni engum flokki og engum málstað, en séu hinsvegar mjög líkleg til þess að valda misskiln- ingi, því að oft eru ummæli þessi skilin sem óvinátta íslenzku þjóðarinnar I garð hlutaðeig- andi þjóðar. Ummæli þessi snerta á engan hátt til tjóns þá, sem þau eru viðhöfð um, en eru hinsvegar líkleg til þess að skaða sjálfa oss. Ráðuneytið telur það miklu skipta, að ísland geti sýnt hlut- leysi sitt í hvívetna, einnig í því, að stilla slíkum ummælum í hóf. Blöð og einstaklingar geta sett fram sínar skoðanir, fært fyrir þeim rök, og barizt fyrir þeim á frjálsmannlegan hátt án þess að sýna ruddaskap og við- hafa stóryrði. Ráðuneytið vill þessvegna æskja þess af yður, herra ritstjóri, að þér gætið þess, að framvegis verði ekki í blaði yðar viðhaft óviðurkvæmilegt orðbragð um erlendar þjóðir eða forvígismenn þeirra. En ef slíkt hendir, mun ráðuneytið hér eftir þótt það hafi ekki verið venja undanfarið, láta beita viðeigandi hegningarlagaákvæði gegn hlut- aðeigendum. Einnig mun ráðu- neytið, ef ekki verður hjá þvi komizt, reyna að gera frekari ráðstafanir í sambandi við þing- flokkana til að koma í veg fyrir áframhald þessa ósiðar. Hermann Jónasson. Si ómannadaéurinn Hátíðaholdín íóru vel íram og voru aðstandendum til sóma Þetta var í fyrsta sinn, að hér var haldinn sjó- mannadagur. Það var þó síður en svo að frumbýlings- háttar gætti við hátíðahöld- in. Allt fór fram með festu, myndarskap og glæsileik. Mun dagurinn skilja eftir spor í hugum flestra, bæði þátttakenda og áhorfenda. Öll skip, sem hér voru í höfn, voru fánum skreytt strax að morgni, og einnig voru fánar dregnir að hún á húsum í bæn- um. Eftir hádegið fóru þátttak- endur i hópgöngu sjómanna að safnast saman við Stýrimanna- skólann. Kl. 13,20 lagði svo hóp- gangan af staö frá Stýrimanna- skólanum. íslenzki fáninn var borinn fyrir fylkingunni, en síð- an komu fánar hinna ýmsu fé- laga innan sjómannastéttarinn- ar. Skrúðgangan var mjög skipuleg og tilkomumikil. Mun þetta bezt skipulagða skrúð- ganga, sem hér hefir sézt. Mátti þar sjá unga, gerfilega menn, menn framtíðarinnar, við hlið aldraðra sjómanna með bogin bök eftir erfiði margra ára. All- ur svipur skrúðgöngunnar var í senn frjálsmannlegur og þrótt- mikill. Haldið var frá Stýrimanna- skólanum um miðbæinn að Leifsstyttu á Skólavörðuholtinu, en þar fóru aðalhátíðahöldin fram. Hafði Leifsstyttan verið fánum skreytt, settur þar upp ræðupallur, komið fyrir hátölur- SKÚLI GUÐMUNDSSON í RÆÐUSTÓLNUM. um, og auk þess markaður reit- ur fyrir hvert félag innan sam- taka sjómanna. Er skrúðgang- an kom að Leifsstyttunni var þar fyrir mikill fjöldi áhorfenda. Fánaberar skipuðu sér í fylkingu fram með styttunni, en hvert félag tók stöðu á sínu afmark- aða svæði. Lúðrasveit Reykja- víkur lék nokkur lög, en síðan steig Skúli Guðmundsson at- vinnumálaráðherra í ræðustól- inn. Sagði hann frá því, að á þessari stund væri lagður blóm- sveigur á leiði óþekkta sjómanns ins í kirkjugarðinum í Fossvogi. Bað hann menn síðan að minn- ast hinna föllnu sjómanna og FRÁ HÁTÍÐAHÖLDUNUM VIÐ LEIFSSTYTTUNA. | votta aðstandendum þeirra i fyllstu samúð. Varð þá einnar | mínútu þögn og mun flestum verða það minnisstætt augna- blik. Karlmenn stóðu allir ber- höfðaðir, og allur mannfjöldinn, sem mun hafa nálgast tíu þús- und, horfði til jarðar í lotningu við hinar föllnu hetjur. Að þagnarstundinni lokinni söng söngflokkur sjómanna „Þrútið var loft“. Því næst af- henti Ólafur Thors, fyrir hönd útgerðarmanna, sjómannadeg- inum bikar til að keppa um I björgunarsundi. Höfðu brezkir útgerðarmenn falið útgerðar- mönnum hér bikar þenna til ráðstöfunar 1930. (Framhald á 4. síðu.) Umferðaslys Þrjú bílslys um hátíðína ollu stórmeíðslum í fyrradag laust eftir hádegið varð 10 ára drengur, Sigurður Þórðarson úr Hafnarfirði, fyrir bifreið á móts við Múla á Suðurlandsbraut. Móðir drengsins var þarna á gangi með 3 böm og ætlaði að fara yfir veginn, er hún sá bifreiðina koma til þess að forðast rykið. Drengurinn hljóp þá frá henni og varð fyrir bifreiðinni Var hann þegar fluttur á Landsspítalann. Hafði hann fengið áverka nokkurn á hnakka og heilahristing. Kl. 3 í fyrradag varð annað um- ferðaslys á .gatnamótum Ingólfsstrætis og Hverfisgötu. Bifreið kom eftir Ing- ólfsstræti og beygði niður á Hverfis- götuna. Lenti húnninn á aftari hurð bifreiðarinnar á stúlku, sem var að leggja út á götuna, og fékk hún sár mikið á upphandlegginn, en ekki brotnaði handleggurinn. Var stúlkan flutt á Landsspítalann og gert þar að sárinu, en að því loknu fór hún heim til sín. Þriðja umferðaslysið varð í fyrra- kvöld k.l 9% á Þingvallaveginum und- an Skálabrekku. Bifreið var á leið frá Þingvöllum með farþega. Sá bifreiðar- stjórinn stóra fólksflutningabifreið, er hafði numið staðar hægra megin á veginum og stóð allmargt fólk um- hverfis hana. Segist bifreiðarstjóri hafa gefið hljóðmerki til viðvörunar um leið og hann ók framhjá eftir vinstri vegar- brún. Ein kona tók sig þá út úr hópn- um við hina bifreiðina, ætlaði að kom- ast yfir veginn, en lenti fyrir bifreið- inni. Bifreiðarstjóri neytti hemlanna og beygði út af veginum, en það stoð- aði ekki og lenti konan á hægri lukt bifreiðarinar, Konan, Jóhanna Guð- mundsdóttir húsfreyja að Skálabrekku, meiddist allmikið og var flutt í sjúkra- vagni til Reykjavíkur. Kom í ljós að hún hafði viðbeinsbrotnað auk meiri meiðsla.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.